Morgunblaðið - 15.05.1959, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 15.05.1959, Qupperneq 20
20 M O R GlllV B L A Ð1Ð Föstudagur 15. maí 1959 Hugo Bleicher, sem virtist nið- ursokkinn í hugsanir sínar, vakn ar nú skyndilega við. Hann horf ir hvasst á gömlu konuna með dökku augum sínum, sem litu út fyrir að vera nærsýn, þegar hann ekki var með gleraugun. Hann segir með áherzlu: „Tók Bleicher yður þá ekki fasta miklu fremur af þeirri ástæðu, að þér höfðuð tekið þrefalda venju- lega leigu af Borni — og höfðuð með því vakið mikinn grun um, arö þér væruð að hilma yfir með honum?“ Það kemur snöggvast fát á frú Blavetti og roði hleypur 1 andlit hennar, — andlit, sem eitt 'sinn hlýtur að hafa verið mjög fagurt. Henni vefst dálítið tunga um tönn, en síðan horfir hún í augu Bleichers og játar það með hreinskilni og djörfung. „Ég hygg — að þér hafið á réttu að standa, herra. Þér verð- ið að afsaka — á mínum aldri kemur það fyrir, að minnið bilar dálítið-----“ „Það er engin ástæða til afsök unar, frú“, segir Bleicher og bros ir vingjarnlega. „Það er aðeins sannleikans vegna. — — Þér skiljið“. Frú Blavetti hefur ekki augun af Hugo Bleicher. Að baki hinu háa, hvíta enni hennar starfar hugurinn. „Viljið þér gera svo vel að segja mér, — hvernig vitið þér það allt svona nákvæm- lega?“ spyr hún því næst. Bleieher dregur það dálítið við sig að svara. Það leikur bros um varir hans, um leið og hann seg- ir: „Það er aðeins eitt, sem ég veit nákvæmlega, frú — að ég gerði yður þá rangt til----“ Um leið og Bleicher sagði þetta, stóð hann upp, setti á sig gleraugun nærri því hátíðlega og horfði framan í frú Blavetti. Við stóðum líka upp. Eftirvænt ing og ótti lágu í loftinu í hinni litlu stofu. Hvað verður, þegar frú Blavetti þekkir Hugo Bleic- her, sem eitt sinn tók hana fasta? Skyldi gamla konan kalla á hjálp, gera lögreglunni viðvart, reka okkur heiftúðug út úr hús- inu, hæðast að okkur eða vísa okkur á dyr með kaldri fyrirlitn ingu? Það gerðist ekkert þvílíkt. Allt í einu kemur hreyfing á frú Blavetti. Hún réttir Bleicher höndina og segir í hlýlegum róm: „Mér þykir vænt um að sjá yður aftur, herra Bleicher!“ Hann tekur í hönd henni. Nú kom það fyrir mig í fyrsta skipti, að þessi Hugo Bleicher virtist ekki hafa aðstæðurnar á valdi sínu að öllu leyti. Það virt ist svo, sem hin granna frú Bla- vetti væri orðin jafningi þessa herðabreiða risa. Þessi tigna, gamla Parísarkona lét þessa stund í ljós svo mikla góðvild, mannúð. skilning og fyrirgefn- ingu, að hún fyllti andrúmsloftið með hlýju sinni, í hinni litlu stofu, þar sem tíminn var ekki lengur til. Frú Blavetti fullvissaði okk- ur um, að hún bæri ekkert hat- ur í brjósti til þeirra, sem áður | voru fjandmenn, til Þjóðverj- anna, sem héldu henni fjóra mán uði í gæzluvarðhaldi. Þýzki liðs- foringinn, sem þá hafði yfir- stjórn kvennafangelsins „La Santé“, hafði beðizt afsökunar, þegar hann lét hana lausa, eins og Hugo Bleicher gerði nú, fjórtán árum síðar. " „En það er ekkert að afsaka“, segir frú Blavetti brosandi. „Þeg ar á allt er litið, þá var leynileg sendistöð í húsi mínu, sem vann gegn Þjóðverjum. Þar af leið- AfgreiÖslustúlka Vön afgreiðslustúlka óskast. Uppl. í Bókabúð Norðra kl. 4—6 í dag og kl. 10—12 á morgun. andi hafið þér, herra Bleicher, og hinir Þjóðverjarnir aðeins gert skyldu ykkar þá og ekkert annað-------“ Og því næst segir gamla frúin á sinn aðlaðandi og ástúð- lega hátt: „Ég bauð yður, herra Bleicher, að drekka hjá mér kaffibolla, en þér urðuð að afþakka það — hvað segið þér um það — má ég endurtaka boð mitt í dag?“ Það var komin nótt yfir Paris arborg, þegar við fórum úr litla húsinu í Rue Villa Léandre, og vagn okkar rann hægt niður eft- ir Avenue Junot, sem liggur í ótal hlykkjum niður Mont- martre-hæðina. , Við og við sést Ijóshaf borgar- innar gegn um húsasund. Ein- hvers staðar þarna fyrir neðan væru þeir staðir og þau svið, sem eru í órofa sambandi við sögu „Læðunnar". Við sitjum niðursokknir í hugsanir okkar. Það er eins og þegjandi samkomu lag að Hugo Bleicher, sem situr við stýrið, beinir bílnum inn á slóðir liðin tíma, sem rifjast upp fyrir okkur furðu ljóst og greinÞ lega. Við ökum um Rue du Colone Moll, þar sem hinn Ijóshærði Halbe undirforingi var rétt á hælunum á leynisendi „Læðunn- ar“, en þó var kvartsmoli, ljós- mynd af fallegri konu og ilm- vatnslykt allt og sumt, 'sem hon- um auðnaðist að finna. Við ókum fram hjá Métro-stöðinni „Etoile“ þar sem „Læðan“ slapp á síðasta augnabliki úr höndum hins gilda Prange, sem var grunlaus. Við förum fram hjá hótel „Lutetia", þar sem herinn eitt sinn hafði aðalstöðvar sínar og liðsmenn andspyrnuhreyfingarinnar ætl- uðu að sýna tilræði, sem „Læð- an“ kom í veg fyrir. Við förum fram hjá hinni lýs- andi framhlið á hótel „Edouard VIII.“, þar sem Bleicher undir- foringi hóf stórsókn sína gegn „Interalliée“ hina eftirminnilegu nóvembernótt fyrir fjórtán árum. Við ökum eftir Rue Antoinette og framan við húsið nr. 9, sem er eins og hvert annað hús í þess ari borg, stöðvar Bleicher bíl- inn skyndilega. Hann bendir með hendinni á stað, sem er beint framan við húsdyrnar. „Þarna —“, segir hann eins og við sjálfan sig, „þarna hitti ég „Læðuna“ í fyrsta skipti. — — og þarna, á þessum stað, tók ég hana fasta“. , Og því næst segir Hugo Bleic- her söguna um „Læðuna“, eins og hún gerðist. Og allt varð aft- ur eins og það var þá----- Þá, þennan 18. nóvember 1941, hafði undirforingi Hugo Bleic- her átt erfiðan dag og svefn- lausa nótt. Það var þá nótt, sem heimilisfang foringja „Inter- alliée" var haft upp úr Orsival og Czerniawski höfuðsmaður og leynisendirinn hans voru teknir. Það var þá nótt, að Bleicher varð þess vísari, að til var kona, sem nefnd var „Læðan“, kona, sem var tekin til fanga þegar daginn eftir fyrir hádegi og beið nú dóms í fangaklefa í „Fresnes“- fangelsinu. Að kvöldi þessa dags, 18. nóvember 1941, hafði Hugo Bleic her umráð yfir allri fram- kvæmdastjórn herstöðvarinnar í St. Germein, til þess að fram- kvæma óvenjulega, meira að segja óraunhæfa áætlun um að komast fyrir leyndarmál þessar- ar sjaldgæfu konu. Þessi kona virtist eiga aðalþáttinn í öllum njósnasamtökunum og það var auðséð, að hún vissi meira en allir þeir félagar „Interalliée“ til samans, sem hingað til höfðu verið lokaðir og læstir ii.ni. Þau sitja hvort á móti öðru, Hugo Bleicher og konan, sem var kölluð „Læðan“, í viðtals- klefa, sem er óvistlegur og þar sem öll húsgögn eru óheflað borð og tveir valtir stólar. „Reykið þér?“ Bleicher réttir vindlingahylkið sitt yfir borðið. „Þakka“. „Læðán“ fær sér vindl ing. Þegar hún sér merkið, verð- ur hún snöggvast hissa. Það eru enskir vindlingar. „Navy Cut .... uppáhaldsteg- undin mín“, verður henni að orði. Bleicher brosir. „Það þarf ekki mikla ályktunarhæfileika, frú, til þess að sjá hvernig því er varið. Við höfum fundið nægi- lega mikið af þeim í íbúo yðar“. Síðan bætir hann við og hneigir sig kurteislega. „Þér getið annars fengið þær til afnota hvenær sem er“. v „Það er til alltof mikils mælzt“, segir „Læðan“ háðslega. „En annars eruð þér líklega ekki hingað kominn til mín til þess eins að reykja vindlingana mína með mér. Eigum við ekki heldur að komast að efninu-------“ Bleicher brosir ennþá vin- gjarnlega. „Áður en við komum að efninu. verðum við að kynn- ast fyrst þeim, sem við tölum við, frú“. Síðan bætir hann við 1 alvarlegri róm: „Ég hygg, að menn séu meira virði en málefni. Og mér virðist það einkum eiga sér stað, að því er til yðar kem- ur“. ,.Læðan“ ypptir öxlum þrjózlfu AfgreiÖslustúlka Vegna sumarleyfa óskast afgreiðslustúlka í 2—3 mánuði, upplýsingar milli kl. 1—3 (ekki í síma) í verzluninni. B I E R I N G , Laugavegi 6. Skrifstofustúlka með Verzlunarskólapróf eða vön skrifstofustörfum óskast á skrifstofu vora. Frost h.f. Hafnarfirði. •— Sími 50165. a r L ú A 1) Svo þú heldur, að Stína sé hrifm af Sigga — en hann sjái ekki sólina fyrir Lindu? Já, þannig mun þvi vera varið, Robert 2) Ég óska einskis frekar en Stina sé hamingjusöm, Markús — og ef hún þráir að eignast fallega kjóla, svo Siggi komi auga á hana, þá er bara að útvega þá. 3) Síðar: — Stína, ég er hrædd- ur um, að hann pabbi þinn gamli hafi hagað sér eitthvað kjánalega. En hvað um það — mig langar til að biðja þig að skreppa með mér í búðir — hvað segirðu um það? Alveg sjálfsagt, pabbi. lega. Hún reynir að dylja það, að þessi Þjóðverji hafði áhrif á hana þegar í stað, hafði áhrif á konuna en ekki njósnarann. Því næst snýr hún dálítið við blað- inu. , „Jæja, gerið svo vel — þér skul uð fá að vita um mig persónu- lega: Ég heiti Matthildur Carré, er dóttir iðnaðarmannsins Arséne Bélard, sem á heima í París, Avenue de Gobelins, nr. 14 — Skírnarnafn móður minnar er Jeanne og ættarnafn hennar er Groz .... Það er líklega allt, sem þér þurfið að vita, er ekki svo?“ Bleicher bandar á móti með hendinni. „Við skulum ekki farast á mis í samtali okkai, frú Carré. Við höfum vitneskju um yður per- sónulega úr löggildingarskjölum yðar. Ég hcf ekki áhuga á nein- um slíkum upplýsingum, heldur á yður! Mig langar til að vita, hvaða manneskja dylst að baki nafna og heimila, hver þessi Matthildur Carré er í raun og sannleika, hvað hún hugsar, hvernig hún finnur til, hvers vegna hún varð njósnari......... Skiljið þér það ekki?“ Nei, það skilur Matthildur ekki. Hún er nú í raun og sann- leika rugluð. Það var langt síð- an nokkur karlmaður hafði talað við hana á þessa leið. Afskipti hennar af karlmönnum höfðu ávallt verið fremur einföld og brotalaus. Annað hvort voru það „viðskipti“, ef svo mætti að oi ði kveða, þurrleg, blátt áfram, laus við þetta sérstaka í samskipt um karla og kvenna, sem kitlar hugann, eða — já. eða nóttunum hafði verið lifað í ofsalegri ástríðu og algleymi, í vímu, þar sem allt gleymdist, áhyggjur, hættur, jafnvel lífshætt.'. — og hin óuppfyllta þrá eftir sannri ást, viðkvæmni og skilningi á báðar hliðar. I lífi Matthildar Carré hafði nærri því ekki verið um neitt að ræða, sem lægi á milli þessara beggja öfga. Og svo þurfti þessi herðibreiði ’ jóðverji, sem sat fyrir framan hana í þessum óvist lega klefa, að fara að snerta við þessum viðkvæma stað í hjarta hennar. ÍHlltvarpiö Föstudagur 15. maí: Fsstir l:ðir eins og venjulega. 13,15 Lesin dagskrá næstu viku. 19,00 Þingfréttir. — Tónleikar. 20,30 Daglegt mál (Árni Böðvars son kand. mag.). 20,35 Kvöíd- vökuþættir frá Dalvík og úr Svarfaðardal; — Kristinn Jóns- son oddviti hefur safnað saman. a) Björn Árnason frá Atlastöð- um talar um annálaritara á 17. og 18. öld. b) Tryggvi Árnason 1. /eður hestavísur. c) Baldvin Sigurðsson segir frá selveiðum. d) Guðrún Þorkelsdóttir flytur frásögu af sjóhrakningum sín- um. e) Sigurður Jónsson kaup- maður rekur þróunarsögu Dal- víkur frá aldamótum. f) Krist- ir.n Jónsson oddviti kveður ferða vísur. g) Zóphónías Jóhannsson segir frá hákarlaveiðum. 22,10 Lög unga fólksins (Haukur Hauksson). 23,05 Dagskxárlok. Laugardagur 16. maí: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sigurjónsdóttir). 14,00 „Laugar- dagslögin“. 18,15 Skákþáttur — (Guðmundur Arnlaugsson). — 19,00 Tómstundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). 19,30 Einsöngur: Nelson Eddy syngur lög úr kvikmyndum (plötur). —- 20,30 Upplestur: Jón Helgason prófessor les úr kvæðum frá 17., 18. og 19. öld. 21,00 íslenzk þjóð- lög, sungin (plötur). 21,10 Leik- rit: „Enginn er öðrum sjálfur“ eftir Gregorio Martinez Sierra. Þýðandi: Þórhallur Þorgilss. —. Leikstjóri: Indriði Waage. 22,10 Léttir þættir úr vinsælum tón- verkum (plötur). 23,30 Dagskrár lok. —

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.