Morgunblaðið - 15.05.1959, Side 24
VEÐRIÐ
Hægrviffri, léttskýjað með köflum,
hiti 10—14 stig.
107. tbl. — Föstudagur 15. maí 1959
Grafið og plœgt
Sjá bls. 10
Alþingi afgreiddi 49 lög
Þrír aldnir þingskörungar hverfa af þingi. Þeir Fétur Ottesen, Jóhann Þ. Jósefsson og Jón Sig-
urðsson hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér til framboðs við kosningarnar í sumar eftir
langt og giftudrjúgt þingmannsstarf.
Pétur Ottesen var fyrst kjörinn á þing árið 1916 og hefur setið óslitið á Alþingi síðan sem
þingmaður Borgfirðinga. Hefur hann alls setið á 52 þingum og verið þingmaður lengur en nokk-
ur annar. Jón Sigurðsson á Reynistað var fyrst kosinn á þing árið 1919 og hefur setið 33 ár á
þingi, sem þingmaður Skagfirðinga, alls á 35 þingum. Jóhann Þ. Jósefsson var fyrst kjörinn á
þing fyrir Vestmannaeyjar árið 1923 og hefur síðan verið þingmaður Vestmannaeyinga. Hann
hefur alls setið á 43 þingum.
Viti reistur á Geirfugladrangi
svo fljótt sem auöid er
ÞINGLAUSNIR í gær hófust með
því, að forseti sameinaðs Alþing-
is, Jón Pálmason, las yfirlits-
skýrslu um störf Alþingis, sem
stóð 217 daga, frá 10. okt. 1958
til 14. maí 1959.
Haldnir voru 303 þingfundir,
128 í neðri deild, 123 í efri deild
og 52 í sameinuðu þingi.
Lögð voru 115 lagafrumvörp
fyrir þingið, 47 stjórnarfrv. og 68
þingmannafrv. Fyrir efri deild
voru lögð 26 stjórnarfrv. og 23
þmfrv., en fyrir neðri deild 19
stjórnarfrv. og 45 þmfrv. Tvö
stjórnarfrv. voru lögð fyrir sam-
Með stuttu millibili mátti
sjá mikla reykbólstra stíga
til himins suður á Reykja-
víkurflugvelli í gær. Hér var
um að ræða æfingu hjá
slökkviliði flugvallarins. —
Slökkviliðsmenn kveiktu eld
og gripu siðan til slökkvi-
tækjanna og kæfðu hann á
svipstundu. Þannig gekk
þetta koll af kolli. Myndin
er tekin af einum reyk-
bólstranna, ofan af Miklu-
braut. —
LÖGREGLURANNSÓKN á „eit-
urlyfjamáli“ því er skýrt hefur
verið frá í blöðunum, er nú að
mestu lokið. Hefur komið fram,
að aðilar, stúlkurnar tvær, sem
við sögu hafa komið og húsráð-
andinn I skálanum, þar sem stúlk
Krnar voru gestir, hafa borið
það einum rómi að ekki hafi ver-
ið um neinskonar eiturlyfjanautn
þar, og þeim ekki byrlað neitt
slíkt eitur í áfengi.
Áttu óátekna flösku
Stúlkurnar tvær, sem hér urn
ræðir, höfðu ætlað á sjöbíó á
laugardagskvöldið, en náðu ekki
nógu tímanlega. Þær hittu á förn
um vegi þrjá hermenn af Kefla-
vfícurflugvelli, og buðu þeim að
heimsækja kunningjakonu þeirra
sem er kona við aldur, og býr
vestur í Knoxbúðum. Hermenn-
irnir höfðu undir höndum ó-
átekna flösku af áfengi, og með
hana var farið.
Nokkru eftir að drykkjan hófst
og vínáhrifin fóru að segja til
sín, leið skyndilega yfir aðra
stúlkuna. Það var sú hin sama og
einað þing. í flokki þingmanna-
frv. eru talin 22 frv., sem nefnd-
ir fluttu, þar af 17 að beiðni ein-
stakra ráðherra.
49 frv. voru afgreidd sem lög,
25 stjórnarfrv. og 24 þmfrv. Þá
var samþykkt eitt frv. til stjórn-
skipunarlaga. Tvö þmfrv. voru
felld og fjögur afgreidd með rök-
studdri dagskrá. Einu stjórnafrv.
og tveimur þmfrv. var vísað til
ríkisstjórnarinnar. 21 stjórnarírv.
og 35 þmfrv. urðu ekki útrædd.
f sameinuðu þingi voru bornar
fram 49 þáltill. 24 voru samþykkt
ar, einni vísað til ríkisstjórnar-
innar, en 24 urðu ekki útræddar.
Ellefu fyrirspurnir voru bornar
fram í sameinuðu þingi og allar
ræddar.
Alls voru tekin ti meðferðar
171 mál í þinginu og tala prent-
aðra þingskjala er 548.
A
Mistök
Morgunblaðsins
ÞAÐ er aðalfrétt Alþýðublaðsins
á forsíðu í gær, að Morgunblað-
ið hafi tekið „traustataki" mynd,
sem var eign Alþýðublaðsins, og
birt hana. Um þetta er það að
segja, að bæði Alþýðublaðið og
Morgunbl. skipta við sömu prent-
myndagerðina, en hún sendi Mbl.
myndamót Alþbl. í misgripum.
— Viðkomandi blaðamaður hjá
Mbl. taldi, að úr því mótið væri
þangað komið, mundi það vera
þess eign og skrifaði með mynd-
inni, og var hún síðan birt.
Hér er um mistök að ræða, en
ekki neitt „traustatak" og allra
sízt tilefni til 3. dálka auglýsing-
ar á forsíðu Alþýðublaðsins.
í þessu sambandi má aðeins
minna á, að fyrir stuttu brá Al-
þýðublaðið Mbl. um að hafa bein-
línis falsað mynd, en mynd sú
var fengin hjá Landhelgisgæzl-
unni og var vitaskuld ófölsuð.
Sér Mbl. ekki ástæðu til þess
að hafa fleiri orð um þetta nýja
klögumál Alþbl. á forsíðu þess í
gær. Morgunblaðið telur sjálfsagt
að biðja velvirðingar á mistökum
sínum og gerir það hér með, þó að
Alþýðublaðið hafi ekki sýnt þá
háttvísi út af falsákæru sinni á
dögunum.
fundizt hafði liggjandi í götunni
vestur við Hofsvallagötu. Eftir
nokkurn tíma komst hún aftur
til meðvitundar og hóf drykkju
á ný. Var þá konan, sem húsum
ræður sezt að drykkju líka með
gestum sínum.
í odda skarst
Nú gerðist það að vínbirgðir
þraut. Fór þá húsráðandinn á-
samt einum hermannanna og var
keypt ein flaska af áfengi. Var
tekið til óspilltra málanna við
drykkju seinni flöskunnar. Enn
á ný leið sú útaf í sæti sínu er
fallið hafði í ómeginn nokkru
áður. En hún komst brátt til með-
vitundar á ný. Þá skarst í odda
milli húsráðanda og hinnar stúlk-
unnar, sem sló húsráðanda. Ætl-
aði nú hin yfirliðagjarna stúlka
að ganga á milli, en þá kast-
aði fyrst tólfunum, því hin her-
skáa sló vinstúlku sína tvívegis
í gólfið. Segja stúlkurnar að nú
hafi hermönnunum verið nóg boð
ið og þeir forðað sér, og fóru þeir
leiðar sinnar. En slagsmálin
milli kvennanna héldu áíram og
SÍÐASTA málið, sem hlaut af-
greiðslu á Alþingi að þessu sinni,
var tillaga til þingsályktunar um
að reisa vita á Geirfugladrangi
Flm.: Pétur Otesen, Karl Guð-
jónsson, Halldór Ásgrímsson,
Magnús Jónsson, Sveinbjörn
Högnason, Jón Kjartansson, Karl
Kristjánsson og Halldór E. Sig-
urðsson. Tillagan er á þessa leið:
Alþingi ályktar að fela rikis-
stjórninni að gera í samráði við
vitamálastjóra ráðstafanir til
þess, að reistur verði svo fljótt
sean við verður komjið viti á
Geirfugladrangi.
þeim lauk með því að húsráð-
andinn sneri hina ólmu stúlku
niður á hárinu. Brást hún reið
við þessu og hljóp út úr skálan-
um. Segist hún hafa hnotið um
eitthvað utan við skálann og fall-
ið á hnakkann, en lögreglan kom
þá skömmu síðar til skjalanna
og flutti hana á slysavarðstof-
una.
Hin stúlkan yfirgaf skálann
skömmu síðar. Hún kveðst muna
eftir séráÁsvallagötunni þá hafði
hún heyrt fólk vera að tala um
að hún hefði dottið. Næst man
hún, er hún var að rakna úr
rotinu, tautandi einhverja vit-
leysu um pillur og sprautur.
Engin eiturlyf
Það hefur komið fram, að
stúlku þessari hættir mjög við
yfirliði. Sem fyrr greinir neita
stúlkurnar og húsráðandinn ein-
dregið að hafa neytt nokkurra
eiturlyfja og telja það af og frá
að hermennirnir hafi byrlað þeim
það inn.
Stúlkurnar eru um tvítugt.
í greinagerð segir:
Umhverfis Geirfugladang eru
aflasæl og fjölsótt fiskimið, auk
þess sem drangurinn er á siglinga
leið flutningaskipa. Er því nauð-
synlegt til öryggis að reisa vita á
þessum stað og yrði þar einnig
komið fyrir radiomerkjum. Er
hér um að ræða öryggisráðstöf-
un, sem brýna nauðsyn ber til að
hrundið verði í framkvæmd sem
allra fyrst.
Fyrsti flm. tillögunnar, Pétur
Ottesen, fylgdi henni úr hlaði.
Fórust honum m. a. orð á þessa
leið:
Geirfugladrangur er lítið sker,
sem liggur um 10 sjómílur út
af Eldey. Umhverfis Geirfugla-
drang eru fjölsótt fiskimið, auk
þess sem drangurinn er á sigl-
ingaleið flutningaskipa. Er það
nauðsynleg öryggisráðstöfun fyr-
ir sjófarendur að reistur verði
viti á drangnum og yrði þar þá
til frekari öryggis einnig komið
fyrir radíómerkjum.
Geirfugladrangur er ysti út-
vörður lands vors á þessum slóð-
um. Drangurinn er lágur, lítið
eitt upp úr sjó. Hafaldan svarr-
ar á dranganum og eyðir honum
smámsaman og gæti hann, er tím
ar líða, orðið að blindskeri.
Þetta verður að fyrirbyggja.
Enn er dranginum þannig háttað.
að talið er, að hægt sé að reisa á
honum varanlega vitabyggingu.
Þetta þarf að gjöra sem allra
fyrst. Eftir að ákveðið var um
| flutning þessarar tillögu, hefur
oss verið tjáð, að umræður séu
hafnar um að hefja á þessu ári
athugun á byggingu vita á þess-
um stað og er það vel farið. Með
tillögu þessari er lýst stuðningi
við þá fyrirælun jafnframt því,
sem lögð er á það áherzla, að
vitabyggingunni sé hraðað svo
sem föng eru á.
Eigi þarf að leita til Alþingis
um sérstaka fjárveitingu til bygg
ingar vitans, því hann verður
reistur, sem aðrir vitar fyrir fé,
sem fæst með vitagjaldi, en þær
tekjur nema um 1,7 milljónum
á ári eftir því, sem vitamála-
stjóri gefur upplýsingar um.
Við flm. vitum að það er víða
áhugi fyrir vitabyggingu þessari
og við leggjum áherzlu á sam-
þykkt tillögunnar. En þar sem
þinglausn eru ákveðnar í dag er
ekkert svigrúm til að vísa tillög-
unni til nefndar, enda stendur
svo á, að átta af níu nefndar-
mönnum fjárveitinganefndar
standa að flutningi tillögunnar,
en til þeirrar nefndar hefði henni
verið visað ef um það hefði verið
að ræða.
Tillagan var samþykkt með 42
samhljóða atkvæðum og afgreidd
til ríkisstjórnarinnar sem álykt-
un Alþingis.
Það þótti ekki illa viðeigandi,
að það skyldi falla í hlut Péturs
Ottesen að tala fyrir siðasta mál-
inu á þessu þingi, en hann hverf-
ur nú af Alþingi eftir 43 ára
þingsetu og hefur setið Alþingi
lengur en nokkur annar.
Kosningaskrifstofa
Sjálfstœðisflokksins
í Morgunblaðshúsinú, Aðalstræti 6 H. hæð, er opin alla
virka daga frá kl. 10—6 e .h.
Sjálfstæðisfólk, hafið samband við skrifstofuna og gefið
henni upplýsingar um fólk, sem verður fjarverandi á kjör-
dag innanlands og utan.
Símar skrifstofunnar eru 12757 og 13 56 0.
Segjast ekki hafa hragbab
deyfilyf heldur adeins áfengi