Morgunblaðið - 23.05.1959, Side 6
f
MORQUNBLAÐIÐ
Laugardagur 23. maí 1959
Bæjarstjórn og Ráðningarstofan hafa gengið
mjög til móts við óskir Þróttar um skiptingu
akstursvinnu hjá bænum
Alger skiptSng á vinnunni óframkvæm-
anleg að óbreyttum aðstæðum
Rœða Magnúsar Jóhannssonar á bœjar-
stjórnarfundi í fyrradag
A BÆJARSTJÓRNARFUNDI í fyrradag urðu allmlklar umræður
um erindi, sem bæjarráði hafði borizt frá vörubílstjórafélaginu
Þrótti, þar sem farið var fram á, að tekin yrði upp alger og jöfn
skipting á vörubílavinnu þeirri, sem Reykjavíkurbær og fyrirtæki
hans kaupa og Þrótti sköpuð aðstaða til að fylgjast með skipting-
unni. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn voru erindi
Þróttar andvígir og töldu, að ef gengið væri til móts við óskir
Þróttar, væri með því unnið gegn hagsmunum allra bæjarbúa, sem
bæjarfulltrúar væru þó kjörnir til að gæta. Fulltrúar Alþýðu-
bandalagsins, með formann Þróttar í broddi fylkingar, töldu hins
vegar rétt að verða við erindi Þróttar.
Magnús Jóhannsson hafði framsögu í málinu fyrir hönd bæjar-
fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og fer framsöguræða hans hér á eftir:
I 16. LIÐ fundargerðar bæjarráðs
frá því í dag er erindi Vörubif-
reiðastjórafélagsins ,,Þróttar“
tekið til meðferðar. Bæjarráð
hefur með bréfi dags. 25. febr.
sl. óskað umsagnar stjórnar
Ráðningarstofunnar um erindið,
sem er dags. 17. sama mánaðar.
Efni þess er eins og bæjarfull-
trúum er kunnugt það, að komið
verði á skipulagðri skiptingu á
allri vinnu vörubifreiðastjóra,
sem Reykjavíkurbær og fyrir-
tæki hans kaupa út, milli þeirra
„Þróttarmeðlima", sem skróðir
eru atvinnulausir hverju sinni.
Ennfremur leggur stjórn „Þrótt-
ar“ mikla áherzlu á það, að hún
fái aðstöðu til þess að fylgjast
með skiptingunni, verði hún upp-
tekin með þeim hætti, sem óskað
er eftir í erindi „Þróttar".
Stjórn Ráðningarstofunnar
ræddi þetta mál ítarlega á þrem
fundum og lauk meðferð hennar
á málinu á þann veg, að fullt
samkomulag um svar til bæjar-
ráðs náðist ekki. Meirihlud
stjórnar, 3 af 5 stjórnarmeðlim-
um, urðu sammála um umsögn
þá, er síðan var send bæjarráði
með bréfi dags. 5. maí sl.
Atkvæði féllu þannig í stjórn-
inni að 3 greiddu svarinu at-
kvæði, 1 greiddi atkvæði á móti
og 1 tók ekki þátt í atkvæða-
greiðslu um málið.
Ég mun ekki fara út í það hér
á fundinum að rekja þær um-
ræður, sem fram fóru í stjórn
Ráðningarstofunnar, en vil þó
geta nokkurra meginatriða, sem
meirihluti stjórnar taldi að yrði
að marka afstöðu hans til mála-
leitunar „Þróttarstjórnar". 1
svarinu er drepið á nokkur
atriði, sem snúa að þeirri hlið
málsins, aðallega sem snertir
Reykjavíkurbæ sem atvinnuveit-
anda, og mæla eindregið gegn
algerri skiptingu á vinnunni.
Þar er meðal annars bent á ao
þeir bifreiðastjórar, sem starfað
hafa hjá Reykjavíkurbæ um ára
og áratuga skeið margir hverjir,
gegna þar ákveðnum störfum,
eða eru svokallaðir flokkabíl-
stjórar. Þeir eru orðnir samhæfir
öllum verkum og vinnutilhögun,
þannig að bæði vinna og vinnu-
afköst nýtast fullkomlega, aftur
á móti að ef um sífelldar breyt-
ingar væri að ræða, myndi það
eðlilega leiða það af sér að ýms-
ar truflanir og óþægindi myndu
skapast, sem væri þá jafnframt
um leið beint til tjóns fyrir bæj-
arfélagið.
Þetta er að sjálfsögðu raunar
það sama og við á um allar starfs
greinar og leiðir það af sjálfu
sér, að sífelldar breytingar og
skipti á starfsfólki, hvort heldur
eru vörubílstjórar eða aðrir
verða ávallt til tjóns fyrir vinnu-
veitanda og skapa ýmsan óæski-
legan vanda.
Þá vil ég benda á að það er
mjög þýðingarmikið atriði, sem
komið er inn á í svari meiri-
hlutans, þar sem minnzt er á
hinn langa starfstíma ýmissa
bifreiðastjóra í bæjarvinnunni.
Það þarf ekki að fara um það
mörgum orðum, að þessi megin-
regla sem viðgengst í öllum
starfsgreinum að menn eru látn-
ir njóta þess að hafa unnið hjá
sama vinnuveitanda um langan
tíma, m. a. með forgangsrétti til
vinnu, gildir hér almennt sem
óskráð lög og er af löggjöfum
ákveðið, að mönnum sem unmð
hafa til þessa með langri og
trúrri þjónustu skuli ekki sagt
upp störfum nema með svo og
svo löngum uppsagnarfresti.
Ef horfið væri að því fyrir-
komulagi sem um ræðir í er-
indi „Þróttar" væri þessi megin
regla brotin á hinn óviðurkvæmi
legasta hátt og verður að segja
það eins og er, að slíkt yroi
aldrei talið sæma opinberum að-
ila eins og Reykjavíkurbæ, að
ganga þar á undan.
Þá vil ég benda á það að ó-
gemingur er fyrir Ráðningar-
stofustjórnina að mæla með því
sérstaklega að einum vinnuveit-
anda sé gert að taka upp slíkt
fyrirkomulag, þó stór sé, því það
myndi að sjálfsögðu leiða til þess
að sá hinn sami, í þessu tilfelli
Reykjavíkurbær, mundi gera þá
eðlilegu kröfu að aðrir vinnu-,
veitendur sem kaupa akstur-
vinnu út yrðu settir undir sama
hatt, og gert að skipta allri vinnu
á sama hátt milli Þrótfarbílstjóra,
þá sjá allir að sú tilhögun verð-
ur að teljast óframkvæmanleg
við óbreyttar aðstæður.
Þá ber þess að geta, að það
væri algert einsdæmi að taka
upp slíka starfstilhögun hjá einni
starfsstétt, nema um hreina at-
vinnubótavinnu væri að ræða,
Magnús Júhannesson
'*V
sem að sjálfsögðu yrði að ákveð-
ast á annan hátt og með sam-
vinnu ríkis og bæjar.
Væri þetta fyrirkomulag upp
tekið hvað „Þróttarmeðlimi"
snertir, þá er full ástæða til þess
að önnur stéttarfélög, sem svipað
kynni að vera ástatt fyrir. þó
það sé að visu ekki vitað nú,
kæmu á eftir, og gerðn sams
konar kröfur. Erfitt myndi þá að
ieysa þann vanda, sem skapast
kynni við það, ef fordæmið, og
ég vil segja eindæmið, yrði gefið
í þessu t;lfelli.
í svari meirihluta stjórnar
Ráðningarstofunnar er minnzt
á það, að svo virðist sem lög nr.
16, 1958 um rétt verkafólks til
uppsagnarfrests frá störfum og
um rétt þess og fastra starfs-
manna til launa vegna sjúkdóms
og slíkra forfalla, virðist einnig
ná til vörubílstjóra og gæti svo
farið að bærinn yrði bótaskyldur
eftir þeim lögum við bifreiða-
stjóra, sem réttar kunna að njóta
samkvæmt þeim, ef alger skipti-
vinna yrði upp tekin. Þessu til
viðbótar vil ég benda á það, að
full ástæða virðist til að ætla að
tilhögun sú á vinnunni, sem lögð
er til að upp verði tekin í bréfi
„Þróttar" feli það í sér í viðbót
við það sem bent er á í svarinu,
að hún gæti valdið því, að svipta
alla bifreiðastjóra þeim rétti, sem
þeir kunna að njóta samkvæmt
umræddum lögum, þar sem þar
er miðað við lágmarksstarfs-
tíma hjá sama vinnuveitenda,
en með algerri skiptingu á vinn-
unni virðist full ástæða til að
ætla að enginn bílstjóri í bæjar-
vinnu myndi ná þeim lágmarks-
tíma, og af þeim sökum missa
réttinn til bóta ef slys eða veik-
indi bæri að höndum.
Eins og ég sagði í upphafi,
leggur stjórn „Þróttar" mjög
mikla áherzlu á það í sínu bréfi,
að félaginu verði veitt aðstaða
til þess að fylgjast með skipt-
ingu vinnunnar, verði hún upp
tekin á þann veg sem farið er
fram á.
Um það er þetta að segja, að
úthlutun þeirrar vinnu, sem
Ráðningarstofan sér um í þessu
tilfelli milli vörubílstjóra er
þannig framkvæmd, að engu er
þar að leyna. Stjórn Þróttar hef
ir opna leið til upplýsinga um
skiptinguna og þær reglur, sem
þar gilda, en getur hvenær sem
er gert aðvart stjórn Ráðningar-
stofunnar, ef hún telur ástæðu til
þess, en að sjálfsögðu getur
stjórn Ráðnigarstofunnar ekki
mælt með því að öðrum aðila en j
henni sé falið að meira eða minna
leyti framkvæmd þeirrar starf-
semi sem hún er fyrst og fremst
sett til að inna af höndum sjálf.
Það sjá allir.
Ég hefi í stuttu máli drepið á
nokkur atriði, sem meirihluti
stjórnar Ráðningarstofunnar
byggði á, er hann tók afstöðu
til erinda „Þróttar“. Að sjálf-
sögðu voru mörg önnur atriði,
sem máli skipta rædd á fundun-
um, sem ekki hafa verið talin
hér.
Að vandlega íhuguðu máli var
það algert samkomulag meiri-
hlutans, að af þeim orsökum
væri ekki hægt að mæla með er-
indinu eins og það liggur fyrir,
þar sem það myndi leiða það
af sér að svo margar af megin-
reglum, sem gilda um samskipti
skrifar úr
daglega lífírni J
Mjólkin afleit um þessar
inundir
ARGIR hafa komið að máli
við Velvakanda að undan-
förnu og kvartað yfir mjólkinni,
sem seld er hér í höfuðstaðnum.
Hún hefur verið afleit í vor.
Sjálfsagt er erfitt við þetta mál
að eiga á þessum tíma árs, en
þegar ekki er hægt að geyma
mjólkina hálfah sólarhring í kæli
skáp, eftir að hún er keypt án
þess að hún súrni, þá er ástandið
orðið mjög slæmt, og það kemur
oft fyrir. Þar að auki er þetta
kynlega „vorbragð“ af mjólkinni
um þessar mundir, sem virðist
vera tiltölulega nýtt fyrirbrigði.
Miklar framfarir hafa orðið á
þessu sviði sem öðrum á seinni
árum. Við höfum gerilsneydda
mjólk, sem sérfræðingar vaka
yfir, og fjölmargir eiga kæli-
skápa, sem mjólkurflöskunum er
stungið í um leið og þær koma
inn á heimilin. Áður fyrr var
þetta ekki fyrir hendi. Hvers
vegna er mjólkin þá svona slæm
núna?
Því getur Velvakandi að sjálf-
standa kassarnir í hita og oft út
við gluggann frá því komið er
með mjólkina þangað. Sagt er að
það sé slæmt að hafa mjólkina
í of mikilli birtu um þetta leyti
árs. En hvað er hún búin að
standa lengi í birtu, þegar hús-
móðirin fær hana?
Eitthvað er í ólagi. þegar mjólk
in geymist ekki betur en hún
hefur gert undanfarið, og er jafn
vel súrbragð af henni þegar hún
er keypt.
,0'
Umferðarreglur
í miðbænum
KUMAÐUE" skrifar:
Mig langar til að benda lög-
reglunni á nokkuð, sem mér
finnst miður fara í umferðarmál-
um í miðbænum, sem ég er þó
að öðru leyti ánægður með. Þeg-
ar lögreglan verður að loka Aust
urstræti að kvöldinu, til að koma
í veg fyrir hringsólið á „rúntin-
um“, þá verður að senda út lög-
regluþjón, til að stjórn umferð-
inni, þar sem hún lendir mest
vegna umferðarteppunnar.
Þetta kom greinilega í Ijós að
sögðu ekki svarað. En er útbún- jkvöldi annars hvítasunnudags.
aðurinn í mjólkurbúðunum ekkijÞá slreymdu langferðabílarnir í
þurftu að taka sér bíla heim með
faragnurinn úr miðbænum. Lík-
lega hefur umferðin verið mest
c
—&
um 10 leytið, en þá var mikil
umferðartregða t. d. þar sem bíl-
arnir úr Lækjargötunni mættu
Hafnarstrætisbílunum hjá Shell-
stöðinni, en þeir síðarnefndu
hafa forgangsrétt. Hefði verið
lögregluþjónn, hefði mátt koma
í veg fyrir að löng bílaröð mynd-
aðist alla leið í Lækjargötu. Ég
ók svolítið um bæina þetta kvöla
og kom ekki auga á neinn lög-
regluþjón við umferðarstjórn í
miðbænum. Það eru vinsamleg
tilmæli mín að þetta verði athug-
orðinn á eftir tímanum? Þar bæinn og flestir ferðamennirnir að.
vinnuveitanda og vinnuþega,
yrðu að engu gerðar.
Hinsvegar er á það bent í svari
stjórnar Ráðningarstofunnar, að
vinnuskipting hefur verið tíðk-
uð í bæjarvinnunni, þó með
nokkuð öðrum hætti sé, en farið
er fram á í erindi „Þróttar".
Sú skipting hefur aðallega far-
ið fram á vetrarmánuðum þegar
þegar atvinnuástand hefur ver-
ið hvað verst hjá vörubílstjúrum
og í vaxandi mæii
Þá skipan mála telur stjórn
Ráðningarstofunnar á margan
hátt heppilega og eðliiega og
mælir eindregið með að því verði
haldið áfram.
í seinni ræðu Magnúsar á fund
inum, er hann flutti að aflokinni
ræðu Einars Ögmundssoaar, for-
manns „Þróttar" (sem mættur
var og skipaði sæti Guðm. Vig-
fússonar á þessum fundi), komu
fram ýmsar upplýsingar til við-
bótar þess er í framsöguræðu
greinir.
Var þar aðallega um tölulegar
staðreyndir að ræða og sýna þær
ótvírætt að bæjarstjórn, í sam-
vinnu við stjórn Ráðningarstof-
unnar, hefur fyllilega gert það,
sem unnt hefur verið til þess
að miðla vinnu til vörubifreiða-
stjóra á undanförnum árum.
Magnús sagði, að samkvæmt
upplýsingum frá skrifstofu ,Þrótt
ar‘ munu nú vera skráðir bíl-
stjórar með stöðvarréttindum
samtals 265. Þess ber þó að gæta,
að þetta er hámarkstala, þar sem
gera varður ráð fyrir að ekki séu
að staðaldri allir þeir bílar starf-
andi.
Árið 1957 fengu 144 bílar ein-
hverja vinnu hjá Reykjavíkur-
bæ.
1958 var sú tala hærri eða 155
og það, sem af er þessu ári, er
talan orðin 116. Allt útlit virðist
því benda til þess að talan hækki
enn á þessu ári, þar sem jafnan
er fjölgað í bæjarvinnunni yfir
sumarmánuðina, og svo til við-
bótar kemur skipting í haust.
Um tölu þeirra bifreiðastjóra,
sem skráðir eru atvinnulausir,
gaf hann einnig mikilsverðar
upplýsingar.
Þann 17. jan. 1957 var sú tala 27
17. — 1958 — 24
17. febr. 1957 59
17. — 1958 54
17. marz 1957 78
17. — 1958 55
17. apríl 1957 71
17. — 1958 50
16. maí 1957 —— 43
16. — 1958 26
Á þessu sést að atvinnuástand
hjá bifreiðarstjórum er þó skárra
nú. en verið hefur.
í lok ræðu sinnar beindi Magn-
ús því til formanns „Þróttar", að
hann teldi þá greinargerð, sem
,Þróttarstjórn“. hefði látið fylgja
erindinu, væri þannig úr garði
gerð að hún verðskuldaði vart að
bera það nafn. Ekkert væri það
að finna, er varpaði skýru ljósi
á ástandið eins og það væri, eða
á annan hátt skýrði þá hlið máls-
ins, hvorki tölulegar eða aðrar
upplýsingar.
Taldi hann það ósæmandi með
öllu, þar sem um slíkt stórmál
stéttarinnar væri að ræða.
LOFTUR h.f.
LJOSMYNDASTOFAN
Ingólfsstræti 6. *
Pantið tlma í sín.a 1-47-72.
ALLT I KAFKERUB
Bílaraftækjaverzlun
Halldórs Ólaíssonar
Rauðarárstíg 20. — Simi 14775.
ÞORLEIFUR EYJÓLFSSON
arkitekt
Teiknistofa — Bröttugötu 3A
Sími 14620 — Heima 18456
LÚÐVÍK GIZUKARSON
héraðsdómslögmaður.
Málflutningsskrifstofa,
Klapparstíg 29, sími 17677.
SVEINBJÖRN DAGFINNSSON
EINAR VIÐAR
Málflutningsskrifstofa
Hafnarstræti 11. — Sími 19406.