Morgunblaðið - 23.05.1959, Qupperneq 9
r '»ardagur 23. maí 1959
IfOPcr/IVP' 4 f) I Ð
9
TÚnCftRP/Nt4?
3;/Á^-.'fþ/>s-v ')ís,n/ fs*'\/s-A’
RíTT af mestu vandamálum vél-
væðingar landbúnaðarins er hinn
mikli viðgerðarkostnaður. Alvar-
legasta vandamálið í sambandi
við þetta er hve erfitt er fyrir
bændur landsins að koma vél-
um sínum um langan veg á við-
gerðarverkstæði. Oft þarf að
leggja í mikinn flutningskostn-
að á vélum til viðgerðar, þótt
sjálf viðgerðin sé tiltölulega lítil.
Engin viðhlítandi lausn er enn
fengin á þessu vandamáli fyrir
mikinn hluta bænda.
Eitt innflutningsfyrirtæki hef-
Ir tekið sig til og reynt að finna
leið til nokkurrar lausnar á þessu
máli. Er hér um að ræða Hluta-
félagið Hamar, sem hefir flutt
inn hinar svonefndu Deutz-drátt-
arvélar frá Þýzkalandi.
A'kin þjónusfa við
vélaeigendur
Sérfræðingur heimsækir bændur
ar rigning er, láta menn vélar
sínar í hús að loknu verki, og
þurrka þær upp. Velferð bóndans
er þar ekki hvað minnst háð því
hve vel hann fer með vélar sínar.
Fer um allt land
Hr. Ritz sagðist hafa yfirfarið
hér í fyrra hátt á annað hundr-
að vélar, en um helmingur véla-
eigenda var þátttakandi í viðgerð
arferðum hans. Hann fór nánast
um allt landið frá Skaftafells-
sýslu og allt til Austfjarða og læt
ur vel yfir förinni. Hann sagði
um 20—30% vélaeigenda hafa
skýli fyrir véiar síuar þar sem
hægt var að láta þær inn og
annast viðgerðir á þeim.
Þessi tilraun H.f. Hamars til
þe.ss að veita eigendum Deutz-
dráttarvélanna bætta þjónustu er
mjög virðingarverð. Fæstir eiga
örðugra með að fá hjálp til við-
ferða og athugana á vélum sín-
um en einmitt bændur, en þjón-
usta sölufyrirtækjanna, störf
vélaráðunauta og meiri þekking
og aukki vélamenning munu
stuðla að úrbótum í þessu efni
til hagsældar fyrir bændur og
sparnaðar fyrir þjóðina.
✓ — vig.
Sérfræðingar frá Peutz
Fyrirtækið hefir fengið í sína
þjónustu sérfræðing frá verk-
smiðjunum erlendis og hefir
hann til starfseminnar bifreið,
sem er innréttuð sem lítið verk-
stæði. Hefir hann ferðast nokkuð
hér um landið og heimsótt ýmsa
eigendur Deutz-dráttarvéla, yfir-
farið þær og framkvæmt margs-
konar viðgerðir.
.Tilraun þessi hófst á s.l. ári og
er ætlunin að halda henni áfram
í sumar.
Deutz-dráttavélin er nú þriðja
útbreiddasta heimilisdráttarvélin
hér á landi og brautryðjandi á
sviði dieselmótora.
Ástand vélarinnar athugað
Þessi viðgerðarþjónusta er
fyrst og fremst fólgin í því að at-
huga ástand vélarinnar, yfirfara
olíukerfi, smyrja vélina alla og
stilla hana upp, skipta um legur,
ef með þarf og veita leiðbein-
ingar um meðferð og viðgerð,
sem ekki verður framkvæmd á
staðnum, ef nauðsyn ber til slíks.
í viðgerðarbílnum eru allir
nauðsynlegustu smærri varahlut-
ir, en þeir eru að sjálfsögðu gif-
urlega margir. Mikill fjöldi á-
halda er þar einnig hafður til
viðgerða, m. a. suðutæki.
Forðar bilunum
Fyrir þessa þjónustu verður
vélaeigandinn að inna af hendi
ákveðið gjald, sem er hið sama
hvar sem er á landinu. Allar
meiriháttar viðgerðir verður að
greiða sérstaklega og að sjálf-
sögðu takmarkaðir möguleikar til
að framkvæma þær án aðstöðu
á verkstæði. Þessi þjónusta mið-
ar fyrst og fremst að því, að
forða bilunum, fræða eigendurna
um ástand og meðferð vélanna og
auka þannig rekstraröryggi
þeirra um leið og sparaður er
viðgerðarkostnaður, en hann er
eins og allir vita, margfaldur ef
bilunin er ekki uppgötvuð í tíma,
eða vélin á einhvern hátt van-
hirt.
Að tilefni þessa átti tíðinda-
maður blaðsins fyrir skömmu tal
við hinn þýzka sérfræðing, sem
annast þessar viðgerðir, en hann
heitir Rudolf Ritz.
Áhugi fyrir aukinni þekkingu
Hr. Ritz lét vel af dvöl sinni
hér í fyrra. Nokkrir höfðu mis-
skilið að einhverju leyti í hverju
þjónusta hans væri fólgin en allt
slíkt jafnaði sig. Hann kvaðst
undrast hve margir bændur við
erfiðar aðstæður geta hjálpað sér
sjálfir þótt eitthvað bili hjá þeim
en vélþekkingin takmörkuð.
Sagði hann áhuga bænda fyyrir
að auka þessa þekkingu vera
mjög mikinn. Hins vegar kvað
hann vélum yfirleitt vera heldur
lítill sómi sýndur hér á landi.
Sjálfur er hann bóndasonur frá
Bayern, en þar lítur bóndinn á
vélina sína eins og hestamaður-
inn á bezta gæðinginn sinn. Þeg-
Viðgerðirnar fara fram heima hjá bændum.
Rogalandsbréf trá Árna C. Eylands
Vor um velli
HER voraði snemma og færðu
menn snemma niður sæði sin. Á
sandjarðarbýlunum við strönd-
ina sáðu margir til gulróta
snemma í marz og settu kartöflur
i þeim mánuði. Töluvert af korni
var einnig komið í jörð fyrir lok
marzmánaðar. En það er ekki til-
gangurinn að þessu sinni að ræða
um búskap á Jaðri, nú er meira
í efni, og skal þá fyrst líta nokk-
uð aftur í tímann.
Vorið mikla 1914. — Þá voru
dýrlegir dagar. Bar margt til,
æska, umhverfi, góðir félagar og
miklir viðburðir. Þá vorum við
4 Skagfirðingar í Ási við góðan
hlut og þá var minningai'sýning-
in mikla í Ósló. Þá voru bjartir
dagar og glatt á hjalla. Við tók-
um okkur vikufrí og ókum dag-
lega til höfuðborgarinnar, sem
þá hét ennþá Kristiania — jafn-
vel stundum skrifað með C-i, svo
miklu munar á norsku máli þá
og nú. Á sýningunni við Frogner-
kílen í útjaðri borgarinnar, sem
þá var, bar saman fundum okkar
nokkuð margra íslendinga.
Margt var að sjá fanst okkur sem
eigi höfðum lagt útlandið undir
fót nema við eins vetrar dvöl í
Ási. En engan félaga man ég
betur frá þesum vordögum en
gest einn að heiman, Þingeying-
inn Hallgrím Þorbergson. Her-
bergi fyrir gesti lágu ekki á lausu
í borginni því margt var þar að-
komumanna. Tókst því það ráð
með okkur að Hallgrímur gisti
hjá okkur strákunum í Ási og
svo héludum við hópinn að og
frá og daglega á sýningunni. Var
þá margt spjallað og glatt á
Hjalla. Ég ætla mér ekki þá dul
að lýsa sýningunni í Kristjaniu
1914, né því hversu mikill við-
burður hún var í þjóðlífi Norð-
manna. Þeim löndum mínurn til
upplýsingar, sem ungir eru og
þekkja Ósló eins og borgina er
nú, vil ég aðeins nefna að sýn-
jafna til útsýninu frá Frogner-
seteren. Uppi á Ekebergásnum
fyrir ofan sjómannaskólann eru
víðir vellir eins konar háslétta,
sem enginn ókunnugur í Ósló hef
ir hugmynd um, og ekki munu
það vera ýkja mörg prósent af
Óslóbúum sem hafa lagt leið sína
á þesar slóðir, þó að ekki sé það
langt frá miðbænum. Á þessari
Eikarbergs-sléttu verður sýning-
in mikla í vor. Þarna af sléttunni
sér yfir Óslódalinn, borgina, höfn
ina og töluvert út til fjarðarins.
Andspænis manni hinu megin
dalsins sér yfir til Holmenkollen
og Frognerseteren, til allra hæða
og ása, sem óþarfi er upp að
telja.
ingarsvæðið var þá þar sem nú
er Vigelandsparken, sem allir
kannast við, sem gist hafa Ósló.
Brúin yfir Frognerkilen, sem nú
er einn af höfuð-stöðum hins
mikla garðs Vigelands, var mið-
depill sýningarinnar 1914. Var
sýningarsvæðið hið veglegasta,
og sýningin öll var mikill atburð
ur og vegsauki ungri þjóð, ef
svo iftá segja, því skammt var
umliðið frá 1905.
Undir nýjum himni á nýrri
jörð. — Nú stendur aftur mikið
til, nú skal í vor og sumar haldin
ný sýning í Ósló, sú mesta síðan
1914, og er því að vonum þótt
maður minnist sýningarinnar
1914, eða svo verður mér, sem
þá var að halda út í heiminn,
heimskur heimaalningur.
Nýlega gekk ég um garða þar
sem sýningin á að verða í vor,
með nokkrum forráðamönnum
sýningarinnar, s. s. formanni
Bændafélagsins norska og for-
manni Bændakvennafélags Nor-
egs, framkvæmdastjóra sýningar
innar og fleirum góðum mönn-
um. — Þvílikur sýningarstaður
Ég hafði raunar komið þangað
einu sinni áður og horft um víða
velli, en nú var annað og meira
að sjá, þó lítið sé á móti því er
verða skal. Það var farið að húsa
bæi og reisa sýningarhallir.
Margir íslendingar sem komið
hafa til Óslóar vita hvar Eke-
bergs ásinn er, þar sem sjómanna
slcólinn gnæfir hátt og þar sem
Ekebergs-veitingastaðurinn er,
sem margir heimsækja sem vin-
sælan veitingastað við mikið út-
sýni yfir Óslóhöfn og borg. Víst
er rnikið og fagurt útsýni frá
veitingaskálanum og frá sjó-
mannaskólanum, en fáa ókunn-
uga mun gruna að aðeins snert-
ingaspöl frá þesum stöðum er
miklu veglegra og meira útsýni,
sem vart á sinn líka í næsta ná-
grenni Óslóar, er þó helzt að
Um víða velli
Býningarsvæðið á Ekeberg
verður alls um 35 hektarar.
Verzlunarsýningunni, þar sem
búvélar alls konar skipa ekki
hvað minstan sess, eru ætlaðir
60.000 fermetrar, og sýningar-
skálarnir verða um 10.000 fer-
metrar að gólffleti.
Búskap, garðyrkju og skóg-
rækt er ætlaður mestur hlutur
á sýningu þesari, enda er kjör-
orð sýningarinnar Grotid og
Gröde, sem ég tel bezt endur-
sagt með orðunum Spretta og
gróður þó að hin orðrétta þýðing
sé auðvitað Gróðrartími og gróð-
ur. Sýningin er búnaðarsýning
enda er hið norska heiti hennar:
Landbrukets jubileumsutstilling
1959. Tilganur sýningarianar er
tvíþættur, segir Hallvard Eika
formaður í Noregs bondelag og
formaður sýningarnefndar, upp-
alinn að mestu í Kanada, skammt
frá stöðvum Stefáns G. skálds.
Hún er úttekt bændanna á bú-
skapnum, hvar hann er á vegi
staddur og hvað bændurnir eru
að gera og geta gert, og um leið
á hún að gefa borgarbúanum
Ijósa mynd af búskap bændanna,
hverja þýðingu hann hefir fyrir
þjóðina alla. Þess vegna hefir
sýningin upp á margt að bjóða
sem mestmegnis er miðað við
þetta síðarnefnda hlutverk.
Bygg verða fleiri bændabýli full-
búin að húsum, og á býlunnm
verður búfé með eðlilegum hætti
hvað þá annað. Þrír bæir verða
þar í röð Efsti-bær, Mið-bær og
Neðsti-bær. Á Efsta-bæ eru öll
hús gömul, flutt alla leið frá Hol
í Hallingdal. Þar voru húsin tek-
in ofan og byggð upp aftur á
Ekeberg. Þetta verður heiðabýli
sýningarinnar. Þar verður einnig
gömul vatnsmylla flutt þangað
frá Valle í Sætisdal. Allt e'r
þarna miðað sem mest við það
sem var fyrir 100—150 árum, en
sem í raun og veru hélt velli allt
fram að tíma tækr.innar, það er
miðað við það sem var er þeir
atburðir skeðu sem eru hið eigin-
lega tilefni sýningarinnar og
nafnið bendir til, er hún er neínd
jubileumsutstilling. Það eru í ár
liðin 150 ár síðan Det Kongelige
selskap for Norges Vel var stofn-
að, vanalega nefnt Selskapet for
Norges Vel. Þetta gamla félag
hefir haft og hefir að mörgu leyti
enn miðstöðvarþýðingu í búnað-
armálum Noregs. Það varð Jóni
Sigurðssyni fyrirmynd, er hann
ifékk Hið íslenzka þjóðvinafélag
stofnað, þó að mjög skildi leiðir
með þessum félögum tveimur. Þá
eru í ár liðin hundrað ár síðan
Búnaðarháskólinn í Ási var stofn
aður.
í Mið-bæ verður allt miðað við
nútímabúskap af meðalstærð,
mjólkurframleiðslu og nokkurn
fjárbúskap. Þar verður fjós með
rimlagólfi og einnig fjárhús. Lág
ar byggingar, þar á meðal vot-
heysgeymsla af þeirri gerð.
í Neðsta-bæ er allt miðað við
búskap á stærra býli austan
fjalla í Noregi.
Fleiri búnaðarbyggingar verða
reistar. Eternit- verksmið j urnar
norsku efndu til samkeppni um
húsagerð á bændabýlum miðað
við það meðal annars að nota
eternit svo sem mest mætti
henta, Töluvert hefir verið deilt
um árangur þeirrar samkeppni
og lausnir þeirra er verðlaunin
hltu, en reistar verði Eternit
byggingar til að sýna þá útkomu.
Einnig verður húsað sel a sýning
unni.
Fjárhagsáætlun sýningarinnar
er 7 milljónir króna, norskar, og
þær fjárreiður eru fryggðar, sýn-
ir það ljóslega hve stórt er í efni.
Ríkissjóður leggur fram fé svo
um munar og mikið leggja hin
fjárhagslegu félög bændanna
fram, svo sem mjólkursamsölur,
sláturfélög, skógarfélög o. s. frv.
Mót og mannfagnaður
Það stendur margt og mikið tii
í Ósló í vor og sumar, í sam-
bandi við sýningu þessa svo sem
vænta má. Auk afmæla félagsins
Selskapet for Norges Vel og af-
mælis Búnaðarháskólans, sem
gert er ráð fyrir að ekki verði
haldin hátiðleg fyrr en síðar á
sumrinu, ber að höndum fleiri
slík tímamót. Húsmæðrakennara
skólinn á Stabekk, sem hefir
menntað margar konur íslenzkar,
á 50 ára afmæli í ár. Norges bir-
ökterlag á 75 ára afmæli, sömu-
leiðis Det norske hageselskap.
Ennfremur Norsk fjörfeavlslag.
* Landsfundur norska bændafé-
lagsins, Norges bondeiag verður
haldinn í Ósló 17.—21. júní, Bún-
aðarþing Norðurlanda — Nord-
iske jordbruksforskeres Kongr-
ess verður 24.—27. júní. En sýn-
ingin verður opnuð 11. júní og
varir til 5. júlí, eftir því sem ráð
er fyrir gert, þó að því viðbættu
að garðyrkjusýningin, eins konar
uppskerusýning, verður undir
haustið á öðrum stað í Ósló, en
þó sem þáttur og eftirhreyta
hinnar miklu búnaðarsýningar.
Norges bygdeungdomslag efnir
til landsmóts 4. og 5. júní, þar
verður háð starfskeppni ’í mörg-
um greinum. Verður reist sér-
stök tjaldborg, 800—900 tjöld til
afnota fyrir það mót.
Auk þess að bufé verður a8
staðaldri á bóndabæjunum á sýn
ingunni verða að sjálfsögðu
haldnar þar meiri háttar sýning-
ar á búfé, sem landssýningar.
Þann 11.—16 júní verður hrossa-
sýning og sýning á sauðfé og
geitfé á sama tíma. Þann 19.—24.
júní verður nautgripasýning og
loks 27. júní — 5. júlí verða sýnd
svín, alifuglar og kanínur.
Vart þarf að nefna að á sýn-
Framh. á bls. 15. Á