Morgunblaðið - 28.05.1959, Qupperneq 1
24 síðuR
48. árgangur
116. tbl. — Fimmtudagur 28. maí 1959
Prentsmiðja Morgtmblaðstaa
Fjórir fiokkar bjóða fram
í öllum kjördæmum
NauBsyn nýrra sfjórn-
arhátta
Barátta Framsóknar gegn kjördœma-
breytingunni vonlaus
FRESTUR til framboða við Alþingiskosningar þær, er fram
fara 28. júní íik., rann út kl. 12 á miðnætti sl. nótt. Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur birt öll framboð sín hér í blaðinu,
hið síðasta í gær. Þrír aðrir flokkar bjóða fram í öllum kjör-
dæmum landsins, Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur og Al-
þýðubandalag. Þjóðvarnarflokkurinn býður fram í Reykja-
vík, en ekki annars staðar. Inni í blaðinu í dag er birtur listi
yfir öll framboðin.
Spillt stjómarfar
V-flokkanna
í kosningunum nú verður fyrst
og fremst barizt um tvennt: Feril
V-stjórnarinnar og kjördæma-
xnálið.
Myndun V-stjórnarinnar, fer-
ill hennar og viðskilnaður var
allt með þeim endemum, að kjós
endur komast ekki hjá því að
segja til um, hvort þeir vilja
eiga annað eins yfir höfði sér
á ný.
Ólíklegt er, að margir kjós-
endur treysti sér til að hnekkja
dómi sjálfs forsætisráðherra V-
stjórnarinnar, Hermanns Jónas-
sonar, þegar hann hljóp af hólmi
og sagði, að stjórnin kæmi sér
ekki saman um nein raunhæf
úrræði gegn þeim vanda, sem
hún hafði tekið að sér að leysa:
„Ný verðbólgualda er skollin
yfir“, var lýsing Hermanns á því
ástandi, sem stjórnin hafði skap-
að.
Ef einhver hefur frekar þurft
vitnanna við, þá má nú daglega
sjá þau í V-stjórnarblöðunum
fyrrverandi. ömurlegri lýsingar
á spilltu stjórnarfari er ekki
hægt að hugsa sér.
Alþýðublaðið bregður Fram-
sókn um að hún hafi við stjórn-
arskiptin í vetur látið óttann við
rannsókn olíuhneykslisins á
Keflavíkurflugvelli ráða tiltekt-
um sínum.
Tíminn sakar Alþýðublaðið um
lubbaskap, fávísi, illkvittni og lít-
ilmennsku.
Þjóðviljinn ber á utanríkisráð-
herra, að hann fái fé hjá banda-
ríska sendiráðinu til að halda
uppi bæði Alþýðublaðinu og Al-
þýðuflokknum.
Alþýðublaðið heldur því hins
vegar fram, að íslandi hafi verið
gert mest gagn í landhelgismál-
inu með því a'ð koma kommúnist-
um úr stjórn.
Þessari upptalningu mætti
halda endalaust áfram. En sjón
er sögu ríkari og lesendur V-
stjórnarblaðanna sjá þar með
eigin augum hinn gagnkvæma
vitnisburð. Hvernig á að vera
nokkur von til þess, að þeir, sem
slíka skoðun hafa hver á öðrum,
geti stjórnað svo að í lagi sé?
Grundvöllur hollra
stjórnarhátta
nauðsyn, að nú verði gerð sú
breyting á kjördæmaskipuninni,
að vilji þjóðarinnar fái að birtast
ófalsaður á Alþingi Islendinga.
Að þessu er stefnt með kjördæma
breytingunni, sem Alþingi sam-
þykkti með yfirgnæfandi meiri-
hluta. Fylgi hennar með þjóð-
inni er þó miklu meira. Barátta
Framsóknar er þess vegna með
öllu vonlaus.
Með kjördæmabreytingunni
verður lagður grundvöllur hollra
stjórnarhátta og mun hún því
marka þáttaskil í stjórnmálum
þjóðarinnar. Kjósendur um allt
land hafa nú fengið nóg af sund-
urlyndi og niðurrifi V-stjórnar
flokkanna fyrrverandi. Almenn-
ingur skilur, að eina ráðið til að
fá sterka og samhenta stjórn er
að efla Sjálfstæðisflokkinn.
Krusjeff kemur til Tirana, Alabaníu
LandvarnaráBherra
Kína fer til Albaníu
Krúsjett hótar enn einu sinni tlugskeytum
BELGRAD, 27. maí. — Hernaðar ust við. Fyrri ástæðan er sú, að
Fasternak
sérfræðingar segja, að heimsókn
Krúsjeff til Albaníu hafi nú af
tveimur ástæðum fengið meiri
hernaðarþýðingu en menn bjugg
Er frjálshyggja Dudintsevs og
Pasternaks orðin rússnenskum
leiðtogum jaung í skauti?
i
Krúsjeff biður um gott veður, en talar
jbó um „að ganga milli bols og
höfuðs á óvinunum4
MOSKVU — Krúsjeff hefur gef-
ið í skyn, að hann vilji sættast
við þá rússneska rithöfunda, sem
hafa verið gagnrýndir og for-
dæmdir fyrir að fylgja ekki
dv<
Valdimir Dudintsev
flokkslínunni í verkum sinum. Á
þingi rússneska rithöfundasam-
bandsins sagði hann á föstudag-
inn, að „hlákan“ sem hófst i
rússneskum listum og menning-
armálum árið 1956 mundi fá að
halda áfram.
Krúsjeff nefndi ekki nóbels-
verðlaunahöfundinn Boris Past
Þjóðin hefur sannarlega feng- ernak með nafni. Hins vegar
ið nóg af öllum þessum aðförum. 'minntist hann á rithöfundinn
Þess vegna er óhjákvæmileg Vladimir Dudintsev, en bók hans,
„Ekki af einu saman brauði",
sem hefur verið gefin út vestau
járntjalds en fordæmd í Sovét-
rikjunum, þar sem hún hefur
líka komið út.
— Ég hef lesið bókina, og ég
verð að viðurkenna, að í henni
eru ýmsir athyglisverðir kaflar,
sagði Krúsjeff. Mikojan, sem las
bókina á undan mér, hvatti mig
til að kynna mér hana.
Krúsjeff sagði, að Mikojan
hefði skýrt sér frá því, að
ýmsir kaflar í bókinni væru
teknir orðrétt upp úr eigin
ræðum Krúsjeffs.
— Þaö er rétt, að Dudintsev
hefur af mikilli kunnáttu lýst
ýmsum neikvæðum fyrirbrigð-
um, en hann hefur gert of mikið
úr þeim og dregið of almennar
ályktanir. En ég hef þegar sagt
það og trúi því enn, að Dudint-
sev hafi aldrei verið fjandsam-
legur eða andvígur sovétskipu-
laginu.
Krúsjeff lét þess getið, að hann
hefði aldrei hitt Dudintsev, en
hann mundi gjarnan vilja hitta
hann. í hvert sinn sem hann
hefði tíma til að hitta Dudintsev
kæmi einhver sendiherra í heim-
sókn, og þess vegna hefði aldrei
orðið úr fundi þeirra.
„Ekki af einu saman brauði“
kom út í Sovétríkjunum fyrir
þremur árum og ári síðar vestan
járntjalds. í bókinni er hörð
gagnrýni á skrifstofuveldið og
skriffinnskuna í Sovétríkjunum.
Hin opinbera afstaða Rússa var
sú, að persónur skáldsögunnar
væru allar neikvæðar.
— En ég tala ekki aðeins um
Dudintsev, hélt Krúsjeff áfram, I varnaráðherra Sovétríkjanna, í
Framíh. á bls. 2. I för með Krúsjeff í Albaníu.
Krúsjeff sagði í ræðu í dag, aS
Rússar vildu friðlýsa Balkan-
skagann og banna þar eldflauga-
stöðvar, en ef komið verði á fót
eldflaugastöðvum í Ítalíu og
Grikklandi, þá muni Rússar neyS
ast til að setja upp eldflauga-
stöðvar í Albaníu. Forsætisráð-
herrann sagði ennfremur í ræðu
sinni, að unnt væri að hæfa hvaða
staði sem væri í Grikklandi og
Ítalíu með flugskeytum, sem
skotið væri frá Albaníu.
Hin ástæðan er sú, að tilkynnt
hefur verið, að landvarnaráð-
herra Rauða-Kína, Pen Teh-
Huai, hershöfðingi, komi í heim-
sókn til Albaníu á morgun. Það
var albanska fréttaþjónustan,
sem frá þessu skýrði í dag. Eins
og skýrt hefur verið frá í fyrri
fréttum, er Malinovskí, land-
Dulles var óviBjafnanleg-
ur stjórnmálamaBur
sagði Crómýkó í Washington í gœr
WASHINGTON, 27. maí. — í dag var gerð útför John Foster Dull-
esar, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna. — Athöfnin hófst
klukkan 6 eftir íslenzkum tíma. Utanríkisráðherrann var jarðsettur
í Arlingtonkirkjugarðinum, hetjugarði Bandaríkjanna, og var jarð-
srförin kostuð af rikinu. Jarðsett var með hernaðarviðhöfn. —
Margt stórmenna var viðstatt jarðarförina.
Ike ræðir við utanríkisráð-
herrana
Þegar Grómýkó, utanríkisráð-
herra Sovétríkjanna, kom til
Bandaríkjanna í dag, var hann
spurður um álit sitt á Dulles.
Hann sagði, að því væri ekki að
neita, að þeir hefðu oft verið ó-
sammála og elt saman grátt silf-
ur. Grómýkó kvaðst hafa þekkt
Dulles í 15 ár. Það er áreiðanlegt
að hann var óviðjafnanlegur,
bæði sem stjórnmálamaður og
diplómat, sagði Grómýkó.
Adenauer kanslari ræddi við
fréttamenn í Washington í dag,
en áður hafði hann talað við
Eisenhower, Bandaríkjaforseta, í
klukkustund. Hann kvaðst ekki
hafa rætt Genfarfundinn við for-
setann. Hann sagðist búast við
einhverjum niðurstöðum af
Genfarfundinum, en vildi ekkert
um það segja, hvort hann teldi,
að hann mundi leiða til ríkisleið«
togafundar.
Eisenhower mun ræða við ut-
anríkisráðherrana fjóra á morg-
un um Genfarráðstefnuna.
Fimmiudagur 28. maí
Efni blaðsins er m.a.:
Bls. 3: ískyggilegar horfur um salt-
fisksöluna. .
— 6: Hugleiðingar um Áburðarverh
smiðjuna.
— 8: Hestamannarabb.
— 12: Forystugreinin: „Uppljóstra»*
ir Alþýðublaðsins“.
Utan úr heimi: Að bélusetjt
gegn krabbameini.
— 13: Hagkerfi og hagstjórn.
— 22: íþróttir.
— 23: Framboð í Alþingiskosnin#*
unum.