Morgunblaðið - 28.05.1959, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 28.05.1959, Qupperneq 4
MORGUNfílAfílÐ Ffmmtuaagrur 28. maí 1959 / Slysavarðstofan er opin allan sólarhringinn. — Laeknavörður L.R. (fyrir vitjanir), er á sama stað frá kl. 18—8. — Simi 15030. NæturvarzJa vikuna 23. til .'"9. maí er í Ingólfs-apóteki, — sími 11330. — Holts-apótek og GarSs-apótek eru opin á sunnudögum kl. 1—4 eftir hádegi. HafnarfjarSarapótek er opið alla virka daga kl. 9—21. Laugar- daga kl. 9—16 og 19—21. Helgi- dag kl. 13—16 og kl '9—21. Næturlæknlr í Hafnarfirði er Kristján Jóhannesson, sími 50056. Keflavíkur-apótek er opið alla virka daga kl. 9—19, laugardaga kl. 9—16. Helgidaga kl. 13—16. Kópavogs-apótek, Álfhólsvegi 9 er opið daglega kl. 9—20, nema laugardaga kl. 9—16 og helgidaga kl. 13—16. — Sími 23100. I.O.O.F. 7 s= 1415278% = I.O.O.F. 5 = 1415288% = Fl. Sam.-borðh. EiBrúðkaup Á laugardag fyrir hvítasunnu voru gefin saman í hjónaband af séra Guðmundi Guðmundssyni, Útskálum, Jónína Rún Péturs- dóttir frá Seyðisfirði og Ingólfur Júlíusson, Daníelssonar, fyrrv. útvegsmanns), Brautarholti, — Grindavík. S.l. laugardag voru gefin sam an i hjónaband af séra Kristni Stefánssyni, Sjöfn Magnúsdóttir, Mýrargötu 2. Hafnarfirði og Ingi mundur Jónsson, skipstjóri, Norð urbraut 33, Hafnarfirði. Heimili ungu hjónanna verður að Mýrar- götu 2, Hafnarfirði. • Hjónaefni Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína ungfrú Svanhvít Aðal- heiður Jósefsdóttir, Sandvík. Glerárþorpi og Svavar Hjaltalín, verkstjóri, Grundargötu 6, Akur eyri. — Þann 8. þ.m. opinberuðu trú- lofun sína Ingibjörg Blomster berg, Suðurlandsbraut 95. Rvík og Bragi Ólafsson, Vestmanna- braut 3, Vestmannaeyjum. Skipin H.f. Eimskipafélag Islands — Dettifoss fór frá Gautaborg í fyrradag. Fjallfoss er í Hamborg. Goðafoss er á leið til Reykjavík- ur. Gullfoss fór frá Leith í fyrra- dag. Lagarfoss er í New York. Reykjafoss fór frá Dublin í fyrra dag. Selfoss fór frá Gautaborg í fyrradag. Tröllafoss er á leið til Reykjavíkur. Tungufoss fór frá Sauðárkróki í gærkvöldi. Skipaútgerð ríkisins. — Hekla er í Reykjavík. Esja er væntan- leg til Reykjavíkur í dag. Herðu- breið er á Austfjörðum. Skjald- breið er á Húnaflóa. Þyrill er væntanlegur til Raufarhafnar í kvöld. Helgi Helgason fer frá Reykjavík á morgun til Vest- mannaeyja. Skipadeild S.Í.S.: — Hvassafell er á leið til Reyðarfjarðar. Arnar fell er á leið til Reykjavíkur. Jökulfell átti að fara frá Rostock í gær. Dísarfell fer væntanlega frá Lysekil í kvöld. Litlafell losar á Austfjörðum. Helgafell er í Leningrad. Hamrafell fór frá Reykjavík 1. þ.m. gjJFlugvélar Flugfélag íslands h.f.: — Milli- landflug: Gullfaxi fer til Glas- gow og Kaupmannahafnar kl. 8 I dag. Flugvélin er væntanleg aft- ur til Reykjavíkur kl. 22:40 í kvöld. Hrímfaxi fer til Glasgow og Kaupmannahafnar kl. 8 í fyrra málið. — Innanlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (3 ferðir), Bíldudals, Egilsstaða, ísafjarðar, Kópaskers, Patreks- fjarðar, Vestmannaeyja (2 ferð- ir) og Þórshafnar. Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar 2 ferðir), Egilsstaða, Fagurhóls- mýrar, Hólmavíkur, Hornafjarð- ar, ísafjarðar, Kirkjubæjarklaust urs, Vestmannaeyja (2 ferðir) og Þingeyrar. Læknar fjarverandi Alfreð Gíslason frá 20./5. til 14./6. — Staðgengill: Árni Guð- mundsson. Jónas Sveinsson frá 31./5. til 31./7. — Staðgengill: Gunnar NÆTURGALINN Ævintýri eftir „Hér á að vera ákaflega merki- legur fugl, sem nefnist nætur- gali“, sagði keisarinn. „Það er sagt, að hann sé það langbezta f öllu mínu stóra ríki. Hvers vegna hefir mér aldrei verið sagt frá honum?“ „Ég hefi aldrei fyrr heyrt hann nefndan,“ anzaði hirðgæð- ingurinn. „Hann hefir áreiðan- lega aldrei verið kynntur við hiriðna.“ „Ég vil, að hann komi hingað þegar í kvöld og syngi fyrir mig,“ sagði keisarinn. „Allur heimurinn veit, hvað ég á, en ég veit það ekki sjálfur." FERDIIM AIMD I., R. sýnir leikrit Arthurs Miller „Allir synir mínir" á Akur- eyri og verður fyrsta sýningin á föstudagskvöld. Leiksýning þessi fékk framúrskarandi góðar viðtöknr hjá leikgagnrýn- endum og þá ekki síðri hjá leikhúsgestum og hefur verið sýnt í allan vetur í Iðnó, eða alls 43 sýningar. Ekki mun mögulegt að hafa nema fáar sýningar á Aknreyri þar sem margir Jeik- aranna eru einnig í „Delerium Buhonis“, en síðustu sýningar á því leikriti verða í næstu viku. Á myndinni sést Brynjólfur Jóhannesson í hlutverki Joe Keller, en ásamt honum eru í aðalhlutverkunum þau Helga Valtýsdóttir, Jón Sigurbjörnsson, Helga Bachmann og Guðmundur Pálsson. Leikstjórl er Gísli Halldórsson. Benjamínsson. Árni Björnsson um óákveðinn tíma. — Staðgengill: Halldór Arin bjamar. Lælcningastofa í Lauga- vegs-Apóteki. Viðtalstími virka daga kl. 1:30—2:30. £ími á lækn- ingastofu 19690. Heimasími 35738. Bjarni Jónsson fjarverandi frá 14. maí—S. júlí. Staðgengill Stefán P. Björnsson. , Guðmundur Benediktsson um óá kveðinn tíma. — Staðgengill: Tómag Á. Jónasson, Hverfisgötu 50. Viðtalstími kl. 1—2, nema laugardaga, kl. 10—11. Sími 15521 Valtýr Bjarnason 1/5 um óákv. tíma. Tómas A. Jónasson, Hverf- isgötu 50. Víkingur H. Arnórsson fjarver andi frá 27. apríl til 1. júní. Stað- gengill Jón Hjaltalín Gunnlaugs- son, Hverfisgötu 50. gggFélagsstörf Hringskonur eru minntar á að- alfundinn í kvöld kl. 8,30, í Garðastræti 8. Ekknasjóður Reykjavíkur held ur aðalfund sinn föstudaginn 29. maí kl. 8,30 síðdegis. Fundarstað- ur: KFUM húsið við Amtmanns- stíg. — glAheit&samskot Höfðingleg gjöf til Skálatúns: 1 dag hefur mér verið afhent gjöf til Skálatúnsheimilisins, að fjárhæð 2000 — tvö þúsund krón ur, sem hjónin Erlendsína Helga- dóttir og Magnús Jónsson, Sjón- arhóli. Vogum, gefa heimilinu á gullbrúðkaupsdegi sínum 9. maí 1959. — Kvittast hér með fyrir viðtökunni með innilegasta þakk- læti til gefendanna og heillaósk- um. — Rvík. 27. maí 1959. — Jón Gunnlaugsson. gHYmislegt ,Orð lífsins: — Ó, að orðin af munni mínum yrðu þér þóknan- leg og hugsanir hjarta míns kæmu fram fyrir augliti þitt, þú Drottinn hellubjarg mitt og frelsari! (Sálmur 19). Kvenskátafélag Reykjavíkur: Ferðir á Helgadals-mótið verða á föstudag kl. 2 e.h. og kl. 6 e.h. Farið verður frá Skátaheimilinu. Afgreiðslustúlkur í sölutum- um og ísbúðum! Áríðandi fund- ur í V.R., Vonarstræti 4, kl. 12 í kvöld. — Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. • Geagið Sölugengi: 1 Sterlingspund .. 1 Bandaríkjadollar 1 Kanadadollar 100 Danskar kr. ..., 100 Norskar kr..... 100 Sænskar kr..... 100 Finnsk mörk .... 1000 Franskir frankar kr. 45,70 16,32 16,82 236,30 228.50 315.50 5,10 33,06 H. C. Andersen „Ég hefi aldrei heyrt hann nefndan," endurtók hirðgæðing- urinn. „Ég skal leita að honum — og ég skal finna hann.“ Hondin hög I 100 Belgísklr frankar — 82,90 100 Svissneskir frank. — 376,00 100 Gyllini ...........— 432,40 100 Tékkneskar kr. .. — 226,67 100 V.-þýzk mörk ,. — 391,30 1000 Lírur ..............— 26,02 100 Austurr. schill. .. — 62,78 BLÖÐ OG TÍMARIT Samtíðin, júníblaðið, . er kom- ið út, fjölbreytt að efni. Ritstjór- inn skrifar um byggingu Hrafn- istu, dvalarheimilis aldraðra sjó- manna. Freyja skrifar fróðlega kvennaþætti, Guðmundur Arn- laugsson skákþátt og Árni M. Jónsson bridgeþátt. Þá er fram- haldssagan: Hryllilegt hús, ást- arsagan: Reikningsskil eftir Stein unni Eyjólfsdóttur. Afmælisspá- dómar eru fyrir alla, sem fæddir eru í júní, draumaráðningar, vinsælustu danslagatextarnir, skemmtigetraunir, krossgáta, ásta mál, bréfaskóli I íslenzku, skop- sögur, próf, sem allir geta geng- ið undir og sannprófað, hvernig fólki geðjast að þeim. Margt fleira er í blaðinu. I5H Söín Listasafn Einars Jönssonar, Hnit björgum, er opið miðvikudaga og sunnudaga kl. 1.30—3,30. Bæjarbókasafn Reykjavíkur: — Aðalsafnið, Þingholtsstræti 29 A. — Útlánadeild: Alla virka daga kl. 14—22, nema laugardaga kl. 13—16. — Lestrarsalur fyrir fullorðna: Alla virka daga kl. 10—12 og 13—22, nema laugar- daga kl. 10—12 og 13—16. Útibúið, Hólmgarði 34. — Út- lánadeild fyrir fullorðna: Mánu- daga kl. 17—21, miðvikudaga og föstudaga kl. 17—19. — Lesstofa og útlánadeild fyrir börn: Mánu- daga, miðvikudaga og föstudaga kl. 17—19. Útibúið, Hofsvallagötu 16. — Útlánadeild fyrir börn og Jull- orðna: Alla virka daga, nema laugardaga, kl. 17,30—19,30. Útibúið, Efstasundi 26. — Út- lánadeild fyrir börn og fullorðna: Mánudaga, miðvikudaga og föstu ‘ daga kl. 17—19.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.