Morgunblaðið - 28.05.1959, Side 6

Morgunblaðið - 28.05.1959, Side 6
c MORVVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 28. mai 1959 H ugleiðí ngar um „Aburðarverksmiðju rikisins" EINS og mörgum verkfræðing- um er kunnugt um, fór fyrsta athugunin á mögulegum tengsl- um milli Sogsvirkjunarinnar og væntanlegrar áburðarverksmiðju fram 1942, á fundi er haldinn var í Verkfræðingafélagi íslands í des. það ár. Síðan var málið í stöðugri at- hugun hjá verkfræðingum hér og í ágúst 1949 birti Steingrímur Jónsson rafmagnsstjóri ítarlega álitsgerð um afl- og orkuþörf áburðarverksmiðju. Einnig komu til skjalanna siðar verkfræðing- arnir Björn Jóhannesson og Jóhannes Bjarnason og fleiri. Hinn síðarnefndi flutti fróðlegt erindi um áburðarverksmiðju- málið á fundi í V.í. í febr. 1952, og lýsti stofnáætlun verksmiðj- unnar. Við þessar fyrstu athuganir styrktust menn meir og meir í þeirri skoðun, að hægt væri að koma hér á fót fullnægjandi á- burðarverksmiðju til framleiðslu köfnunarefnisáburðar, án þess að þurfa að reisa fyrst um sinn sérstaka orkustöð fyrir hana. Má fullyrða, að undirbúning- urinn sem áburðarmálið fékk meðal íslenzkra verkfræðinga hafi ráðið því, að erlendir sér- fræðingar í slíkum málum treyst- ust til þess að falla frá kröfu um sérstaka orkustöð, og stofnsetja verksmiðjuna á þeim grundvelli, að Sogsvirkjunin sæi henni fyrir nauðsynlegri raforku. Þegar byggingarsérfræðingur Áburðarverksmiðju ríkisins, C. O. Brown, birti skýrslu um af- köst og vélar í jan. 1952, komst hann svo að ofði: „Verksmiðjan hefir áætluð (designed) afköst er nema 7400 smál. af bundnu köfnunarefni á ári, á 355 vinnudögum. En til að byrja með, vegná takmörkunar á fáanlegri orku, mun verksmiðj- an framleiða 6000 ' smál. af bundnu köfnunarefni sem 18200 smál. af vörðum ammoniumni- tratkristöllum". 7400 smálesta köfnunarefnisaf- köstin voru valin eftir áliti Stein gríms Jónsson rafmagnsstjóra, sem taldi Sogið geta annað verk- smiðju af þessari stærð, ef orkan væri haganlega nýtt til vetnis- vinnslunnar. Það kom mönnum því á óvart, og sætti gagnrýni á fundinum í V.í. í febr. 1952, að ekki skyldi valihn stærri vetnisvélakostur en 14000 kílóvött. Það var sýnt fram á, að vetnis- vélastærðin þyrfti að vera 17700 kilóvött, til þess að haida afköst- unum uppi, þrátt fyrir þá rýrn- un í afgangsorku frá almennings veitunum, sem búast mátti við eftir reynslunni. (Sbr. Tímarit V.Í., 3. tbi., 1953). Það hefur síðan komið í Ijós, að þessi gagnrýni átti við rök að styðjast. 1956 komst verksmiðjan að vísu upp í full afköst, 22000 smál. af Kjarnaáburði, en fór 1957 nið- ur í 19970 smál. (90% afköst) og 1958 í aðeins 17647 smál. (80% afköst). Og samt hafði verksmiðjan átt þv£ láni að fanga, að erfa frá ríkinu vetnisvélar fyrir um 1400 kílóvatta afl, og hafði hún því upp á síðkastið 15400 kílóvatta vetnisvélakost til afnota í stað hinna upprunalegu 14000 kíló- vatta. Myndir af rafaflsálaginu frá 20. jan. 1959, þegar það var mest í almenningsveitunum á þessu ári, og svo frá okt. 1958 og marz 1959 eru talandi vottur þess, að afgangsorkan er ennþá nægilega mikil, til þess að halda afköst- unum uppi, ef ekki væri ónóg- um vetnísvélakosti um að kenna. Fyrir 7 árum missti Áburðar- verksmiðjan af lestinni, þegar mátti með tiltölulega litlum auka kostnaði breyta framleiðsluhátt- um í blandaðan, kalkríkan, köfn unarefnis- og fosfórsýruáburð, í stað einhliða köfnunarefnisá- burðar, eins og nú er gert. Nú hillir á ný undir lest með blandaðan áburð, sem verksmiðj an þarf vonandi ekki að sleppa fram hjá sér, vegna hins gífur- lega tilkostnaðar við hina nýju áburðarframleiðslu. En það eru fleiri viðfangseni, sem berja að dyrum við þá ger- breytingu framleiðsluháttana, sem nú er í huga höfð, heldur en fjármálin ein. Kunnugt er, að Kjarni Áburð- arverksmiðjunnar nýtur ekki ó- skorðrar hylli bænda, m.a. vegna þess hve fíngerður hann er. Rannsóknir hafa einnig farið fram undanfarin ár, á saman- burði áhrifa Kjarna og Kalk- saltpéturs á grasið, bæði á At- vinnudeild Háskólans og á Hvanneyri. Hafa niðurstöður ótvírætt leitt í Ijós, að grasið fær mun meira kalkefnainnihald eftir Kalksalt- péturinn en Kjarnann. Þetta kem ur engum á óvart, því það er löngu vitað, að íslenzk mold er kalkefnarýr, og verður grasið því að fá kalkið annarsstaðar frá. Gagnvart áhrifum Kjarnans á sýrustig jarðvegs, er rannsóknum enn ólokið. Nú mun vera í ráði, að íslenzk- ir sérfræðingar Áburðarverk- jsmiðjunnar kynni sér ýtarlega þær framleiðsluaðferðir og vél- tækni, sem eru á boðstólum er- lendis í dag. Koma ýms ný við- horf þar til sögunnar. Er það sjálfsögð ráðstöfun gagnvart verksmiðjunni sjálfri, en gagnvart viðskiptavinuunum, bændum landsins, er engu minni þörf á að fara vel og vandlega í sakirnar, og hafa einnig með 1 ráðum þá menn, í Atvinnudeild Háskólans, bændaskólum og til- raunastöðvum, sem þekkja gerst samverkanir áburðar og íslenzkr ar moldar. Verður vonandi ekki farið eins geyst í sakirnar og fyrir 7 ár- um, þegar ekki vannst tími til að hlusta á ráðleggingar um fjöl- breyttari og kalkríkari áburðar- tegund, en Kjarnann. Þá er vitaskuld sjálfsagt og eðlilegt, að raforkumálið verði tekið upp til gagngerðrar endur- skoðunar, með tilliti til hins ó- nóga vetnisvélakosts. , Ásgeir Þorsteinsson verkfræðingur. íslandsdeild i „Svenska IVlassan" ÞÁTTTAKA íslands í sýningunni „Svenska Massan“, sem haldin var í Gautaborg dagana 2.—10. maí, var í mun stærri skála en undanfarin ár. íslandsdeildinni var skipt í tvær deildir: Almenna upplýsingadeild og vörukynning- ardeild, þar sem nokkur fyrir- tæki sýndu vörur sínar. Fyrir- tækin voru Samband íslenzkra Samvinnufélaga, sem sýndi úlp- ur, peysur, sokka og verkuð gæru skinn, Sindri h.f., sem sýndi stál- húsgögn. Ennfremur tóku Síld- arútvegsnefnd og Loftleiðir h.f. þátt í sýningunni. Prins Bertil opnaði sýninguna og tók Magnús V. Magnússon, sendiherra á móti prinsinum, þegar hann heimsótti deild ís- lands, sem vakti mikla athygli. Úlpurnar vöktu einna mesta hrifningu sýningargesta og bár- ust margar fyrirspurnir um þær. Hin almenna upplýsingadeild var teiknuð af Skarphéðni Jó- hannssyni arkitekt. Umsjón með sýningunni hafði Guðm. Þór Pálsson fyrir hönd Vörusýningar- nefndar, sem bar allan veg og vanda af sýningunni. Fyrirhuguð Ijósprentuð útg. Nýja testamentisins Aðalfundur Hins íslenzka Bib- líufélags var haldinn í Háskóla- kapellunni fimmtudaginn 30. apríl sl. í fundarbyrjun las herra Ásmundur Guðmundsson, biskup, kafla úr Markúsarguð- spjalli, bað bæn og setti því næst fundinn. Þá flutti hann yfirlits- skýrslu um starf félagsins frá því á síðasta aðalfundi þess. Bar hún með sér batnandi hag og aukið starf. Meðal verkefna félagsins í náinni framtið, auk endurskoð- unar þeirrar á þýðingu Nýja testamentisins, sem þegar er haf- in, gat hann um fyrirhugaða ljós prentaða útgáfu af Nýja testa- mentisútgáfu félagsins með stóru letri og yrði ljósprentaða útgáfan smækkuð svo, að hentug væri til þess að hafa í vasa. í lok skýrslu sinnar þakkaði biskup samnefnd armönnum gott samstarf og þó einkum gjaldkera, síra Óskari J. Þorlákssyni, og framkvæmdar- stjóra félagsins, Ólafi B. Erlings- syni, sem mikið starf hefði hvílt á. Þá bað biskup nýkjörnum bisk upi, síra Sigurbirni Einarssyni, prófessor, blessunar í framtíðar- starfi og bað fundarmenn að taka undir árnaðaróskir með því að standa upp. Gjaldkeri las reikninga félags- ins fyrir árið 1958. Megin tekju- liður var auðvitað andvirði seldra Biblíuteikninga og Nýja testa- menta, en tekjur af félagsgjöld- skrlfar ór daglega íffínu Skattafarganið. KEFLVÍKINGUR skrifar Vel- vakanda og minnist á skatta- farganið, en eins og alþjóð er kunnugt hafa beinir og óbeinir skattar aukizt stöðugt á undan- förnum árum. Meðan Framsókn- armenn höfðu fjármálastjórnina á hendi, varð þeim ætíð fyrst fyrir, að leggja nýja skatta á al- menning, ef ríkisbúskapurinn stóð höllum fæti. Þessi skatta- álagningarástríða náði hámarki í tíð V-stjórnarinnar alræmdu, en sem betur fer, er nú aðeins að snúast á gæfuhliðina. í bréfinu segir svo: „Eins og kunnugt er, fiskaðist ágætlega hér í Keflavík síðari hluta vertíðarinnar. Nú er mjög áríðandi að koma fisk.num sem fyrst í saltið og það verður að gerast á nóttunni strax og aflinn kemur á land. Þetta gekk afar erfiðlega hjá mörgum, því þá þurftu þeir á mörgum aukamönn- um að halda. voru menn afar- tregir til að fara í þessa nætur- vinnu, sem er mjög erfið, til að tapa svo í skatta 30 til 40% af þeim tekjum, sem þeir höfðu upp úr vinnunni. É Helmingurinn í skatta G er nú hættur allri sjó- mennsku, ég er svo gamall og ætlaði mér ekki í neina að- gerð í vetur vegna þess arna, en gat ekki neitað mannmum, sem bað mig. Ég var líka oft beðinn um að útvega menn, en fékk ævinlega sama svarið: „Ertu vitlaus heldurðu að ég fari að vinna að nóttu til og svo fer helmingurinn í skatta! Nei, þeir geta átt það sjálfir!“ Ég hef nú verið að velta því fyrir mér, hvort það væri ekki betra fyrir ríkið, að fá fiskinn fyrr unninn og betri vöru um leið, heldur en þessar fáu krón- ur, sem það getur rifið af mönn- um í sköttum. Ég hef líka alltaf haldið að það væri bezt fyrir þjóðarbúið, að sem mest væri unnið“. Velvakandi getur upplýst bréf- ritarann um það, að á síðasta Alþingi var lögfest, að nætur- vinna, sem unnin er í þágu út- flutningsframleiðslunnar, skuli vera skattfrjáls. Taka þau lög gildi í ársbyrjun 1960. Helgarferðir og fleira. Eftirfarandi bréf hefur Vel- vakanda borizt frá Póststofunni í Reykjavík: „ j Víkverja í dag, 26. 5., kvart- ar herra „A. S.“ yfir því, að illa gangi að afgreiða póstinn, sem kom Gullfossi frá Norður- lönd og Englandi í sl. viku. — í sambandi við þessa kvörtun vill póststofan taka þetta fram: Und- angengna fimm daga hefur post- stofan fengið 388 póstpoka frá útlöndum, þar af voru 89 pokar af flugpósti. Samkvæmt venju er flugpósturinn látinn ganga fyrir öðrum pósti að því er snert ir sundurgreiningu. Þegar svo mikið póstmagn liggur fyrir, er skiljanlegt að töf verði á því, að pósturinn komist í hendur við takenda. Auk þess kom helga- frí inn í á þessu tímabili og átti það einnig sinn þátt í því, að tefja fyrir við sundurlestur pósts ins. Þetta ættu allir sanngjarnir viðskiptamenn stofnunarinnar að geta skilið“. Nauðsyn að bætt sé úr. SAMTÍMIS bréfi Póststofunnar barst Velvakanda einnig bréf frá áskrifanda erlendra tímarita, þar sem mjög er kvartað undan seinagangi í umræddri afgreiðslu á pósti úr Gullfossi. Virðist brýna nauðsyn bera til, að bætt sér úr afgreiðslu á Pósthúsinu, en það er skiljanlegt að menn séu óþol- inmóðir að bíða marga daga eftir pósti, sem þeir vita með vissu að kominn er á ákvörðunarpóst- húsið. Lætur Velvakandi svo út- rætt um póstmálin í bili. um og gjafir höfðu aukizt all- verulega. Reikningarnir voru samþykktir samhljóða. Kjósa þurfti mann í stjórn, þar eð biskup er sjálfkjörinn forseti félagsins, og mun nýkjórinn bisk up því taka við forsetastörfum félagsins í sumar. Herra Ásmund ur Guðmundsson, biskup, var kos inn í stjórnina með samhljóða at- kvæðum. Nýkjörinn biskup þakkaði herra Ásmundi Guðmundssyni, biskupi, starf hans og áhuga fyr- ir málefni félagsins Tóku menn undir það með því að rísa úr sætum. Síra Harald Sigmar, sem gegnt hefur kennslustörfum við guð- fræðideild Háskólans undanfarna tvo vetur, flutti hugleiðingu og árnaði félaginu allra heilla í framtíðarstarfi. Biskup þakkaði erindið og bað síra Harald Sig- mar og flytja- blessunar- og árn- aðaróskir til íslendinga vestan hafs. Fundinum lauk með því, að biskup las Ritningarkafla, bað bænar, en fundarmenn báðu sam eiginlega „Faðir vor“. Því næst lýsti biskup blesun Drottins. Sölvi Jónsson F. 8. júlí 1870. — D. 11. maí 1959 Kveðja fósturdóttur. Einn er hniginn ævidagur, enn er vini bak að sjá. Húmar að í huga mínum, hér var bernsku skjól að fá. Reynslutímans röðull mildur runninn er í dauðans haf. Það er allt í Herrans hendi, hann er sá, er líf þitt gaf. Þegar barn, ég móður missti, man ég opið húsið þitt. Föðurvernd ég fegin þáði, friðarskjólið hjarta mitt. Mæti, kæri móðurfaðir mér þú gekkst í föður stað. Ástúðlega umsjá man ég, eilíf náðin launi það. Þér er horfin þrauta byrði þar, sem friðar röðull skín. Aftur leiddi í æðri byggðir unga, skýra sálin þín. Þakklát blessun elsku afa eg og litlu börnin mín. Lífsins Guð í ljóssins byggðum launi góðu verkin þín.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.