Morgunblaðið - 28.05.1959, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 28.05.1959, Qupperneq 10
10 MORCVNBIAÐIÐ Fimmtudagur 28. mai 1959 Vilmundur Jónsson Mófellsstödum Minningarorð Fæddur 17. júní 1884 Dáinn 20. mai 1959. HINN 20. þ.m. lézt í Landakots- spítala Vilmundur Jónsson bóndi á Mófellsstöðum í Skorradal. Hann hafði verið heilsutæpur mörg hin síðari ár. Fyrir hálfu fjórða ári var gerður á honum mikill uppskurður, og virtist heilsa hans batna mjög eftir það, en seint á síðatliðnum vetri kenndi hann þess meins, sem nú hefir dregið hann til dauða. Vilmundur var fæddur á Mó- fellsstöðum 17. júní 1884. Foreldr ar hans voru Jón Þórðarson bóndi og kona hans Margrét Ein- arsdóttir. Voru þau hjón miklar ágætismanneskjur, og heimili þeirra á Mófellsstöðum var ann- álað fyrir gestrisni, en Mófells- staðir máttu heita í þjóðbraut á meðan neðri Skarðsheiðarveg- ur var fjölfarinn. Margrét á Mó fellstöðum lézt í hárri elii fyrir um það bil tveimur áratugum. Hún verður mjög minnisstæð kona þeim, sem hana þekktu. Hún var alltaf glöð og kát og h:ess í bragði, góðgjörn'og vildi hvers manns vanda leysa, fjöl- fróð og stálminnug. >au Jón og Margrét eignuðust tólf börn, en tvö þeirra dóu í bernsku. Tíu komust til fullorð- insára, og eru sjö þeirra enn á lífi. Öll voru þessi systkini ein- stakt ágætisfólk, eins og Borg- firðingar og margir aðrir vita af reynslu. Vilmundur ólst upp í föður- garði á Mófellsstöðum ,en fór þegar á unglingsárum að vinna utan heimilis. Hann var um skeið við sjómensku á Suðurnesjum, en mest vann þó að landbúnaðar- störfum. Hann var í mörg ár vinnumaður á Grund í Skorradal i og á Stóra Kroppi í Reykholts- dal. Auk þess var hann í kaupa- vinnu austur í Rangárvallasýslu og norður í Skagafirði. Fyrir norðan var hann samtíða Sveini skáldi í Elivogum og fékk mætur af lausavísum eftir hann. — Árið 1924 kvæntist Vilmundur Guðfinnu Sigurðardkttur, sem er ættuð úr Breiðuvík á Snæfells- nesi. Vorið eftir hætti Margrét móðir hans búskap og tók hann þá við búsforráðum á Mó- fellsstöðum og bjó þar siðan í nær því hálfa fjórða áratug. Guð finna er hin mesta ágætiskona og reyndist manni sínum stoð og stytta í veikindum hans. Þau hjón eignuðust fjögur börn. Elzti sonurinn, Sigurjón, nam vé’lsmíði og var hinn mesti efnismaður. En hann lézt 1948, aðeins 23 ára, og var þá mikiil harmur kveðinn að foreldrum hans. Á lífi eru Mar grét, Bjarni og Þórður, öll hið mesta myndarfólk, eins og þau eiga kyn til . Vilmundur bjó góðu búi á Mó- fellsstöðum og bætti jörðina á ýmsa lund. Enn sem fyrr var gest kvæmt þar, og þangað var gott að koma, þar ríkti gestrisni og glaðværð, og gesturinn var um- vafinn alúð og hjartahlýju hús- bændanna og heimilisfólksins alls. Þrjú systkini Vilmundar dvöldust á heimili hans ,Guð- mundur, sem er látinn fyrir nokkrum árum. Júlíana og Þórð- ur, hinn blindi þjóðhagasmiður, sem fyrir löngu er þjóðkunnur maður. Á sumrin dvöldust alltaf á Mófellsstöðum fleiri eða færri börn úr Reykjavík, sem tóku ást fóstri við þetta góða heimili og hafa haldið tryggð við það, eftir að þau komust á fullorðinsár. Þegar ég var smádrengur var Vilmundur vinnumaður á æsku- heimili minu á Grund, og ýmsar af mínum kærustu bernskuminn Auglýsendur! ingum eru tengdar honum. Hann var hvers manns hugljúfi á heim- ilinu, alltaf hýr og kátur, og trú- mennskan og húsbóndahollustan var frábær. Barngóður var hann með afbrigðum. Svo að við börn- in vildum helzt elta hann á rönd- um, hvert sem hann fór. Og alla ævi síðan hafa mér þótt það há- tíðastundir, þegar ég hitti Vil- mund, hvort heldur var á hinu gestrisna heimili hans á Mófells- stöðum, eða hér í Reykjavík. Hann var vinur, sem alltaf var samur og jafn og aldrei brást í raun. Mér finnst mín gamla æsku- sveit, Skorradalurinn, vera stór- um tómlegri og snauðari, þegar Vilmundur á Mófellsstöðum er horfinn. En það er bjart yfir minningu þessa öðlingsmanns. Ólafur Hanson. ★ „Gott mannorð er dýr- mætara en mikill auður; vinsæld er betri en silfur og gull“. NÍU ÁRA rindill, rauðhærður og freknóttur, var sendur í sveit. Hann hafði aldrei fyrr augum litið væntanlega húsbændur sína í Skorradalnum. Vasklegur bóndi tók á móti honum í Borgarnesi. Sjálfstraust og tilhugsun um að vera orðinn vikadrengur í sveit óx drengnum í augum. Hann sá ekki neitt, nema sjálfan sig, við þessa fyrstu samfundi bónda og hjús. Hann vissi alltof lítið um tilveruna og framvindu lífsins í þennan tima. Seinna skildist honum, að „sá sem er góðgjarn, verður blessaður, því hánn gefur hinum fátæka af brauði sínu“. í dag fer fram útför bóndans, en vikadrengurinn hugsar til liðna tímans og hripar minning- arorð, eftir 28 ára reynslubót. Hann veit nú, að vinsæld og vinsemd var öllu gulli betri, og nú blessar hann bóndann fyrir góðgirni hans, gott mannorð og manndóm, sem reyndist dýrmæt- ara en mikill auður, fyrir dreng- inn. Góðvinur minn, Vilmundur Jónsson, bóndinn í dalnum, er látinn. Ég er enginn ættfræðingur og geri lítið fyrir töluregluna. Mér sýnist öllu skipta maðurinn, sem í hlut á, og minningin um hann sjálfan. Þó þykir mér skylt að geta þess, að forfeður Vilmundar heitins bjuggu mann fram af manni á Mófellsstöðum, allir við vinsældir sveitunga sinna og gott mannorð. Þar bar hvergi skugga á. Stofninn var traustur og ávext- ir staðreyna það. Þrjú mannvæn- leg börn lifa föður sinn, þau Margrét, Bjarni og Þórður, en hið fjórða og elzta féll fyrir aldur fram, mannkostamaðurinn Sig- urjón, sem dó fyrir 11 árum, að- eins 23 ára að aldri. Líkur sótti líka heim, þvi Vil- mundur var kvæntur ágætiskon- unni, Guðfinnu Sigurðardóttur, ættaðri af Snæfellsnesi, en hún lifir mann sinn í sælli minningu um hann, þrátt fyrir jarðbundna sorg og eftirsjá. Einlæg Guðstrú eftirlifandi maka, barna og syst- kina, fullvissar þau um endur- fundi á bjartari ströndu, og græð ir þessi jarðarsár. Það verður ekki um Vilmund Jónsson sagt, að hann hafi borizt mikið á í þessu lífi, né haft sig mjög í frammi til metorða og svokallaðra mannvirðinga, að málvenju. Hann var frekar hlé- drægur og lét sér nægja um- hyggju fjölskyldunnar og búsins. Hann vann öllum stundum fyrir andlegu og líkamlegu brauði vina og venzlamanna, og gerði sér, ásamt konu sinni, sérstakt far um rausnarskap og alúð við Tilboð óskast er helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt dagblað. ☆ Blaðið er nú sent öllum þeim, w: áður fengu „ísafold og Vörð“. og er því lesið á flest öllum bæjum dreifbýlisins. ☆ er blað allra landsmanna. %%%%%%%%%% $%%%%%%%%%%<& í nokkrar bifreiðir (kranabifreiðir, vörubifreiðir, Dodge Weapon bifreið, Pick-up o.fl.). Bifreiðir þess- ar verða til sýnis í porti að Melavöllum við Rauða- gerði föstudaginn 29. þ.m. kl. 1—3. Tilboð verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5 sama dag .Nauðsyn- legt er að tilgreina símanúmer í tilboði. Sölunefnd varnarliðseigna. Til sölu í Luugarási Til sölu er 170 ferm. önnur hæð í húsi við Vesturbrún. íbúðin er 6 herb., stórt hall, tvennar svalir. Hæðin verð- ur seld tilbúin undir tréverk. tbúðin verður sérstaklega skemmtileg. Útsýni yfir allan bæinn. FASTEIGNASALA Áki Jakobsson — Kristján Eiríksson Sölumaður: Ólafur Ásgeirsson Klapparstíg 17. Sími 195o7, og frá kl. 19—20,30 í síma 34087. Byggingarsamvinnufélag barnakennara tilkynnir Fyrir dyrum standa eigendaskipti að einbýlishúsi fé- lagsmanns I Kópavogi. Félagsmenn, sem óska að neyta forkaupsréttar, gefi sig fram við undirritaðan fyrir 5. júní. STEINÞÓR GUÐMUNDSSON, Nesveg 10 — Sími 12785. alla þá, sem til hans sóttu, heima og heiman. Vilmundur gerði aldrei mannamun, því honura þótti maðurinn einn og samur, hvort sem sá var minni eða meiri, í augum almennings. Hann stjórnaði búi sínu af fyrirhyggju, án þess að reisa sér hurðarás um öxl. Það sér nú á, að lítið býli fór hraðvaxandi til stórjarð- ar og synirnir og dóttirin, ásamt móður sinni, munu áreiðanlega halda sömu braut sem faðir og eiginmaður varðaði. Það þykir einkennilegt, að all- ir virðast eiga lof skilið eftir jarðneskan dauða. Oft er óverð- ugum hrósað. Hér verður ekki annað sagt, en látinn maður njóti sannmælis, þvi raun mín er sögu ríkari í þessum efnum. Sjálfur á ég ynd- islega foreldra, en enginn, mér óvandabundinn, hefur reynzt mér sem Vilmundur Jónsson, vin ur og velgjörðamaður á erfiðum stundum. Slíkt þakka ég af ein- lægni og meina meira, en orðin tóm. Orðagjálfur sýndarmennsku er lítilmótlegt, en sannleikur all ur á rétt á sér. Eigin reynsla mín talar, þegar ég fullyrði, að góð- vild, hjálpfýsi og manndómur voru grunntónn í framkomu og fari Vilmundar Jónsson. Fyrir það verð ég ávallt þakklátur, og mun reyna að launa sem skyldi, konu hans og börnum. Ég kveð vin minn um stund, en viðurkenni aldrei að ég hafi kvatt hann „í hinzta sinni“, því það er andstætt hinni sönnu, kristnu trú — og vonarneista mínum, um að öðlast hana á þess ari jörðu. Guð'laugur Einarsson. ★ MITT í gróandanum, við hækk- andi sól og vor í lofti kvaddir þú þína kæru byggð, dalinn þinn, vatnið djúpa og tæra, ána og fossana sem leggja til aflið sem framleiðir ljósið og ylinn sem dreift er um byggðir Borgarfjarð ar. Yfir bæ þínum gnæfir Skessu horn, hæsti tindur Skorradals- heiðar, tígulegur og rismikill en í norðri blasir við hin skjól- sæla og fagra Skorradalshlíð sem nær til austurs jafnlangt og vatn ið sem klýfur dalinn en að endi- löngu að heita má. Gegnt Mó- fellsstöðum, bæ þínum og ættar þinnar, er stórbýlið Srund sem Brynjólfur biskup Sveinsson lét reisa á einhverju fallegasta bæj- arstæði á landi hér. Þar var um skeið heimili þitt hjá hinum landskunna héraðshöfðingja og. gestgjafa Bjarna hreppstjóra Péturssyni og ágætri konu hans Katrínu Stefánsdóttur. Á þess- um tveimur heimilum dvaldir þú öll þín æfiár. Fyrst og siðast á Mófellsstöðum, þar sem þú tókst þar við búsforráðum af föður þinum, þar sem þú lagðir alla sál þina í það að bæta og prýða óðal þitt. Allir beztu eiginleikar, sem bóndann prýða, í samstarfi hans við gróandann i náttúrunni, voru þarna að verki. Ánægjuleg og kostarík fjöl- skyldutryggð ríkti á hinu hátt- prúða og friðsæla heimili þínu. Góð og umhyggjusöm kona, efnileg börn og trygglynd og heimilisrækin systkini þín, settu svipmót góðra og göfugra heim- ilishátta á bæ þinn. Þórður blindi bróðir þinn, hinn frábæri smíðavölundur, sem alið hefir allan aldur sinn á Mófells- stöðum, sikátur, ræðinn og skemmtilegur dreifir út frá sér Ijósi og yl þrátt fyrir eigið sjón- leysi. Eigi getur meiri gæfa fallið neinum manni í skaut en sú að lifa og starfa í fallegu umhverfi, eiga gott heimili þar sem eining og friðsæld ríkir og lifa í sátt og samlyndi við samstarfsmenn sína nær og fjær. Þetta var þitt hlutskifti, það var ávöxtur mann kosta þinna. Þess vegna varst þú gæfumaður í lífinu og endaðir gæfubraut þína með því að kveðja þennan heim á sólríkri árstíð. Hinzta kveðja kæri vinur. Þökk fyrir tryggð og vináttu I langri og ánægjulegri sambúð. Pétur Ottescn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.