Morgunblaðið - 28.05.1959, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 28. maí 1959
MORGVNBLAÐIÐ
11
Síðan f febrúar f vetur hafa
teikningar eftir japönsk
skólabörn verið sýndar í
barnaskólunum í Reykjavík,
en nú er sýning- þessi kom-
in norður til Akureyrar. —
Myndin hér að ofan er eftir
8 ára stúlku og ber heitið:
„Mamma min". — Næsta ár
verður skipzt á barnateikn-
ingum við ítalska skóla. Það
er Teiknikennarafélag ís-
lands, sem sér um þessa
samvinnu við erlenda skóla,
en íslenzkar barnateikningar
eru sýndar ytra.
Benedikt Helgi Sveins-
son netjamaöur - minning
F. 26. .1931. — D. 1. febr. 1959.
BENSI, eins og hann var af
okkur, fjölskyldu sinni, kallað-
ur, var fæddur og uppalinn hér
í Reykjavík, sonur hjónanna Þor_
bjargar Samúelsdóttur og Sveins
Kristjánssonar verkstjóra. —
Bensi var ungur, er hann missti
föður sinn, en hann lézt af völd-
um berklaveiki árið 1939 á Vífils-
stöðum eftir þriggja ára veru
þar. Og þó hann ætti eftir sína
duglegu og umhyggjusömu
móður og þrjú systkini, þá fund
um við, sem bezt þekktum Bensa
að ætíð geymdi hann vel — og
bar virðingu fyrir minningu föð
ur síns. Enda var faðir hans við-
urkennt góðmenni, og ætla ég,
að ég kveði ekki of sterkt að,
er ég segi, að Bensi hafi erft það
frá föður sínum og fyllilega bor-
ið það að kallast góðmenni. —
Hjálpfýsi hans og óeigmgirm cg
frændrækni, eru kostir, sem ég
hef, að ég má segja aldrei fundið
aðra ríkari af en Bensa. Og
eitt er, sem við, er þekktum hann
erum sammála um, að fáir hafi
verið meira snyrtimenni en
Bensi. Bensi var prúðmenni, ró-
lyndur og ljúfur í viðmóti. —
Hann var sein-reittur til reiði,
en yrði hann fyrir því þá helti
hann rækilega úr skálum reiði
sinnar, og fékk maður þá skamm
aryrðin yfir sig af undraverðum
hraða, og voru þá orð og setn-
ingar ft framsett af snilli. En
þennan eiginleika Bensa gæti ég
líkt við báru, sem aldrei varð
brotsjór, og bylgju sem rís og
fellur, því þó hann reiddist þá
var hann ekki langrækinn. Já,
Bensi átti sína galla sem við öll
eigum. En hann átti líka til í rík-
um mæli það, sem við af sömu
kynslóð erum að segja má fátæk
af. Hann var trúmaður í hjarta
sínu. Það bar ekki mikið á því
almennt, en við, sem þekktum
hann nánast, vissum og fundum
það vel, og virtum hann fyrir
það. Benr.i var ræðinn maður og
þó hann hefðí ekki það, sem
kallað er „húmör“, þá fylgdi
máli hans oft létt kímni, sem með
hans einstöku rólegheitum gerði
frásögn hans sérstæða og
skemmtilega. Saklausar, góðlát-
legar ýkjur gáfu og frásögnum
hans sterkara líf. Hann hafði og
mjög gott minni
Við vorum systrasynir, æsku-
félagar og áttum heimili okkar
í sama bæjarhverfi og urðum góð
ir leikfélagar og mikið saman
allt til þar til að Bensi fór að
stunda sjóinn. Þá fór fundum
okkar fækkandi þó vináttan ekki
minnkaði. Bensi var aðeins 14
ára, er hann byrjaði sjómennsk-
una Og í dag hefði hann orðið
tuttugu og átta ára. Það vantar
því ekki mikið á, að hann hefði
verið sjómaður hálfa ævi sina.
Þá sjaldan hann starfaði í
landi þá var það siutt í einu,
því hugurinn stóð við hafið.
Bensi var alla tíð heimilsfast-
ur hjá móður sinni og með þeim
ríkti ætíð mikill og gagnkvæm-
ur kærleiki, er styrktist enn
meir, eftir að hann var orðinn
eina barnið á heimili hennar,
en það var hann nú seinustu árin.
Bræður hans orðnir búsettir hér
í bænum. Systir hans. sem upp-
alin er í Hafnarfirði, er nú hér
í hjúkrunarkvennaskólanum. Ég
veit að nærvera eftirlifandi
barna, og ekki hvað sízt barna-
barna, hefur verið móður hans
mikill styrkur á pessum stundúm
harms ogtrega. Og hvað sárt er
ekki að þurfa að sja á bak góðs
bróður, svo sem systkinum Bensa
er með láti hans.
Þorbjörg frænka mín, hefur
orðið fyrir barði sorgarinnar
fyrri, og þá þurft að sætta sig
við lát nokkurra mánaða gamall-
ar dóttur, á fyrstu árum hjóna-
bandsins jg sex árum síðar létzt
eiginmaður hennar eftir þriggja
ára baráttu við berklána. En
Guð hefur gefið henm mikinn
styrk. Þó ekki berist mikið á, þá
búa hjá henni pejr eiginleikar,
sem öllum honum væri sæmd að
eiga. Samvizkusemi hennar og
dugnaður er með a^burðum. Og
aldrei telur hún annað en sjálf-
sagt að rétta öðrum hjálpar-
hönd
Af öllu þessu, og hennar
Láretta Stefánsdóttir
Minningarotð
Þú vóst upp björg á þinn
veika arm;
þú vissir ei hik eða efa.
E. Ben.
VOR í lofti, sól á himni, gróður-
ilmur í jörðu. Ung kona, sem
gengur með sitt fyrsta barn, en
létt í spori, með stæltar hreyf-
ingar, eins og hind í skógi. Þannig
er fyrsta endurminning mín um
þessa látnu vinkonu og verður
allt af í barnsminni.
Láretta Stefánsdóttir er fædd á
Litlu-Ásgeirsá í Viðidal í Húna-
vatnssýslu 30. ágúst 1892. For-
eldrar hennar voru þau, Stefán
Þorsteinsson og kona hans, Ásta
Jónsdóttir. Var Lára hið þriðja
í röðinni af stórum hópi systkina.
Hún var bráðger að þroska og
kom snemma í ljós að hún var
bæði dugleg og kjarkmikil, enda
reyndi fljótt á það og æ síðan.
Móðir þeirra systkina andaðist
er Lára var um fermingu og stóð
hún þá fyrir búi föður síns ár-
langt. Eftir það brá hann búi og
kom yngri börnunum í fóstur.
En þau eldri sáu um sig sjálf
og varð það fyrst fyrir að reyna
að afla sér einhverrar menntun-
ar. Fóru þau þrjú í Flensborgar-
skólann og luku þar prófi, þótt
ekki væri farkostur mikill. En
þau héldust í hendur og hjálp-
uðu hvert öðru eftir mætti fjár-
hagslega. Komst Lára svo að orði
síðar, að sjaldan hefði hún gert
neitt af slíkum vanefnum, en fáir
tímar hefðu orðið sér yndislegri
en skólaveran. Ung giftist hún
ágætum manni og duglegum,
miklu barnagæzku hefur Bensi
mótast hjá móður sinni. Hunn
var barnavinur. Ég vil mega
Bensi minn, áður en ég lýk þess-
um fátæklegu skrifum mínum
þér tileinkuðum, minnast nafna
æskufélaga okkar tveggja, sem
þér urðu samskipa þessa hinztu
för, jafnaldra þíns og nafna
Benedikts Þorbjörnssonar og
Kristjáns Ólafssonar, sem svo
oft gekk í leik með okkur, og svo
Ólafs Ólafssonar, góðkunningja
míns. Aðstandendum þeirra svo
og allra annarra, sem með þér
fóru, votta ég mína hjartans sam
úðarkveðjur, með ósk um guðs
styrk í baráttunni við harm og
trega. Ekki er sá hugur minn
síðri til móður þinnar og syst-
kina. — Sonpr þinn, sem fædd-
ist svo skömmu fyrir lát þitt, og
þú hafðir séð aðeins einu sinni,
fær hér mínar beztu framtíðar-
óskir.
Kveðju minni, Bensi minn,
fylgja þessir tveir smíðisgripir
þér til handa:
Þér var lundin létt og biið,
litla stundu þína.
Engir fundu frá þér níð
falla á grundu sína.
Þin er minning mér svo blíð
mest úr þinni æsku.
Okkar kynni aila tíð,
áttu i sinni, gæzku.
Samúel Þórir Haraldsson.
Pétri Jónssyni frá Vesturhóps-
hólum. Attu þau hið fyrsta hjú-
skaparár sitt heima á næsta bæ
við mig og þar leit ég Láru í
fyrsta sin og verður kynning sú
minnisstæð. Lífsgleði, kjarki og
æskuhreysti stafaði frá þessari
ungu, glæsilegu konu.
Pétur og Lára bjuggu síðan
nokkur ár á Sigriðarstöðum
Vesturhópi. Árið 1923 brugðu
þau búi og hugðust flytja á
Blönduós. Sama ár andaðist Pét-
ur eftir stutta legu en stranga.
„En álftin sat eftir hnipin mjög
og dapurleg“, segir í draumsögu
Þorsteins á Borg og slíkt hið
sama datt mér í hug, er ég frétti
lát Péturs. Ég vissi, hve ástríkt
hafði verið með þeim hjónum og
nú stóð ekkjan uppi með þrjú
smábörn og lítil efni. En hún
gerði at hjúfra né höndum slá.
Ég hitti hana skömmu síðar, var
hún þá í strangri erfiðisvinnu og
hlífði sér hvergi. „Ég verð að
vinna eins og kraftamir leyfa,
Helga mín, það deyfir sársauk-
ann og söknuðinn," sagði hún.
Slík urðu æ viðbrögð hennar við
öllum hörmum, að beita kröft-
um sínum til hins ýtrasta og
helga sig framtíðinni, en geyma
þó liðnar sólskinsstundir í huga
og láta þær og vinnuna deyfa
sviðann. Hún kom dætrum sín-
um í fóstur hjá góðu fólki nær-
lendis, en hélt í hönd með þeim.
Sjálf flutti hún til Blönduóss
með son sinn, sem ætíð dvaldi
henni samvistum. Þar vann hún
fyrir sér og sínum, aðallega með
saumaskap, en einnig annarri
vinu, sem bauðst, því að hún
var mjög verkhög auk þess að
vera vel gefin andlega. Á
Blönduósi vænkaðist hagur henn
ar svo, að síðustu árin bjó hún
í eigin húsi. En árið 1930 breytti
hún ráði sínu og flutti til
Reykjavíkur. Mun hún hafa haft
það fyrir augum að léttara yrði
henni þar að setja son sinn til
mennta. En það kom snemma í
ljós að hann var mjög góðum
hæfileikum gæddur og námslöng-
un eftir því. Virtist nú lífið brosa
við að nýju.
En þá dró skjótt fyrir sólu.
Einn af vágestum mannkynsins,
sem læknavísindin heyja enn
stríð við svo að ekki má á milli
sjá, lagði þennan efnilega son að
velli, fimmtán ára gamlan, eftir
harða baráttu. Ég var oft gestur
á heimili Láru þann vetur og
hann var bæði langur og strang-
ur. En ljúft er þó að minnast
þess, að hafa séð þroskað ung-
menni verða svo vel við dauða
sínum sem þennan dreng, því að
hann gekk opnum sjónum mót
hinum kalda gesti. Aðrir erfið-
leikar steðjuðu og að heimili
Láru um þessar mundir, svo að
aldrei hafði syrt jafn mikið að.
En henni fór sem fyrr. Hún axl-
aði byrði sína, reis upp að nýju,
horfði í sólarátt og hélt barátt-
unni áfram ótrauð til hinztu
stundar.
Börn þeirra hjóna voru þrjú.
Þorbjörn Ástvaldur, sem fyrr er
getið. Hrefna, er ólst upp í Ás-
bjarnarnesi hjá systkinum, er
gengu henni í foreldra stað. Hún
er enn búsett í Húnavatnssýslu.
Jóninna, er ólst upp hjá föður-
systur sinni, Sigríði, og manni
hennar, Guðmundi Guðmunds-
syni frá Þorfinnsstöðum, sem nú
er nýlátinn að Laugarbóli í Mið-
firði. Hún giftist ung sænskum
verkfræðingi, Ðunyr að nafni,
en maður hennar andaðist á
fyrsta hjúskaparári þeirra. Býr
hún nú í Svíþjóð með dóttur
sinni. Sjálf hafði Lára heimili
sitt í Reykjavík til æviloka, síðast
á Laugavegi 51. Þangað komu
dætur hennar og dvöldu lang-
dvölum til náms og frama. Einn-
ig ól hún að miklu leyti upp
bróðurdóttur sína, er heitin var
í höfuð henni. en missti móður
sína á unnga aldri, Lárettu
Tryggvadóttur. Fleiri ungmenni
hafði Lára og á heimili sínu,
tíma og tíma, og reyndist þeim
í senn fóstra og félagi. Atvinnu
stundáði hún utan heimiils, fyrst
1 Efnagerð KRON, síðan í Sæl-
gætisgerðinni Amor, og átti hún
hvarvetna vinsældir húsbænda
og vinnufélaga.
Árin liðu, ég fjarlægðist nokk-
uð vegna langdvalar á hæli. En
vinátta okkar helzt söm og jöfn,
hvort sem langt eða skammt leið
milli funda. Aldur og erfiðleik-
ar höfðu að vísu rist rúnir sínar
á andlit vinkonu minnar og litað
hár hennar. En brosið var jafn
bjart og ljóminn hinn sami í aug-
unum, yfirbragðið enn höfðing-
legra en fyrr. Hún fékk þá ósk
sína uppfyllta, að mega ganga
gegn dauðanum opnum sjónum,
beint frá starfi að heita mátti,
og hafa fengið að sjá sér far-
borða til hinztu stundar.
Þeir eru furðu margir, vin-
irnir og kunningjarnir frá æsku-
dögum mínum, sem nú eru horfn-
ir til Kveldroðalands þess, er við
allir skulum gista, en eygjum
svo lítt með tímanlegum sjón-
um. Slíkt fylgir því að verða
gamall og er gott að eiga vini
í báðum stöðum. Finnst mér nú
í hvert skipti, er vinur hverfur
yfir landamærin, að birta verði
meiri og fegri yfir landi því og
eigin heimvon.
Helga Jónasardóttir
frá Hólabaki.
Skipstjóra og Stýrimannafél. A L D A l\l
heldur fund í Grófin 1 föstud. 29. maí kl. 20,30.
Fundarefní:
Síldveiðarnar — Vesturhöfn
Félagsheimilið og önnur mál
Félagar fjölmennið STJÓRNIN.
Próf í bifvélavh'ijun
Próf í bifvélavirkjun verður haldið laugardaginn
6. júní 1959. Umsóknir um próftöku ásamt náms-
samningi, burtfararskírteini frá Iðnskóla og próf-
gjaldi, skulu sendast til formanns prófnefndar Sig-
þórs Guðjónssonar hjá h.f. Ræsi.