Morgunblaðið - 28.05.1959, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 28.05.1959, Qupperneq 14
14 MORCVNBLJÐIÐ Fimmtudagur 28. mai 1959 Hjánín Ósk Bjarnadóttir og Jón Kristófersson — Hagkerfi Framh. al bls. 13. aeytts ríkisstjórninni um efna- hagsmálin eða þá þætti þeirra, er stéttirnar varðar mest. Ráðið yrði skipað fulltrúum launþega, bænda og atvinnurekenda, skip- aðra eftir atvinnuvegum af einkarekstri, samvinnurekstri og opinberum rekstri í sameiningu. Ráðið verður að takmarkast við xáðgefandi hlutverk. Hið al- xnenna stjórnarkerfi getur ekki sleppt hendi af úrslitavaldinu í þessum málum. Hins vegar á ráðið að eiga heimtingu á öllum þeim skýrslum og upplýsingum, er ríkisstjórnin sjálf telur sér nauðsynlegar til þess að komast að niðurstöðu. Siðan leggi ráðið íram tillögur sínar eða skili áliti um tillögur ríkisstjórnarinnar, ef þær liggja þegar fyrir. Búast má við, að oft rísi ágreiningur og sé þá sérálitum skiiað. Verður þá hver málsaðili að hafa jaín- an rétt til málflutnings gagnvart stjórninni. Getur það orðið stjórn inni mjög til leiðbeiningar að finna, hve mikið ber á milli og hve traustur málflutningur aðil- anna er. Allar gjörðir ráðsins og gögn, sem ekki eru beinlínis trún aðarmál gagnvart öðrum aðilum, eiga að birtast almenningi. Með þeim hætti geta málsaðilar fært rökræðurnar yfir á almennan vettvang. Þótt ráðið hafi aðeins ráðgefandi hlutverk, er með þessu veitt mjög sterk aðstaða til að fyrirbyggja það, að réttur og hagsmunir einstakra stétta séu fyrir borð borin. Tilætlunin er ekki og má ekki vera sú að leysa almennt kjósendavald af hólm, heldur að veita samtökum stétt- anna góða aðstöðu til að skír- skota til hins almenna kjósenda- valds. Árangurinn af starfi ráðsins fer að mjög verulegu leyti eftir þeim staðreyndagrundvelli, er ráðinu berast í hendur. Það verður að eiga kost á sérfræðilegri þjón- ustu. En stakk verður að sníða við vöxt, annars getur auðveld- lega vaxið upp óhóflega dýrt skrifstofubákn. Ráðið á ekki að þurfa að vinna upp neinar hag- skýrslur, heldur að taka við þeim, gagnrýna þær og túlka. Vegna þess trúnaðar, er ríkja verður milli fulltrúanna og þess sérfræðings, sem er til aðstoðar, er líklegt, að hver aðili verði að velja sér trúnaðarstarfsmann, og gæti það starf jafnvel verið hrein lega á vegum hvers aðila um sig. Ekkert er fullkomnað í fyrsta höggi. Til að byrja með mætti ráðið vænta þess að þurfa að vinna á grundvelli ófullkominna gagna, en því ætti að geta fleygt fram með tímanum, svo að æ fram með tímanum, svo að síður þurfi að deila um stað- reyndaratriði en ráðið geti ein- beitt sér að ctefnuatriðum. Helstu mál, sem ráðið léti sig varða, væru verðlagsmál, geng- ismál, atvinnumál, jafnvægi vinnumarkaðarins, jafnvægi milli landshluta og starfsgreina og félagsmál, einkum almanna- tryggingar, En varast ber alla sýndaraðgreiningu málefnanna. Þannig eru verðlags- og gengis- mál atvinnumál um leið, og þannig mætti lengi telja. Þess vegna er ekki hægt að draga neina skýra markalínu um þau mál, er slíkt ráð léti sig varða. Það hlyti að koma inn á megin- samhengi efnahagsmálanna, þ. á. m. bankamál og skattamál. Kæmi þá til álita að bæta í ráðið full- trúa sparifjáreigenda. Algengast er að flokka málefnin, svo sem hér er upp talið, eftir þeirri tækni eða stofnunum, sem beitt er við þau. Þetta er rétt, að því er skipulag daglegra starfa varð- ar, en svo er síður um stefnumál- in. Þau lúta að því að hafa ákveð in áhrif á þjóðfélagið, hvaða tæknilegum atriðum sem beitt er. Svo er um umrætt efnahags- ráð. Það hlýtur að láta sig varða öll framkvæmdaatriði þeirrar stefnu að halda uppi starfhæfu efnahagskerfi, við sem mestan vaxtarhraða, en í innbyrðis jafn- vægi, samfara félagslegri skipan, er tryggi sem mestan jöfnuð tæki færa, tekna, áhrifa og virðingar og friðsamleg samskipti milli stétta. Rétt er að gera sér þess fulla grein, að eigi þetta ráð og það kerfi, er myndar grundvöll þess, að koma að verulegu gagni, verð ur það að vera varanlegt. Nýir þingmeirihlutar og nýjar ríkis- stjórnir verða að standast þá freistingu að henda öllu íyrir borð, sem fyrirrennarinn skildi eftir, og byrja á einhverju nýju. Stéttasamtökin verða og að vera fús til slíks starfs með hverri lýðræðislegri ríkisstjórn. Það má ekki þolast, að þau setji kjósend- um stólinn fyrir dyrnar um það, hvaða stjórnarforusta sé valin. Hér hefur verið bent á leið út úr þeim efnahagslega og félags- lega vanda, er steðjar að þjóð- inni, þar sem verðbólgan er. — Þessi leið er fær, ef samstarf ábyrgra aðila næst um hana, og jafnvel þótt svo sé ekki, er hún fær, ef einbeitt stjórn stendur að henni. , Aðrar leiðir kurma að vera fær ar. En hverjar eru þær? Hafni menn þessari lausn, hvílir á þeim rík skylda til að vísa veginn til annarrar færari, því að úr þessum vanda verður að leysa. LAUGARDAGINN 2. maí sl. var jarðsett að Tjörn á Vatnsnesi frú Ósk Bjarnadóttir frá Garðsvik, en hún lézt í Reykjavík á 34. aldursári, hafði hún dvalizt þar hjá dóttur sinni og tengdasyni nokkur síðustu árin. Ósk var fædd 7. nóvember 1875 að Harastöðum í Vestur- Húnvatnssýslu, dóttur Guðnýjar Gestsdóttur og Bjarna Guð- mundssonar, sem þar bjuggu. Ósk var gift Jóni Kristófers- syni, en hann lézt árið 1948. Jón var fæddur 27. febrúar 1876 að Geitafelli á Vatnsnesi sonur hjónanna Ingibjargar Jónsdóttux og Kirstófers Björnssonar Þau Jón og Ósk lögðu upp úr átthögum sínum í atvinnuleit og lágu leiðir þeirra beggja til safjarðar. Þar gengu þau í hjóna band 14. júní árið 1903 og fluttu iað sama ár heim í átthagana aftur, þar sem þau stofnuðu heimili sitt og bjuggu allan sinn búskap. Frá ísafirði fluttu þau að Vest- urhópshólum og voru víðar þar í sveit, en árið 1907 fluttust þau á Vatnsnesið að Katadal og bjuggu þar til 1910 og síðan í Tungukoti, en árið 1920 fluttust þau að Stöpum og eignuðust % hluta þeirrar jarðar og byggðu á honum og kölluðu bæ sinn Garðsvík. Garðsvík var næsti bær við bernsku- og æskuheimili mitt, og var það því eðlilegt að með- al þeirra fyrstu, sem ég fór að þekkja og muna voru Jón og Ósk í Garðsvík, err þau voru jafnan x daglegu tali kennd við bæ sinn eins og títt var og er ennþá til sveita. í upphafi 20. aldarinnar var risinn sá dagur. sem gaf islenzku þjóðinni frelsi að nýju og vakn- aðar voru miklar og glæstar fram tíðarvonir landi og þjóð til handa og var því fylgt fram af dugnaði og festu að gera þær að veru- leika. En þrátt fyrir það átti fólkið í landinu enn við erfið kjör að búa. Fátækt var víða mikil og vinnubrögð frumstæð á margan hátt. Þannig var og í þvi byggð- arlagi, sem hér um ræðir, Vatns- nesinu. Fólk varð að vinna hörð- um höndum til að sjá sér og sín- um farborða. Jón og Ósk voru í þeim hópi, sem fátt áttu veraldlegra verð- mæta. Þau hófu búskap efna- laus, en áttu hins vegar slarfs- orku, bjartsýni og trú ungs fóiks á lífið. Þau urðu að vinna langan og strangan vinnudag til að sjá sér og sínum fyrir lífsviðurværi. Háar kröfur voru ekki gerðar, heldur sýnd nægjusami. nýtni og I hagsýni á allan hátt. Jón var grandvar maður, og mátti ekki vamm sitt vita. Hann vann störf sín af samvizkusemi og nákvæmni, enda var hann handlaginn mjög og mun hafa á yngri árum langað til að læra smíði, þótt af því gæti ekki orð- ið. Hann lifði það að sjá upp- haf atvinnubyltingar siðustu ára tuga og greip hann hrifni yfir hinum stórstígu framförum og tækni. Hann gat orðið hugfang- inn af að horfa á, þegar unnið var með stórvirkum vinnuvélum og hefur þá án efa orðið hugsað til þess, að einungis var hægt að beita tveim höndum með frum stæðum áhöldum. Jón var greind- ur vel og sérstaklega söngelskur. Hann langaði til að læra að spila á orgel og eyddi í það nokkrum dögum, þegar hann var kominn um fertugt. Þetta gerði hann þrátt fyrir það, að hann átti ekki orgel. -En hugurinn til þess náms var svo mikill, að hann út- bjó nótnaborð orgelsins á fjöl, hafði nótnabókina fyrir framan sig og lét svo hendumar leika yfir hið frumstæða nótnabo: ð Mættum við margt af sbkum brennandi námsáhuga og náms- þrá læra. En svo eignaðist Jón orgel, keypti það notað fyrir 120 krónur, sem eflaust hefur þótt mikið í ráðist í þá daga. Og eftir það hljómaði oft, er hvíldarstund var frá dagsins önn, söngur á heimilinu, enda bæði hjónin svo og börnin söngelsk mjög. Jón var lengi mjög lifandi kraftur í söng- lífi Tjarnarkirkju. Og húsfreyjan í Garðsvík. Hún lá ekki á liði sínu. Hún var starfssöm mjög og orðlögð fyrir dugnað til verka, bæði úti og inni. Stóð nún fast við hlið manns sins í þvi að vinna hoirnibnu eftir því, sem kraftar leyfðu. Hún var mjög Ijóðelsk og kunni mik- ið af ljóðúm og vísum og hefur án efa sumt af því glatast að fuiu með fráfalh hennar. Hverjum manni, sem að garði bar vildi Ósk, og þau hjón bæði, gott gera og minnist ég þess sérstaklega hve hlýlega hún tók okkur bömurum, þegar við kom- um á heimili hennar, enda var hún mjög barngóð. Þótt hvorugt þeirra hjóna ætti kost á að læra nema það, sem í þá daga þótti rétt nauðsynlegt fyrir fermingu, glöddust þau yfir | þvi, er við sem yngri vorum átt- um völ á að auka þekkingu okk- ar eitthvað umfram það, sem al- mennt var. Börn þeirra hjóna voru fjög- ur. Komust þrjú þeirra til full- orðins ára, Ágúst, búsettur á Svalbarði, (sem áður hét Garðs- vík, en jörðin breytti um nafn, er bærinn var fluttur til), Krist- inn og Ingibjörg, búsett í Reykja vík. Guðnýju, yngsta barnið, misstu þau 2 ára að aldri úr skarlatssótt og var þá nukill harmur kveðinn að heimilinu. Tóku foreldrarnir sér missinn mjög nærri, svo og það að geta ekki fylgt barni sínu til grafar, þar sem heimili þeirra var í langri sóttkví. Ég kom oft að Garðsvík á upp- vaxatrárum mínum, bæði vegna ýmissa erinda, sem nágrennið skapaði svo og þeirrar vináttu, sem strax myndaðist milli mín og fjölskyldunnar í Garðsvík og hefur haldist æ síðan. í þann tíð var það ein mesta upplyft- ingin í strjálbýlinu, þegar gest bar að garði eða vera annarra gestur og ætíð var gott að Koma á Garðsvíkurheimilið. Nú eru þessi góðu hjón gengin. Þau hafa lagt sinn stein í upp- byggingu þessa þjóðfélags, stein, sem e. t. v. vekur ekki sérstaka athygli er timar líða franr,, en sem eigi að síður treystir þann grunn, sem íslenzk þjóðmenning og þjóðlíf í nútíð og íramtíð byggist á. Ég þakka hjónunum í Garðs- vík góða kynningu og trausta vináttu á samleið okkar og bið þeim blessunar á landi hins eilifa lífs. Minningin um þau, er okk- ur kær, sem til pekktum og þvi kærari, sem kynmn voru nánarL PáU V Daníelssou. Skrifstofustúlka óskasf helzt verzlunarskólagengin eða með hlið stæða menntun. Heimilisbókaútgáfan h.f. Austurstræti 1 uppi. VinnuveíienduSam'aand Islands Aðalfundur Vinnuveitendasambands slands hefst i dag, fimmtudaginn 28. maí kl. 2,30 e.h. og stendur hann til laugardagsins 30. maí. Fundurinn verður haldinn í fundarsal Hamars hf., Hamarshúsinu við Tryggvagötu í Reykjavík. Dagskrá sa/nkvæmt sambandslögum. Vinnuveitendasamband íslands Blóma og grænmelístorgið við Hringnraut Blémplöntur — Trjáplöntur í úrvali Steinhæðaplöntur fjölmargar tegundir. Keisarakróna stór. Potta- og afskorin blóm. Pottar (danskur leir) Blómaáburður og fleira. Afgreiðslustúlka Stúlku vantar til afgreiðslustarfa strax í tóbaks- og sælgætisverzlun. Þrískiptar vaktir. — Upplýsingar í síma 13812 og eftir kl. 8 í síma 16504.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.