Morgunblaðið - 28.05.1959, Page 16
16
MORCVHBLABIB
Fimmtudagur 28. mai 1959
Minning hjónann Císla
Jónssonar og Katrínar
Crimsdóttur frá
Saurhœ j
MÉR eru í fersku minni flest
heimilin í Vatnsdal frá þeim'
táma, er ég var að vaxa úr grasi. I
Að nokkru leyti hefur sú mynd j
Bkapast af eigin kynnum, en þó
mun þar meiru hafa um ráðið
éhrif frá foreldrum mínum.Mörg
þessara heimila eru í huga mín-
um sem höfðingjasetur, og réði
þar ekki ávallt ura hver var rík-
astur, heldur manngildi húsbænd
anna og heimilsbragur. Af engu
heimili hafði ég eins mikil kynni
og heimili Gísla og Katrínar í
Baurbæ, og í huga mínum hvílir
ávallt yfir þvi sérstakur ijómi
— ijómi, sem skapaðist af mann
kostum þeirra 'beggja og hæfi-
leikum til að laða að sér menn
og málleysingja. Nú eru þau bæði
dáin, Gísli andaðist að morgni
annars hvítasunnudags, þann 18.
þ. m. og verður til moldar bor-
inn í dag, en Katrín andaðist 13.
sept. 1956. Mér verður ávallt
ljúft að minnast þeirra, engu
heimili, utan minnar eigin fjöl-
ekyldu, á ég jafn mikið upp að
unna, og þar sem mér mun alltaf
finnast éj standa í óbættri þakk-
arskuld við Katrínu móðursyst-
ur mína, frá því ég var í barna-
skólanum í Tungu (Þormóðs-
iungu) og síðar í Saurbæ, helga
ég einnig henni þessar línur. þó
nokkuð sé um íiðið síðan hún dó.
Gísli Jónsson var fæddur 18. jan.
1877 að Teigakoti í Svartárdal.
Foreldrar hans voru Jón Rafns-
son og Elísabet Sigríður Gísla-
dóttir. Föður sinn míssti hann,
er hann var tveggja ára ,og flutti
móðir hans sig þá með þrjú börn
þeirra til foreldra sinna að Sól-
heimum í Svínavatnshreppi. Átta
ára gamall fór Gísli að Stóradal
til Jóns Pálmasonar alþm. og
Salome Þorleifsdóttur konu
hans. Þar dvaldist hann til árs-
ins 1907, í.S einu ári undanskildu,
og átti þar óvenju góðu atlæti
að mæta, enda minntist hann
Stóradalsheimilisins ávalt með
þakklæti og hlýju, meira en ég
hefi heyrt nokkurn mann gera,
sem alist hefur upp hjá vanda-
lausum. Katrín Grímsdóttir kona
hans var fædd 18/10 ’75 að Vatns
enda í Flóa. Foreldrar hennar
voru Grímur Einarsson bóndi þar
og Kristín Gissurardóttir. Með
an Katrín var enn ung, fluttust
þau að Syðri-Reykjum í Biskups
tungum og bjuggu þar allan sinn
búskap. Eignuðust þau 13 börn,
en þrjú þeirra dóu í æsku. Á
Syðri-Reykjum átti hún heima
þar til hún giftist. Aldamóta
árið lagði Gísli leið sina suður
í Biskupstungur og gerðist vinnu
maður að Miklaholti, sem er einn
af næstu bæjum við Syðri-
Reyki.Þar kynntist hann Katrínu.
Fluttist hann svo aftur að Stóra-
dal til Salome, sem þá var orðin
ekkja, en fer svo suður aftur
árið 1902 til að ssekja konuefnið.
Giftu þau sig í Reykjavík 26.
júní sama ár, en fluttu þegar
eftir brúðkaupið norður að Stóra-
dal.
Mér hefur alltaf fundist sér-
stæður u:vintýrablær yfir kynn-
um Katrínar og Gísla. Gísli fá-
tækur, ungur piltur norðan úr
landi, mjög vel greindur, leik-
andi hagmæltur, hestamaður með
afbrigðum og gleðskaparmaður.
Hann var ör í lund og hugsjóna-
ríkur, og ekki er ég í neinum vaf a
um, að hann hefur gert sér háar
hugmyndir um lifið. Ekki veit
ég hvers hann hefur sérstaklega
vænst úr för sinni, ríðandi suð-
ur Kjöl, nema þess sem hver
maður og stúlka vænist á þeim
aldri, að ævintýrið bíði bak við
næsta leiti. Ævintýrið beið Gísla
sannarlega sunnan heiða. Hann
rænir þa. úr höndum Biskups-
tungnamanna einhverjum bezta
kvenkosti sveitarinnar og fer
með hana sem leið liggur norður
yfir fjöll. En ævintýrið var ekki
þar með á enda. Öll þeirra sam-
búð var eitt ævintýri, sem aldrei
féll skuggi á, þó á móti blési.
Gísli og Katrín byrjuðu búskap
í Stóradal, en vorið 1907 fluttust
þau að Þórormstungu í Vatns-
dal og bjuggu þar til ársins 1925
að Gísli keypti Saurbæ. Þar
bjuggu þau til 1944, að þau létu
búið í hendur Grími syni sínum.
Fluttust þau þá til Reykjavíkur,
og dvöldu á heimili Önnur dótt-
ur sinnar til dauðadags. Gísli var
þó alltaf nyrðra á sumrin meðan
kraftar og sjón entust. Búskápur
þeirra blómgaðist vel meðan þau
bjuggu í Tungu. Það er líka kosta
rík jörð og þar voru þau öll sín
beztu ár. í Saurbæ urðu þau aft-
ur á móti fyrir miklum fjárhags-
legum áföllum, sértsaklega er
þau voru nýflutt þangað og
misstu næstum allan fjárstofn
sinn úr garnaveiki. — Þau eign-
uðust fimm börn, fjórar dætur
og einn son, en þau eru: Anna,
búsett í Reykjavik. Hún var gift
Jóhannesi Þorsteinssyni frá Eyj-
ólfsstöðum, en hann andaðist eft-
Nýtt ameriskt hrelnsietni til gólfþvotta og hreingerninga
ABEINS EIN YFIRFEBÐ
Bankasíræti 7 Laugaveg ^"2
★ Ekkert skrúbb, Ekkert skol, Engin þurrkun.
Þér þurfið aðeins að blautvinda klútinn
eða þvegilnn og sttrjúka einu sinni yfir
og öll óhreinind strjúkast af á svip-
stundu.
ir stutta sambúð þeirra árið 1937,
Kristín, ógift í Reykjavík, en
hún hefur verið sjúklingur um
nær tuttugu og fimm ára skeið,
Grímur bóndi og oddviti í Saur-
bæ, giftur Sesselju Svavarsdótt-
ur frá Akranesi, Salome gift
Gorm Erik Hjort verkfræðingí í
Árósum, og Ingibjörg búsett í
Reykjavík. Hún var gift Dag-
bjarti Sigurðssyni, en hann lézt
fyrir tveim árum. Eina dóttur,
Ingibjörgu, eignaðist Gísli áður
en hann giftist. Hún á heima í
Hvammi í Vatnsdal. Hjá Gísla
og Katrínu ólst einnig upp dótt-
urdóttir þeirra. Katrín, og flutt-
ist húri með þeim til Reykjavík-
ur. Hún er gift Sveini Guðlaugs-
syni kaupm. í Reykjavík.
Það má með sanni segja að
hjónin í Tungu og Saurbæ hafi
sett svip á samtíð sína. Gisli tók
ekki mikinn þátt í opinberurn
störfum sveitarinnar. þó að hann
léti sig þau mál varða engu síður
en aðrir. En það voru önnur fé-
lagsmál, sem hann var meiii þátt
takandi í og sem á sína vísu voru
engu mir,r:a virði. Tunguheimilið
var um langt skeið miðstöð gleð-
skapar, bestamennsku og útreiða
túra á sumrin, enda var Gísli
landskurmur hestamaður. Enginn
þóttist hafa farið í virkilegan út-
reiðartúr um helgar, nema að
byrja hann og enda í Tungu, og
þá náttúrlega að þiggja kaffi
bæði fyrir og eftir. Það hafa því
ekki alltaf verið hvíldardagar,
sunnudagarnir, hjá húsfreyjunni
í Tungu, og ekki sizt meðan börn-
in voru ung. Katrín hafði þennan
sérstaka hæfileika til að bera að
laða fólk að sér, og enginn mun
hafa orðið var óþolinmæði hjá
henni, né að hann væri ekki vel-
kominn, enda voru þau hjónin
rómuð fyrir gestrisni. Gísli var
mikill bókamaður og fróður,
enda hafði hann afburða minni.
Hann var mjög hagmæltur og
urðu margar vísur hans land-
fleygar. Um fjölda ára var barna
skólinn í „Framdalnum“ á heim-
ili þeirra, og getur fólk ímyndað
sér, hvaða viðbót það hefur ver-
ið að hafa á milli tíu og tuttugu
börn með ærsli á heimilinu og
hvort ekki hefur eitthvað þurft
að þrífa eftir sílfelld hlaup þeirra
út og inn, en aldrei var æðruorð
og aldrei stuggað við barni, en
það var sama hvað á gekk, ef
við urðum vör við Katrínu koma
með sínu hæga fasi, þá kyrrðist
allt. Það var ekki vegna ótta
heldur virðingar. Við vorum
mörg krakkarnir, sem sóttum
skólann að Tungu og Saurbæ.
Engan hef ég heyrt, sem ekki
hefur borið þeim hjónum sömu
sögu, enda veit ég, að við eigum
öll sömu minningar þaðan og
munum ávallt hugsa til þeirra
með þakklæti.
Gísla og Katrínu var mikið
gefið í lífi sínu, en mikið var
einnig frá þeim tekið. Það er
erfitt hlutskipti at horfa upp á
unga, efnilega dóttur sína veikj-
ast og liggja sjúka árum saman,
og missa báða tengdasyni sína á
bezta aldri. En það sannaðist á
Gisla og Katrínu, að maðurinn
vex oft við mótlætið. Mótlætinu
tóku þau með stillingu og æðr-
uðust aldrei, og ég er sannfærður
um, að þrátt fyrir allt hefur þeím
fundist æskuvonir sínar rætast
og lífið gefa sér miklu meira en
frá þeim var tekið. Og í minningu
okkar, sem kynntumst þeim,
skipa þau þann virðingarsess,
sem aldrei fölnar.
Haukur Eggertsson.
★ ★
f DAG er til moldar borinn Gísli
Jónsson frá Saurbæ í Vatnsdal.
Þegar mér var tilkynnt lát
hans, fann ég sárt til þess að
einn af mínum elztu og beztu
vinum var nú horfinn sjónum.
Gísli var vinnumaður hiá ömmu
minni í Stórdal í Húnvatnssýslu,
þegar ég fæddist. Kunningskap-
ur okkar byrjaði því snemma.
Hann var mjög barngóður og
hændist ég fljótt að honum, þeg-
ar ég fór að fylgjast með athöfn-
um fólksins. Starf Gísla auk
■margs annars var að temja hesta
því hann var frábær hestamaður
og mjög laginn að þjálfa beztu
hæfiléika þeirra. Það voru marg-
ir gæðingar sem komu úr skóla
Gísla og vil ég þar nefna síðasta
reiðhest föður míns, „Blakk“,
sem Böðvar á Laugarvatni eign-
aðist síðar. Um „Blakk“ hefur
Böðvar skrifað merkilega grein.
Það var árið 1902 í júní, að
Gísli undirbjó ferðalag til Suð-
urlands og komst ég að því, að
erindið var að sækja sér konu.
Ferðinni var heitið að Syðri-
Reykjum í Biskupstungum í Ár-
nessýslu. Konuefnið hét Katrin
Grímsdóttir. Burtfarardagurinn
kom og Gísli lagði af stað með
marga hesta til reiðar, þar á
meðal Ljóskm hans, afburða
skepnu. Margir dagar , liðu og
ekki kom Gísli, mér fannst þetta
dragást nokkuð lengi. Þá var það
dag nokkurn að hátíðailm lagði
um bæinn, mamma var býrjuð
að baka, því það átti að rialda
veizlu þegar ungu hjónin kæmu.
Svo kom sá stóri dagur, þegar
sást til þeirra, allt heimilsfólkið
hafði safnazt saman úti til að
taka á móti þeim. Við fyrstu
kveðju vann unga konan hug
allra. Um kvöldið var veizlan og
ég gleymi henni aldrei.
Það kom seinna í hlut þessara
hjóna, að milda harm okkar
Stóradalssystkina við fráfall
föður okkar og man ég að það
voru blíðar hendur, sem struku
hár okkar og vanga, hughreystu
okkur og gáfu okkur kjark. Svo
skildu leiðir okkar. Gísli og
Katrín fluttu að Þórormstungu í
Vatnsdal, bjuggu þar í mörg ár
og búnaðist vel. Frá Þórorms-
tungu fluttu þau að Saurbæ í
Vatnsdal og bjuggu þar þangað
til þau fluttu til Reykjavíkur til
dóttur sinnar, önnu. Við Saurbæ
tók sonur þeirra Grímur.
Nú fór fundum okkar að bera
saman aftur og var það báðum
gleðiefni. Síðustu árin kom Gísli
oft á vinmistofu mína, stundum
oft í mánuði og spjallaði við
okkur hjónin og munum við nú
sakna þeirra heimsókna. Oft var
talað um hesta og oft var minnst
á Ljósku hans.
Gísli var góður hagyrðingur
og eru sumar vísur hans lands-
kunnar t. d.:
Senn er klukkan orðin átta,
er þá mál að klæða sig,
o. s. frv.
Mikið orti hann af hestavisum.
Hann var ávallt glaðlyndur og
skemmtilegur í samræðum, hafði
áhuga á svo mörgu og fylgdist
með öllu sem hægt var, fram tíl
síðustu stundar. Hjónaband Kat-
rínar og Gísla var alveg sérstakt.
Þau voru svo samrýmd og góð.
Ég var stundum að hugsa um
hvernig færi ef annað hvort
þeirra veiktist og dæi, mér
fannst eðlilegast að þau fengju
að fylgjast að bæði í lífi og dauða.
Katrín andaðist 13. sept. 1956 og
var það nfikil breyting fyrir
Gísla en dætur hans gerðu hon-
um Hfið svo létt að hann undi
vel hag sínum. Sjóndepra ásótfi
hann siðustu árin og svo var
komið að hann treysti sér ekki
út einn.
Fyrir stuttu vei>rtist Gísli af
inflúensu en leit út fyrir að vera
á batavegi og dagir.n sem hann dó
virtist hann vera með hressara
móti, borðaði vel og drakk kaffí
og var að glensast við nærstadda.
— Þá bað hann skyndilega um
fötin sin og sagðist ætla að
skreppa í ferðalag, en um leið
var hann látinn. Hann var 82 ára.
Ég gæti trúað því að einhver af
hans gömlu vinum hafi verið
kominn með söðlaðan gæðing
handa honum, líklega Ljósku.
Þá veit ég að hratt hefir verið
farið til fundar við Katrínu —
Einu sinni sem oftar var Gísli
í kaupstaðaferð og orðinn seinn
fyir. Þá sagði hann. ,
Hésta rek ég hart af stað
heim er frekust þráin —
ég efast ekki um að svo hafi
einnig verið nú.
Minningarnar um þenna góða
mann munu ávallt gleðjá hug
ættingja og vina.
Jón Kaldal.