Morgunblaðið - 28.05.1959, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 28.05.1959, Qupperneq 24
VEORIÐ Vestankaldi, smáskúrir, en bjart á milli. — Hiti 6—10 stig. íþróttir Sjá bls. 22. íslendingar hvattir til að breyta fyrri ákvörðun um þátttöku í NATO-ráðstefnu t FRÉTTASKEYTI til Mbl. frá Reuter í gærkvöldi segir m.a. um ráðstefnu þingmannasambands NATO-ríkjanna og aðild ísiend- inga að henni, að forseti ráð- stefminnar, Hollendingurinn J. Fens, hafi skýrt íslenzku nefnd- Inni frá því, að hann harmi það mjög, að íslendingar skuli hafa tilkynnt, að þeir muni ekki taka þátt í ráðstefnunni. Fens segist hafa lagt fast að íslendingunum að endurskoða afstöðu sína. Fens segir í skeyti til for- manns íslenzku nefndarinnar, Benedikt Gröndals: „Vér hörm- um mjög skeyti yðar, sem skýrir frá því, að fslendingar taki ekki þátt í ráðstefnunni í næsta mán- uði. Ráðstefnan er vernduð af leiðtogum ríkisstjórna NATO- ríkjanna, en er þó ekki haldin á vegum rikisstjórnanna, þar sem fulltrúarnir enu þingmenn og háttsettir virðingarmenn. Þó að ráðstefnan sé haldin í Lundún- um, þá munið þér, að tillagan um ráðstefnuna var ekki borin fram mf einu, heldur mörgum lönd- um, og var samþykkt einróma af fulltrúum allra hinna 15 með- limaríkja NATO“. Fulltrúum Alþing- is boðið til Sví- Fens sagði, að meðal þeirra mála, sem rædd yrðu á ráð- stefnunni, væru deilumál milli aðildarríkjanna: „Nærvera yðar er naiuðsynleg vegna þessar um- ræðna“, sagði Fens ennfremur og bætti því við, að nærvera ís- lendinga væri einnig nauðsyn- leg vegna samskipta NATO-ríkj- anna í framtíðinni. „Ég hvet yð- ur því eindregið til að taka ákvörðun yðar til endurskoðun- ar“. Þetta var Reutersskeyti, sem Mbl. barst í gær um ísland og aðild þess að ráðitefnu þing- mannasambands Atlantshafs- bandalagsríkjanna, sem haldinn verður í Lundúnum í næsta mán- uði. I Vatnajökulsbílarnir" volki á heimleiðinni Einn bilanna festist i Tungnaá — og urðu leiðangursmenn að dveljast við ána um nóttina þjóðar SÆNSKA ríkisþingið hefir boð- ið forseta sameinaðs þings, ásamt þremur öðrum fulltrúum Alþing- is, að koma til hátíðahalda í Stokkhólmi hinn 30. þ.m. á 150 ára afmæli sænsku grundvallar- laganna, en þau eru nú elztu stjórnskipunarlög í Evrópu. Forseti sameinaðs Alþingis gat ekki þegið boð þetta. í hans stað fer Jóhann >. Jósefsson, aldurs- forseti þingsins. Auk hans fara Alfreð Gíslason, annar varafor- seti efri deildar, og Friðjón Sig- urðsson, skrifstofustjóri Alþing- is. — Leggja þeir af stað til Stokk hólms í dag. Á SUNNUDAGSMORGUNINN lögðu hinir tveir trukkbílar Guð- mundar Jónassonar úr leiðangri Jöklarannsóknarfélagsins upp að Vatnajökli, af stað frá Jökul heimaskálanum til Reykjavíkur. I för með þeim var Sigurjón Rist vatnamælingamaður, á bíl sínum og olíubíll BP, sem var með í leiðangrinum, eins og sagt var frá i blaðinu í gær. — Sigur- jón Rist hélt norður að Köldu- kv'ísl og Þórisvatni til þess að líta eftir vatnsmælum þar, en hinir bílarnir héldu áfram vestur eftir. Þegar komið var að Tungnaá, kom í ljós, að hún hafði vaxið allmikið síðan farið var austur, og var hún þó býsna vatnsmikil þá. — Hinn fyrsti af bílunum komst klakklaust yfir ána, en hinn næsti festist í aðalálnum. en þar var mjög djúpt. Flaut upp á pall bilsins. Mennirnir tveir, sem í bílnum voru, gátu þvi að sjálf- sögðu ekki hafzt við í stýrishús inu, en urðu að „flýja“ upp á pallinn. — Olíubíllinn komst upp á eyri eða hólma i ánni, en lagði ekki í álinn. — Stóð nú svo all- Óloíur Thors tolor ú 10 úru uí- mælishófi Þorsteins Ingólfssonur TíU ÁRA AFMÆLI og héraðsmót Sjálfstæðisfélagsins Þorsteins Ingólfssonar í Kjósarsýslu verður hátíðlegt haldið að Hlégarði nk. laugardagskvöld. 1 hófinu mun Ólafur Thors, þingmaður kjördæmis- ins, tala og einnig Axel Jónsson. langa hríð, og tókst ekki að koma taug í bílinn úti í ánni, en menn- irnir tveir urðu að hafast við á palli trukksins. Bar nú Sigurjón Rist þarna að á bíl sínum, en þá voru um 6 klst. liðnar síðan trukkurinn festist. Sigurjón var með gúmmíbát með ferðis. Tók hann nú bátinn og óð með hann út í ána. Tókst honum að komast með hann til mann- anna. sem biðu á bílpallinum og flytja þá til lands. Áin var það vatnsmikil, að á- kveðið var að halda kyrru fyrir um nóttina. Var þá komið boðum til Reykjavíkur um talstöð, að för þeirra félaga mundi seinka allmikið. — Með morgni lagði Sigurjón Rist svo í ána á bíl sín- um, en þá hafði heldur lækkað í henni. Hlóð hann grjóti á hann straummegin til að gera hann stöðugri — og komst þannig klakklaust yfir. Olíubíllinn komst einnig yfir ána á sama hátt. Og enn lagði Sigurjón í ána — óð með taug út að trukknum, og tókst þá skjótlega að draga hann til lands. — Bar nú ekki fleira til tíðinda á ferð þeirra félaga, og komu þeir til Reykjavíkur nokkru eftir miðnætti á þriðju- dagsnóttina. Talið er, að flóð það, sem hlaup ið hefir í Tungnaá í hitum og úr- komu undanfarinna daga, sé þeg- ar í rénun, og mun áin verða vel fær bílum innan fárra daga. Kem ur það sér vel, því að í næstu viku mun Guðmundur Jónasson leggja af stað með annan leið- angur Jöklarannsóknarfélagsins til Vatnajökuls. MÁLFUNDAFÉLAGH) óðinn, félag SjálfstæSisverkamanna og sjómanna, efnir til skógræktar- ferðar í Heiðmörk n.k. föstudags- kvöld. Farið verður frá Sjálf- stæðishúsinu kl. 8 s.d. stundvís- lega. Félagar eru eindregið hvattir til að f jölmenna. , Þáttta tilkynnist í síma 23616 og 14724. Nefndin Kœrufrestur til 6. júní KÆRUFRESTUR vegna kjörskrár er til 6. júní næstkom- andi. Kjörskráin er miðuð við búsetu 1. desember síðastlið- inn. Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins, Morgunblaðs húsinu, II. hæð, veitir yður upplýsingar varðandi kjörskrána og aðstoðar við kjörskrárkærur. — Kjörskrársími: 12757. Kosningaskritstota Sjálfstœðisflokksins í Morgunblaðshúsinu, Aðalstræti 6 II. hæð, er opin alla virka daga frá kl. 10—6 e .h. Sjáltstæðisfólk, hafið samband við skrifstofuna og gefið henni upplýsingar um námsfólk, sem er erlendis og anna-V fólk, sem verður fjarverandi á kjördag innanlands og utan. Símar skrifstofunnar eru 12757 og 1356 0. Karlþjóðin hefur sífellt átt i vök að verjast vegna sífellt harðn- andi sóknar kvenþjóðarinnar inn á vinnumarkaðinn. Og eitt af því síðasta á þessu sviði er, að nú eru ungar stúlkur byrjaðar að stjórna bensíndælum. 1 fyrrakvöld átti ljósmyndari Mbl. leið framhjá benzínstöð „BP“ á Klöpp við Skúlagötu og þá veitti hann því eftirtekt að ung stúlka var að fylla þar á benzíngeymi. Bretor segjo, oð togaromaður hali slasazt nf púðurskoti Irú Óffni f REUTERS-SKEYTI í gær segir, að brezki togarinn, Samuel He- witt 589 tonn, hafi komið til Fleetwood í dag og togaramenn skýrt frá því, að varðskipið Óð- inn hefði skotið púðurskotum á togarann laugardaginn 16. þ.m. Formælandi útgerðarinnar sagði, að stykki úr forhlaðinu hefði meitt mann á dekki togarans. Þá Skúkmútið SJÖTTA umferð á skákmótinu í Zurich var tefld á þriðjudags- kvöld. Þá sigraði Unzicker Krupper (Sviss) og Duikstein sigraði Blau (Sviss6. Jafntefli gerðu Keres og Tal og hjá Niver- gelt og Bhend. Aðrar skákir fóru í bið þ. e. skákir Fischers og Lar- sen, Kellers og Donners, Friðriks og Barsca og Walthers og Glig- oric. Af biðskákum eð sjúundu umferð hafa fregnir ekki borizt. Staðan er þá: Keres og Tal 4(/2 Barsca, Fischer 4 og biðskák, Unzicker4. Friðrik og Gligoric 3Vz og biðskák, Walther ZVz og biðskák, Bend og Duckstein 2y2, Larsen. Keller og Donner 2 og biðskák, Krupper og Blau 1 vinn- ing, Nivergelt V2. AKRANESI, 27. maí. — Síldar- bátarnir lönduðu hér í dag alls 314 tunnum síldar. — Aflahæst- ur var Svanur með 120 tunnur — minnst var 14 tunnur hjá bát. Átján trillubátar reru í gær og fiskuðu samtals 19 lestir. — Hæstir voru Höfrungur, með 2,5 lestir, og Hafþór, með 2 lestir. — Nokkur ókyrrð var í sjóinn og suðvestan-rytta, sem torveldaði handfæraveiðar. — Allir reknetjabátarnir fóru út á veiðar í dag. — Margir trillu- bátar reru í morgun. — Oddur. fylgir það fréttlnnl, að Óðinn hefði ætlað að setja menn um borð í togarann, en horfið á brott þegar brezkur tundurspillir kom á vettvang. Fundur Stefnis STEFNIR, félag ungra Sjálfstæð- ismanna í Hafnarfirði, heldur fund annað kvöld, föstudag, kl. 8:30 í Sjálfstæðishúsinu. — fund- inum flytur Valgarð Thoroddsen erindi um hafnarmálin. Allt Sjálfstæðisfólk í Hafnar- firði er hvatt til að fjölmenna á fundinum. Tíðindalaust af kjaradeilu prentara EINS og kunnugt er, sögðu prent- arar fyrir nokkru upp kaup- og kjarasamningum sínum og boð- uðu verkfall frá og með 1. júni n.k,. ef ekki næðust samningar við prentsmiðjueigendur fyrir þann tíma. Hafa prentarar gert kröfu til 15% grunnkaupshækk- unar. — Þar sem prentsmiðjueig- endur munu ekki hafa talið neinn umræðugrundvöll fyrir hendi um kröfur þessar, var mál- inu þegar £ upphafi vísað til sátta semjara. — Fyrstu fundir sátta- semjara með deiluaðilum hafa nú verið haldnir, en ekki er kunnugt um, að neitt hafi þokazt í sam- komulagsátt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.