Morgunblaðið - 23.06.1959, Side 12
Moncvisnr aðib
Mánuáagur 23. }önf 1959
12
Utg.: H.t. Arvakur Reykjavllt.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsscn.
Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Einar Asmundsson.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargald kr 35,00 á mánuði innaruands.
I lausasölu kr. 2.00 eintakið.
MINNA FÉ OG FÆRRI ÍBUÐIR
Um 6000 ára gamall sjór
við botn stöduvatns í Noregi
VINSTRI stjórnin var stjórn
mikilla loforða. Eitt af
því, sem hún ætlaði að
gera, var að leggja „ríka áherzlu
á lausn húsnæðismálanna".
Ýmsar staðreyndir um gerðir
vinstri flokkanna á þessu sviði
hafa birzt hér í blaðinu að und-
anförnu, og í fyrradag rakti Þor-
valdur Garðar Kristjánsson orð
og efndir vinstri stjórnarinnar í
húsnæðismálunum í ýtarlegri
grein.
Helztu niðurstöðurnar eru
þessar:
Lögin um Húsnæðismálastjórn
o. fl. voru sett á valdatíma stjórn-
ar Ólafs Thors, enda hafði Sjálf-
stæðisflokkurinn beitt sér fyrir
því, að í stjórnarsamningnum,
sem gerður var 1953, var ákvæði
um, að lagður skyldi varanlegur
grundvöllur að lausn lánamál-
anna.
Meðan almenna veðlánakerfið
starfaði í tíð stjórnar Ólafs Thors
var meðalupphæð lána út á
hverja íbúð 55.000 kr. Þessi upp-
hæð lækkaði í 36.000 kr. í tíð
vinstri stjórnarinnar.
Jafnframt hækkaði byggingar-
kostnaður mjög verulega. Vinstri
stjórnin hækkaði tolla á bygging-
arefni, setti á innflutningsgjöld,
setti á 55% yfirfærslugjald og
hækkaði söluskatt. Afleiðingarn-
ar urðu þær, að vísitala bygg-
ingarkostnaðar hækkaði um 30%.
Lánskjörin voru gerð óhag-
stæðari með þeim hætti, að menn
fengu helming lánsfjárins sem
vísitölubundin lán til 15 ára. Áð-
ur voru þessi lán 2/t af lánsfjár-
upphæðinni.
Með þessu er ekki öll sagan
sögð. Sjálf fjárútvegunin til íbúða
bygginga fórst vinstri stjórninni
svo illa úr hendi, að úr veðlána-
kerfinu var ekki unnt að lána
nema 3,9 millj. kr. að meðaltali
á mánuði, meðan hún var við
r
AHRIF bænda í Sjálfstæðis-
flokknum hafa jafnan
verið mikil og áhrif
Sjálfstæðisflokksins hafa leitt til
mikils góðs fyrir íslenzka bænd-
ur. Fólkið í dreifbýlinu minnist
þess, að það var Sjálfstæðisflokk-
urinn, sem í tíð nýsköpunar-
stjórnarinnar, þar sem Pétur heit-
inn Magnússon fór með landbún-
aðarmál, fékk setta nýja og
merka löggjöf um landnám, ný-
byggðir og endurbyggingar í
sveitum. Löggjöfin tryggði sjóð-
um þeim, sem áttu að lána til
þessara framkvæmda, aukið fjár-
magn, og varð til þess að stór-
felldar framkvæmdir hófust við
íbúðabyggingar og nýbýlastofn-
anir. Sjóðir, sem áður höfðu ver-
ið févana og lítils megandi, urðu
nú undirstaða mikilla átaka í
þágu íslenzkra sveita.
í áróðri sínum í kjördæmamálinu
áróðri sínum í kjördæmamálinu
segja framsóknarmenn, að með
því að gera kjördæmaskipunina
réttlátari sé stefnt sérstaklega
gegn sveitum landsins. Ótaldar
eru þær hástemmdu greinar, sem
Tíminn hefur birt um nauðsyn
þess að halda við óréttlætinu og
áhrifum Framsóknarflokksins
vegna fegurðar íslenzkrar nátt-
úru, að ekki sé minnzt á menn-
ingu þjóðarinnar!
völd. Meðan kerfið var starfandi
á árum ríkisstjómar Ólafs Thors,
voru lánaðar 8,7 millj. kr. að
meðaltali á mánuði. Þorvaldur
Garðar Kristjánsson sýnir fram
á það í grein sinni, að afleiðingin
varð sú, að í lok valdatíma vinstri
stjórnarinnar, vantaði meira en
170 millj. kr. til að fullnægt yrði
þörfum fy.ir lán.
Þetta leiddi til þess, að bygg-
ingarframkvæmdir drógust sam-
an, meðan vinstri flokkarnir
héldu um stjórnvölinn.Á árinu
1957 minnkuðu framkvæmdirnar
um 8,5% frá því, sem var árið
áður. Samdráttur hafði þá ekki
orðið í íbúðabyggingum árum
saman. Endanlegar tölur liggja
ekki fyrir um árið 1958, en ljóst
er, að enn hefur stefnt í sömu
átt. íbúðabyggingar verða einnig
minni hluti af þjóðarframleiðsl-
unni en áður var og minni hluti
af heildarfjárfestingunni.
Þannig fór um efndir á loforð-
um vinstri stjórnarinnar um hús-
næðismál. Allir, sem kynntu sér
málin, sáu að hverju stefndi, því
að ljóst var, að stjórnarstefnan
leiddi til minnkandi sparifjár-
aukningar. En sparifjáraukning-
in er grundvöllur veðlánakerfis-
ins.
Engu að síður þóttist hinn raup
sami ráðherra húsnæðismálanna,
Hannibal Valdimarsson, hafa ráð
undir rifi hverju. Lofað var að
vinstri stjórnin myndi gera betur
en stjóm Ólafs Thors að því er
varðaði lánsupphæðir, lánskjör,
fjárútvegun og framkvæmdir,
Efndirnar urðu ekki þær, að
vinstri stjórnin gerði betur, ekki
einu sinni þær, að hún héldi í
horfinu. Eins og fram kemur af
upplýsingum hér að ofan munaði
aftur á bak. Vinstri stjórnin var
vandræðastjórn á þessu sviði sem
öðrum.
Þetta bændasmjaður gefur til-
efni til að rifja upp, hvernig
Framsóknarflokkurinn reyndist
bændum, þegar hann sat að völd-
um í vinstri stjórn með sjálfan
formann flokksins sem forsætis-
ráðherra. Byggingarsjóður sveita
bæja og Ræktunarsjóður tóku á
árunum 1951, 1953 og 1956 erlend
lán til nauðsynlegrar starísemi
sinnar. Námu þau alls um 60
millj. kr. Hvernig bjó nú vinstri
stjórnin að þessum sjóðum?
Vegna „bj argráða“-löggjafarinn-
ar verða sjóðirnir að greiða yfir-
færslugjöld af afborgunum og
vöxtum hinna erlendu lána, og
nema þessar greiðslur alls 45,4
millj. kr. Afleiðingarnar eru
þær, að stofn sjóðanna gengur til
þurrðar á nokkrum árum og þá
skortir með öllu fé til að anna
nauðsynlegum lánveitingum. Því
mætti bæta við, að eftir valdaaf-
sal stjórnar Hermanns Jónasson-
ar vantaði meira en 20 millj. kr.
til að unnt sé að fullnægja fjár-
þörf sjóðanna tveggja á þessu ári.
Slík voru „bjargráð" Fram-
sóknarflokksins í garð íslenzkra
sveita, flokksins, sem nú grátbið-
ur bændur um atkvæði til að
halda við sérréttindum, er hljóta
að vera réttlætiskennd allra
óspilltra manna framandi.
FYRIR nokkrum árum upp-
götvaðist gamall sjór á botni
norsks stöðuvatns. í eftirfar-
andi grein segir próf. Kaare
Ström, forstöðumaður Limno-
logisk Institutt við háskólann
í Ósló, frá þýðingu fundar
þessa, sem vakið hefur mikla
athygli:
Á SÍÐUSTU árum hefur blöðum
í Noregi og víðar um lönd orðið
tíðrætt um Rörholtsfjörðinn í
Bamle og Drangedal, sem liggur
úr Tokke vatninu.
Rörholtsfjörðurinn liggur 60
metra yfir sjávarmál og er allt
að 147,5 m djúpur. í fljótu bragði
virðist hann vera mjög venju-
legt stöðuvatn, en niður undir
botni, „llt frá 133 metra dýpi, er
frá fornu fari salt vatn. Þegar
saltvatn þetta, sem vel kann að
vera 6000 ára gamalt, fannst,
var frá því skýrt í biöðum undir
stórum fyrirsögnum. Og víst er
það, að fundur þessi kom mönn-
um mjög á óvart. Benda líkur
til að hann geti orðið til þess
að varpa ljósi á ýmis atriði, sem
áður hafa verið hulin mönnum.
Þegar gera skal grein fyrir
þeim rannsóknum, sem þegar
hafa átt sér stað, svo og niður-
stöðum þeirra, er rétt að leita
fyrst aftur til ágústmánaðar árið
1951. Um það leyti tóku að bera
nokkurn ávöxt athuganir As-
mund Ystad, cand. mag., sem
mánuðinn á undan hafði stund-
að mikilvægar mælingar víðs-
vegar um stöðuvatnið og m. a.
kannað hitastig á einstökum stöð
um, leiðsluhæfr,- vatnsins að þvi
er rafmagn snertir og súrefnis-
innihald á öllum dýptum. Slíkar
athuganir stu..— í a. m. k. 1 ár
allir þeir stúdentar, sem stunda
náttúrufræðinám með eðli stöðu
vatna sem sérgrein. Og frá því
að Limnologisk Institut var stofn
uð við Óslóarháskóla árið 1946,
hafa um 50 stúdentar við nám í
náttúruvísindinum rannsakað yf-
ir 100 stöðuvötn á mörgum stöð-
um í Noregi.
Þegar Ystad dró upp vatns-
sýnishom sitt af 145 metra dýpi,
ólgaði mjög í brúngulu vatninu,
sem upp kom. í efnarannsóknar-
stofunni athugaði hann síðan raf-
leiðslugetu vatnsins, en af því má
ráða saltinnihald þess. Rafleiðslu
geta stöðuvatna er venjulega
milli 15 og 30 — en í þessu til-
felli rauk hún upp fyrir 27.000!
Um eins árs skeið vann Ystad
framúrskarandi vel við rann-
sóknir bæði á Rörholtsfirðinum
og öðrum örmum Tokke, en þeir
eru mjög venjulegir með ósöltu
vatni til botns. Þá var vatnið
af botni Rörholtsfjarðar einnig
athugað og efnagreint mjög ná-
kvæmlega.
Loks var það svo síðla hausts
‘1958, að við hjá stofnuninni
hófum yfirgripsmikið verk. Er
það fólgið í rannsóknum á botn-
fallinu, vatninu líffræði stöðu
vatnsins, cg eru notaðar full-
komnustu -ðferðir sem þekkjast.
Að rannsóknum þessum starfa í
sameiningu margir vísindamenn
frá fjölmörgum löndum. — í
fyrsta rannsóknarleiðangrinum
veittist okkur sú ánægja, að hafa
Asmund Ystad með, en hann er
nú lektor í Eö . Þelamörk.
Þær efnafræðilegu rannsóknir,
sem átt hafa sér stað, sýna aug-
Ijóslega að salta vatnið frá 133
m niður að botni á 147,5 m dýpi
er ævaforn sjór. Einstök efni í
honum hafa breytt sér, en með
hætd, sem kunnur er frá Dan-
mörku, þar sem finna má sjó án
súrefnis. Brúni liturinn á rætur
að rekja til járnefna, sem sam-
einazt hafa vatninu, og ólgan, or-
sakast af mýrarlofti. í djúpinu
hefur þrýstingurinn verið 15-
faldur. Mýrarloftið verður til úr
cellulose. Og margir munu kann-
ast við eldfima loftegund í stöðu
vötnum og fjörðurn, einkum þar
sem mikið er um sag.
Okkur er nokkurn veginn kunn
ugt um hve hátt sjórinn í Rör-
holtsfirði lá við lok ísaldar. Það
eru m. a. ljósar strandlengjur
í Rörholtsbyggðinni. Af þeirri
hæð, er vib nefnum sjávartak-
mörk, má með góðri vissu slá því
föstu, að Rörh jltsfjörður, með
yfirborð 64 metra yfir sjávarmál,
hafi verið einangraður í 6000 ár.
Saltvatnið gamla sýnir einnig
breytingar. sem svara til svo
langrar einangrunar.
Niðurstaðan verður því sú, að
FYRIR nokkruin dögum greindi
Morgunblaðið frá því, að íslenzk-
amerískur strokkvartett, sem
þeir Björn Ólafsson og Jón Sen
eru í, og -ú er á hljómleikaför,
um Bandaríkin, hefðu fengið frá-
bærar viðtökur vestra. Var laus-
lega sagt frá dómum, sem birt-
ust um hljómleikana í New York
Herald Tribune segir m. a., að
með tilliti til þess skamma
tíma, sem hljómlistamennirnir
hafi æft raman, sé heildarsvip-
urinn mjög góður. Aðeinr skorti
herzlumuninn — og sennilega
verði hljómlistarmennirnir búnir
að ná því sem á vantar þegar
hljómleikarnir verði haldnir í
Wiscounsin-háskólanum 17. júní.
Cyrus Durgin segir í Boston
Daily Globe m. a., að það hafi
vakið undrun hve listamennirn-
ir voru samstilltir og virtust mik-
ið samæfðir. Furðulegt sé það
miðað við árangur, að íslending-
arnir hafi komið til Bandaríkj-
anna aðeins fáeinum dögum áð-
ur en fyrstu hljómleikarnir voru
haldnir — og samæfingarnar hafi
óhætt er -.5 telja Rörholtsfjörð-
inn einstakan í sinni röð, þótt
hugazt geti að eitthvað svipað sé
til annars staðar í heiminum líka.
Svo vitað sé, gengur næst honum
stöðuvatn nokkurt í Grænlandi,
en það liggur aðeins 4 metra yfir
sjávarmáli, og getur saltvatnið
þar því ai'ains hafa staðið ein-
angrað skamma stund miðað við
vatnið - botni Rörholtsfjarðar.
Saltinnihald botnvatnsins er
nú 19 þúsundustu hlutar (35 í
hafinu), og það minnkar stöðugt.
Gera má því ráð fyrir, að með
sama áframhaldi eyðist saltinni-
haldið með öllu á svo sem 1000
árum, máske enn skemmri tíma.
Það, sem við vonumst til að
hinar nýju ram.sóknir geti fyrst
og fremst leitt í ljós, er saga stöðu
vatnsins, og verður einkum
stuðzt við sýnishorn af botnleðj-
unni, sem tekið verður með 10 m
löngu rörlóði. Hið mikla magn af
mýrargufu, sem losnar þegar loft
þrýstingurinn verður minni,
skapar sérstaka erfiðleika, sem
þó má vinna bug á. Við rannsókn-
ir á botnleðjunni er m. a. kannað
saltinnihald í einstökum lögum,
leifar af örsmáum dýrum, og þör-
ungum, sem lif-j hafa í ferskvatn
inu, ýmsan gróður. sem sigið hef-
ur til botns, og loks geislavirkt
kolefni í djúpinu. Þá eru einnig
athugaðir ísótópar þeirra efna,
sem í vatninu finnast.
Við vonumst til að geta fengið
fullkomið sögulegt yfirlit yfir
allar líifræðilegar og efnafræði-
legar breytingar, er átt hafa sér
stað í Rörholtsfirði, síðan hann
einangraðist frá úthafinu fyrir
6000 árum og varð smám saman
að stöðuvatni, sem er þó svo ein-
stakt, að hafa fornan sjó niðri
undir botni sínum. Því að enda
þótt öll stöðuvötn á láglendinu
hafi verið saltvatnsfirðir í lengri
eða skemmri tír.ia eftir lok ís-
aldar, eru öll þau, sem rannsökuð
hafa verið fram til þess með
fersku vatni nú orðið.
Af þessari ástæðu geta rann-
sóknirnar í Rörholtsfirðinum orð
ið mjög þýðingarmiklar til þess
að auka skilning manna á þeim
breytingum, sem eiga sér stað við
einangrun sjávar og ennfremur
leitt í ljós loftslagsbreytingar
síðustu 6000 ára, hringrás efn-
anna og ý.....aðrar breytingar á
jarðarkúlunni.
ekki orðið fleiri með bandarísku
hljóðfæraieikuru-ium en raun
ber vitni.
Enn óeirðir
DÚRBAN, 19. júní. — Enn urðu
óeirðir hér í borg í morgun, en
eins og kunnugt er, sló i brýnu
milli lögreglumanna og 40 þús.
innborinna manna í gær. í þeim
átökum létu 4 menn lífið og 24
særðust. Lögreglan greip til skot
vopna til að dreifa mannfjöld-
anum. Óeirðirnar í dag voru smá
munir í samanburði við átökin
í gær.
Situr við það sama
LUNDÚNUM, 19. júní. — f auka-
kosningum í Whitehaven, Eng-
landi, hélt Verkamannaflokkur-
inn kjördæminu og bætti aðstöðu
sína lítillega. Atkvæðamunurinn
var um 6000 atkv. Um 45 þús.
manns greiddu atkv.
HÆKKAÐI SKULDIR UM 45 MILLJ
Á myndinni sést kort af Rörholtsfirðinum og fannst sjórinn
á strikaða svæðinu.
Fengu góSa dóma vestra