Morgunblaðið - 23.06.1959, Page 24
JW0¥)0ttttlb(DMfr
129. tbl. — Þriðjudagur 23. júní 1959
„Fór hann háðulegum orðum um Eystein, kallaði hann „Eystein litla“ og kvað Eystein hafa verið
„horaðan og rakan í fætur“, þegar Hermann stökk með hann úr „sökkvandi skútu vinstri stjóm-
arinnar“.“ Þannig segir Þjóðviljinn 17. júní frá ummælum Björns Pálssonar, kaupfélagsstjóra,
frambjóðanda Framsóknarflokksins í Austur-Húnavatnssýslu, á fundi í Húnaveri. — Blaðið hefur
einnig eftir Birni: „Ef ég kemst á þing skal farið að stjórna af viti“.
ska! farti d% stjom
í «
af vit
Finnbogi Rútur hafnar tilmœlum
Framsóknar um svik í kjördœma
málinu
Þjóðviljinn herðir
á með tveim við-
bótaryfirlýsingum
FRAMSÓKNARMENN renna enn
hýru auga til kommúnista um
svik í kjördæmamálinu. Kosn-
ingablað Framsóknarmanna í
Kópavogi segir t.d. hinn 20. júní
að Alþýðubandalagið hafi lánað
málinu
„ — — stuðning sinn, gegn
vilja margra beztu manna þess
flokks“.
Og enn segir:
„Enda er vitað að hinir gætn-
ari menn Alþýðubandalagsins
voru andvígir því að taka þátt í
þeim hráskinnaleik, sem nú er
verið að leika með kjördæma-
breytingunni".
Engum dylst hvert þessum
vonaraugum er nú litið. Finn-
boga R. Valdimarssyni ekki held
ur, enda er hann ekki seinn til
svars. í Þjóðviljanum sl. sunnu-
dag er þetta eftir honum haft:
„Finnbogi ræddi síðan nokkuð
kjördæmamálið. Benti á að kosn-
ingarnar 1956 hefðu sannað svo
að ekki varð um villzt, að kosn-
ingalöggjöfinni varð að breyta.
Framsókn hefði mátt vita, að leik
urinn með Hræðslubandalagið
myndi ekki verða látinn endur-
taka sig. Alþýðubandalagið hefði
krafizt þess að það yrði tekið upp
í stjórnarsáttmálann 1956 að
leysa þetta mál á kjörtímabil-
inu. Framsókn hefði ekki reynt
að ná samningum um málið, hún
hefði metið meira að koma fram
kauplækkuninni. í þessu máli
hugsaði hún ekki um hag þjóð-
arinnar heldur einungis um eig-
in hagsmuni. Sitt álit væri, sagði
Finnbogi, að sú lausn málsins
sem nú hefði náðst samkomulag
um bætti verulega úr misréttinu,
a.m.k. milli flokka en ekki á
milli héraða. Allt landið eitt kjör
dæmi gæti eitt tryggt það‘.
Eftir þessa yfirýsingu væri það
blygðunarlaus svik, ef Finnbogi
og félagar hans hvikuðu í málinu.
Hann hefur hryggbrotið Fram-
sóknarmaddömuna í allra aug-
sýn. Auðvitað má með rökum ef-
ast um orðheldni hans, en í því
efni eru einbeittar kröfur kjós-
enda hans bezta tryggingin. Ótt-
inn við fordæmingu þeirra hef-
ur vafalaust ráðið mestu um
synjun hans á fleðulátum Fram—
sóknar nú.
Hinar ótvíræðustu
yfirlýsingar
Hinn sami ótti við eigin kjós-
endur lýsir sér í því, að Þjóð-
viljinn birtir tvær aðrar hollustu-
yfirlýsingar við kjördæmamálið
á sunnudag. í forystugrein Þjóð-
viljans segir:
„Nýja kjördæmaskipunin, er
lögfest verður á sumarþinginu,
gefur alþýðu landsins stóraukið
tækifæri til að efla stjórnmála-
samtök sín, gera þau á skömmum
tíma að úrslitaafli á Alþingi ís-
lendinga. Þess vegna hefur kjör-
dæmaskipun álíka og sú er lög-
fest verður eftir nokkrar vikur
verið yfirlýst stefna Sósíalista-
flokksins allt frá árinu 1942, og
þess vegn'a, vegna framtíðarinn-
ar, er það mikill sigur alþýðu-
stéttanna á fslandi að tókst að
beina þróun kjördæmamálsins í
þessa stefnu“.
Annars staðar á sömu síðu seg-
ir:
„Þingflokkur Alþýðubanda-
lagsins stóð einhuga með kjör-
dæmabreytingunni og mun
tryggja henni fullnaðarsigur á
sumarþinginu. Um það liggja fyr-
ir hinar ótvíræðustu yfirlýsingar
forustumanna Alþýðubandalags-
ins‘.
f þessum yfirlýsingum komm-
únista kemur fram rétt mat
þeirra á því, að hvað sem löngun
forystumannanna kann að líða,
þá er það alger stjórnmálalegur
ómögueiki fyrir þá að svíkja í
kjördæmamálinu. Það mundi jafn
gilda pólitísku sjálfsmorði, eins
og frambjóðandi þeirra í Austur-
Húnavatnssýslu sagði.
) \
Kosningaskritstota
Sjálfstœðisflokksins
\ í Morgunblaðshúsinu \
) f
\ er opin frá kl. 10—22 alla daga |
| Athugið hvort þé*r eruð á kjörskrá
\ í síma 1-27-57 \
i s
( Gefið upplýsingair um fólk, sem er erlendis (
og verður þar á kjördag \
\ Þeir, sem fara úo* bænum fyrir kjördag eru |
minntir á að kjósa strax j
; Símar skrifstofunnar eru: \
\ 1-35-60 og 10-4-50 j
Agætur Heimdallar
fundur í gærkvöldi
í GÆRKVÖLDI hélt Heimdallur,
félag ungra Sjálfstæðismanna,
almennan stjórnmálafund í Sjálf-
stæðishúsinu. í upphafi fundar-
ins lék Lúðrasveit Reykjavíkur.
Níu ungir Sjálfstæðismenn og
konur fluttu ræður. Þau voru:
Ragnhildur Helgadóttir, alþingis
maður, Ellert Schram, nemandi,
Jóhann Ragnarsson, stud. júr,
Stefán Snæbjörnsson, iðnaðar-
maður, Anna Borg, skrifstofu-
stúlka, Jón Ragnarsson, stud. júr.,
Ólafur Davíðsson, nemandi, Sig-
urður Helgason, lögfræðingur og
Geir Hallgrímsson, formaður
Sambands ungra Sjálfstæðis-
manna. Fundarstjóri var Bald-
vin Tryggvason, formaður Heim-
dallar og fundarritari Hörður
Einarsson.
Var fundurinn vel sóttur og
bar glöggan vott um að ungir
Sjálfstæðismenn fylkja liði og
vinna af alefli að glæsilegum
sigri á sunnudaginn. Máli ræðu-
manna var mjög vel tekið. Verð-
ur þeirra getið nánar hér í blað
inu síðar,
lítvorpsumræðui
í KVÖLD kl. 8,10 hefjast útvarps-
umræöur stjórnmálaflokkanna.
Umferð verður ein og hefur hver
flokkur 45 mín. til umráða. Röð-
in verður þessi: Alþýðuflokkur,
Sjálfstæðisflokkur, Framsóknar-
flokktur, Alþýðubandalag, Þjóð-
varnarflokkur.
Fyrir hönd Sjálfstæðisflokks-
ins tala í kvöld Ólafur Thors,
Gunnar Thoroddsen og frú Ragn
hildur Helgadóttir.
Umræðurnar halda áfram ann-
að kvöld.
Lítið um að vera en flot-
inn í bezta veðri á mið-
unum
FRÉTTARITARI Mbl. á Siglu-
firði, símaði í gær, að á miðum
síldarbátanna væri hið bezta
veður hlýindi og logn. Ekki hefðu
þó borizt fregnir um aflabrögð,
og virtist lítið um að vera. Síld-
in fer öll til bræðslu, og af því
leiðir, að skipin hafa hægar um
sig, því ekki þarf að sigla inn
með bræðslusíld fyrr en komið
er í skipið eða þar um bil.
Um helgina bárust til Siglu-
fjarðar um 8000 mál síldar og
voru skipin þessi: Sæljón 350,
Blíðfari 470, Faxaborg 600, Jón
Finnsson 320, Tálknfirðingur 466,
Kambaröst 556, Jökull 498, Ásgeir
266, Víðir SU 810, Sigurbjörg
360, Áskell 320, Stefán Þór 266,
Mummi 315, Sæborg 498, Björg
350, Guðmundur á Sveinseyri
492, Askur 574, Flóaklettur 304,
Vilborg 274, Sigrún 313, Heiðrún
568, Stefnir 284 og Magnús
Marteins 150 mál. í gærkvöldi
kom Hringur til Siglufjarðar með
um 400 tunnur. — Guðjón.
Heilbrlgt og lýðræð-
islegt stgórnorlar....
EF kjördæmaskipunin er ranglát og lög-
gjafarvaldið því ekki rétt mynd af þjóð-
arviljanum, leiðir það af sér erfiðleika í
þjóðmálunum og spillingu á vegum fram-
kvæmdavaldsins. Þess vegna er réttlát
kjördæmaskipun fyrst og fremst nauðsyn-
legur grundvöllur fyrir heilbrigðu og lýðræðislegu stjórnar-
fari. —
Björn
Ólafsson
Togaranum Þorkeli mána
hlekktist á í ís við Crœn-
land
EINU:.- — am Tæjarút-
gerðar Reykjavíkur, Þorkeli
Mána, hlekkist á í ís fyrir vestan
Grænland -ú um helgina. Hefur
togarinn — o .ð hætta veiðum
og halda heim á leið.
Togarinn hefur undanfarið ver
ið á ísfiskveiðum á miðunum fyr-
ir vestan Grænland, en það ó-
happ vildi til um borð í togaran-
um, að einn skipsmanna, Jón Sig-
urðsson bræðslumaður, fékk ryð-
flís í annað augað. Varð að leita
til hafnar með Jón og sigldi tog-
arinn inn á Færeyingahöfn. Þar
var Jón fluttur í land og lagður
á sjúkrahús, en togarinn hélt þeg-
ar aftur út.
Á leiðinni suður lenti togarinn
í miklum ís á svonefndum Frið-
rikshafsbanka með þeim afleið-
ingum að stýrisútbúnaður togar-
ans laskaðist svo ekki var hægt
að stýra skipinu með stýrisvél
þess. En skipsmönnum tókst að
bæta úr þessu, og í skeyti til
framkvæmdastjóra Bæjarútgerð-
ar Reykjavíkur í gærkvöldi, skýr
ir skipstjórinn, Hans Sigurjóns-
son, frá því að togarinn sé kom-
inn út úr ísnv. og skipinu sé
stýrt með talíum. Telur skip-
stjórinn að togarinn muni kom-
ast leiðar sinnar án aðstoðar. Er
togarinn því hættur veiðum og
lagður af stað til Reykjavíkur.
Á sömu slóðum er annar ísl.
togari, Ólafur Jóhannesson, frá
Patreksfirði, og fylgist hann með
ferðum Þorkels mána. Ennfrem-
ur hefur bandarískt gæzluskip,
sem er á sömu slóðum, gát á hon-
um.
í skeyti skipstjórans var sagt
að skipsmönnum liði öllum vel.