Morgunblaðið - 07.07.1959, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.07.1959, Blaðsíða 1
20 siður Nasser leyfir siglingar að og frá ísrael um Súez-skurð KAIRÓ, 6. júlí. — Bandariska stórblaðið New York Herald Tribune skýrir frá því, að Dag Hammarskjöld hafi fengið Nasser forseta Egyptalands til að fallast á það að hleypa skipum á siglingu til og frá ísrael í gegnum Súez-skurð- inn. Nasser setur þó þrjú skil- yrði fyrir þessu. 1) að farm- urinn sem skipin flytja séu ekki eign . Israels-manna. Þetta þýðir að farmurinn sé seldur mönnum af öðru þjóð- erni þegar hann er fluttur út frá ísrael og að sala hafi ekki farið fram á farmi, sem verið er að flytja inn til israel. 2) Að skipin sem flytja farminn séu ekki í leiguflutningum fyrir israel og 3) að ferðir skipanna séu ekki tilkynntar opinberlega. fyrirfram. Nasser hefur ekki í hyggju að sleppa danska skipinu Inge Toft í gegnum Súez-skurðinn. Það hafði verið tekið á leigu af ísraelsku skipafélagi og auk þess var skýrt opinber- Iega frá því fyrirfram, að það ætti að sigla á vegum ísraels í gegnum skurðinn ,en einmitt því reiddist Nasser. Sukarno einvaldur með styrk hersins Brúðkaup þeirra Alberts, konungsbróður í Belgíu, og ítölsku prinsessunnar var haldið í Brussel í síðustu viku. Var mynd þessi tekin við hjónavígsluna og tárfelldi brúðurin. Þessi fagra, ítalska prinsessa er þegar orðin ákaflega vinsæl í sínu nýja föðurlandi. — Orðrómur gengur um það, að Baldvin konungur ætli að fylgja fordæmi bróður síns á næstunni og ganga að eiga annað hvort franska eða ítalska prinsessu. ..—. — ■ . jU-..........- Finnar ákafir í stofnun tolla- bandalags Norðurlanda Jakarta, 6. júlí (Reuter) SUKARNO, forseti Indónesíu, felldi í gær úr gildi stjórnar- skrá landsins, rauf stjórnlaga- þingið, sem setið hefur á rök- stólum að undanförnu og lýsti yfir endurgildistöku stjórnarskrárinnar frá 1945, sem gefur forsetanum ein- ræðisvald. I dag afhenti Dju- anda, forsætisráðherra, Su- karno lausnarbeiðni sína og mun Sukarno sjálfur mynda nýja ríkisstjórn. Her Indónesíu styður Sukarno i þessari stjórnlagabyltingu. Verð London, 6. júlí (Reuter) RÚSSAR skutu upp í háloftin í síðustu viku eldflaug, sem hafði innanborðs tvo hunda og eina kanínu. Moskvu-út- varpið tilkynnti þetta skyndi- lega í dag og fylgdi það með sögunni, að hundarnir og kan- Jerúsalem, 6. júlí. (Reuter) DAVID Ben Gurion, forsætis- ráðherra, beiddist lausnar í gær fyrir ráðuneyti sitt. — Höfðu fjórir ráðherrar, sem greitt höfðu atkvæði gegn hon um í „vopnasölumálinu“ þver skallazt við kröfum hans um að segja sig úr stjórninni. í dag hóf Benzvi forseti við- ræður við forustumenn stjórn- málaflokkanna um myndun nýrr- ur nú mynduð lýðveldisstjórn með 27 ráðherrum og hefur her- inn krafizt þess að fá til sinna umráða sjö mikilvægustu ráð- herraembættin. Hann vill ráða hverjir skuli skipaðir í embætti hermálaráðherra og innanríkis- ráðherra og einnig í embætti fjár málaráðherra. Búizt er við að Nasution yfirmaður hersins verði skipaður hermálaráðherra. Herinn hefur ráðið mestu í Indónesíu síðustu mánuði. Og fyrir rúmum mánuði gaf Nasut- ion yfirmaður hans út tilkynn- ingu um að starfsemi stjórnmála- flokka væri bönnuð um stund- arsakir. Það sem einkum veldur hinni miklu stjórnmálakreppu í Indónesíu er gjaldþrot ríkisins. ínan hefðu komizt aftur til jarðar heilu og höldnu. Þótti þetta svo merkileg frétt, að útvarpsstöðin í Moskvu stöðv- aði útscndingu frá virðuleg- um hljómleikum, til þess að tilkynna hlustendum þetta. Moskvu-útvarpið segir að eld- ar ríkisstjórnar. Viðræðurnar hófust með því að forsetinn kall- aði á sinn fund forustumenn Mapai, en það er stærsti stjórn- málaflokkurinn. Ben Gurion sem er aðalforingi flokksins var þó ekki viðstaddur viðræðurnar við forsetann. Á morgun mun for- setinn ræða við foringja Herera- flokksins og Zionista. Viðræður þessar eru þó aðeins formsatriði, þar sem ljóst er fyrir fram, að enginn starfhæfur þing- Frh. á bls. 19. STOKKHÓLMUR, 6. júlí (NTB) — Finnska stjórnin hefur ítrekað fyrri tillögur sínar um að stofnað verði tollabandalag Norður- landa. Munu Finnar leggja mjög flaugin sem notuð var í tilraun þessa hafi verið eins þreps með- aldræg eldflaug. Var henni skot- ið á loft kl. 6,40 á Moskvutíma á fimmtudagsmorguninn. Hundarnir tveir kallast „Hugi“ og „Hvítur“. Eru þetta alvanir eldflaugahundar, þótt ekki hafi þeir fyrr farið út fyrir gufuhvolf jarðar. í tilkynningu Tass-fréttastof- unnar segir að eldflaugin hafi vegið 2 smálestir með öllu því sem innanborðs var. í eldflaug- inni voru margbrotin mælitæki, sem skyldu fylgjast með hegðun og líðan dýranna meðan á hálofts ferðinni stæði. Þar voru og tæki til að mæla geislavirkni háloft- anna, til rannsókna á sólargeisl- unum og til þess að mæla storma utan gufuhvolfsins. Rússneska eldflaugin, sem bar hundana tvo og kanínuna komst upp í 211 km. hæð. Til saman- burðar má geta þess að banda- ríska eldflaugin, sem Bandaríkia- menn skutu á loft upp í maí-lok með tvo apa innanborðs komst upp í 480 km. hæð. Rússar hafa einu sinni gert til- raun til að skjóta hundi upp með gervitungli, en þeir nóðu honum aldrei lifandi til jarðar. mikla áherzlu á að þetta verði reynt til þess að þeir fái með þvi móti að tengjast fríverzlunar- svæði Evrópu. Finnland er ekki aðili að Efna- hagssamvinnustofnim Evrópu. Þess vegna hefur það ekki tekið þátt í viðræðunum sem fram fram hafa farið að undanförnu um stofnun fríverzlunarsvæðis sjö ríkja, sem standa utan Ev- rópumarkaðsins. Mun bein þátt- taka Finna í þeim samtökum reynast erfið vegna áhrifa Rússa. Eina leiðin sem Finnar eygja til þess, að geta orðið óbeint aðiljar PARÍS, 6. júlí (Reuter) Fastaráð Atlantshafsbandalagsins hafnaði í dag óskum ítala og Belgíu- manna um að haldinn yrði sér- stakur ráðherrafundur Atlants- hafsbandalagsins áður en Gen- far-fundur utanrikisráðl.erra stór veldanna hefst að nýju 13. júlí. Fundur fastaráðsins stóð í dag í 2Vi klst og voru Berlínardeilan og viðræður Austurs og Vesturs rædd þar ofan í kjölinn. Skýrði einn af fulltrúum NATO frá því að eining hefði ríkt á fundinum um meginstefnuna. Virtist meiri- hluta fundarmanna því óþarfi að efna til sérstaks ráðherrafundar Sumir fulltrúarnir voru og þeirrar skoðunar, að slíkur ráð- herrafundur væri óæskilegur nú, þar sem slíkt yrði túlkað svo að ósamkomulag ríkti meðal vest- rænna þjóða og ráðherrunum væri ætlað það hlutverk eitt að reyna að græða sárin. Það kom fram á fundinum að að fríverzlunarsvæðinu er stofn- un tollabandalags Evrópu. Vilja þeir að það sé stofnað fyrst og síðan gerist það í einu lagi aðili að fríverzlunarsvæðinu. Telja Finnar, að Rússar geti ekki hindr að slíka óbeina aðild að fríverzl- unarsvæðinu. Tillögur Finna um þetta komj einmitt nú, þegar stöðugar við- ræður fara fram milli fulltrúa ríkjanna sjö, sem hyggjast koma á með sér fríverzlunarsvæði. Þessi sjö ríki eru Danmörk, Noregur, Svíþjóð, England, Aust- urríki, Sviss og Portugal. fulltrúar Vesturveldanna töldu sanngjarnt að Ítalía fengi aðild að Genfar-ráðstefnunni og það á sinn þátt í því, að ítalir héldu ekki til streitu kröfu sinni um ráðherrafund Atlantshafsbanda- lagsins. ★--------------------——★ Þriðjudagur 7. júlí Efni blaðsins m.a.: - » Bls. 3: Forsctinn um borð I Gript* holm. — 6: Harriman hittir Krúsjeff. — 10: Forystugreinarnar: „Aðalfuná- ur SÍS“ og „Byggingafélag verkamanna'. Léleg bók um Eden (Utan At heimi). — 11: Danir og fríverzlunarsvæðið. Endurskoðun vinnulöggjafar- innar. — 12: Kvikmyndir. — 18: Landsleikurinn við Noreg »JL íþróttafréttir. *--------------------------* Tveir hundar og ein kan'ma með eldflaug upp í háloftin Ben Gurion biðsf Inusnnr en myndnr líklegn minnihlutn stjórn Mnpni-flokksins Ráðherrafundur NATO talinn þarflaus að sinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.