Morgunblaðið - 07.07.1959, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.07.1959, Blaðsíða 8
8 MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 7. júlí 1955 2/cr herbergja íbúð á hæð á hitaveitusvæðinu í austurbænum er til leigu strax fyrir barnlaust fólk. Uppl. í síma 1.85-85 milli kl. 5—6 e.h. íbúðir fil sölu Mjög skemmtilegar 3ja, 4ra og 5 herb. íbúðir í nýbygg- ingu við Hvassaleiti. Seljast fokheldar með fullgerðri miðstöðvarlögn. Bílskúrsréttindi geta fylgt. Glæsilegt útsýni. Lán á 2. veðrétti fylgir til 5 ára. Teikningar til sýnis á skrifstofunni. JÓHANNES LARUSSON, hdl. lögfræðskrifstofa — fasteignasala Kirkjuhvoli — Sími 13842. Chevrolet 1959 Hef til sölu nýja Chevrolet.fólksbifreið, model 1959. Hag kvæmt verð, ef samið er strax. Bifreiðin er til sýnis fyrir utan skrifstofu mína í Kirkjuhvoli milli kl. 1—7 e.h. JÓHANNES LARUSSON, hdl. lögfræðskrifstofa — fasteignasala Kirkjuhvoli — Sími 13842. 4ra herb. íbúð Til sölu 4ra herb. rishæð í Hlíðunum. Góðar geymslur. Hitaveita. Verð kr. 280 þús. Útb. kr. 130 þús. Allar nánari upplýsingar gefur EIGNASALAI • REYNJAVÍK • Ingólfsstræti 9B sími 19540 opið alla virka daga frá kl. 9—7. eftir kl. 8 símar 32410 og 36191. Einbýlishús við Laugarásveg til sölu. Nánari upplýsingar gefur Málflutningsskrifstofa Einars B. Guðmundssonar, Guðl. Þorlákssonar og Guðm. Péturssonar, Aðalstræti 6, (III. h. Morgunblaðshúsinu) Símar 1 20 02 — 1 32 02 og 1 36 02. Hœð til sölu Höfum til sölu nýja fullgerða 5 herbergja hæð í húsi við Rauðalæk. Sér inngangur. Bilskúrsréttindi. Tvöfallt gler. Þetta er vönduð og góð íbúð. FASTEIGNA & VERÐBRÉFASALAN (Lárus Jóhannesson, hrl.) Suðurgötu 4, Símar: 13294 og 14314. Páll Andrés Arnljótsson framleiðslumaður HINN 26. júní sl. andaðist í Kaupmannahöfn Páll A. Arn- ljótsson, framreiðslumaður, eftir stutta en erfiða sjúkdómslegu. Páll veiktist skyndilega hér heima og var fluttur flugleiðis 1 sjúkrahús í Danmörku, þar sem hér voru ekki fyrir hendi nein tæki er líklegt væri að gætu bjargað lífi hans. í veikindum sínum naut hann mikillar fyrir- greiðslu góðra manna og þó sér- staklega húsbónda síns, Halldórs Gröndals veitingamanns í Nausti Páll var fæddur á Sauðárkróki 4. desember 1927. Foreldrar hans voru Sigurbjörg . Pálsdóttir og maður hennar Arnljótur Krist- jánsson, ráðsmaður sjúkrahússins á Sauðárkróki. Á öðru aldurs- ári misti Páll föður sinn og flutt- ist þá með móður sinni til Akur- eyrar. Til Reykjavíkur fluttist Páll árið 1941 og hóf nám í framreiðslu árið 1943 og lauk sveinsprófi árið 1946 og hóf þá framreiðslustörf að Hótel Borg þar til Veitingahúsið Naust hóf starf sitt, en þar gerðist hann yfirframreiðslumaður, síðar tók hann að sér baðstofuna þar. Páll var mjög vel látinn í starfi, bæði af samstarfsmönnum og við- skiptavinum og í starfi sínu eign aðist hann fjölda vina. Hin síðari ár vann Páll tals- vert að félagsmálum stéttar sinn ar. Á sl. vetri var hann kjör- inn formaður Félags framreiðslu manna og rétt fyrir andlát sitt var hann kjörinn formaður Sam- bands matreiðslu- og framreiðslu manna. Páll reyndist hinn nýtasti maður í samtökum stéttar sinn- ar og naut óskiptrar vináttu og virðingar allra stéttarbræðra sinna. Árið 1949 kvæntist Páll eftir- lifandi konu sinni, Valdísi Er- lendsdóttur, og eignuðust þau þrjá drengi. Áttu þau gott og vistlegt heimili, sem naut forsjár hins góða heimilisföður. Er mik- ill harmur kveðinn að eftirlif- andi konu hans, börnum og ætt- ingjum. Við stéttarbræðdr hans send- um konu hans og börnum samúð arkveðjur og munum ávallt minn ast hans sem hins mikla mann- kostamanns, sem ávallt var stétt sinni til sóma. Janus Halldórsson. 4- t PÁLL Arnljótsson var fæddur 4. des. 1927. Foreldrar hans voru hjónin Sigurbjörg Pálsdóttir og Arnljótur Kristjánsson. Ungur fór hann til náms í Reykjavík. Hann stundaði nám sitt af alúð, bæði hér heima og erlendis, enda varð hann mjög vel fær í sinni starfsgrein. Páll andaðist í spítala í Kaup- mannahöfn þann 26. júní, eftir stutta en þunga sjúkdómslegu. Ódýrt Ódýrt Poplinkápur verð kr. 495.00 Sportjakkar verð kr. 235.00 Blússur verð frá kr. 39.00 Barnagallar verð kr. 125.00 Dömu & herrabuðifi Laugavegi 55 — Sími 18890. Fíat 1100 (Station) model 1957, mjög glæsilegur. Tilboð (ekki verðtilboð) sendist afgr. Mbl. fyrir fimmtudagskvöid merkt: „Milliliðalaust — 4463“. Hann bar sjúkdóm sinn með æðru leysi, til síðustu stundar. Það er alltaf sviplegt, þegar menn á bezta aldri, eru burt kallaðir úr þessum heimi. Á okkur sem eftir lifum, sækir þá harmur og sökn- uður sem vonlegt er. Við stéttar- bræður og vinir Páls, er þekkt- um hann bezt, söknum úr okkar hópi, hins prúða og góða drengs. Eg, sem þessar línur rita, kynnt- ist honum fyrir mörgum árum, er leiðir okkar lágu saman við vinnu og síðar við félagsstörf. Ég get vart hugsað mér dag- farsprúðari mann en Páll var, enda óhætt að fullyrða, að óvini átti hann enga. Aftur á móti eignaðist hann marga vini vegna ljúfmennsku sinnar og mann- kosta. Við Páll vorum nágrannar hin síðustu árin, og var ætíð vinátta á milli heimila okkar, enda var hin ágæta kona hans, honum samhent í gestrisni og góðvild. Með þessum fátæklegu orðum, vil ég nú þakka hin ljúfu kynni, frá því fyrsta til hins síðasta. Páll Arnljótsson var kvæntur Valdísi Erlendsdóttur og lifir hún mann sinn ásamt þremur ungum sonum. Sár harmur er nú að þeim kveðinn. Þss er þá gott að minnast að Guð gefur oss mönnunum líkn í hverri þraut. Þess vil ég biðja, að góður Guð styrki þau og styðji, í þeirra mikla missi og sorg. Farðu vel vinur til æðri og betri heima. Blessuð sé minning þín. Theodór Ólafsson. t ÞEGAR við, starfsystkini þín í Naustinu kveðjum þig með sár- um trega í hinzta sinn, þá vilj- um við þakka þér alla þá góðu samfylgd, sem við urðum að- njótandi á þinni allt of stuttu en farsælu ævi. Við munum minnast þín sem góðs félaga með trygga lund og gott hjarta, höfðingja með greinda hugsun og trausta skapfestu, vinar, sem ávallt var reiðubúinn að veita hjálp, ef með þurfti. Við þekktum þitt góða glaða geð. Við munum þig kát- an og hressan eftir sjúkrahús- legu þína fyrir tveim árum, svo þjáður sem þú varst fyrr. Þess vegna eigum við bágt með að skilja, hvers vegna þú aftur varst tekinn frá okkur svo snögglega fyrir fullt og allt, svo fullur lífsþróttar og trúaður á framtíð ina, sem þú varst. Við vissum þig reglusaman, velvirtan og vinsæl- an þjón, sem varst starfinu vax- inn og viturn að það skarð, sem höggvið hefur verið í stéttina með fráfalli þínu, verður vand fyllt. Þú varst sannur fulltrúi þeirrar kynslóðar, sem nú yrkir land vort. Þér mun oft bregða fyrir í huga okkar. Við færum konu þinni og drengjunum þrem- ur, sem nú sjá af ástríkum eigin- manni og föður, okkar alúðar- fyllstu samúðarkveðjur og biðj- um Guð um náð og blessun þeim til handa. Við kveðjum þig með söknuði. Hvíl þú í friði. Vertu sæll Palli minn. Þín einlægu starfsystkini í Naustinu. K.S.Í. Landsleikurinn <-S.f. Olympíu-keppnin ÍSLAND - NOREGUR fer fram á Laugardalsvellinum í kvöld þriðjudag 7. júlí kl. 8,30. Forsala aðgöngumiða á Melavellinum og í Austurstræti við Út- vegbankann. Dómari: J.P. Barkley Línuverðir: Guðbjöm Jónsson — Magnús Pétursson. Forðist þrengsli — Kaupð miða strax. Aðeins þessi eini leikur K.S.I.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.