Morgunblaðið - 07.07.1959, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.07.1959, Blaðsíða 12
12 MOKCmvn'r 4 fílfí Þrið.iudagur 7. iúlí 1954 Hermannía Brynjólfs dóttir — minning HINN 27. apríl sl. lézt í Heilsu- verndarstöðinni í Reykjavík Her- mannía Brynjólfsdóttir frá Sléttu, rúmlega 70 ára að aldri. Hún var fædd - Sléttu hinn 16. sept. 1888, dóttir hjónanna Ingi- hjargar Hermannsdóttur og Bryn jóifs Þorsteinssonar hreppstjóra. Brynjólfur var ættaður úr Breiðafjarðarbyggðum, en flutt- ist ungur að Sléttu og ólst þar upp. Hermanía var yngst sex systra, er allar ólust upp í foreldrahús- um, þar til þær giftust eða tóku við búi á sléttu.Af þeim eru þrjár á lífi, Þórunn, Kristín og Magða- lena. Foreidrar Hermaniu voru eitt hið myndarlegasta og dugmesta fólk við Djúp á þeim tima og heimili þeirra rómað fyrir gest- risni og jlæsibrag. Var jafnan margt manna í heimili enda bæði landbúnaður og sjósókn stunduð af miklu kappi. Faðii hennar var farsæll sjó- sóknari og atorkumaður til allra verka og móðir hennar hin bezta og stjórnsamasta húsfreyja, að sögn þeirra. sem þeim kynntust. Hermanía var því vel að heim- an búin og sótti í ætt sína og upp eldi mikla gestrisni og myndar- skap um allt handbragð og heim- ilisstjórn. Lék allt í höndum hennar, er við kom saumaskap enda eftirsótt saumakona á allan kvenfatnað og þá sér í lagi peysu föt. Hin síðari ár varð hún þó að mestu að hætta saumum, en hekl- aði þá og prjónaði margan grip. Má segja að aldrei félli henni verk úr hendi. Nú, rétt fyrir dauða sinn, sendi hún dóttur sinni fagurlega gert herðasjal, sem hún vann sjálf í og prjónaði síðan á listrænan hátt. Mátti svo heita að það væri hennar hinzta kveðja til kærrar dóttur Hermanía giftist 23 ára að aldri Einari Benjamínssyni frá Marðar eyr-i í Veiðileysufirði. Stofnuðu þau heimili að Sæbóli i Aðalvík, en þaðan stundaði Einar sjó, sem formaður á eigin báti. Ekki varð þeim hjónum langra samvista auðið, því að hann fórst í fiski- róðri hinn 27. nóvember 1915 eftir fjögurra ára sambúð. Höfðu þau hjón eignast eina dóttur barna, Ingibjörgu, sem búsett er á ísafirði, gift Halldóri Jón- mundssyni, yfirlögregluþjóni. Eftir fráfall manns síns, flutti Hermanía til foreldra sinna á ný og dvaldi hjá þeim til ársins 1923 að hún flutti til ísafjarðar. Vann hún þar fyrir sér sem prjónakona næstu þrjú árin, en flutti þá aftur í heimabyggð síns, að Hesteyri og gerðist bú- stýra hjá Guðmundi J. Guð- mundssyni til ársins 1931. Fluttist síðan á ný til ísafjarðar og giftist þar 27. marz 1932, eftir- lifandi manni sínum, Albert Kristjánssyni, húsasmíðameist- ara. Sendiráð Band aríkjanna óskar eftir starfsmanni eða stúlku við bókhalds- störf, enskukunnátta nauðsynleg. Uppl. í skrifstofu sendiráðsins frá kl. 9—1 7—9 júlí. Vil kaupa tvíbýlishús Vil kaupa lítið tvíbýlishús eða tvær samliggjandi, 2—4 herbergja íbúðir í Reykjavík eða Kópavogi. íbúðirnar mega ekki vera í blokk, en önnur má vera í kjallara eða risi. Aðeins nýtt eða nýlegt húsnæði kemur til greina. Útborgun getur orðið 300—500 þús. kr. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir fimmtudagskvöld merkt: „Tvær íbúðir — 9299“. | Á ísafirði dvöldu þau hjón sið- an, þar til þau fluttu til Reykja- víkur fyrir tvein. árum Framan af ævi var Hermanía heilsuhraust kona, en 1936 veikt- ist hún, lá þá í sjúkrahúsi, en fékk ekki varanlegan bata. Síðan átti hún við meiri eða minni van- heilsu að stríða allt til dauða- dags. Ég, sem þessar línur rita, átti því láni að fagna að kynnast þeim hjónum, Albert og henni, er ég flutti til ísafjarðar.Kom ég oft á heimili þeirra og átti þar margar ánægju stundir. Hún var hin glaða og gestrisna húsfreyja, sem tók gestum sínum opnum örmum. Þar var eiginmaðurinn heldur ekki eftirbátur. Jafnan var sezt að veizluborði, er inn var litið, enda þeim hjónum hin mesta ánægja að veita gestum sínum af rausn. Nú í febrúar sl. heimsótti ég þau hjón í Reykjavík og naut enn gestrisni þeirra. Þá var hún orð- in helsjúk kona, þó á fótum væri nokkurn hluta dagsins, enda beið hún eftir sjúkrahússvist. Engu kvaðst hún þó kvíða, en fela líf sitt í hendur hans, sem öllu réði, sem jafnan áður í veikindum sínum og sorgum. Þangað sækti hún jafnan huggun og traust. Þannig mæltist hinni sjúku konu. Mikill harmur er kveðinn að eftirlifandi ástvinum við fráfall hennar. Eiginmanni sem hún jafnan annáðist með mikilli ást- úð og umhyggju. Dóttur, sem hún alla ævi var ástrík móðir og vildi allt fyrir gera. Dóttur-börnum, sem hún var kærleiksrík amma, gjöful og góð. Tengdasyni og systrum, en milli þeirra var ætíð góð vin- átta. > KVIKM Sambúð votta ég öllum ástvin- um hinnar látnu konu. Og margir eru þeir, bæði á ísafirði og ann- ars staðar, sem kynntust höfð- ingslund og hjálpsemi þeirra hjóna, og munu minnast hennar með söknuði. Og minningin lifir í hugskoti samferðamannanna. Þar minn- umst við glæsilegrar konu, búna öllum þeim kostum, sem góða húsfreyju mega prýða. Hún var mikil kona á velli og fríð sýnum, skapmikil og stjórnsöm, en hjálp söm með afbrigðum og mátti ekkert aumt sjá. Þá var hún hryggust er hún gat ekki hjálpað þeim, sem hún þekkti og bágt áttu. Lýsir það vel geði þessarar kærleiksríku konu. Og gott er nú ástvinum hennar að dvelja við minningarnar um fórnfúsa guijhrædda og göfuga sál. Slíkar nunningar eru þeini, sem eftir lifa. styrkur og huggun á harmastund. ★ Úr fjarlægð stefnir hugur minn heim á leið, heim til Vest- fjarða. Þar sé ég nú ljóma í sólar- eldi hins bjarta og fagra júní- dags hið forna höfuðból Sléttp, sem nú er í eyði, eins bg aðrar jarðir þar norður frá. Þar leit hin látna kona fyrst dagsins ljós. Myrkir og kaldir vetur kenndu henni ungri að elska sumar og sól, enda fáir stað ir sumarfegurri en Slétta. Og sólin gleymdi heldur ekki hinni látnu konu, en skein hlý og skær á jarðaríarardegi henn- ar, eins og til að vísa veginn til ljóssins heima, þar sem varir trú, von og kærleikur, en þeirra er kærleikurinn mestur. Sig. Kristjánsson. YNDIR * GAMLA BÍÓ Dalmr konunganna Það hefur um langt skeið verið mikið áhugamál vísinda- manna og þá ekki síður ýmissa ævintýramanna, að grafa í forn- um rústum borga og hoía í Austurlöndum. Vísindamennirnir hafa það að markmiði að svipta hulunni af menningarlifi þeirra fornþjóða, sem lönd þessi hafa byggt fyrir árþúsundum, en æv- intýramennirnir hafa flestir ver- ið í leit að gömlum fjársjóðum og dýrum gripum. — Framan- greind mynd segir frá ungri konu, Ann Mercedes, dóttur forn leifafræðings, sem er nýlátinn, manni hennar Philip og Mark Brandon fornleifafræðingi, sem um aldamótin síðustu er í leit f Egyptalandi að gröf farósins Ra-hotep, því að talið var að þar væri að finna heimildir fyr- ir dvöl Jósefs í Egyptalandi. .— Margt ævintýralegt gerist í þess- ari leit, menn eru myrtir, Ann og Mark handtekin af Tuareg- þjóðflokknum, en það sem er hvað örl^igaríkast, er að Phiiip situr á svikráðum við Mark og Önnu konu sína, því að hann ætlar sér að hreppa dýrgripina sjálfur og einn. — Veldur þetta spennandi átökum milli Marks og Philipps með þeim úrslitum að Mark hrósar sigri að lokum. Það er talsverð spenna í mynd þessari, einkum síðari hluta henn ar og Róbert Taylor, sem leik- ur Mark, Carlos Thompson, sem leikur Philip og Elenor Parker, sem fer með hlutverk Ann gera hlutverkum sínum ágæt skil. En það sem gefur myndinni einkum gildi, er að hún er tekin í Egypta landi innan u mpýramída og Sfingsa og er að því leyti býsna fróðleg. — Ego. STJÖRNUBÍÓ Skugginn á gluggannm ★ Þetta er amerisk sakamála- mynd um bófa, sem ráðast inn i hús, myrða eigandann til þess að ná í peninga hans og ætla að myrða unga konu, sem var þarna stödd við vinnu sína. Bófarnir verða ósáttir út af þessari konu, því að einn þeirra vill þyrma lífi hennar. Verður út af þessu mikið og langdregið þóf, sem gerir myndina fremur leiðinlega, — Að endingu tekst svo lögregl- unni að hafa hendur í hári bóf- anna, sem voru þrír, en þá liggja reyndar tveir þeirra dauðir í valn um. Phil Carey, sem leikur eitt að- alhlutverkið, er gjörvulegur mað ur og góður leikari og Betty Garett, sem leikur konuna, sem deilum bófanna veldur, fer vel með það hlutverk. — Athyglis- vert var að sjá þarna John Barry more, yngra, son leikarans fræga með sama nafni, en hann leikur einn af bófunum. — Ego. Stúlka oskast liiatstofa Auslurbæjar Laugaveg 116. Matsvein og hásefa vantar strax á hringnótabát. Upplýs- ingar í síma 50165.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.