Morgunblaðið - 07.07.1959, Síða 3

Morgunblaðið - 07.07.1959, Síða 3
Þriðjudagur 7. 'júlí 1959 mORCVTSBLAÐlÐ 3 Forseti íslands stígur á land eftir hádegisverðarboð um borð í Gripsholm í gær. Forsetinn skoðaði Gripsholm í GÆRMORGUN er menn komu á fætur lá stórt tignarlegt skip úti á ytri höfninni. Var þar kom- ið hafskipið Gripsholm frá Sænsk amerísku línunni, á skemmtiferð með bandaríska auðkýfinga. Skip ið kom hér við í fyrra í fyrsta skipti í samskonar ferðalagi. Aft- ur á móti sást gamli Gripsholm hér oft fyrir fyrra stríð. í gær fóru margir farþeganna til Þing- valla og Hveragerðis og héðan sigldi skipið kl. 23 í gærkvöldi, áfram til Noregsstranda. í gær bauð forstjóri Sænsk- amerísku línunnar forseta ís- Húsbruni á Sigluíirði SIGLUFIRÐI, 6. júlí. — Um hálf tíu-leytið í morgun varð elds vart í húsinu Steinaflatir, er stendur fyrir innan bæinn. Býr þar Gest- ur Frímannsson, verkamaður, með fjölskyldu sinni. Slökkviliðið var kvatt á vett- vang, ogréði það niðurlögum elds ins á skömmum tíma, en nokkr- ar skemmdir urðu á húsi og hús- munum. — Stefán. Fimm ára námsstyrkir MENNTAMÁLARÁB mun i ár úthluta 5 námsstyrkjum til stúd- enta, sem hyggjast hefja nám við erlenda háskóla. Hver ársstyrkur er 20 þúsund krónur. Sá, sem hlýtur slíkan styrk, heldur hon- um í allt að 5 ár, enda leggi hann árlega fram greinargerð um námsárangur, sem Menntamála- ráð tekur gilda. Þeir einir koma til greina við úthlutun, sem luku stúdentsprófi nú í vor og hlotið hafa háa fyrstu einkunn. Við úthlutun styrkjanna verð- ur, auk náinsárangurs, höfð hlið- sjón af þvi, hve nám það, er um- sækjendur hyggjast stunda, er mikilvægt frá sjónarmiði þjóð- félagsins eins og sakir standa. Styrkir verða veittir til náms bæði í raunvísi-.dum og hugvís- indum. Umsóknir, ásamt afriti af próf- skírteini ug meðmælum, ef fyrir liggja, eiga að hafa borizt skrif- stofu Menntamálaráðs, Hverfis- götu 21, fyrir 10. ágúst nk. Skrif- stofan afhendir umsóknareyðu- blöð og veitir allar nánari upp- lýsingar. lands, herra Ásgeiri Ásgeirssyni i ásamt nokkrum öðrum tignum og forsætisráðherra, Emil Jóns- gestum. Þeir voru Gunnar Thor- syni til hádegisverðar um borð, I oddsen, borgarstjóri; von Euler- Chelpin, ambassador Svía hér á landi; Sigurður Nordal, fyrrver- andi sendiherra; Björn Ólafsson, fyrrv. ráðherra; Guðmundur Vil- hjálmsson, forstjóri Eimskips; Magnús Kjaran, stórkaupmaður og Geir H. Zoega, forstjóri, um- boðsmaður Sænsk-amerísku lín- unnar hér á landi. Skoðuðu gest- irnir skipið og sátu hádegisverð- arboð, ásamt skipstjóra og æðstu yfirmönnum skipsins. Fólksbifreið valt á Vaðlaheiði AKUREYRI, 6. júní. — Síðastlið- inn laugardag valt lítil Moskovic bifreið A-1399 á veginum á Vaðla- heiði fyrir ofan Veigastaði og skemmdist hún nokkuð. Bifreiðin var á leið vestur yfir heiðina til Akureyrar, þegar hún á einni beygjunni lenti úti í lausri möl og skipti þá engum togum, að hún fór eina veltu á vegarbrún- inni en kom niður á hjólin aftur. Sneri hún. þá í öfuga átt. Þeir, sem í bifreiðinni voru, sluppu heilir á húfi, en sjálf skemmdist bifreiðin nokkuð, eins og fyrr seg ir, einkum hurðir hennar, sem eru illa farnar ef ekki ónýtar. Framrúða bifreiðarinnar kastað- ist úr gúmmíumgjörð sinni í heilu lagi við veltuna. Þess má geta, að bifreiðin var happdrættisvinning ur í happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjómanna eigi alls fyrir löngu. — Magnús. SMSTEINAR l enska hafskipið Gripsholm á ytri höfninni í Reykjavík. Sjálfstæðismemi á Siglufirði fagna SIGLUFIRÐI, 6. júlí. — Sjálf- stæðismenn efndu til kvöldfagn- aðar síðastliðinn laugardag fyrir starfsfólk flokksins á kjördegi og annað stuðningsfólk Einars Ingi- mundarsonar. Hinn nýkjörni þingmaður Sigl- firðinga þakkaði kjörfylgið og ötult starf flokksmanna. En aðrir, sem til máls tóku voru Aage Schiöth, Stefán Friðbjarnarson, Helga Bachmann, Baldur Eirks- son, Valdimar Björnsson frá Keflavík og Árni Jóhannsson. Fagnaðurinn var fjölmennur og fór hið bezta fram. — Stefán. Ferðaskrifstofon efnir til fjöl- breyttra ferða innanlands NÚ er sumarleyfatíminn að hefj- ast fyrii alvöru, og hundruð manna hyggja á ferðalög, ef að líkum lætur. Að vanda heldur Ferðaskrifstofa ríkisins uppi fjöl- breyttum ferðum víða um land, og eru þessar fyrirhugaðar á næstunni: Fastar ferðir Á föstudögum og sunnudögum eru ferðir að Gullfossi og Geysi. Síðdegis á laugardögum er ferð til Hveragerðis og um Grafning á Þingvelli. Einnig eru síðdegis- ferðir á laugardögum til Krísu víkur. Úr Öræfum. Séð frá Skaftafelli til Öræfajökuls. Þórsmörk og Borgarfjörður Fullskipað var í síðustu ferð Ferðaskrifstofunnar í Þórsmörk, og lagt verður af stað í aðra næst komandi laugardag, þ. 11. þ. m. Þann dag verður einnig lagt upp í lVz dags ferð um Borgarfjörð. Farið um Þingvelli og Kaldadal til Reykholts og Húsafells og gist þar. Um morguninn farið í Surts- helli, síðan um Reykholt að Hreðavatni. Ekið um Hvalfjörð til Reykjavíkur. Brottför kl. 13.30. „Ui.i sögustaoi Njálu“ Næstkomandi sunnudag verður farin athyglisverð ferð: „Um sögustaði Njálu.“ Um næstu helgi er enn fremur fyrirhuguð ferð í Öræfin. Lagt verður af stað eítir hádegi á laug ardag og flogið austur að Fagur- hólsmýri. Deginum verður varið til að litast um í þessari stór- brotnu og sérstæðu sveit. Tjaldað verður í Skaftafellsheiði, og þar verður dvalizt sunnudag, þá gefst líka tækifæri til að komast í Bæjarstaðaskóg. Ferð á hestum Síðast en ekki sízt skal minnt á 7 daga ferð á hestum um Fjalla baksveg, sem hefst sunnudaginn 12. júlí. Nú er hver að verða síð- astur au iáta skiá sig til þátttöku. „Unaðstilíinning seitlar“ Þriðja síða Tímans vék til tíl- breytingar einn daginn frá kvennafarssögum að kosninga- spjalli og sagði: „Kosningadagurinn er sá dag- ur, sem íslendingar gernýta til kaffidrykkju og bílferða vitt og breitt og um sveitir landsins — á kostnað sinna ágætu flokka auðvitað! Að sjálfsögðu hringja flestir upp sinn eigin flokk, ea hefur nokkur reynt það, hvílik unaðstilfinning seitlar um æðar manns, ef maður getur komið málum svo fyrir, að einhver ann- ar flokkur en manns eigin, borg- ar brúsann fyrir ferðina á kjör- stað? Oss datt því í hug að láta íhaldið titt umrædda aka oss til kjörstaðar, flettum upp í Mogga og hringdum siðan i bílasíma, þar sem 10 línur var að finna. Billinn kom að sjálfsögðu að vörmu spori. Þetta var klukkau að ganga ellefu um kvöldið“. Endir sögunnar var þessi: „Óneitanlega hefði verið gam- an að því að skreppa i heimsókn til kunningjanna á eftir, en sönn- uð var kenningin: Það er ein af lieimsins mestu lystisemdum að láta annan flokk en sinn eigin aka sér á kjörstað, rétt áður en kjörfundi lýkur — einkum og sér í lagi, þegar maður hefur kosið fyrir hádegi.!!“ „Eldmóðurinn runninn af“ Þjóðviljinn heldur áfram að ræða kosningaúrslitin og segir í forystugrein á sunnudag: „Rétt vika er nú liðin frá kosn- ingadeginum og hafa blöðin rætt úrslitin af kappi. Framsóknar- blaðið Dagur á Akureyri hefur gefið dálítið kaldranalega lýsingu á því sem gerðist að kosningun- um loknum, og nýtur þar efa- laust náins kunnugleika á forustu mönnum Framsóknarflokksins. Dagur segir í forustugrein 1. júlí: „Eldmóður sá, sem einkenndi stjórnmálaflokkana og baráttu- menn þeirra fyrir kosningar er nú að mestu af þeim runninn i bráð. Atkvæðatölurnar er það eina tungumál sem harðsvíraðir stjórnmálamenn skilja til fulls. Þeir sitja nú yfir atkvæðatölun- um og halda áfram að reikna eins og kaupsýslumemi.“ Hér er sennilega hárrétt lýst viðbrögðum reiknimeistara Fram sóknar að minnsta kosti. Einmitt í þeim flokki voru umskiptin eft- ir kosningarnar svo snögg, að þau hafa vakið alþjóðarathygli. Eld- móðurinn er runninn af riddur- um héraðanna og dreifbýlisins og menningarinnar, hans verður hvergi vart á síðum Tímans. Eng- inn minnist þar framar á að kosið hafi verið um björgun átthag- anna, hvað þá að menn allra flokka hefðu kosið Framsókn i þessum einu kosningum, einung- is af átthagatryggð. Nú sitja kaldrifjaðir stjórnmálaleiðtogar Framsóknar við útreikninga at- kvæðatalna. Þeir reikna í at- kvæðum hve vel þeim tókst ein stærsta kosningabrella og ein ósvífnasta kosningalygi sem beitt hefur verið á tslandi: að afdrif kjördæmabreytingarinnar yltu á úrslitum kosninganna“. Auðvitað verður því ekki á móti mælt, að afdrif kjördæma- málsins ultu á úrsKtum kosning- anna. Viðleitni Þjóðviljans til að telja mönnum trú um hið gagn- stæða kemur af því, að Hermann batt vonir sínar um stöðvun vif svik nokkurra kommúnista á gefnum heitum. Þetta vill Þjóð- viljinn láta gleymast, en svo mun ekki fara.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.