Morgunblaðið - 07.07.1959, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.07.1959, Blaðsíða 6
f MORGTJTSBL 4Ð1Ð Þriðjudagur 7. júlí 1959 Harriman hittir Krúsieff: Harriman Viðhorf Krúsjeffs mótast af trú á sigur kommúnismans og skilnings- leysi á Bandaríkjunum BANDARfSKA stórblaðið New Tork Times birtir um síðustu helgi frásögn Averells Harrimans af nýafstaðinni Rússlandsför. — Harriman segir, að hann hafi ferðast 17000 mílur í Sovétríkjun- um og hann hafi að því ferðalagi Ioknu átt tvö samtöl við Krús- jeff, forsætisráðherra Sovétríkj- anna. Hann segir, að í samtalinu hafi alls staðar skinið í þá bjarg- föstu trú Krúsjeffs, að Sovétríkin mundu fara fram úr Bandaríkjun um á fimm árum. Ástæðurnar fyr ir þessari skoðun Krúsjeffs voru einkum þrjár: ★ ý^- í fyrsta lagi hefur hann trú á yfirburðum marx- ismans. Hann trúir því, að kommúnisminn sé æðra þjóð- félagsform (en kapítalism- inn) og kapítalisminn verði að láta í minni pokann fyrir honum. ★ ★ I öðru lagi er hann þeirrar skoðunar, að efnahags líf Sovétríkjanna verði ekki eftirbátur þess, sem gerist í Bandaríkjunum, þegar 7 ára áætlunin er orðin að veru- leika, og einkum hefur hann trú á þungaiðnaðinum. ★ ★ í þriðja lagi, segir Harrimann, þekkir hann ekk- ert til Bandaríkjanna eða möguleikanna þar. ★ Krúsjeff viðurkennir að Staiin hafi lagt undirstöðurnar að þeim skjótu framförum, sem nú eiga sér stað í Sovétríkjunum. Samt sem áður var ekki fyrr en eftir dauða hans hægt að taka frum- kvæðið og leysa úr læðingi þá miklu orku, sem leiðir til fram- faranna. Harriman vitnar í Krúsjeff á þessa leið: „Á síðustu árum Stalins varð hann hrokafullur og vantreysti félögum sínum. Hann vildi ekki láta okkur vinna það, sem hann gat ekki lengur sjálfur gert. Hann notaði ekki alltaf sitt mikla vald í réttum tilgangi. Það var mjög erfitt fyrir okkur“. Ég varpaði fram þeirri athuga- semd, að við (Bandaríkjamenn) hefðum átt í svipuðu stríði við hann á sviði utanríkismála og Krúsjeff samsinnti því. Raunar hafði Stalin alls ekki hreinan skjöld í alþjóðamálum, skaut Krúsjeff strax inn í. Síðan segist Harriman hafa bent Krúsjeff á, að hann hefði ný lega fullyrt opinberlega að Harri- man hefði haldið margar andrúss neskar ræður, og minnti Krúsjeff jafnframt á, að hann hefði jafn- vel haldið fleiri ræður andsnún- ar Ameríku. Þetta viðurkenndi Krúsjeff að væri rétt. Ég spurði hann, heldur Harri- man áfram, hvern Stalin hefði valið sem eftirmann sinn. Krús- jeff svaraði dálitið fýlulega: „Hann valdi aldrei neinn eftir- mann. Hann hélt hann væri ó- dauðlegur". Síðan sagði hann mér frá síð- ustu dögum Stalins og mér skilst það sé í fyrsta sinn, sem hann hefur sagt nokkrum manni þá sögu: „Laugardag nokkurn í marz- mánuði 1953“, sagði hann, „fór- um við allir eins og venjulega í mat til Stalins. Hann var í góðu skapi og þetta var skemmtileg stund. Svo fórum við heim. Dag- inn eftir biðuiu við eftir því, að Stalin hringdi til okkar, eins og hann var vanur á sunnudögum, en það var aldrei hringt. Mánu- dagskvöldið skýrði sá, sem var yfir lífverði hans, okkur frá því, að Stalin liði illa. Beria, Bulgan- in, Malenkoff og ég hröðuðum okkur heim til hans, en þá var hann meðvitundarlaus. Blóðtappi hafði lamað handlegg, fót og tungu hans. Við vorum hjá hon- um í þrjá daga og alltaf var hann meðvitundarlaus. En þá bráði af honum sem snöggvast og hann reyndi að gera að gamni sinu við okkur. Á veggnum fyrir ofan rúmið hans var málverk af heima alningi, sem lítil stúlka var að gefa með skeið Og hann benti á það og gaf okkur til kynna, að nú væri hann jafnhjálparvana og lambið. Nokkrum mínútum síðar dó hann. Ég grét. Hvað sem öllu líður, vorum við lærisveinar hans og honum mjög skuldbundnir. Hann barðist gegn villimennsku með villimennsku, en hann var samt mikill maður“. Boð hans eru lög Þá segir Harriman að Krúsjeff hefði ekki dregið dul á, að hann væri hið sterka vald á bak við iðnaðar- og landbúnaðarnýsköp- unina, sem alls staðar ætti sér stað í Sovétríkjunum. Hann get- ur þess, að Stalin hafi sagt sér frá því í lok styrjaldarinnar, að hann hefði áætlanir á prjónunum um það að auka stálframleiðslu Sovétríkjanna upp í 60 millj. tonna á ári. Þá hafði framleiðsla landsins verið minnkuð niður í 12 millj. tonna og mér kom ekki til hugar, að hægt væri að ná þessu takmarki nema á löngum tíma, segir Harriman. En nú þeg- ar, eða aðeins 14 árum síðar, er framleiðslan komin upp í 55 millj. tonna árlega og í Kara- ganda einni hef ég séð nýtt stál- iðjuver, sem framleiðir 3 millj. og 200 þúsund tonn, og á að fara að starfrækja það innan skamms. I Norður-Kazakhstan hafði ég orðið vitni að því, að verkfræð- ingar fundu járnnámur, þar sem hægt er að vinna 80 millj. tonpa á ári. Krúsjeff sagði mér, að Sovétríkin nytjuðu nú aðeins helminginn af því, sem mögulegt væri. Ég spurði hann, hvort hann hefði mannskap til þess að láta hina djörfu stefnu sína verða að veruleika: Við höfum nógan mannskap, svaraði hann, en bætti því þó við, að sem stæði væru margir starfandi við óarðbær landbún- aðarstörf: „í sumum samyrkju- ibúum okkar eru tvisvar eða þrisvar sinnum fleiri verkamenn en nauðsynlegt er“, viðurkenndi Krúsjeff ennfremur, en bætti við, að fólk þetta yrði sent í iðnaðinn, eftir því sem þörf krefði. Rangar upplýsingar Og Harriman heldur áfram: Ég var ekki í neinum vafa um að hann hefði vald til að gera þetta. Fyrr hafði hann viður- kennt, að orð hans væru lög í Sovét-ríkjunum. — Hann var jafnviss um, að matvælavanda- Nikita Krúsjeff málið yrði leyst. Ég hafði sjálfur séð nýræktirnar, sem hann var að láta plægja og sá í. — Ég benti á, að jafnvel nokkrir sovézk ir vísindamenn væru hræddir um, að þurrkarnir myndu eyði- leggja plægðar slétturnar. En Krúsjeff sagði, að áætlun þessi hefði nú þegar borgað sig, þrátt fyrir slæma þurrka í tvö skipti og við höfum grætt á þessu um það bil 2 billjónir dollara. Auk þess, bætti hann við, fæst þarná ódýrasta korn í öllu landinu. Svartsýnismennimir eru nú byrj aðir að roðna af skömm, sagði hann. Síðan skýrir Harriman frá því, að raforkumálin valdi Krúsjeff engum áhyggjum. Hann getur þess, að hann hafi séð risastór raf orkuver á leiðinni frá Volgu og inn í miðja Síberíu og Krúsjeff sagði honum, að nýjar kola- og gasstöðvar hefðu opnað leiðina til að framleiða ennþá ódýrara raf- •magn. „1970“, sagði Krúsjeff, „munum við hafa meira en 70% af því rafmagni, sem Bandaríkin höfðu 1957“. Þegar hinar miklu áætlanir hans til að ná Ameríku bar á góma, þá spurði ég hann, hvort hann vanmæti ekki Banda- ríkin og möguleika á framförum þar. Efnahagssérfræðingar hans höfðu sagt mér, að þeir byggjust ekki við, að efnahagsaukningin í Bandaríkjunum yrði meiri en 2%, en það er varla meira en fólks- fjölgunin í landinu. Ég stakk upp á því, að ef þetta væru beztu upplýsingar, sem hann fengi, þá skyldi hann reka efnahagssér- fræðinga sína og ráða nýja, sem vissu betri deili á efnahagslífinu í Ameríku og gætu skýrt honum frá því með meiri nákvæmni og kreddulaust, hvað þar færi fram. Það væri langt frá því, að Banda- ríkin væru stöðnuð á þessu sviði, eins og efnahagssérfræðingar hans segðu. Hið rétta væri, að þar væri nú örari þróun, en nokkru sinni fyrr. Mikojan, fyrsti aðstoðarfor- sætisráðherra, kom nú inn í við- ræðurnar og nú studdu þeir báðir, hann og Krúsjeff, af mikilli þrjózku niðurstöður sérfræðing- anna. Krúsjeff sagði, að lýðræð- isfyrirkomulagið í Ameríku sigldi nú hraðbyri til glötunar, þó það væri ekki komið á heljar- þrömina ennþá. Hann fullyrti, að velmegunin í Ameríku ætti rætur að rekja til stríðsgróðans í heimsstyrjöldunum. En þegar ég skýrði fyrir honum, hversu fráleitar slíkar staðhæfingar væru, virtist það hafa lítil áhrif á hann. Hann sagði: „Þið eruð orðnir svo ríkir, að þið hafið get- að mútað eða keypt verkafólkið hjá ykkur með háum launum og góðum lífskjörum, en sá dagur skrifar úr daqleqa lifinu ] Þörf hugvekja SVEITAVARGUR" hefur sent Velvakanda eftirfarandi bréf: „f pistlum Velvakanda var ný- lega rætt um bílstjóra, sem af óvarkárni og glannaskap valda lambadauða meðfram þjóðvegun- um. Og víst er að í fæstum til- fellum koma bætur fyrir þau lömb, sem láta líf sitt undir bif- reiðum. Bréfritari skrifaði þar þarfa hugvekju og gaf bílstjórum holl ráð hvernig helzt skyldi forð ast að aka ofan á lömb og önnur dýr úti á vegunum. Er sannar- lega hryllilegt að sjá þjóðvegina varðaða lemstruðum lambahræ- um, eingöngu vegna kæruleysis þeirra sem um veginn fara. Blöð- in ættu aldrei að þreytast á að veita þessum aulum ákúrur. En sem betur fer, eru ekki allir með sacna marki brenndir. Lítið atvik úr hversdagslifinu. FYRIR nokkru var Reykvíking- ur einn á ferð ásamt fjöl- skýldu sinni í bifreið suður með sjó. Bar hann þar að nærri Njarð víkunum, þar sem fjöldi fólks var samankominn á ströndinni og horfði aðgerðarlaust á þar sem ær barðist um í sjónum ásamt lambi sínu. Hafði ána flætt á rfkeri um það bil 100 metra undan landi og var hún nærri komin á flot, en lambið svamlaði kringum hana og reyndi árangurs laust að komast á bak henni. Var lambið orðið þrekað mjög og af því dregið og sýnilegt að það mundi drukkna áður en langt liði. Fólkið sem þar hafði safn- ast saman kunni engin ráð til að bjarga lambinu eða ánni. Ræddu ýmsir um að sækja bát, en eng- inn hreyfði hönd eða fót til hjálp ar. Þarna bar að lögreglubíl og hlupu nokkrir í veg fyrir hann, til að leita hjálpar lögregluþjón- anna. Litu þeir út um bílglugg- ann, en töldu sig hafa þarfari hnöppum að hneppa, er þeir sáu hvers kyns var, stigu á benzínið og þeyttu sírenur, til að komast sem skjótast á brott. Þá bar að Reykvíking þann, sem fyrr er getið. Er hann sá hvað um var að vera, hafði hann skjót umsvif en fá orð og óð út I sjóinn að lambinu, sem nú var að því komið að gefast upp. í miðjum álnum óð maðurinn upp að herðum og var þó vel úr grasi vaxinn. Tók hann lambið á öxlina, en dröslaði ánni á eftir sér, og kom þeim klakklaust í land. Þegar maðurinn átti skamm an spöl ófarinn að landi rönkuðu strandaglóparnir við sér og einn maður úr hópnum óð út í sjóinn til aðstoðar. Ýmsir urðu til að bjóða mann- inum að þurrka föt sín í nærliggj andi húsum og hyggja að því hvort ekki fengjust björgunar- laun hjá fjáreigandanum, en Reykvíkingurinn þáði ekki, held ur ók á brott við svo búið. Virt- ust föt hans þó síst þurfa á sjó- baði að halda, því maðurinn var sýnilega á skemmtiferð á þessum sunnudegi og búinn sparifötum sínum. Þetta kallar þú sennilega „litla sögu úr hversdagslífinu", Velvak andi góður, en mér finnst að fólki sé hollt að heyra atvik sem þessi, jafnframt því sem brýnt er fyrir vegfarendum að gæta þess að valda ekki slysum á málleysingj- um eða mönnum á þjóðveginum“. mun koma, þegar það mun koll- varpa hinu kapitaliska kerfi ykk- ar“. Þegar hann lýsti hinum óum- flýjanlega sigri kommúnismans talaði hann eins og sá sem valdið hafði, lá fram á borðið og kitlaði mig undir hökunni. Hann horfði sterkt á mig og kringlóttar kinn- arnar voru rauðar af geðshrær- ingu. Þagar hann varð ákafari tal aði hann með sterkum úkrænsk- um hreim, alveg eins og þegcir georgískunni skaut upp í málfari Stalins. „Eftir 5—7 ár verðum við sterkari en þið, sagði hann, „við framleiddum vetnissprengj- una á undan ykkur, við eigum langdræg flugskeyti og eldflaug- ar okkar ' bera miklu stærri sprengjur heldur en ykkar“, Ég sagði hon'um að slíkt tal drægi ekki úr ótta Bandaríkjamanna við árásaráform Sovét-ríkjanna. Hann svaraði því til, að Banda- ríkjamenn hefðu misskilið kenn- ingar kommúnismans á mögu- leika á stríði. Fyrri kenningar, sagði hann, hefðu sagt, að al- þjóðarstríð væri óhjákvæmilegt. En á 20. þingi rússneska komm- únistaflokksins hefðu þessar kreddur verið endurskoðaðar og því síðan lýst yfir, að slíkar styrj- aldir væru ekki óumflýjanlegar, þó þær væru mögulegar. Krús- jeff sagði, að þetta sjónarmi# hefði verið staðfest á 21. flokks- þinginu. Slíkt stríð væri ekki lengur nauðsynlegt. Það var eina og hann væri þess fullviss, án frekari umhugsunar, að framtíð sögunnar væri ákveðin á þessum flokksþingum. Harriman segir, að Berlinar- vandamálið hafi komið til tals í lok samtalsins og Krúsjeff hafl endurtekið málflutning Rússa á Genfarráðstefnunni með hinu mesta offorsi. Hann kvaðst hafa sagt honum með jafnmiklum þunga, að bandaríska þjóðin og báðir flokkar stæðu einhuga bak við forsetann í þeirri viðleitni hans að verja frelsi 2 milljón íbúa, sem byggju í Vestur-Berlín. Samt sem áður virðist Krúsjeff treysta svo mjö’g á styrkleika sinn, áð hann er ákveðinn að knýja fram lausn á vandamálinu, sem verður í hans þágu. Enn- fremur tr hann þess algerlega fullviss, að kommúnisminn muni bera hærra hlut um allan heim, þegar tímar líða, og tekið sé að halla undan fæti fyrir lýðræðis- I ríkjunum. Skemmdirnar 1,2 milljón NÚ er hafin viðgerð á Douglas- flugvélinni, sem fauk og skemmd ist í Vestmannaeyjum í vetur. —. Félag það, sem flugvélin var tryggð hjá. hefur látið meta skemmdirnar, en þser munu hafa verið áætlaðar um 1,2 milljónir króna, er. notaðar flugvélar af DC-gerðinni munu nú ganga á sem svarar 2 milljónum króna og þar yfir. — Viðgerðin mun að öllu leyti verða framkvæmd hjá Flugfélagi íslands. Enn er ekki búið að afla allra varahluta, sem þörf er á, en þei. eru væntanlegir frá Ameríku innan skamms. Fávizka er ógæfan PÁFAGARÐI, 2. júli — Birt hef- ur verið umburðarbréf Jóhannes- ar páfa til hinna 450 milljóna ka- þólskra um allan heim. Þetta er fyrsta bréfið, eða ávarpið, sem páfinn birtir kaþólskum síðan hann var kjörinn til þess að gegna þessu mikilvæga embætti fyrir átta mánuðum. Páfi sagði m. a.: að einungis bróðurlegur kærleikur gæti bjarg að mannkyninu frá þriðju heims- styrjöldinni — og sú styrjöld yrði algert eyðingarstríð. Enginn sig- urvegari mundi standa yfir þeim rústum, því að þar yrði enginn sigurvegari. Fávizka og fyrirlitning á sann- leikanum er ógæfa mannanna, ' sagði páfL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.