Morgunblaðið - 07.07.1959, Blaðsíða 10
Þriðjudagur 7. júlí 1959
10
MORcrnvrtr 4ðið
Utg.: H.f. Arvakur Reykjavik.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
-.ðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (áhm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Einar Asmundsson.
Lesbók: Arni Óla, símí 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargald kr 35,00 á mánuði innamands.
1 lausasölu kr. 2.00 eintakið.
AÐALFUNDUR S./.S.
JDAG hefst aðalfundur SÍS.
Fundir þess risafyrirtækis
hljóta ætíð að vekja mikla
athygli, on þó aldrei fremur en
nú.
Aðalfur.durinn er nú haldinn
nokkru síðar en oft áður og dylst
engum, að frestunin var í sam-
bandi við Alþingiskosningarnar.
Á því kunna að vera jðlilegar
skýringar, en annað kemur og tií
álita. -li og £.... fshættir þess
hafa orðið mönnu;.i mjög að um-
ræðuefni að undanförnu. -
Engum íslendingi kemur til
hugar að bera brigður á nytsemi
samvinnufélaga. Þau eiga mikinn
þátt í þeim framförum, sem orð-
ið hafa hér frá því að þau voru
fyrst stofnuð. Um þau öll gildir
að þau mega ekki vera hafin yfir
gagnrýni. Mörgum þeirra hefur
tekizt að haga starfsemi sinni
svo, að ekki hefur orðið að ásteit-
ingarsteini í stjórnmálum. Má
þar t. d. nefna eitt öflugasta sam-
vinnufélagið, Sláturfélag Suður-
lands, sem nær yfir heilan lands-
hluta. ' Hefur þar aldrei komið
upp neinn grunur um pólitíska
misnotkun, enda vinna bændur
þar saman án alls stjómmála-
ágreinings.
Um sum kaupfélög horfir öðru
vísi við. Þau hafa komizt undir
flokkslegt einræði og jafnframt
hagað störfum sínum svo, að sótzt
hefur verið eftir verzlunarein-
okun. Reynslan hefur aftur á
móti sa;inað mönnum, að slík
einokun er hættuleg í höndum
hverra sem er, ekki sízt, ef harð-
skeyttir valdabraskarar nota
hana sjálfum sér til f amdráttar.
Um sjálft SÍS hagar svo, að
það hefur orðið hinn eini auð-
hringur, sem nú starfar á íslandi.
Því er raunar haldið fram til af-
sökunar, að skuldlausar eignir
þess séu tiltölulega litlar, ekki
meiri en eignir nokkurra ein-
staklinga samanlagt. Sú afsökun
er meira en hæpin, því að miðað
við hið mikla fjármagn, sem
þama er samankomið, hefðu lík-
ur átt að vera til þess, að eigna-
myndun yrði mikil.
En látum það vera. Aðalatriðið
er, að þarna er undir einni stjórn
meiri atvinnurekstur og gífur-
legra fjármagn en nokkurn tíma
fyrr hefur verið saman komið í
fárra manna höndum á íslandi.
Þar breytir engu um, þó að veru-
legur hluti fjárins sé fenginn að
láni eða kalláður eign einstak-
linga, sem ekki hafa raunveruleg
ráð yfir því.
Að sjálfsögðu er tilætlun þeirra
manna, sem þarna hafa náð yfir-
ráðum, að láta gott af sér leiða.
BYGGINGARFELA G VERKAMANNA
UTAN UR HEIMI
Léleg bók um Anthony Eden
En gallinn er sá, að í ráðamanna-
hópnum er það talin „siðferði-
lega skylda“ að haga störfum
svo, að tilteknum flokki, -Fram-
sókn, verði til ávinnings. Auð-
vitað dettur engum í hug að halla
beri á Framsóknarmenn í þess-
um samtökum, en þeim á ekki
heldur að beita Framsóknarmönn
um til hags umfram aðra.
Með „klóklegum" kosningaað-
ferðum hefur því raunar verið
svo fyrir komið, að Framsóknar-
menn hafa öll ráð í heildarsam-
tökunum. Allir stjórnendur
þeirra eru flokksbundnir Fram-
sóknarmenn og helmingur þing-
menn eða fyrrveranu, þingmenn
þess flokks. Þátttaka í samvinnu-
félögum :.nan SÍt er hins vegar
svo almeim, að Framsóknarmenn
geta ekki verið þar, svo neinu
nemi, hlutfallslega sterkari en
meðal þjóðarinnar í heild. Engu
að síður viðurkenndi Eysteinn
Jónsson, varaformaður SÍS, á síð-
asta Alþingi, að hann hefði ekki
alls fyrir löngu ferðazt um landið
og lýst því, að meðlimum kaup-
félaganna bæri að kjósa Fram-
sóknarmenn. í kosningabarátt-
unni nú fylgdu forráðamennirnir
þessari leiðbeiningu varafor-
mannsins sýnu eindregnar en
nokkru sinni fyrr.
Gagnrýni á þessum aðförum á
ekkert skylt við óvild til sam-
takanna sjálfra. Þvert á móti. Þau
geta því aðeins orðið að tilætluðu
gagni og starfað í samræmi við
óskir yfhgnæfandi meiri hluta
meðlima sinna, að þau hætti öll-
um stjórnmálaafskiptum og ein-
beini sér að því að leysa þau
verkefni, sem þau eru stofnuð til.
Því miður hafa og orðið slíkar
misfellur hjá sumum þeim fyrir-
tækjum, sem SÍS hefur úrslita-
ráð í, að Ijóst er, að ekki veitir
af, að betur sé en hingað til fylgzt
með því sem þar er að gerast.
Almenningur bíður þess nú með
eftirvæntingu, hvort á aðalfundi
SÍS verður gefin fullnægjandi
skýrsla um olíuhneykslið á Kefla
víkurflugvelli. Ráðamenn SÍS,
sem sendu í vor út tilkynninguna
um forstjóraskiptin í olíufélög-
unum, þurfa að sjálfsögðu ekki
að bíða úrslita réttarrannsóknar
til að skýra frá því, sem þeim
sjálfum er kunnugt um, og vænt-
anlega hefur ráðið breytingun-
um, sem gerðar voru.
Hér er mikilla umbóta þörf og
verður fróðlegt að sjá, hvort for-
ystumennirnir skilja kall tímans
eða halda áfram að treySta eigin
völd með það fyrir augum, að
SÍS gegni þeirri „siðferðilegu
skyldu" að þjóna hagsmunum
Framsóknarflokksins.
BREZKI blaðamaðurinn Rand-
olph Churehill, sonur stjórnmála-
skörungsins aldna, hefur nýlega
skrifað bók, sem hann nefnir
„The rise and fall of Sir Anthony
Eden“. Þykir flestum að hann
hafi kastað höndunum mjög til
verksins, eins og margs, sem hann
hefur áður látið frá sér fara og
sett fram ýmsar mjög hæpnar eða
jafnvel fráleitar skoðanir. Það
séu í rauninni aðeins skrif hans
um Súez-ævintýrið, sem orðið
hafa til þess að vekja áhuga
manna fyrir bókinni, en hinar
mörgu óráðnu gátur þess máls eru
enn ofarlega í hugum margra
Breta.
Flest það, sem um málið er
sagt í bókinni, hefur hins vegar
reynzt vera endurprentun á upp-
lýsingum, sem áður hafa komið
fram opinberlega, m.a. í bók
Bromberger-bræðranna um þenn-
an atburð, sem þó þykir ekki á-
reiðanleg í alla staði. Það einasta,
sem nokkur okkar er talinn í fyr-
ir þá, er hug hafa á að koma sér
upp heildarmynd af því, sem
raunverulega átti sér stað, er
frásögn höfundarins af framkomu
Harold Macmillans, þáverandi
fjármálaráðherra, í þeim málum,
er atburð þennar snertu.
í bókinni segir, að honum hafi
á þeim tíma, sem Súez-stríðið var
með hans vitund að hlaupa aí
stokkunum, einnig verið kunnugt
um, að ríkiskassinn var að verða
tómur. Sterlingspundið var einu
sinni enn á barmi gengisfellingar,
Eden
Churchill
og Englandsbanki hafði tjáð hon-
um, að gengi þess yrði því aðeins
tryggt, að unnt yrði að fá 1000
milljón dala ábyrgð í Bandaríkj-
unum. Aðfararnótt hins 6. nóvem
ber gengu svo brezkir og franskir
herflokkar á land í Port Said og
tóku bæinn herskildi. Þetta kom
Sameinuðu þjóðunum mjög á ó-
vart og af þeirra hálfu var vopna
hlés þegar krafizt.
Macmillan gaut þá augunum til
tóms ríkiskassa síns og bað um
símtal við Washington. Þar komst
hann í samband við bandariskan
embættismann klukkan 3 um nótt
ina, skv. bandarískum tima, en
Dulles utanríkisráðherra hafði þá
nýverið gengið undir fyrstu lækn-
isaðgerðina vegna meins þess, er
síðar leiddi hann til dauða. Um
10-leytið næsta dag, eftir brezk-
um tíma, gat Macmillan svo til-
kynnt brezku stjórninni, að 1000
milljónirnar væru falar — en
með því skilyrði, að Bretland og
Frakkland yrðu þegar við kröfu
Sameinuðu þjóðanna um að hætta
við ráðagerðir sínar.
„Þessi lýsing á rás viðburð-
anna, sem er samvizkusamlega
sett fram og að því er virðist
studd traustum heimildum, er at-
hyglisverðasti hluti þessarar 326
síðna bókar, sem gefur yfirborð-
kennda og að ýmsu leyti ranga
mynd af Eden“, segir einn gagn-
rýnandinn. Hann telur það meg-
ingalla bókarinnar, að höfundin-
um takist ekki að skýra undra-
verða afstöðu Edens í Súez-æfin-
týrinu svo viðhlítandi sé, en á-
stæðan til þess virðist vera sú, að
hinn brezki blaðamaður geri sér
ekki grein fyrir, að einmitt í því
sé fólginn hinn mikli leyndar-
dómur um „the rise and fall of
Sir Anthony Eden“.
Þess má að lokum geta, að áð-
ur en langt líður eru væntanleg
ar á markaðinn endurminningar
Anthony Edens sjálfs, sem hann
vinnur að um þessar mundir. Þyk
ir því mörgum, að bók Randolph
Churchills sé naumast tímabær.
Þess er vænzt að ýmis atriði varð-
andi afstöðu Edens í Súez-mál-
inu muni skýrast, þegar endur-
minningar hans sjá dagsins Ijós,
og er þeirra því beðið með tals-
verðri eftirvæntingu.
BifGGINGARFÉLAG verka
manna í Reykjavík er 20
ára um þessar mundir. í
fréttum hefur stuttlega verið
skýrt frá sögu félagsins og er af
henni Ijóst að félagið hefur unnið
merkilegt starf í uppbyggingu
bæjarfélagsins á síðustu 20 árum.
Þegar lögin um byggingu
verkamannabústaða voru fyrst
sett, greindi menn nokkuð á um,
hvort þau mundu koma að til-
ætluðum notum. Starfsemin mót-
aðist og í fyrstu iiokkuð af póli-
tískum sjónarmiðurn og varð það
til þess að lögunum var breytt
1939 og hið nýja byggingarfélag
verkamarma þá stofnað. Eftir
stofnun þess hefur allur stjórn-
málaágreiningur horfið úr fé-
laginu. Þar hafa menn úr öllum
flokkum unnið saman með heil-
brigðum hætti og með góðum
árangri. Nú orðið er og viður-
kennt af öllum, að þarna hefur
verið unnið gott starf, sem ásamt
margháttaðri fyrirgreiðslu og
forystu Reykjavíkurbæjar og
stórvirkjum þúsunda borgara hef
ur stuðlað að því að leysa hús-
næðisvandræðin.
X-15 sleppt Iausri neðan úr risaþotunni B-52.
X-15 í tilraunaflugi
% ''v- * "V. • /W ■"
X-15 í lendingu. Efri myndin
sýnir hve flugmaðurinn hallar
| flugvélinni mikið í lendingu —
til þess að draga sem mest úr
j hraðanum. Á neðri myndinni
hafa afturhjólin snert jörðu.
X-15 RALETTUFLUGVÉLIN, er
Bandaríkjamenn hafa smíðað og
ætla að senda mannaða út í geim-
inn, hefur nú farið í nokkur
reynzluflug, sem hafa gengið
samkvæmt óskum.
X-15 verður flutt upp í háloftin
í risastórri sprengjuþotu og
sleppt þar til þess að spara henni
eldsneytið fyrsta áfangann. Til-
raunirnar, sem farið hafa fram
að undanförnu, hafa verið svip-
aðs eðlis. Sprengjuþotan B-52,
stærsta sprengjuþota Bandaríkja
manna, hefur flutt X-15 upp í
35—40.000 feta hæð — og sleppt
henni þar.
En X-15 hefur ekki verið hlað-
in eldsneyti í þessum ferðum.
Hún hefur verið látin svifa til
jarðar — og tilraunaflugmaður-
inn, Scott Crossfield, hefur próf-
að flugeiginleika flugvélarinnar.
Þessar myndir, sem hér birtast,
eru teknar af einu þessara til-
raunafluga á dögunum. X-15 er
fest undir annan væng B-52 og
sleppt lausri í 38.000 feta hæð.
Og rúmum 5 mínútum síðar lend
ir X-15. Hraðin hennar er mikill
í lendingu, vænghaf lítið — svo
að Crosrfield flugmaður verður
að reisa fiugvélina mikið í lend-
ingunni, eins og meðfylgjandi
myndir sýna. X-15 vegur liðlega
sex smálestir með tóma eldsneyt-
isgeyma. en fullhlaðin er hún
helmingi þyngri. Tilraunimar
fara fram í Kaliforníu. Ekki er
enn vitað hvenær fyrsta flug-
ferðin út í geiminn verður farin
í þessari nýju flugvél, sem flýg-
ur með margföldum hraða hljóðs-
ins.
Trivandrum, Indlandi 2. júli.
ENN kom til átaka með lögreglu
og andkommúnistum í Keralahér-
aðinu í dag — og særðust 19
manns undan kylfuhöggum lög-
reglumanna. Segir í fréttaskeyt-
um, að lögreglan verði nú harð-
hentari með hverjum degi í við-
ureign við stjórnarandstæðinga,
sem ætla að þvinga stjórnina til
þess að efna til nýrra kosninga.