Morgunblaðið - 07.07.1959, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.07.1959, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 7. júlí 1959 MORCVTSBL ÁÐIÐ 13 Efnahagsmál „Aðalfundur Vinnuveitenda- sambands íslands haldinn í Reykjavík dagana 28.—30. maí 1959 ályktar eftirfarandi í sam- bandi við efnahagsmál: 1. Fundurinn telur, að lög um niðurfærslu verðlags og launa o. fl., sem sett voru í vetur séu spor í rétta átt. Fundurinn telur, að þvi aðeins komi nefnd lög að tilætluðu gagni, að landsmenn allir sýni skilning á nauðsyn þess að spyrna við fótum og stilli kröf- um sínum í hóf í samræmi við greiðslugetu atvinnuveganna. 2. Fundurinn telur hina svo- VIOIÆ KJA VINltlUSTOf A OC VIOT/fKJASALA Laufásvegi 41. — Sími 13673. Jón N. Signrðsson hæstaréttarlögmaSur. Málflutni.ngsskrifstofa Laugavegi 10. — Sími: 14934. Hvítur 0 M 0 -þvottur þofir allan samanburll Hérna kemur hann á splunkurnýju reiðhjóli. En það er skyrtan, þvegin úr OMO, sem þú tekur eftir Til- sýndar eru öll hvít föt sæmilega hvít, — en þegar nær er komið, sést bezt, hvort þau eru þvegin úr OMO. Þessi skyrta ei eins hrein og hreint getur verið eins hvít og til var ætlazt. Allt, sem þvegið er úr OMO, hefur alveg sérstakan, fallegan blæ. Ef þú notar blátt OMO ertu handviss um, að hvíti þvotturinn er mjallahvítur, tandur- hreinn. Mislit föt koma úr freyðandi þvælinu björt og skær á litinn eins og ný. Til þess að geta státað af þvott- inum, láttu ekki bregóast að hafa OMO við höndina. *-OMO 1</«M Blátt OMO skilar ybur hvitasta k>votti i heimi — einnig bezt fyrir mislitanl Fastur gerðardómur í ágreiningi viðskiptalegs eðlis „Aðalfundur Vinnuveitenda- sambands íslands haldinn í Reykjavík dagana 28.—30. maí 1959 beinir því til framkvæmda- nefndarinnar að hún láti athuga möguleika á því að koma á fót föstum gerðardómi Vinnuveit- endasambandsins, sem aðilar geti skotið til réttar ágreiningi við- skiptalegs eðlis, til úrskurðar". — Ályktanir vinnu- veifendasambands- ins Framh. aí bls. 11 samtökum atvinnuveganna hf. og fleiri aðilum hefur verið úthlutað við Suðurlandsbraut, skuli nú hafa verið samþykkt af bæjarráði og skipulagsnefnd. Skorar fundurinn á fjárfesting aryfirvöld landsins að veita nú þegar fjárfestingarleyfi til byrj- unarframkvæmda svo verkið geti hafizt á þessu vori“. Stjórn atvinnuleysistrygginga „Aðalfundur Vinnuveitenda- sambands íslands haldinn í Reykjavík dagana 28.—30. maí 1959, telur algerlega óviðunandi að Vinnuveitendasambandið skuli aðeins eiga einn fulltrúa í stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs, þar sem Alþýðusamband íslands til- nefndi 2 fulltrúa í stjórnina, þrátt fyrir að launþegar greiða ekkert í sjóðinn en vinnuveitendur einn fjórða tekna sjóðsins. Fundurinn telur þetta algert brot á samkomulagi því, sem gert var þegar um atvinnuleysistrygg- ingarnar var samið og skorar því á Alþingi að breyta lögunum, þannig, að Vinnuveitendasam- bandið tilnefni a.m.k. jafnmarga í stjórnina og Alþýðusambandið“. Landhelgismál „Aðalfundur Vinnuveitenda- sambands íslands haldinn í Ham- arshúsinu í Reykjavík dagana 28.—30. maí 1959, mótmælir harð- lega ofbeldisaðgerðum bnezkra herskipa í íslenzkri fiskveiðiland helgi og krefst þess að brezk stjórnarvöld láti þegar af lögbrot- um og yfirgangi sínum hér við land en hann stefnir vestrænni samvinnu í augljósa hættu. Fundurinn fagnar á hinn bóg- inn samstöðu þeirri sem ríkir meðal íslenzku þjóðarinnar og heitir á alla fslendinga að standa saman sem einn maður þar til full ur sigur er unninn. Ennfremur þakkar fundurinn áhöfnum íslenzku varðskipanna fyrir örugga og drengilega fram- komu í þeim miklu erfiðleikum, sem þeir hafa ótt við að stríða í viðureign sinni við hin brezku herskip". kölluðu „millifíersluleið" mjög varhugaverða, þegar jafn langt er komið á henni og raun ber vitni, og til þess fallna að koma þeirri trú inn hjá almenningi að undir- stöðuatvinnuvegir þjóðarbúsins séu ómagar á því. 3. Fundurinn leggur ríka á- herzlu á aukið athafnafrelsi og telur það farsælustu leiðina til aukinnar framleiðslu og meiri þjóðartekna". Iðnaðarmálastofnun íslands „Aðalfundur Vinnuveitenda- sambands íslands haldinn í Hamarshúsinu í Reykjavík dag- ana 28.—30. maí 1959, ítrekar fyrri yfirlýsingar sínar um að ekki sé vansalaust að Vinnuveit- endasambandið, sem er langyfir- gripsmestu samtök þeirra aðila í landinu, sem stunda iðnað, eigi ekki fulltrúa í stjórn Iðnaðar- málastofnunar íslands. Skorar fundurinn því á iðnað- armálaráðherra að hann hlutist til um að Vinnuveitendasamband- ið nú þegar fái fulltrúa í stjórn Iðnaðarmálastofnunar íslands“. Stórcignaskattur „Aðalfundur Vinnuveitenda- sambands íslands, haldinn í Reykjavík dagana 28.—30. maí 1959, skorar á Alþingi, að afnema stóreignarskatt þann, er álagð- ur var á sl. ári, þar sem skattur þessi, eins og dómur Hæstaréttar frá 29. nóvember sl. ber með sér, hefir mjög vafasama stoð í ís- lenzkri löggjöf. Ennfremur miðar skattur þessi fyrst og fremst að því að lama allt frjálst athafnalíf í landinu og flytja atvinnutækin í hendur ríkis-, bæjar- og samvinnufélaga. Lýsir fundurinn ánægju sinni yfir samstarfi því, sem tekizt hef- ir með samtökum vinnuveitnda og fleiri aðila um þetta mál og hvetur til áframhaldandi baráttu. Auk þessa voru samþykktar til- lögur er varða samtökin sjálf. Guðný og Arndís Sig- urðardœtur frá Straum- firði í LOK síðasta mánaðar lézt hér í bænum Arndís Sigurðardóttir frá Straumfirði á Mýrum og verð ur hún jarðsett í dag. Fyrir um það bil ári síðan lézt hér systir hennar Guðný og verður þeirra systra minnst hér með fáum orð- um. Guðný Sigurðardóttir fæddist að Straumfirði á Mýrum þann 15. febrúar 1868. Ólst hún upp hjá foreldrum sínum, Sigurði Sig- urðssyni og Arndísi Bjarnadótt- ur frá Straumfirði. Laust fyrir aldamótin giftist hún ungum manni frá ísafirði, Sveinbirni Helgasyni og stofnuðu þau heim- ili að Folafæti við ísafjarðar- djúp. Mann sinn missti Guðný eftir örskamma sambúð og voru þau barnlaus. Guðný fluttist hing að til bæjarins eftir lát manns síns. Var ráðskona á heimilum, og var það sérstök gæfa hennar að kynna sig vel og eignaðist hún góða og trygga vini, sem reyndust henni vel fram á síðustu stund. Fyrstu kynni mín af Guð- nýju eru frá bernskuárum mín- um. Hún var barngóð og skemmti leg og kunni mikið af sögum, þulum og bænum, sem hún fór oft með og kenndi okkur. Um langt skeið lágu leiðir okkar ekki saman, en síðustu ár Guðnýjar hafði ég aftur náin kynni af henni og dvaldi hún þá á elliheimilinu „Grund“. Er mér sérstaklega minnisstætt hvað þessi gamli fjársjóður af kvæðum, bænum og sálmum virtist vera henni mikið ljós í því myrkri, sem ytri aðstæður ellihrörnunar og sjúkdóma höfðu kallað yfir han<a. Guðný var sérstæður persónu- leiki, trygg og vinföst og bjó yf- ir sérstökum þokka, sem laðaði fólk að henni allt fram á síðustu stundu. Guðný og Arndís Sigurðardætur frá Straumfirði. Arndís Sigurðardóttir var fædd í Straumfirði þann 2. des. 1872 og lézt þann 28. júní sl. Arndís ólst upp hjá Ásgeiri Bjarnasyni í Knararnesi og dvald ist þar fram að tvítugu. Arndía kom á heimili móður minnar rétt eftir aldamótin. Faðir okkar var þá ný látinn og móðir okkar varð að vinna. Það kom því verulega í hlut Arndísar að gæta okkar systranna. Vart mun hægt aS hugsa sér betri og skemmtilegri barnfóstru en þessa frænku okk- ar. Arndís var fluggreind kona, einlæg og sérstæð trúkona. Hún var og gott skáld. Nokkur af kvæðum hennar birtust í bók- inni „Borgfirsk ljóð“. Sálma og eftirmæli orti hún og margar snjallar lausavísur kvað hún um daglega lífið,, sorg þess og gleði. Flestum árum af ævi sinni sleit hún sem starfstúlka á Laugarnes- spítalanum, eða alls í 20 ár. Þar var hún svo heppin að kynnast Helgu Sigurðardóttur, er síðar giftist Sigurði Jónssyni byggingarmeistara hér í bæ, og tókst með þeim ævilöng vinátta. Hjá þessum hjónum dvaldi Arn- dís öll sín efri ár og eiga þau mikla þökk skilið fyrir rausn sína og aðhlynningu henni til handa. Fyrir hönd allra vina þeirra systra þakka ég samveruna og hinn hreina tón, sem mótaði allt þeirra líf. Blessuð sé minning þeirra. Guðný JónsdóttÍE. Kveðjudansleikur fyrir norsku knattspyrnumennina verð- ur í kvöld þriðjudag 7. júlí í Sjálfstæðis- húsinu og hefst kl. 10. K. S. í.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.