Morgunblaðið - 07.07.1959, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.07.1959, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 7. júlí 1959 MORCTiynr 4ðið 11 Cerast Danir aðilar að frí verzlun arsvœðinu ? Eru á báðum áttum, en verða að faka ákvörðun fyrir 20. júli Kaupmannahöfn í júlí 1959. í ÞESSUM mánuði eða nánara sagt fyrir þ. 20. júlí verða Danir að öllum líkinuum að ákveða, hvort þeir gerast aðilar að hinu nýja svokallaða ytra fríverzlunar svæði, sem er að komast á lagg- irnar. Það á uð koma — að minnsta kosti fyrst um sinn — í staðinn fyrir fyrirhugaða fri- vezlunarsvæðið, sem reynt var í fyrra að stofna «tneð þátttöku þeirra 6 landa, sem að Samein- aða markaðnum standa, og allra hinna aðildarlanda Efnahagssam- vinnustofnunar Evrópu (OEEC). Verði þetta ytra fríverzlunar- svæði stofnað, þá skiptast OEEC- löndin í tvö stór Viðskiptabanda- lög, nefnilega Sameiginlega mark aðinn (með þátttöku Vestur- Þýzkalands, Frakklands, ítalíu og Benelux landanna þriggja) og fríverzlunarsvæði (með þátttöku Noregs, Svíþjóðar, Bretlands, Sviss, Austurríkis, Portúgal og ef til viil Danmerkur), en 4 OEEC-lönd, nefnilega ísland, ír- land, Grikkland og Tyrkland, standa ein síns liðs utan við þessi miklu viðskiptasamtök. Tilraunir til að stofna fríverzl- unarsvæði með þátttöku allra OEEC-landanna, einnig þeirra, sem eru aðilar Sameiginlega markaðsins, mistókust sem kunn ugt er á síðastliðnu hausti. Skömmu seinna eða réttara sagt h. 1. janúar í ár var byrjað að lækka tolla, sem gilda innan vé- banda Sameiginlega markaðsins. Fyrst um sinn voru þeir lækkað- ir um 10%. Lönd, sem standa utan þessa markaðs sæti því þar lakari kjör- um en aðildarlöndin, og mismun- urinn eykst á næstkomandi ár- um, þar sem allir tollar og önnur viðskiptahöft milli aðildarland- anna verða smátt og smátt afnum in, 'en út á við gilda sameigin- legir tollar. Ekki hvað sízt Bretar og Svíar hafa gerzt órólegir vegna þess ástands, sem þarna er að skapast, og óttast alvarlegar afleiðingar fyrir útflutning til þessara 6 landa, en þau hafa keypt 14% af útfluttum brezkum vörum og 40% af útfluttum sænskum vör- Nýtt viðskiptabandalag Bretar og Svíar áttu því frum- kvæði að því, að embættismenn frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Bretlandi, Portúgal, Sviss og Austurríki sátu fund í Saltsjö- baden í námunda við Stokkhólm fyrri hluta júní mánaðar, til þess að gera tillögur um stofnun frí- verzlunarsvæðis með þátttöku þessara íanda. Aðalatriðið i tillögum þeirra er þess efnis, að þessi lönd af- nemi smátt og smátt tolla og önn- ur viðskiptahöft sín á milli á næstkomandi 10 árum. Fyrsta tollalækkunin, 20%, á að ganga í gildi 1. júlí 1960. En tolla- og haftafrelsið á eingöngu að ná til iðnaðarvara, ekki til landbún- aðar- og sjávarafurða. Og þarna er aðeins um sameiginlegan vöru- markað að ræða. Er.t. d. ekki til þess ætlast, að þessi lönd skapi sameiginlegan vinnumarkað eða samræmi félagsmálalöggjöf sína, eins og gert er innan Sameigin- lega markaðsins. Satt að segja er Dönum ekki vel við þetta ytra fríverzlunar- svæði. Þeir eiga á hættu að lenda þarna í klemmu milli tveggja við skiptabandalaga. Danir hafa mik- illa hagsmuna að gæta á báðum þessum svæðum. 40% af innflutn ingi Dana kemur frá fríverzlun- arsvæðinu og 30% frá Sameigin- lega markaðnum. 42% af útflutn- ingi Dana fer til svæðisir.s og 30% lega markaðsins. fríverzlunar- til Sameigin- til Lundúna og Bonn til þess að tala við brezka og þýzka ráð- herra um landbúnaðarafurðirnar. f Lundúnum ræddu þeir málið við Maudling efnahagsmálaráð- herra og Haxe landbúnaðarráð- Löndin sex með þverstrikunum eru í Sameiginlega markaðin- um. Hin sjö með lóðréttu rákunum verða hugsanlega í Frí- verzlunarsvæðinu. Þau svörtu eru aðilar að OEEC, en standa utan við tollabandalögin. Útflutningur landbúnaðarvara skiptir mostu máli Mestu máli skiptir útflutning- ur landbúnaðarafurðanna. Þarna er um að ræða eina þýðingar- mesta tekjulind dönsku þjóðar- innar. Þótt iðnaðarvöruútflutn- ingurinn aukist ár frá ári og sé nú orðinn mikill, þá er útflutn- ingur landbúnaðarafurða meiri, og hann byggist að mestu leyti á innlendri framleiðslu. Innflutn- ingur framleiðsluvara til land- búnaðarins er tiltölulega lítill. Nú stendur svo illa á, að tveir aðalkaupendur dönsku landbún- aðarafurðanna eru Bretar og Þjóðverjar, en þeir verða hvorir í sínu bandalaginu. Spurningin er því sú, hvernig staða danskra landbúnaðarafurða verði á brezka og þýzka markaðnum, ef Danir gerast aðilar að fríverzlun- arsvæðinu. Stofnun Sameiginlega markaðs ins er þegar farinn að torvelda útflutning okkar til Þýzkalands, segir Hans Pinstrup, forseti Land búnaðarráðsins. Aðild okkar að fríverzlunarsvæðinu hlyti að gera að verkum, að við yrðum verr settir á þýzka markaðnum en nú, þar sem Þýzkaland mundi þá sæta lakari kjörum á danska markaðnum en aðildarlönd frí- verzlunarsvæðisins. • Nú gætu menn ef til vill hugs- að sér, að aukinn útflutningur til fríverzlur.arsvæðisins gæti bætt dönskum bændum upp markaðs- tap í Þýzkalandi. En margir eru vondaufir um það. Ef við tökum þátx í fríverzlun- arsvæðinu, þá skuldbindum við okkur í rauninni til að veita vör- um hinna aðildarlandanna frjáls- an aðgang að danska markaðn- um, þar sem við fáum nálega ein- göngu iðnaðarvörur frá þeim, seg ir einn af leiðtogum danskra at- vinnurekenda. En 70% af útflutn ingi okkar til fríverzlunarsvæðis- ins eru landbúnaðarvörur. Við fáum enga tryggingu fyrir því, að þær verði tollfrjálsar og hafta lausar innan svæðisins. Við eig- um að semja um þær við hvert aðildarlandið út af fyrir sig. Þetta er misréttL Til Lundúna og Bonn Tveir danskir ráðherrar, Krag utanríkisráðherra og Skytte land búnaðar.áðherra, fóru í lok júní herra.Fullyrt er í Danmörku, að Krag og Skytte hafi fyrst og fremst farið þess á leit \ við Breta, að þeir afnemi tollana dönsku "leski og smjöri, að ríkis- styrkur til bænaa á Bretlandi verði minnkaður og að Bretar banni innflutning á smjöri frá löndum, sem selja smjör á brezka markaðnum fyrir lægra verð en framleiðsluverðið. Brezkir bændur vöruðu strax Macmillan-stjórnina við að fall- ast á þessar kröfur. Beaverbrook- blöðin sögðu um Krag og Skytte, að þeir væru „víkingar vorra daga í ránsför til Bretlands“. Macmillan-stjórnin getur vafa- laust ekki skelt skollaeyrunum við kröfum brezku bændanna, sérstaklega ekki núna, þar sem þingkosningar fara að nálgast. Atkvæði bænda geta í sumum kjördæmum ráðið úrslitum. Við þetta bætist, að brezka ríkis- stjórnin vill halda uppi tollaíviln- unum gagnvart samveldislöndun um. En hins vegar er talið ólík- legt, að hún hafi látið dönsku ráðherranna fara alveg tóm- henta heim. Ákvörðun fyrlr 20. júlí Eftir heimkomuna hafa þeir Krag og Skytte ekkert viljað segja opinberlega um árangur ferðarinnar. En Krag segir þó, að danska ríkisstjórnin hafi ennþá ekki tekið endanlega afstöðu til ytra fríverzlunarsvæðisjns, en hún vergi að gera það fyrir h. 20. þ. m. Utanríkisráðherra þeirra 7 landa, sem hafa undirbúið þetta nýja viðskiptabandalag, koma þennan dag saman í Stokkhólmi til þess að samþykkja stofnun þess. Á þessum fundi verða Danir að segja til, ef þeir vilja gerast aðilar. Tíminn er þvi naumur, að margra áliti alltof naumur, til þess að Danir geti íhugað þetta vandamál nægilega vel. Dönsku stjórnmálamennirnir eiga í miklu annríki þessa dag- ana. Ríkisstjórnin ræðir málið við utanrikismálanefndina foP* menn flokkanna, leiðtoga at- vinnurekenda o. fl. Þingmenu hafa verið kvaddir heim úr sum- arleyfi. H. 6. þ. m. fara þeir Krag og Skytte aftur til Lundúna til að tala við brezka ráðherra um land búnaðarvörurnar. Þ. 10. þ. m. hittast forsætisráð.ierrar Norður landa í Kungálv skammt frá Gautaborg. Kungálv á þá þúsund ára afmæli Nota ráðherrarnir tækifærið til að tala u"m ytra frí- verzlunarsvæðið og hið fyrirhug- aða toilabandalag Norðurlanda. Þ. 14. þ. m kemur Þjóðþingið danska saman til þess að ræða áform rikisstjórnarinnar í mark- aðsmálunum. Danir ekki á eitt sáttir Dani greinir mjög á um þa8, hvaða afstöðu þeir eigi að taka í þesum málum. Jafnvel er ágrein ingur um þetta innan ríkisstjórn- arinnar og stjórnarflokkanna. Sumir jafnaðarmannaráðherrarn ir álíta heppileg-ast, að Danir ger- ist aðilar að ytra fríverzlunar- svæðinu. Aðrir, þ. á. m. H. C. Hansen og Krag, eru að sögn mjög hikandi. Leiðtogar verka- manna óttast alvarlegar afleið- ingar og aukið atvinnuleysi, ef innflutningur iðnaðarvara frá sex löndum yrði frjáls í Dan- mörku. 40% af danska iðnaðnum mundi þí. veitast erfitt að stand- ast erlenda samkeppni. 120.000 verkamenn starfa í þessum iðn- aðarfyrirtækjum, sem eru illa samkeppnisfær. Róttæku ráðherrarnir óttast, að stofnun ytra fríverzlunarsvæðis- ins mundi leiða til viðskiptastríðs milli þess og Sameiginlega mark- aðsins. Þetta gæti orðið Dönum hættulegt. Bændur krefjast þess, að Danir biðji um upptöku í Sam eiginlega markaðinn. Páll Jónsson. Endurskoðun verBi gerð á vinnulöggjötinni Ályktanir aðalfundar Vinnuveit- endasambands Islands EINS og frá hefur verið skýrt var aðalfundur yinnuveitenda- sambands Islands haldinn hér í Reykjavík dagana 28.—30. maí síðastliðinn. Fundurinn var vel sóttur alla dagana og ríkti mikill áhugi um eflingu samtakanna, sem með hverju árinu sem líður, láta æ fleiri málefni vinnuveitenda til sín taka. Síðasta fundardaginn flutti Jónas Haralz, ráðuneytisstjóri, erindi fyrir fundarmenn um efna- hagsmálin, ástand og horfur. Er- indi Jónasar var að vonum fróð- legt og var gerður góður rómur að máli hans og einnig svaraði hann fyrirspurnum frá fundar- mönnum. A þessu vori eru liðin 25 ár frá stofnun Vinnuveitendasambands- ins og var þess minnzt á fundin- um. Formaður hefur verið frá upphafi Kjartan Thors framkvstj. og er það enn. Á fundinum voru samþykktar margar tillögur, m. a. þessar: Endurskoðun á vinnulöggjöfinni „Aðalfundur Vinnuveitenda- sambands íslands, haldinn í Ham .arshúsinu í Reykjavík dagana 28.—30. maí 1959, skorar á ríkis- stjórn og Alþingi að láta nú þeg- ar fara fram gagngera endurskoð un á lögum nr. 80 frá 11. júní 1938 um stéttafélög og vinnu- deilur, enda löngu tímabært. Fundurinn vill benda á, að þeg- ar lögin voru sett fyrir meir en tveim áratugum, voru þau frum- smíð og því eðlilega í mörgu gölluð og hin öra þróun í atvinnu háttum og félagsmálum, sem síð- an hefur átt sér stað hér á landi, gerir þörf á endurskoðun laganna brýna“. Aðild Vinnuveitendasambands tslands að rannsóknarstofnun atvinnuveganna „Aðalfundur Vinnuveitenda- sambandsins haldinn í Reykjavík dagana 28.—30. maí 1959, beinir því til fr'amkvæmdanefndarinnar að hún vinni að því, að Vinnu- veitendasambandið fói fulltrúa í stjórn Rannsóknarstofnunar iðn- aðarins, sem nú er verið að und- irbúa og í stjórnir annarra hlið- stæðra deilda, sem ástæða þykir til, enda er það verkefni Vinnu- veitendasambandsins að vera fé- lagsmönnum til aðstoðar og leið- beiningar í atvinnurekstri þeirra inn á við og út á við og koma fram fyrir þeirra hönd gagnvart opinberum aðilum“. Söluskattur og útflutnings- sjóðsgjald „Aðalfundur Vinnuveitenda- sambands íslands, haldinn í Reykjavík dagana 28.—30. maí 1959, leyfir sér að beina þeim eindregnu tilmælum til Alþingis og ríkisstjórnarinnar, að fella niður söluskatt og útflutnings- sjóðsgjald af vinnu, þjónustu og efnisvörum, sem fyrirtæki láta í té. Reynslan hefur sýnt að skatt- heimta þessi skapar hið mesta misrétti og truflar samkeppnisað- stöðu fyrirtækjanna gagnvart þeim mörgu, sem taka orðið að sér alls konar iðnaðarstörf án þess, að starfa hjá skráðum fyrir- tækjum, auk þessa geta umrædd- ir aðilar lagt til ódýrara efnl beint frá efnissölum, sem ekki eru söluskattskyldir. Jafnframt skorar fundurinn á ríkisstjórnina að breyta nú þeg- ar, þar til endanleg skipan kemst á þessi mál, innheimtu söluskatts á efni, þannig ,að skattheimtan fari eingöngu fram um leið og aðflutningsgjöld eru greidd. Fundurinn bendir sérstaklega á að þess sé vandlega gætt, að ekki skapist nýtt misrétti í iðn- aðinum við þessar nauðsynlegu og sjálfsögðu breytingu. Loks leyfir fundurinn sér að minna á fyrri fyrirheit stjórn- valda um að afnema söluskatt og útflutningssjóðsgjald í þeirri mynd, sem það nú er“. Jafnrétti í skattaálagningu „Aðalfundur Vinnuveitenda- sambands Islands haldinn 1 Reykjavík dagana 28,—30. maí 1959, áréttar fyrri samþykktir .sínar um að öllum atvinnufyrir- tækjum, í hvaða formi sem þau eru rekin, einkafyrirtækjum, samvinnufyrirtækjum og fyrir- tækjum ríkis- og bæjarfélaga, sem sams konar rekstur hafa með höndum, sé gert að greiða beina skatta eftir sömu reglum, svo að réttur samanburður fáist á rekstr arhæfni þeirra. Einnig að veltu- útsvör séu frádráttarbær við ákvörðun skattskyldra tekna ef eigi reynist unnt að afnema þau. Þá telur fundurinn nauðsynlegt að breyta skatta- og útsvarslög-' um í þá átt að. auðvelda, að er- lent fjármagn verði hagnýtt í ís- lenzkum atvinnurekstri“. Sýningarsvæði „Aðalfundur Vinnuveitenda- sambands Islands haldinn I Reykjavík dagana 28.—30. mal 1959, fagnar því að uppdrættir og skipulag á lóð þeirri er Sýningar- Framh. á bls. 13.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.