Morgunblaðið - 07.07.1959, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.07.1959, Blaðsíða 20
VEÐRID NA eða A kaldi skýjaff en úrkomulítiff. 142. tbl. — Þriðjudagur 7. júlí 1959 Fríverzlunarsvœáið Sjá bls. 11 Sex ára drengur beið bana í bílslysi SÍÐDEGIS á laugardaginn varð hörmulegt slys hér í bænum. Sex ára drengur varð undir fólksbíl, «em ökumaðurinn missti valdið yfir. Hann hét Grímur Ólafsson Lönguhlíð 19. Þetta sviplega slys varð um Séra Jóhann Hannesson próíessor við Háskóla íslamls SEINT í gær fregnaði Mbl., eftir heimildum sem telja verður ör- uggar, að Sr. Jóhann Hannesson, prestur á Þingvöllum, hefði verið skipaður prófessor við guðfræði- deild Hásóla fslands, eftirmað- ur herra Sigurbjarnar Einarsson- ar biskups. klukkan 5.30, á gatnamótum Lönguhlíðar og Miklubrautar. Eldri maöur ók bíl af Miklubraut inni og inn á Lönguhlíðina. Þar er nú verið að breyta gatnamót- unum og er beygjan svo kröpp, að um fullkomna vínkilbeygju er að ræða. í beygjunni hefur bíll- inn lent utan í brún á „eyju“ sem þarna er. Við það er talið að öku- maðurinn hafi misst valdið yfir bílnum. — Geystist bíllinn áfram og hentist yfir stærðar steina sem afmarka akbrautina og það skipti engum togum að bíllinn ók á drenginn litla, sem var að huga að reiðhjóli sínu þarna utan við akbrautina. Lenti drengurinn inn undir bílnum ásamt reiðhjólinu. Þegar komið var með drenginn í sjúkrahús var hann með lífs- marki, en skömmu síðar lézt hann. Grímur litli var sonur Ólafs Ólafssonar og konu hans Sigrún- ar Eyþórsdóttur að Lönguhlíð 19. Maðurinn sem bílnum ók hafði verið vel fyrirkallaður er þetta gerðist og bíllinn í fullkomnu lagi. Enn minni síldarafli en um þetta leyti í fyrra SÍIDVEIÐISKÝRSLAN sem Fiskifélagið sendi út í gær um gang síldarvertíðarinnar fyrir Norðurlandi, sýnir að síldarafl- inn er nú aðeins óverulegur hluti af því sem hann var orðinn um þetta leyti ár* í fyrra. Var þá búið að salta í yfir 100.000 þús- und tunnur, en söltunin nú er rétt liðlega 3000. Þó bræðslusíld- araflinn sé litið eitt meiri en í fyrra er hann að magni til óveru- legur. í skýrslu Fiskifél. íslands segir m. a. á þessa leið: Síldin var treg síðastliðna viku. Veiddist síld aðallega 60 mílur NNV af Sauðanesi. Þoka og aust- læg bræla hamlaði mjög veiðum. Síldin óð yfirleitt ekki, nema lítils háttar einn dag. Á miðnætti, laugardaginn 4. júlí var síldaraflinn orðinn sem hér segir: (Tölurnar í svigum eru frá fyrra ári á sama tíma.) í salt 3.110 uppsaltaðar tunnur (114.222). í bræðslu 37.679 mál (24.915) í frystingu 2.498 uppmældar tunnur (2.486). Vitað var um 124 skip (204), lem höfðu fengið einhvern afla, en 33 (110) skip, sem aflað höfðu 500 má! og tunnur uppmældar eða meira og fylgir hérmeð skrá yfir þau skip. Þess ber að gæta, að saltsíldarafli veiðiskipanna er nú miðaður við uppmældar tunn- ur, en áður hefur hann verið mið- aður við uppsaltaðar tunnur og því eru þessar tölur ekki sam- bærilegar nú og undanfarin ár. Sklp: M & T Akraborg, Akureyri ............ 641 Álftanes, Hafnarfiröi ......... 778 Amfirðingur, Reykjavík ......- 1532 Ásgeir, Reykjavík .........— 628 Askur, Keflavík ............. 664 Blíðfari, Grafamesi ........... 711 Einar Hálfdáns, Bolungavík _. 841 Faxaborg, Hafnarfirði ......... 2393 Guðbjörg, ísafirði ............ 688 Guðm. á Sveinseyri ............ 1909 Gunnar, Reyðarfirði............. 537 Hafrenningur, Grindavík ....... 916 Hafþór, Reykjavík.............. 788 Heiðrún, Bolungavík ............ 653 Heimir, Keflavík .............. 545 Helguvík, Keflavík ............ 520 Hringor, Sigiufirði............ 702 Huginn, Neskaupstað ............ 826 Jón Kjartansson, Eskifirði ... 1180 Jökull, Ólafsvík .......... Kambaröst, Stöðvarfirði ... Kristján, Ólafsfirði ...... Marz, Vestmannaeyjum ..... Mummi, Garði .............. Muninn II., Sandgerði ..... Sigrún, Akranesi .......... Sigurfari, Grafamesi ...... Sæborg, Geirseyri ......... Sæljón, Reykjavík.......... Tálknfirðingur, Sveinseyri Víðir II., Garði ......... Víðir, Eskifirði ......... Von II., Keflavík ........ 816 836 537 588 714 515 705 842 568 890 758 1152 818 825 Þegar tíðindamaður blaðsins var á ferð austan fjalls um næstsiðustu helgl og kom að Bergþórs- hvoli, var þar tjóðruð viff fjósvegginn flugvél sú, sem hér birtist mynd af. Hafði hún þá skömmu áður orðið að lenda þar fyrirvaralítið, vegna bilunar af einhverju tagl. Það er nokkuð fróðlegt í sambandi viff myndina, aff afturundan flugvélinni í vesturátt var fyrir nokkru síðan grafið og fundust brunarústir. Var talið líkuegt, að þar hefði bær Njáls staðiff forðum. Ekki væri ófróðlegt að vita, hvað Njáll hefði látið frá sér fara, ef þennan óboðna gest hefði boriff að garði svo skyndi- lega, meðan hann réffi búi á staðnum? Maður varð undir bíl í Eyjafirði og beið ba na Sviplegt slys s.L föstudagskvöld AKUREYRI, 6. júní. — Banaslys varð á veginum nálægt Ásláks- stöðum í Arnarneshreppi sl. föstudagskvöld, laust fyrir kl. 20, og fórst þar Kristján Magnús- son til heimilis að Möðruvöllum í Hörgárdal. Hann var tæplega 47 ára að aldri, ókvæntur en bjó með öldruðum foreldrum sínum. Samkvæmt rannsókn, sem nú Frú Unnur Sigurðardóttir dró vinningsnúmerið í Kosninga- veltu Sjálfstæðisflokksins sl. laugardag, en hún átti sæti í fjár- öflunarnefndinni, sem fyrir veltunni gekkst. Auk hennar eru á myndinni þeir Sveinn Guðmundsson, vélfræðingur, formaður nefndarinnar, Ingvar N. Pálsson, framkvæmdastjóri hennar, og Jónas Thoroddsen, fulltrúi borgarfógetans í Reykjavík. Almenn þátttaka í kosningaveltu Sjálfstæðisðlokksins Vinningurinn kom á númer 4338 UM HÁDEGI á laugardaginn sl., var dregið í Kosningaveltu Sjálf- stæðisflokksins og hlýtur eigandi númersins 4338 vinninginn, sem er glæsilegur Grundig útvarps- grammófónn með segulbandstæki Kosningavelta þessi hljóp af stokkunum þ. 4. júní sh á vegum fjáröflunarnefndar Sjálfstæðis- flokksins. Það var nýstárlegt við veltuna, að þeir, sem þátt tóku í henni, fengu auk happdrættis- miða, hina svonefndu „Handbók veltunnar", sem hafði að geyma margvíslegar og fróðlegar upp- lýsingar um hin ólíkustu efni. Fyrirkomulag veltunnar var ann ars þannig, að þátttakendur greiddu 50 krónur í kosningasjóð flokksins og skoruðu jafnframt á þrjá aðra að gera slíkt hið sama. Bókin var svo afhent um leið og greitt var, og varð þátttaka mjög almenn áður en yfir lauk, því að fólk tók áskorunum yfirleit mjög vel. Þess skal getið, að að- eins var dregið úr greiddum núm- erum. er langt komið, voru atvik að slysinu svo sem nú skal greina: Kristján heitinn var þarna á ferð með öðrum manni í 10 manna her bifreið. Hugðist ökumaður snúa við og aka afturábak út af veg- inum, upp á hæð eina, sem þarna er við veginn og er nokkuð brött neðst. Opnaði hann hurðina vinstra megin og horfði aftur með bifreiðinni, en þegar hann hafði ekið þannig 2—3 lengdir bifreiðarinnar, leit hann fram aftur og sá þá Kristjái. heitinn, sem setið hafði við hlið hans, liggja hreyfingarlausan niðri á veginum. Var hann meðvitundar- laus. Bóndinn á Ásláksstöðum var þarna nærstaddur, og gerði hann þegar boð eftir lækni frá Akur- eyri. En þegar læknirinn kom, reyndist Kristján látinn. Allar líkur virðast benda til þess, að Kristján hafi með ein- hverjum hætti fallið út um bíl- dyrnar sín megin og orðið undir hægra framhjólinu. Hafði hann hlotið lemstur innvortist og blætt svo mikið inn, að hann mun hafa látizt nokkrum mínútum eftir slysið. Ekki minkur heldur.... SUNNUDAGSMORGUN 5 S varff uppi fótur og fit í einu ■ \ af úthverfum bæjarins, því aff s S fólk hélt sig hafa séð til ferffa ) i minks viff hús eitt. Var þegar ■ J leitað eftir liffsstyrk lögregl- ( \ unnar, til þess að ryðja ófögn- S i uffinum úr vegi. Hún brá skjótt £ ) viff og sendi bifreið til Carls- s ^ sons minkabana, sem kom til i S skjalanna aff vörmu spori meff • ) hunda sína. Var þeim sýnt, s \ hvar dýriff hefði horfið inn í) S holu, og leiff ekki á löngu, áff- \ ) ur en þeir höfðu klófest þaff. s \ En þá kom í ljós, að hér var ) S ekki um mink að ræða heldur £ j stærffar rottu. Þaff breytti þó s | ekki því, aff örlög hennar urðu ) s þau sömu og minks hefffu \ \ væntanlega orffið, — og tvístr- ‘ S aðist mannþyrpingin brátt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.