Morgunblaðið - 11.07.1959, Síða 15

Morgunblaðið - 11.07.1959, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ 15 « Laugardagur 11. júli 1959 Hundarnir reðusf á tóf- una inni í greninu Ný bók eítir Gunnor M. Mngnuss TVEIR grenjahundar lögðu full- orðna tófu að velli ofan við Hafn- arfjörð nú í vikunni. Sveinn Ein- arsson, veiðistjóri, var þar á ferð með grenjahund, sem Carlsen minkabani hefur alið upp. Fann hundurinn tófugreni og fór inn í grenið. Tófan var inni fyrir og hrakti hundinn út — og þegar það hafði gengið nokkrum sinn- um, var sent eftir öðrum til Carlsens. Hundarnir tveir réðust Gjöf sem vekur athygli NÝLEGA barst Blindravinafé- lagi Islands frá ónefndum manni, kr. 790,00, sem skrifar á þessa leið: „Þetta er gjöf til fé- lagsins og er það gjört í minn- ingu þess, að ég hef haft góða sjón í 79 ár, og hef því fengið að njóta þeirrar fegurðar, sem fyrir augun hefur borið, á fögrum vetrarkvöldum og sólbjörtum sumardögum. Þetta er lítið korn í mælinn, en það er sagt, að margt smátt gjöri eitt stórt. Guð blessi félagsstarfsemi ykkar, sem vinnið að því að létta þeim sporin, sem í skugganum búa“. Þetta er lofsverður hugsunar- háttur, að gleðja aðra í minningu þess, að njóta góðrar sjónar í 79 ár. Víða á Norðurlöndum gefa menn gjafir til blindrastarfsemi, sem þeir kalla sól-gjafir. Þessi aldraði maður gæti verið upp- hafsmaður að sól-gjöfum til blindrastarfsemi hér á landi. — Beztu þakkir til hins ókunna manns, sem lýsir hug sínum svo vel í verki. Blindravinafélag íslands, Þ. Bj. Sló af fuiidar- lauimm SL. miðvikudag var frá því skýrt hér í blaðinu, að finnandi kven- úrs hefði ekki viljað skila því vegna of lágra fundarlauna og ekki gefið sig fram aftur, þrátt fyrir auglýsingar. Eftir að sú frásögn birtist í blaðinu gaf konan sig fram og samdi um fundarlaunin, helm- ingi lægri en hún hafðí upphaf- lega krafizt. Hcildarveltan 45,2 millj. kr. KAUPFÉLAG Austur-Skaftfell- inga hélt aðalfund sinn föstu- daginn 26. júní. Vörusala nam 19,7 millj. er það 3,7 millj. hærra en í fyrra. Sala innlendra vara nam 25,5 millj.. Er það um 11 millj. hærra en árið áður. Þar af voru sjávarafurðir 18,5 millj. Heildarveltan er því 45,2 millj. Þar að auki er mjólkursamlagið en sala mjólkurafurða var 2,1 millj. Helztu framkvæmdir félagsins á árinu 1958 voru stækkun á fisk- móttöku frystihússins um 300 íerm. og byggt var nýtt fisk- verkunarhús 900 ferm. Þá var keypt flökunarvélasamstæða og flatningsvélasamstæða. Afskriftir félagsins á fasteign- um og áhöldum var 875 þús. og tekjuafgangur til ráðstöfunar 359 þús. Var 875 þús. og tekju- afgangur til ráðstöfunar 359 þús. Var samþykkt að leggja 5% í stofnsjóð og 4% í viðskipta- reikninga. Innstæður í innlánsdeild og viðskiptareikningum höfðu auk- izt um 1% millj. á árinu og skuld- ir viðskiptamanna höfðu hækkað um 300 þús. til atlögu við tófuna inni í gren- inu, drápu hana og drógu hræið síðan út. Þessir hundar eru tveggja og þriggja ára. f fyrri viku var Sveinn með hundinn austur í Fljótshlíð. Var ætlunin að láta hann eyða þar greni. Þegar að var komið hafði tófan komið öllum yrðlingunum nema tveimur undan. Drap hund urinn þá tvo, sem eftir voru í greninu.. KAIRO, 8. júlí. — Mikil kjörsókn var í At. bíska sambandslýðveld- inu, Egyptalandi og Sýrlandi, í dag, en þá fór fram „fyrsta stig“ þingkoshinga. Allir þeir, sem ekki mæta á kjörstað og geta ekki borið fram gildar ástæður, verða sektaðir um eitt egypzkt pund. Aðeins einn flokkur fékk að bjóða fram í kosningunum, flokk ur Nassers. Frambjóðendur voru 120 þúsund — og úr þeirra hópi voru í dag kjörnir 39.000 kjör- menn, sem síður munu kjósa sveita- og bæjarstjórnir, sem síðar munu kjósa eins konar „aðalráð". Úr þessu ráði velur svo Nasser þingmenn sína. Um 6.500.000 Egyptar og 1.500.000 Sýrlendingar voru á ÚT er komin hjá forlaginu Vina- minni nýstárleg ljóðabók eftir Gunnar M. Magnúss rithöfund, sem nefnist „Spegilskrift". í bók- inni, sem er 48 blaðsíður að stærð, eru 27 ljóð. Bókin er þann- ig úr garði gerð, að hún byrjar aftast og endar fremst og er hún þannig í fullkomnu samræmi vð suma þá nútímastrauma, sem hingað hafa borizt í prentverki og bókmenntum. Ljóðin fjalla um hitt og þetta, eitt heitir t. d. „Rauðmagaljóð“ og annað „Að leika á lífið“ og kjörskrá. Kjördagur leið án þess að til neinna tíðinda drægi, enda var viðbúnaður mikill af hálfu stjórnarvaldanna til þess að koma í veg fyrir átök. Vilja griðarsamning A-BERLIN, 10. júlí — Bolz, ut- anríkisráðherra A-Þýzkalands, segist ætla að reyna að ná tali af sendimönnum V-Þjóðverja á Genfarfundinum, þegar hann hefst að nýju. A-þjóðverjar telja enn æskilegt að gera griðarsamn- ing milli hinna tveggja hluta Þýzkalands. er það síðasta ljóðið í bókinni og kannski ekki tilviljun ein, að það skuli einmitt bera þetta nafn. Gunnar M. Magnúss er löngo vel þekktur rithöfundur. Hann hefur skrifað ógrynni bóka og eru þær taldar upp í „Spegil- skrift“. Fyrsta bók hans kom út 1928 og heitir „Fiðrildi“ Síldarstúlkur óskast til Raufarhafnar strax. Fríar ferðir og kaup- trygging. Upplýsingar í síma 1-67-62. N auðungaruppboð annað og síðasta, á húseigninni nr. 26 við Heiðar. gerði, hér í bænum, þingl. eign Unnsteins R. Jóhannessonar, fer fram samkvæmt kröfu hans á eigninni sjálfri mánudaginn 13. júlí 1959, kl. 3 s.d. BORGARFÓGETINN I REYIÍJAVlK L o k.a ð vegna sumarleyfa til 27. júlí n.k. StáSumbúðir h.f Kleppsvegi Glæsilegur suuiarbúsfadur á Vatnsendalandi er til sölu ásamt stórri lóð. Bú- staðurinn er nýr með nýtízku innréttingu og þæg- indum, gott verð ef samið er strax. FASTEIGNAMIÐSTÖÐIN Austurstræti 14 Sími 14120. AÐVÖRUN! Allir þeir, sem eiga garðskýli í leigugarðlöndum Reykj avíkurbæj ar, skulu hafa málað þau fyrir L ágúst n.k., eftir þann tíma hefst hreinsun á hvers- konar rusli úr garðlöndum og verða þá fjarlægð öll þau garðskýli, sem eru í slæmu ásigkomulagi. Reykjavík, 9. júlí 1959 Garðyrkjustjóri Reykjavíkurbæjar Innilega þakka ég börnum mínum, tengdabömum og öðrum vandamönnum og vinum sem glöddu mig á 60 ára afmæli mínu 21. júní. Með innilegri vinarkveðju Benedikta Guðmundsdóttir, Bolungarvík.. Hjartans þakkir færi ég öllum þeim sem heiðruðu mig á sjötugsafmæli mínu þann 1. júní s.l. með heimsóknum, gjöfum og skeytum. Sérstaklega þakka ég starfsmönn- um Síldarverksmiðju ríkisins fyrir þeirra gjafir. Guð blessi ykkur öll. Konráð Klemensson, Skagaströnd. ÞÓRUNN JÓNSDÓTTIR frá Núpstúni, andaðist að Elliheimiiinu Grund 9. júlí. Fyrir hönd aðstandenda. Helgi Tryggvason. Eiginmaður minn, JÓN ÞÓRÐARSON, frá Núpi andaðist 9. þ.m. Guðrún Símonardóttir Útför MARIE JOHANNESEN sem andaðist 5. júní s.l. fer fram frá Fossvogskirkju, n.k. þriðjudag 14. júlí kl. 10,30 árdegis. Vinir hinnar látnu. Móðir okkar, ÞURlÐUR SIGURÐARDÖTTIR Laugavegi 147, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni, mánudaginn 13. júlí kl. 1,30 s.d. Fyrir hönd vandamanna. Þórunn Pálsdóttir, Gunnar Pálsson Minningarathöfn um konuna mína GUÐMUNDU MARlU TÓMASDÓTTUR Tröð, Þingeyri, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 13. þ.m. kL 1,30 eftir hádegi. Guðmundur Tómasson. Hjartanlega þökkum við öllum fjær og nær fyrir auð- sýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar ÖNNU SIGRÍÐAR SIGURÐARDÓTTUR frá Hveragerði. Sérstaklega læknum og stafsfólki sem önnuðust hana í veikindum hennar. Guð blessi ykkur öll. Agnar og Ingimar ÍJrban. Þökkum öllum hjartanlega auðsýnda samúð og alla hjálp, sem okkur hefir verið veitt við andlát og jarðarför GlSLA GUÐMUNDSSONAR Úthlíð Einnig öllum þeim, sem heimsóttu hann og glöddu. Sigríður Ingvarsdóttir, börn og tengdabörn Viljum hjartanlega þakka öllum nær og fjær, sem auð- sýndu okkur samúð og vinsemd, við andlát og útför eiginmanns, föður, tengdafóður og afa okkar, KRISTJANS hjaltasonar frá Fjarðarhorni Guð blessi ykkur öll. Guðrún Jónsdóttir Valgerður Þ. Kristjáusdóttir, Sveinn Kristjánsson, Gunnar J. Kristjánsson, Birna Ölafsdóttir, Erla Kristjánsdóttir, Gunnar D. Júlíusson, Jóhanna Kistjánsdóttir, Sigrún Kristjánsdóttir, og barnabörn Þeir, sem ekki kjósa, eru sektaðir — Gunnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.