Morgunblaðið - 11.08.1959, Side 9
Þriðjudagur 11. ágúst 1959
'iORCVyrtr 4Ð1Ð
9
Framleiðslumátfur Rússa
hefir verið ofmefiim
Álit fréttamanns, sem terðabist
með Nixon
HINN kunni bandaríski blaða-
maður James Reston við New
York Times fylgdi Nixon for-
seta eftir í för hans um Sovét-
ríkin ásamt fjölda annarra
vestrænna blaðamanna. UndiT
lokin reyndi haim að kynna
sér, hvernig blaðamönnumim,
félögum hans, hefði likað för-
in og hvaða álit þeir hefðu
fengið á Krúsjeff einvalda
Rússlands og rússnesku þjóð-
lífi. Um þetta efni, skoðanir og
viðhorf blaðamannanna ritaði
hann svo að síðustu grein í
New York Times og kemur
margt athyglisvert fram í
henni, sem hér verður haft eft-
ir:
★
Skoðanakönnun meðal frétta-
mannnanna leiðir í ljós að
þeir eru nær því alveg sammála
um eftirfarandi atriði:
1) För Njxons hefur heppnazt
mjög vel. Hún hefur ekki orðið
til þess að breyta stefnu Rússa,
en þrátt fyrir það orðið Banda-
ríkjunum gagnleg. Hún hefur
auk þess aukið möguleika Nixons
á að komast í framboð við næstu
forsetakosningar.
2) Þrátt fyrir alla erfiðleika
telja blaðamennirnir, að fundur
þeirra Eisenhowers og Krússjeffs
sé áhættuspil sem eigi að reyna.
Flestir vildu að fundur þeirra
yrði í Bandaríkjunum.
3. Iðnaðarþróun og framfarir í
Rússlandi eru minni en frétta-
mennirnir höfðu ætlað, þó þeir
bendi á að þeim hafi ekki verið
gefið tækifæri til að kynnast
eldflaugaframleiðslu Rússa.
4) Rússneska þjóðin er vinsam-
legri Bandaríkjunum en þeir ætl-
uðu, hún er einnig betur fædd og
kl':dd en þeir héldu.
b.'<imm blaðamannanna sögðust
* hafa verið á móti fundi Eisen
howers og Krúsjeffs, þegar þeir
lögðu af stað í ferðina, en hefðu
breytt um skoðun. Þeir kváðust
nú halda að Krúsjeff væri lík-
legri en nokkur annar Rússi til að
tala opinskátt og reyna að ná
einhverju samkomulagi. Hann
væri líka sá maður í embætti for-
sætisráðherra Sovétríkjanna, sem
líklegastur væri til að beita
minnstu einræði.
Einn blaðamaðurinn kvaðst
bá:a enn meiri ugg eftir ferðina
en áður vegna hins mikla valds
Krúsjeffs annarsvegar og hinsveg
ar vegna inisbrestanna í skap-
gerð hans.
Fjórir blaðamenn kváðust fylgj
andi fundi þeirra Eeisenhowers
og Krúsjeffs, en kváðust óttast að
ekki yrði hægt að halda í skefj-
um ýmsum mótmælahópum. Til
þess að forðast að móðga Krús-
jeff töldu þeir rétt að fundurinn
yrði haldinn í hlutlausu landi.
En yfirgnæfandi meirihluti
fréttamannanna var hinsvegar
þeirrar skoðunar, að stærsti vinn
ingurirm við slíkan fund væri að
gefa Krúsjeff tækifæri til að
himsækja Bandaríkin svo að rang
ar hugmyndir hans um banda-
rískt þjóðfélag yrðu upprættar.
Þá er að víkja að því, hvaða álit
fréttamennirnir hafi fengið á
iðnaði og byggingarframkvæmd-
um í Rússlandi. Ber þá fyrst að
geta þess, að flestir blaðamenn-
irnir lögðu af stað í ferðina eftir
að hafa kynnt sér rækilega um
lengri tíma frásagnir Rússa
sjálfra og vestrænna fréttamanna
í Moskvu af vísindalegum og
tæknilegum framförum í Sovét-
ríkjunum. Þeir höfðu sérstaklega
kynnt sér staðhæfingar Rússa um
að þeir ætluðu að fara fram úr
Bandaríkjunum í framleiðslu á
næsta áratug.
En í Rússlandsförinni rákust
þeir á margt, sem benti til pess
að framiOiði.ugeta Rússa heíði
vtrið ofmetin í Banda.-ikj L'r.urr:
upp á síðkastið.
Þeir leggja sérstaka áherzlu á
það, að þeir hafi orðið varir við
slæma hagnýtingu á vinnuaflinu
og skort á fagþekkingu í bygg-
ingariðnaðinum, samgöngukerfið
hafi verið lélegt og víða gætti
þess hvílíkur dragbítur hið
þunga skriffinnsku- og embætt-
ismannakerfi var á framleiðsluna.
Bandarísku fréttamennirnir
veittu því sérstaka athygli hve
rússneskur almenningur var vin-
samlegur Bandaríkjunum. —
„Bandaríkin virðast vinsælli með
al íbúa Síberíu en meðal íbúa
margra Vestur-Evrópulanda,
sagði einn fréttamaðurinn. Frétta
mönnunum virtist að fólkið væri'
almennt hollt stjórn sinni og það
væri vinnusamt.
Sumir blaðamennirnir héldu að
nokkuð myndi bera í Rússlandi
á ótta fólks við öryggislögreglu,
en slíkt var ekki áberandi. Fólk
ræddi þvert á móti frjálslega við
útlendingana. Þó varð a. m. k.
einn blaðamannanna var við ein-
kennilegt atvik, öryggislögregla
hindraði að maður nokkur ræddi
við hann. ,
Þrátt fyrir það, að blaðamenn-
irnir fengju nú í fyrsta skipti
leyfi til að heimsækja borg eins
og Novosibirsk sem hefur verið
„lokuð borg“ fyrir útlendinga, þá
verður að segja það eins og er,
að ferðir þeirra um landið voru
á öllum sviðum takmarkaðar.
kjarnorkuver við Sverdlovsk, en
leiðin þangað lá um vegi sem
voru svo afleitir, að slíkt hefði
jafnvel ekki verið þolað í ein-
angruðustu sveitahéruðum í
Bandaríkjunum fyrir tuttugu ár-
m.
Þeir sáu margar slikar and-
stæður. Bjálkakofar voru við
hliðina á fullkomnustu raforku-
verum, nýjum og glæsilegum
byggingum var svo illa haldið
við, að segja mátti að þær væru
í fullkominni niðurníðslu, verk-
smiðjur voru með sjálfvirkum
framleiðslutækjum, en öryggis-
útbúnaður allur við þau ákaflega
lélegur.
A„ .... ,, .. . Þeir blaðamenn, sem heimsóttu
F ollum a'hrifum ur ferðinm. menntastofnanir komu hinsvegar
ber mest a undrun þeirra yf- ] hrifnir til baka Þeir höfðu hitt
ir mótsögnunum í rússnesku ungt skólafólk, sem var áhuga-
þjóðfélagi. Þeir fengu t.d. að heim ! samt við námið og vildi vita,
sækja fullkomið nýtízkulegt i hvað gerðist í heiminum
ihrij^c
ar um:
* KVIKMYNDIR *
Eiganda ógœfubátsins
vart hugað líf
KAUPMANNAHÖFN — Hans
Riistoft, veitingahússeigandi og
skipstjóri á ógæfubátnum, sem
brann við Haderslev með þein? af
leiðingum að yfir 50 manns fór-
ust, liggur nú milli heims og
helju. Hann hefur legið í sjúkra-
húsi alla tíð frá því að slysið
varð. Um skeið fór honum batn-
andi, en nú hrakar heilsu hans
svo mjög, að tvísýnt er talið um
líf hans.
Riistoft brenndist mjög, er
hann reyndi árangurslaust að
bjarga konum og börnum úr bát
sínum. Hann fékk líka mikið
taugaáfall. Það eru ekki bruna-
sárin, sem valda því, að líf hans
hangir nú á veikum þræði. Það
er angistin og sálarkvölin, sem
er að gera út af við gamla mann-
inn.
Daglega berzt honum fjöldi
bréfa, bæði frá aðstandendum
þeirra, sem fórust í Haderslev —
svo og frá vinum og vandalaus-
um. Allir reyna að hughreysta
Riistoft, en árangurslaust.
Sigurgeir Sigurjónsson
hæstaréltarlÖKniaður.
Aðalstræti 8. — Sími II043.
Cólfslípunin
Barmahlið 33. — Simi 13ti5’J
Ferðamenn streyma nú til
Haderslev — íbúunum til sárrar
raunar, því erindi allra er að
sjá slysstaðinn og skipsflakið,
sem enn liggur hálfbrunnið við
vatnsbakkann.
Sumir ferðamannanna , brjóta
jafnvei flísar úr skipsflakinu tii
minningar um komuna á slys-
staðinn — og til þess að geta
sýnt vinum heima. Þykir íbúun-
um þetta allt óhugnanlegt — og
menn segjast ekki geta skilið
hugsunarhátt ferðalanganna.
TRÍPÓLÍBÍÓ:
Lemmy lemur frá sér.
Sakamálamynd? Að vísu, en
næsta ólík venjulegum myndum
af því tagi, eins og raunar allar
Lemmymyndirnar eru, og ræð-
ur það ekki hvað minnstu um
hinar miklu vinsældir þeirra.Eru
þessar myndir samdar í „léttum
tón“, en halda þó fyllilega spenn
unni ekki síður en mergjuðustu
glæpamyndir. Hér eru ekki bar-
smíðar og manndráp aðalatriðið,
heldur ráðsnilli og skarpskyggni
Lemmys vinar okkar, sem brosir
við fögrum konum og þiggur
gott viðmót þeirra, án þess að
það rugli hann hið minnsta í
ríminu. Það er reyndar barizt
hressilega í þessari mynd og byss
an kemur þar oft í góðar þarfir,
en Lemmy notar hana aðeins til
sjálfsvarnar og til að halda bóf-
unum í skefjum.
Hér eru það útsmognir pen-
ingafalsarar, sem Lemmy á í kasti
við, menn sem einnskis svífast og
hafa jafnvel framið morð til þess
að villa lögregluna. f alla þessa
glæpahistoríu eru flæktar ungar
og fríðar konur og berast böndin
mjög af þeim. Allt er reynt til
þess að gera Lemmy óskaðlegan.
Konurnar bjóða honum blíðu
sína, og honum er gerð fyrirsát
hvað eftir annað og hann er jafn
vel handsamaður. En sá gamli
smýgur alltaf úr klóm bófanna
fyrir snarræði sitt og r&Ssr.iIIi
og ber vitanlega sigur úr býium
að lokum.
Ég hafði verulega gaman af
að sjá þessa mynd. Hún er ágæt-
lega samin og gerð. Hinn mesti
vandi leysist á trúverðugan hátt,
sem vart þekkist í venjulegum
glæpamyndum.Leikurinn erprýði
legur, Eddie Constantine í hiut-
verki Lemmys, jafn skemmtileg-
ur nú sem endranær og kon-
urnar tælandi fagrar þó að það
dugi þeim ekki þama.
TJARNARBÍÓ:
Læknir á lausum kili.
Þetta er ax læknakvikmynd-
unum, sem Rank-félagið enska
hefur gert og margir hér mumx
kannast við. Hafa myndir þessar
orðið mjög vinsælar hvarvetna,
enda eru þær flestar bráð-
skemmtilegar, fullar góðri kímni
og prýðilega leiknar. Dick
Bogarde fer nú, sem jafnan áð,:r
með aðalhlutverkið, hinn unga,
nýbakaða lækni, Simon, sem á þá
ósk heitasta að verða skurðlækn-
ir. Hann sækir um slikt starf en
annar hlýtur hnossið. Fullur von
brigða gerist Simon aðstoð3r-
læknir hjá dr. Hatchest, bráð-
nískum og sérvitrum svéitalækni.
Dvelst Simon xun hríð á heimili
læknisins og ungrar og ást’cit-
innar konu hans. Leitar hún mjög
áThinn unga og aðlaðandi læknir.
sem enginn skyldi lá henni, en
Simon er ekki til í tuskið, og
fer að lokum burtu, enda hefur
hann fengið nóg af þeim hjón-
unum. — Næst gerist hann að-
stoðarlæknir tízkulæknis, sem er
orðinn forríkur af að stunda móð
ursjúkar, ríkar konur, enda tek
ur hann ekki læknisstarf sitt allt
of hátíðlega. Símon er þar um
hríð og láerir þar hofmennsku
og glæsimennsku í klæðaburði^
en því minna í lækiiisfræðinni.
Að lokum hverfur Símon aftur
að slysadeild sjúkrahússins, þar
sem hann sfarfaði er myndin
hófst og þá kemur nú fyrir atvik
sem leiðir til þess, að lahgþráður
draumur hans um skurðlækr.is-
störf, rætist. Og við það bætist
að Joy vinkona hans lofar að gift
ast honum.
Mynd þessi, sem tekin er í iit-
um, er ágætlega gerð. Margar
persónurnar, sem þar koma, er
skemmtilega sérkennilegt fólk, og
ber dr. Hatchett af í því efni.
Leikur Bogarde’s er hóglátur, en
öruggur, gæddur notalegri kímni
og skemmtilegu skopi án áber-
andi leikbragða. Er það með öðru
styrkur þessa unga listamanns,
sem nú er talinn einna vinsæl-
astur brezkra kvikmyndaleikara.
GAML. BÍÓ:
Kátt er í sveitinni.
Þessi þýzka gamanmynd, sem
tekin er í litum, hefði miklu
fremur átt að heita „Jolanthe"
eða „Verðiaunagyltan" eftir sam
nefndri gyltu, sem hlaut heiðurs
verðlaun á gripasýningu, og verð
ur því stolt og eftirlæti allra
þorpsbúanna ekki síður en eig-
anda hennar, hins fyrirferðar-
mikla bónda, Kristjáns Lamken.
Snýst öll myndin svo mjög um
þennan fágæta kostgrip, að ástir
og rómantík unga fólksins hverf
ur algjörlega í skuggai,n. Annars
er meginefni myndarinnar upp-
reisn þorpsbúa gegn skattayfir
völdunum, sem gerzt hafa svo ó-
skammfeilin að gera lögtak í gylt
unni fyrir ógreiddum sköttum
eigandans. Slíka móðgun við
þorpið og gyltuna geta íbúamir
ekki sætt sig við og því rísa
þeir upp allir sem einn maður
til varnar gyltunni. Gerast nú
ýmsir atburðir, sem hér verða
ekki raktir, en þó skal það sagt
að tvöföld trúlofun verður til
þess að leysa hnútinn að lokum.
í mynd þessari bregður yrir
nokkrum allbroslegum atriðum,
en annars er myndin fremur iítils
virði, leikstjórnin lin og leikur-
inn eftir því tilþrifalítill, —einr.a
beztur leikur Cörlu Hagen í
skemmtilegu hlutverki Stínu
vinnukonu.
Peningalán
Vil lána kr. 50—100.000 til 5 ára gegn öruggu fast-
eignaveði. Lysthafendur sendi nöfn, heimilisfang og
uppl. um veð til afgr. Mbl. merkt „Peningalán—4573“
fyrir n.k. fimmtudagskvöld.
Danskir plastregnfrakkar
í boði, á lægsta heimsmarkaðsverði frá stórri danskri
sérverksmiðju. Ennfremur er óskað eftir sambandi við
góðan umboðsmann. Svar merkt: „8082“,— til Polack’s
Annonceburean, ved Glyptoxeket 6, Köbenhavn V.
R Ö Ð U L L
^l^ri&ur Cjeiróclóttir
fegurðardrottning íslands
19 5 9
syngur með
HLJÓMSVEIT ÁRNA ELVARS
í kvöld
Borðpantanir í síma 1-5-3-2-7.
V