Morgunblaðið - 11.08.1959, Page 10
10
MORCVNntártifí
Þriðjudagur 11. ágúst 1959
tTtg.: H.f. Arvakur ReykjavOt.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsscn.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjami Benediktsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargald kr 35,00 á mánuði innamands.
1 lausasölu kr. 2.00 eintakið.
UPPBYGGING MIÐBÆJARINS '
AÐ, sem mestan svip hefur
sett á Reykjavík á undan-
förnum árum, eru hinar
geysilegu byggingarframkvæmd-
ir, sem nú hafa staðið í h.u.b.
hálfan sxnnan áratug. Má segja, að
árlega hafi risið ný íbúðarhverfi
í borginni. En meðan á ölium
þessum framkvæmdum liefur
staðið, hefur miðbærinn orðið út-
undan, einmitt sá bæjarhiuti, er
samkvæmt öllum venjulegum lög
málum ætti að vera glæsilegasi-
ur.
Ef litið er á aðalviðskiptahverfi
Reykjavíkur, frá Lækjargötu til
Aðalstrætis, sést, að þar eru furðu
lítið um nýjar byggingar. Á 20
árum, frá 1939—58 voru aðeins
fimm hús byggð á þessu svæði,
og þar af voru tvö í rauninni við-
bætur við eldri hús. Auk þess var
byggt ofan á tvö hús á tímabil-
inu. Þetta samsvarar því, að eitt
hús hafi verið byggt að jafnaði
á 3—4 árum. Með sama áfram-
haldi myndi það að minnsta kosti
taka 150 ár að byggja upp mið-
bæinn og mun flestum þykja það
fulllangur tími.
Nú hefur í bili rofað iítið eitt til
í þessum málum, þar sem búið
er að reisa skrifstofuhús Al-
mennra Trygginga, verið er að
byggja ofan á Hafnarhúsið og
framkvæmdir að hefjast við hús
Iðnaðarbankans í Lækjargötu og
Bókaverzlunar Sigfxisar Eymunds
sonar í Austurstræti. Er vonandi
að hér eftir verði á hverju éri
eitthvað byggt í miðbænum, þar
til uppbyggingu hans er lokið.
Bæði er það mikilvægt af hagnýt
um ástæðum og svo er ekki að
efa, að allir landsmenn vilja, að
höfuðborg þeirra sé fögur og
glæsileg. En meðan lágreist timb-
urhús standa við margar af aðal-
götum borgarinnar mun hana
skorta reisn og virðuleik, sem
hæfir dugmiklu þjóðfélagi,
hversu mikil sem hún verður að
flatarmáli. Jafnframt mun ölium
ljóst, hve óhagkvæmt það er frá
þjóðhagslegu sjónarmiði, þegar
lagt er í gífurlegan kostnað 'úð
lagfæringar á gömlum byggirtg-
um, sem enga framtíð eiga fyrir-
sér. Þetta hafa menn þó neyðst
til að gera, svo sem sjá má á hus-
næði ýmissa fyrirtækja í Reykja-
▼ík.
Vissulega er gott íbúðarhús-
næði mikilvægara hverjum ein-
staklingi en flest annað og stöð-
ugt þarf að byggja mikið, bæði
til að útrýma ófullnægjandi hús-
næði, og þó einkum vegna hinnar
Öru fólksfjölgunar. En nú eru
húsnæðismálin komin á það stig
-að hægt ætti að vera að leyfa
meiri fjárfestingu í aðalviðskipta
hverfi borgarinnar. f samráði við
skipulagsyfirvöld, þyrfti að gera
áætlun, sem gerði ráð fyrir tí-
földum framkvæmdahraða, miðað
við síðustu áratugi, þannig að
lokið yrði við að byggja upp
meginhluta miðbæjarins eftir 15
ár, og yrði það verðugt átak í
tilefni 1100 ára byggðar í Reykja-
vík.
Margir eru þeir, sem myndu
vilja taka þátt í þessu uppbygg-
ingarstarfi. Enda mun viða
standa svo á, að eðlilegast sé, að
margir aðilar sameinist um bygg
ingu nýrra stórhýsa. Hag-
ar víða svo til, að lóðir þyrfti að
sameina til þess að hægt sé að
byggja á sem hagkvæmastan hátt
og samvinna ætti að geta tekizt
milli lóðaeigenda og ýmissa
þeirra. sem hefðu fjármagn tii
framkvæmda.
Opinberir aðilar hafa einnig
framkvæmdir í huga, sem munu
verða glæsileg umgjörð um end-
urbyggðan miðbæ og er það fyrst
og fremst ráðhúsið við Tjörnina
og stjórnarráðshús við Lækjar-
götu. Þessar byggingar þurfa að
rísa eins fljótt og ástæður frekast
leyfa. í þessu sambandi má benda
á, að þjóðin hlýtur að búa yfir
þeim stórhug, að hún sættir sig
ekki við það lengur, að mikilvæg
ustu stjórnarskrifstofur hennar
hafi aðsetur í gömlu tugthúsi.
Alls staðar og á öllum tímum
hefur það þótt bera vitni um
trausta menningu að hafa vel
byggðar borgir. Mannkynssagan
sýnir þetta ljóslega og það nægir
að benda á Finna til að sjá afstöð-
una í dag. Þeir eru dáðir um all-
an heim fyrir það hve þeim hef-
ur tekizt að gera höfuðborg sína
fagra. Borgarstæði Reykjavíkur
og nágrenni gefa hin ákjósanieg
ustu skilyrði. Á undanförnum ár-
um hefur Reykjavík tekið stór-
kostlegum framförum á sviði
fegurðar og þæginda, en herzlu-
muninn vantar og honum verðum
við að ná áður en langt um líður.
TIL OF MIKILS MÆLZT
r
Iyfirlýsingu frá Landssam-
•bandi íslenzkra útvegs-
manna, sehi birtist í síð-
ustu viku út af kaupgreiðslum til
Færeyinga, _er lýst óánægju yfir
þvi, að L.Í.Ú. skyldi ekki gefinn
kostur á að birta athugasemdir
við viðtal við ritara Færeyja
Fiskimannafélags um leið og
viðtalið birtist í blöðunum.
Vel má vera, að í frásögnum
af vanskilum á kaupgreiðslum
til Færeyinga hafi ómaklega ver
ið hallað á útvegsmenn. En þeir
komu leiðréttingum sínum að
með venjulegum hætti. Hitt verð
ur að segja alveg skýlaust, að ósk
L.Í.Ú. um, að fregnir af þessu
máli skyldu bornar undir stofnun
þeirra áður en þær voru birtar,
fer lengra en góðu hófi gegnir. í
þessum efnum getur L.Í.Ú. ekki
haft neina sérstöðu. Að sjálfsögðu
ber að birta leiðréttingar og skýr-
ingar þess eftir því, sem efni
standa til. En ekki er hægt að
láta neinum einum aðila, hver
sem hann er, í hendur það eftir-
litsvald með blöðum og öðrum
fréttastofnunum, að ekki megi
birta frásagnir, er hann varða,
nema að fengnu samþykki hans
eða umsögn.
Skylt er að afla sem fylstra
upplýsinga um mál áður en frá
þeim er sagt. En þegar frétt er
höfð eftir nafngreindum aðila,
sem sjálfur ber ábyrgð orða sinna,
þá er óframkvæmanlegt að leita
til allra þeirra, er frásögn hans
kann að verða, til að fá einnig
umsögn þeirra.
UTAN UR HEIMI
Frá Sameinuðu þjóðunum: *
Heimurinn er betur fær um
oð verjast kreppum en áður
Dag Hammarskjöid bendir á ánægju
lega bi'áun i efnahagsmálum
ÞRÓUNIN í efnahagsmálum
að undanförnu gefur tilefni
til bjartsýni, sagði Dag
Hammarskjöld, framkvæmda
stjóri Sameinuðu þjóðanna,
í ræðu, sem hann hélt, þegar
umræðurnar um efnahags-
ástandið í heiminum hófust á
þingi Efnahags- og félags-
málaráðsins í Genf á dögun-
um. Hann benti á hið bætta
ástand, sem efnahagsskýrsla
Sameinuðu þjóðanna fyrir
1958 leiðir í ljós, og lagði
áherzlu á, að sama þróun í
framleiðslu og eftirspurn
hefði átt sér stað á þessu ári.
Heimurinn hefir í dag miklu
meira mótstöðuafl, ef svo mætti
segja gegn kreppum heldur en á
fjórða tugi aldarinnar, sagði
Hammarskjöld. En hann benti
jafnframt á, að þekking okkar á
efnahagsöflunum í heiminum
væri enn svo takmörkuð, að við
gætum ekki með neinni vissu sagt
til um það, hvort koma kynnu
nýir og enn alvarlegri afturkippir
en þeir, sem við hefðum þegar
haft kynni af.
Útþensla og jafnvægi
Hammarskjöld lagði áherzlu á
það, að vel mætti tengja viðleitn-
ina til útþenslu þeirri viðleitni að
skapa efnahagslegt jafnvægi, og
hann varaði iðnaðarlöndin við því
að keppa að efnahagsjafnvægi á
kostnað slíkrar útþenslu.
Umræðurnar snerust að veru-
legu leyti um vandamál vanþró-
aðra landsvæða, og þá fyrst og
fremst um lækkandi verð á hrá-
efnum og hækkandi verð á inn-
fluttum framleiðsluvörum. Meðal
þeirra tillagna, sem fram komu,
var tillaga um að gera ráðstaf-
anir til að koma á jafnvægi I verð
lagi, önnur um að flytja nýjar
tegundir jurta til vanþróaðra
landsvæða til að gera landbúnað
þeirra margbreytilegri og girða
fyrir, að þau yrðu um of háð
einni tegund uppskeru, enn önn-
ur um að koma á fót nýjum iðn-
greinum og loks tillaga um að
gera viðskiptasáttmála, sem
tækju ýmist yfir heiminn allan
eða stór svæði hans.
Rússar lögðu fram tillögu um
að gera allan heiminn að einu
markaðssvæði og vísuðu til
fyrri tillagna sinna um að koma
á fót svæðisbundnum viðskipta-
samtökum, sem hefðu þetta að
takmarki. Hollendingar lögðu
til, að gerðar yrðu efnahagsá-
■ætlanir langt fram í tímann
fyrir heiminn í heild fyrir tiL-
stilli Sameinuðu þjóðanna. Belg
íumenn lögðu til, að ákveðinn
hundraðshluti áf'tekjuaukningu
heimsins yrði notaður til fjár-
festingar í vanþróuðum lönd-
um. Matvæla og landbúnaðar-
stofnun S. Þ. (FAO) lagði frara
tillögu um að iðnaðarlöndin tak-
mörkuðu framleiðslu sína á út-
•flutningsvörum til markaða 1
vanþróuðum löndum.
Þróunin á ákveðnum svæðum
Farstjórar nefndanna, sem
hafa með höndum efnahagssam-
vinnu á ákveðnum svæðum í
heminum, bentu á ýmis athygl-
isverð atriði.
Efnahagsnefnd Evrópu benti á,
að um talsverða fjárfestingu
væri að ræða í Austur-Evrópu
og að ný útþenslualda væri í
uppsiglingu í Vestur-Evrópu.
Efnahagsnefnd Asíu bendir á,
að eftir afturkippinn sem varð
1958, hafi þróunin orðið mjög
hagstæð á þessu ári. Hins veg-
ar sýni íbúar þessa svæðis æ
meiri óþolinmæði — þeir biðji
ekku um ölmusur, en vilji koma
á jafnvægi í háefnamarkaðin-
um.
Efnhagsnefnd Mið- og Suður-
Ameríku hefur áhyggjur af frara
tíðarþróuninni. Búizt er við, að
tala íbúanna á þessu svæði tvö-
faldist á næstu 20 árum. Hin efna
hagslega útþensla verður að
nema a.m.k. 2,7% af árlegri
tekjuaukningu, og þetta verður
ekki gert nema með víðtækum
Framh. ú bls. 12
1 varðsveitum SameinuSu þjóSanna eru nú 5500 hermenn frá
Brasilíu, Kanada, Danmörku, Indlandi, Júgósiavíu, Noregi og
SvíþjóS. — Myndin sýnir tvo hermenn í einni af varSstöSvun-
um viS landamæri ísraels. I fjarska sést önnur slík varSstöS
(lengst til hægri á myndinni).
Nýjasti kjarnorkukafbátur Bandaríkjamanna heitir George Washington — og myndin af honum
var tekin á dögunum, þegar bátnum var hleypt af stokkunum í Groton, Connecticut. Hefur
þessi kafbátur 16 skotop fyrir Polaris-flugskeyti, sem hægt er.,að skjóta úr bátnum undir yfir-
borði sjávar, en síðan er þeim fjarstýrt frá bátnum.