Morgunblaðið - 11.08.1959, Page 12

Morgunblaðið - 11.08.1959, Page 12
12 MORGinSTtí. 4Ð1Ð Þriðjudagur 11. ágúst 1959 Kristján Minning ÞUNG er sorgin og sár, en þó með lífstein í egginni. Dul er hún og óskiljanleg, en oft undrafög- ur. í blóðugri dögg hennar vaxa oft fegurstu blómin. Að kvöldi þess 4. júlí sl. fórst Kristján Magnússon af slysi og með þeim atvikum, að tvö heim- ili eru nú í sárum. Kristján var Skagfirðingur að ætt og uppruna, alinn og upp- fæddur hér í Skagafjarðardölum, kominn af fátæku foreldri, en góðu og starfsömu fólki, sem steypt var í deiglu aldamóta- áranna, þegar létta tók í lofti, en eigið framtak og afli vinnu- fúsrar handar var þó það eina, sem alþýða manna gat á treyst. Foreldrar Kristjáns eru hjónin Kristín Kristjánsdóttir frá Ábæ og Magnús Magnússon, semreisíu bú að Tyrfingsstöðum árið 1912, en 7. júní það ár fæddist þeim hjónum sveinninn, Kristján, og þar í grösugum hvammi undir M agriússon lágri hlíð, liðu fimm fyrstu ævi- ár hans, en þá brugðu foreldrar hans búi, hófu aftur búskap á jörðinni Borgargerði í Norðurár- dal 1920. Og þar ólst Kristján upp, en keypti Ytri-Kot í sömu sveit 19 árum síðar og fluttist þangað til búskapar ásamt for- eldrum og bjó þar í félagi við þau næstu níu árin. Þótt ekki væri auður í garði, var Borgargerðisheimilið ávalí t rómað fyrir greiðasemi og gest- risni á þessum árum. Og eftir að fjölskyldan fluttist að Ytri-Kot- um mátti heita að tekinn væri’ upp háttur hins forna landnáms- manns, sem reisti skála sinn um þjóðbraut þvera, og gestum og gangandi veittur beini og hvers konar fargreiði eftir því, sem föng unnust til og hvort heldur var að nóttu eða degi. En nú tók aldur að færast*yfir hjónin, og enda þótt vinnuþrek þeirra, einknum Magnúsar, væri óvenju gott, fór þó svo, að þreytandi varð að vera títt vakinn um næt- ur til að afhenta benzín og veita vegfara margháttaða þjónustu, hvort heldur var um sumar eða vetur. Og mun þetta hafa verið ein ástæðan til þess, að Kristján brá búi vorið 1948, yfirgaf æsku hérað sitt og fluttist til Eyia- fjaarðar, þar sem hann dvaldist til æviloka. Nú sl. þrjú ár var hann, með aðstoð foreldra sinna, búandi maður á hluta af jörð- inni Möðruvöllum í Hörgárdal. Bíll til sölu Hillman model 1946 ný yfirfarinn og ný skoðaður Skipti á góðum Jeppa koma til greina. Til sýnis á Skoda-verkstæðinu við Kringlumýrar- veg. — Sími 32881 F r ö n s k u varalitirnir GUITAR,— Nýjustu tízku litir -¥■ Augnabrúnablýantar . . . brúnir, svartir typirrrirrTi Bankastræti 7 Ég, sem þessar línur rita, nef átt því láni að fagna að vera i næsta nágrenni við fjölskyldu Kristjáns í 28 ár og var alltaf framúrskarandi góð vinátta og mikil samskipti milli heimilanna bæði meðan foreldra minna naut við og eins eftir. Til þess að sýna dæmi um hjálpfýsi Krist- jáns og foreldra hans vil ég geta þess hér, að á afhöllum miðjum vetri 1947, veiktist ég mjög hast arlega og varð frá verkum fram á vor. í>á urðu þeir Ytri-Kota- feðgar skjótir til að rétta heimili mínu hjálparhönd, og tók Krist ján að sér fjárgeymslu að miklu leyti og gegndi því starfi .neð miklum ágætum, þar til vor leysti fénað úr húsi. Kristján Magnússon var ekki einn þeirra manna, er olnboga sig áfram í heiminum. Hann var að jafnaði orðfár, hversdagsgæf- ur og hlédrægur, svo að vart var við hóf, en drengur góður, hjálp fús, starfsamur og vildi öllum vel, bæði mönnum og málleys- ingjum, innti enda af hendi hvert verk með alúð og kostgæfni. Hann var ekki mjög áberar.di meiður á mannlífsmörkinni tók lítinn þátt í opinberum málum, vann ekkert það, sem venjulega er kallað stórvirki, giftist aidrei og lætur ekki eftir sig börn. F4ir munu hafa veitt honum sérstaka athygli. Og ef til vill er það r.ú fyrst, eftir að hann er horfinn með svo sviplegum hætti, að það rifjast upp, að hann var maður hins þögla stafrofs. Hann var alla ævi drengurinn þögli með barnshjartað, sá, sem gaf fuglur.- um matinn á næturna og tók fús á sig langar og erfiðar göngur í ófærð og fjalllendi á stytzta degi árs til að leita uppi og bjarga einni eða tveimur sauðkinduir. undan hríðum og vetri. Hann kom og fór og gekk um þöguil og kyrrlátur, skellti ekki hurð, en var sannur og trúr og heiðar- legur starfandi maður í hvers- dagslegri önn daganna. Hann mun hafa verið félagslyndur að eðlisfari, þótt hlédrægni og ýms- ar ytri aðstæður yllu því, að hann varð „oft einn um sefa“, eíns og nákunnugur maður komst að orði. Hann eignaðist líka nokkra góða vini og var sjálfur vinfastur og hlýr, þegar komið var inn úr þeim kyrtli, er örlögin höfou smám saman skorið honum. Eng- inn veit hvað vex í frumskógurn hjartans, og ekki ec mér grun- laust, að Kristján hafi að nokkru bætt sér uþp fábreytni lífs síns með því að skapa sér annan og bjartari heim í leynum hugans. Og víst er um það, að hann var j draumamaður og tók mark á. Kristján var dýravinur og barn- 1 góður. Og nokkur síðustu ánn dvöldust bróðurbörn hans lang- tímum hjá honum og foreldrum hans, og mun það hafa verið þeim öllum lífsfylling og gleðr. Kristján var alla ævi með tor- eldrum sínuin og þeim góður og hjartfólginn sonur og örugg stoð í ellinni. Þau hjónin, foreldrar Kristjáns, eru nu á áttræðisaldri og að þeim er sár harmur kveð- inn við sviplegt fráfall sonarins. En til einskis er- um að sakast. Drengurinn þögli með barns- hjartað er horfinn yfir móðuna j miklu, og flestir ínunu trúa, að þar sé önnur veröld, þar sem allt fái smám saman að birtast í skýru ljósi og sönnu og blórnin eignist sína réttu ilman við hjarta Guðs. Ég votta þeim fornvinum min- um, foreldrum Kristjáns, inni- lega samúð mína og fjölskyldu minnar, kveðju og hlýhug. Ég veit af náinni kynningu að þau eiga mikið þrek og manndóm. Ég treysti því, að þær ástgjafir hins almáttka endist þeim enn. Og þau eiga sér án efa eilíföar von í björtu heiði bak við skýin. f>á sendi ég hinu sorgarheim- ilinu fyllstu og innilegustu sam- úðarkveðju. Stundum er sorgin góð dís í undarlegum flíkum. Ég vona, að gott fóik taki að sér þessi tvö sorgarheimili, sýni þeim ekkert annað en samúð og vinar hug og rétti þeim hjálpandi og styrkjandi systkinahendur. Guð blessi ykkur öll. Guðmundur L. Friðfinnsson. — Mýrdalssandur Framh. af íjís. 8 að hljótast. Og þegar eru gerðar gagnráðstafanir. Tvær ýturnar fara að styrkja garðinn. Síðan á að aka meira grjóti á hann. Við fáum okkur far með 14 tonna jarðýtu út yfir vatnið. Þótt skarðið sé ekki nema rúm- lega 200 m breitt, er vatnið einir 6—700 m, þar sem við förum yfir það. Svo mikið hefur það breitt úr sér sunnan við skarðið. Brand- ur bregður sér upp á þak á ýt- unni. Það þykir mér heldur í- skyggilegt, en allt fer vel, enda eru hér vanir menn á ferð. Við komumst heilir á húfi út yfir vötnin. Sem betur fer, kem- ur í ljós, að það er aðeins smá- spræna, sem rennur ofan í Blautu kvísl. Það tekur aðeins fáar mín- útur að stöðva rennsli hennar. Nú skiljast leiðir, því að ég held heim. Ég þakka Brandi ágætar móttökur og greinar- góðar upplýsingar. Vonandi hef- ur ekkert skolazt til hjá mér. Sökin er þá mín. Brandur þakk- ar mér fyrir komuna, síðan snýr hann aftur austur á sandinn. —. j Baráttan heldur áfram, og hér verður barizt, þar til yfir lýkur. En þetta er þreytandi starf. Það er þreytandi og lamandi að sjá oft rifið niður að morgni þaé'. sem unnið var að kvöldi. En samt verður ekki gefizt upp. Skaft- fellingar þekkja jökulvötnin og duttlunga þeirra frá fornu fari betur en flestir eða allir aðrir íslendingar. Þeir vita líka, hvað er í húfi. Hér er barizt um lífæð þeirra fimm hreppa, sem liggja austan sands. Framtíð fólksins, sem þar býr, er komin undir því, að samgöngurnar teppist ekki. Og vonir þeirra og bænir fylgja vinnu þeirra manna, sem hér starfa. Vonandi fer hér enn sem fyrr, að hugvit mannsins og verk- hyggni hafi betur í návíginu við náttúruna. Þessari skyndiferð er lokið. Ég þakka öllum þeim, sem veittu mér ágætar viðtökur á skemmti- legri ferð. Jónas Gíslason, Vík. — Utan úr helmí Framh. af bls. 10 ráðstöfunum, sem m.a. fela í sér breytingar á skipulagningu efna- hagslífsins. Efnahagsnefnd Afríku leggur áherzlu á, að afturkippurinn í efnahagslífinu nýlega hafi haft minni áhrif á Afríku en búizt hafi verið við. Iðnaðarlöndin hafa grætt á lækkuðu hráefna- verði, en hafa þrátt fyrir það ekki getað aukið fjárfestingu sína í Afríku. Landsmálafélagið VÖrÍur Skemmtiferð í Fljótshlfð Sunnud. 16. ágúst 1959 Ekið verður austur um Hellisheiði og Selfoss að Þjórsártúni og staðnæmst þar. Síðan verður ekið að Hlíðarenda í Fljótshlíð og staðurinn skoðaður. Frá Hlíðarenda verður ekið að Múlakoti og stanzað þar. Síðan ekið 1 Bleiksárgljúfur og snæddur miðdegis- verður. Þaðan verður ekið niður Markarflj ótsaura að brúnni og áfram að Bergþórs- hvoli og sögustaðurinn skoðaður. Á heimle iðinni verður stansað í Odda. Kunnur leið- sögumaður verður með í förinni. Farseðlar verða seldir í Sjálfstæðishúsinu (uppi) og kosta kr. 195.00 (Innifalið í verðinu er miðdegisverður og kvöldverður) — Lagt verður af stað frá Sjálfstæðishús- inu kl. 8 árdegis, stundvíslega. Stjórn Varðar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.