Morgunblaðið - 14.08.1959, Side 13

Morgunblaðið - 14.08.1959, Side 13
Föstudagur 14. ágúst 1959 MORGUNBLAÐIÐ 13 65 ára í dag Helgason Einar sjómabur ALLT eru það tómar tilviljanir, að við mennirriir eignumst mis- stóran vinahóp og kynnumst hver öðrum nánar. t>að var í fjölbýl- ishúsi, sem við áttum báðir íbúð- ir. Hann bjó á annarri hæðinni en ég hins vegar í kjallaranum, og aldursmunurinn sá, að hann var þrjátíu árum eldri og lífs • reyndari en ég. Við vorum ekki búnir að vera lengi undir sama þaki, er ég veitti því ahygli, að hann var ekki daglega á vegi'mínum, eins og aðrir, sem bjuggu í húsinu, því hann sást sjaldan marga daga í röð, en þess í stað liðu vikur, sem urðu stundum að mánuðum, að ég varð hans ekki var.En i þau fáu skipti, sem hann sást á ferli, gerði hann sér alloft ferð niður í kjallarageymslu sina, og því leið ekki á löngu þar til við mætt- umst á miðri leið og hann hei!s- aði mér með hlýju handtaki um leið og hann sagði til nafns síns. Kvaðst hann heita Einar Hefga- son og vera háseti á Kveldúifs- togaranum Gulltoppi, og þar rreð var þá gátan ráðin, hversu sjald an sást til ferða hans Nú er þessi heiðursmaður 65 ára í dag, og ég tel mér í því tilefni skylt að fara um hahn nokkrum orðum, þótt aðrir, sem hafa starfað með honum árum saman til sjós, séu að öllu leyti betur til þess fallnir. Einar Helgason er fæddur/l4. ágúst 1894 að Fitjum á Miðnesi, en fluttist tveggja ára gamall að Klöpp á Miðnesi til Jóns Þor- steinssonar, sem var þar ráðs- maður hjá Gróu Sveinbjarnar- dóttur, og gekk hann Einari í föðurstað og ólst hann þar úpp til 23 ára aldurs. Svo margoft hefur hann lofað þennan fóstra sinn fyrir hans einstaklega góðu umhyggju, að minningin >im hann ylji sér sannarlega enn þá um hjartarætur. Skylda þessu láni sínu telur Einar vera hina einstaklega góðu heilsu, sem hon um hafi hlotnazt og aldrei brugð ist. Hann er vart búinn að slíta bamsskónum, þegar sjómanns- eðlið segir til sín og hann fer því að stunda sjóinn 15 ára gam- all, fyrst á opnum bátum, síðan á mótorbátum, en tekur svo tryggð við togarana. Hann ræður sig á Tryggva gamla og er á honum í nokkur ár, þar næst er hann svo 10 ár háseti á togar- anum Gulltoppi og siglir á honum öll stríðsárin, síðan fer hann á nýsköpunartogarann Jón Þorláks son og er þar í tvö ár, en ræður sig svo á Pétur Halldórsson sem bræðslumaður og er á honum enn. í þau fáu skipti, sem Einar á frí í landi, kemur hann ætíð í heimsókn til mín, og það bregst ekki, að hann færi mér feitan fisk upp á þunnan kaffisopa í stað- inn. Þá spjallar hann við mig um fiskiríið í það skiptið, í hvernig veðri þeir lentu, sem oft hefur verið með því versta, sem hann man eftir, en þó er hann aldrei ánægðari en þegar hann getur farið sem fyrst aftur á fund við Ránardætur — þótt hann viti af fenginni reynslu, að þær eru allra kvenna ótryggastar og saltar á þeim varirnar. Einari í blóð borið fleira en sj ómennskan, og á ég þar við hans einstöku reglusemi og þrifn að, hvojrt sem er til sjós eða heima fyrir. Hann er einstakt prúðmenni og traustur leiðbein- andi ungu kynslóðinni og hefur margur æskumaðurinn þegið holl ráð frá honum. í gleðskap er ánægjulegt að umgangast hann, því Einar er ungur í anda, og hrókur alls fagnaðar, en kann þó að ganga hægt um gleðinnar dyr. Árið 1918 gekk Einar að eiga Gróu Eggertsdóttur frá Kothús- um í Garði, ágætiskonu, sem sett hefur sinn svip á heimilið með einstökum myndarskap og stjórn semi. Þau hjónin hafa eignast Margir vilia flytj- ast á ,Krókinn6 SAUÐÁRKRÓKI, 11. ágúst. — Atvinnulíf ,er með miklum blóma hér á „Króknum“. Viðstöðulaus vinna hefir verið í báðum frysti- húsunum undanfarið, og hér var saltað í á þriðja þúsund tunnur af síld á meðan hún hélt sig hér vestur frá. Er þetta fyrsta sum- arið síðan 1946, að hægt er að tala um síldarsöltun á Sauðár- króki. Byggingaframkvæmdir hafa verið með meira móti í sumar, og veitir ekki af, því að fólk flytzt nú mikið hingað til bæj- arins. Mun það einkum vera í sambandi við hina síauknu út- gerð. Heyskapartíð hefir mátt heita allgóð hér um slóðir í sumar. Eru margir þændur búnir að hirða upp af fyrra slætti, og mun nýting heyja yfirleitt góð. Spretta er í ágætu meðallagi, og verður heyfengur því góður. — Jón Bátur til sölu: Höfum til sölu 5—6 smálesta opinn vélbát. Báturinn sem er úr furu og eik smíðaður 1956, er búin Atlas dýptarmæli, línuspili og fullkomnu rafkerfi. Vél LISTER DIESEL með rafmagnsgangsetningu. Báturinn og vél eru í mjög góðu ásigkomulagi. m TRYGGINGAR og FASTEIGNIR, Austurstræti 10, 5. hæð sími 13428 og eftir kl. 7 sími 33983. einn son barna, Guðna, og þeim efnilega syni komu þau til mennta. Lauk hann stúdentsprófi fyrir nokkrum árum, og rekur hann nú verzlun í Reykjavík. Við, sem lítt þekkjum þær hættur og þrekraunir, sem hetj-' ur hafsins eiga við að glíma í hvert sinn, þegar út í hagsauga er haldið til að draga inn fyrir borðstokkinn þau verðmæti, sem hafa frá ómunatíð haldið lífinu í þjóðinni og ávallt verið traust- asti gjaldmiðill hennar út á við, megum vel vera þess minnugir, að einn af þessum hetjum hafs- ins, Einar Helgason, hefur sótt sjóinn í fimmtíu ár af ævi sinni, og því ekki alltaf í rjómalogni, því að oft hafa risið hrikalegir brotsjóir, háir sem fjöll — alveg óþekkt fyrirbæri og ósýnilegt þeim, sem ekki til þekkja,engista jafnan í hlýjunni heima hjá sír og hafa fasta jörð undir fótum. Að sjálfsögðu enda ég þessi fátæklegu skrif mín um sjómann inn Einar Helgason með afmælis óskum honum til handa. Og verði hans góða heilsa óbrigðul, sem hingað til, veit ég að löng verður ævi hans og fagurt sólarlagið. Kristinn Magnússon. Skrifstofustúlka Stúlka, vön vélritun og með góða enskukunnáttu, óskast á skrifstofu strax eða 1. október. Upplýsingar um aldur og fyrri störf, ásamt meðmælum, ef fyrir hendi eru, óskast send afgr. Mbl. fyrir næstkomandi miðvikudag. 19. ágúst, merkt: „Stundvísi—4628“. Heildsala: Terra Trading h.f. Sími 11864 mm mmnnmmg sapuriKa Kinso tryggir fallegustu áferðina Gunna litla er að fara í afmælisveizlu litlu frænku —- og brúðunni hennar hefur einnig verið boðið. Mamma vill að þær vekji eftirtekt er þær koma í boðið — og þess vegna eru þær báðar klæddar kjólum — þvegnum úr RINSO. Mamma notar ávalt RINSO, því reynslan hefur kennt henni að RINSO tryggir að þvotturinn hennar er alltaf snjóhvítur og fallegur. RINSO inniheldur aðeins hrein sápuefni, þess vegna eyðileggur það ekki þvottinn og skaðar ekki hendurnar. Einnig fer það vel með kjörgripin hennar mömmu — þvottavélina. RlNSO bvotfur er ávallt fullkominn og skilar lininu sem nýju

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.