Morgunblaðið - 14.08.1959, Side 18
MORCVNfílAÐIÐ
Fösfudagur 14. ágúst 1959
18
Bjorgvin nægðu 4 greinar til
sigurs - Gudlaug setti ísl. met
Meistaramótinu i frjálsum iþróttum
lokið
MEISTARAMÓTI íslands í frjálsíþróttum lauk á Laugardalsleik-
vanginum í fyrrakvöld með keppni í fimmtarþraut, boðhlaupum
og nokkrum greinum kvenna og karla. Þetta umfangsmikla mót
fór vel og skipulega fram, enda betur undirbúið en nokkurt annað
mót frjálsíþrótta um langt bil. A framkvæmdanefndin heiður
skilið fyrir sinn skerf. Margt smávegis má þó enn betur fara
— en þetta var stórt spor í rétta átt.
Óhagstætt veður
Frjálsíþróttafólkið var mjög
óheppið með veður. Fyrst var
mótinu frestað um einn dag
vegna úrhellisrigningar. En um
frekari frest gat ekki verið að
ræða og áframhaldandi ausandi
regn þegar mótið hófst. Annan
daginn hafði stytt upp en þá skall
á norðanbál, allt að 6 vindstig
með miklum kulda, og háði þetta
keppendum verulega. Hélzt veðr
ið svo hinn þriðja og síðasta dag
mótsins. Hafa frjálsíþróttamenn
varla fengið viðunandi veður
nokkurn mótsdag í sumar.
íslandsmet
Síðasta daginn sá eitt ísl.
met dagsins ljós. Það var Goið-
laug Kristinsdóttir sem setti
það í spjótkasti kvenna. Kast-
aði hún 30,32 m en gamla met-
ið átti Kristín Árnadóttir og
var það 28.83 m. Átti Guð-
laug tvö köst lengri en gamla
metið og víst er að með lítilli
tilsögn getur hún kastað miklu
lengra. Guðlaug tók þátt í vel-
flestum greinium kvennamóts-
ins og stóð sig með prýði. Sýn-
ir hún óvenjulega fjölhæfni í
frjálsíþróttum en auk þess er
hún ein af beztu handknatt-
leiksstúlkum landsins. Guð-
laug er frá Hafnarfirði.
Hún vann í kúliuvarpinu
fyrsta dag mótsins bezta af-
rek kvenna í mótinu, varpaði
10.33 m. Fyrir það hlaut hún
afreksbikar meistaramótsins í
kvennagreinum en hann gáfu
félagar í Samtökum íþrótta-
fréttamanna fyrir þetta mót.
Á Fimmtarþrautin
í fimmtarþrautinni stóð keppn
in milli félaganna Björgvins
Hólms og Valbjarnar Þorláksson-
ar. Var árangur þeirra í fjórum
greinuunum góður og stóð til
mets hjá Björgvin en er hann var
í síðustu greininni, 1500 m hlaupi
þá tóku sig upp meiðsli í fæti og
hætti hann hlaupinu. Valbjörn
sleppti 1500 m hlaupinu. En þó
svona færi fyrir Björgvin sigraði
hann samt — fjórar greinar
nægðu honum til sigurs, þar sem
Valbjörn sleppti þeirri grein. Af-
rek Björgvins voru í langst. 6.78
m., 54.52 í spjótk., 23.4 í 200 m hl.,
41.11 m í kringlukasti og í 1500
m hætti hann Fyrir þessar fjór-
ar greinar hlýtur hann 2683 stig.
Afrek Valbjarnar voru 6.64, 55.84,
22,8, 25,61 og sleppti 1500 m. Hann
hlaut 2614 stig.
Á Boðhlaupin
í boðhlaupunum sigraði Ár-
mann með nokkrum yfirburðum
en keppnin í 4x100 m boðhlaup-
inu var mjög skemmtileg og tví-
sýn lengi vel. — Kristleifur
hreppti titilinn í hindrunar-
hlaupinu eftir jafna keppni við
Hauk Engilbertsson.
Úrslit í einstökum greinum síðasta
daginn urðu þessi:
4x100 m boðhlaup: íslm. Ármahn 44,5
2. ÍR 45,1 3. KR 45,6.
4x400 m boðhlaup: íslm. Ármann
3:28,2 2. KR 3:32,7.
3000 m hindrunarhlaup: íslm. Krist-
leifur Guðbjörnsson KR 9:32,8 2. Hauk
ur Engilbertsson UMSB 9:35,6.
Fimnitaþraut: íslm. Björgvin Hólm
ÍR 2683 stig; 2. Valbjörn Þorláksson ÍR
2614; 3. Ólafur Unnsteinsson UMFÖ
2394 ; 4. Sig. Sigurðsson USAH 2392; 5.
Þorvaldur Jónasson KR 1958; 6. Karl
Hólm ÍR 1936.
200 m hlaup kvenna: íslm. Guðlaug
Kristinsdóttir FH 29,9 2. Ingibjörg
Sveinsdóttir Selfossi 30,7 3. Karin Krist
jánsdóttir HSH 30,8.
Spjótkast kvenna: íslm. Guðlaug
Kristinsdóttir, FH 30,32 m ísl. met.
2. Sigríður Lúthersd. Á 26,10 3. Krist-
ín Harðardóttir UMSK 25,19.
Langstökk kvenna: íslm. Kristín
Harðardóttir HSH 4.60 m 2. Rannveig
Laxdal ÍR 4.32 3. Karin Kristjánsd.
HSH 4.29 4. Ingibjörg Sveinsd. Selfossi
4.28 5. Svava Lárusdóttir HSH 4.20 6.
Þórdís Jónsdóttir ÍR 4.01 m.
Tveir oi dönsku londs-
liðsmönnnnnm meiddir
TVEIR af þeim dönsku
landsliðsmönnum sem vald-
ir hafa verið til leiksins
gegn íslandi sem fram fer í
Kaupmannahöfn á þriðju-
daginn hafa orðið fyrir
meiðslum og er talið mjög
ólíklegt að þeir geti leikið
með í landsleiknum.
Annar þeirra er Ole Mad-
sen innherji sem hér lék
með Dönunum 26. júní og
var þá einn af beztu mönn-
um dönsku framlínunnar.
Hann slasaðist I leik dansks
úrvalsliðs gegn spánska lið-
inu Valencia sem fram fór
í Kaupmannahöfn á dögun-
um. Unnu Spánverjarnir
með 3 mörkum gegn engu.
Hinn er Bent Hansen B
1903 sem valinn var í lands-
liðið sem hægri framvörður.
Hann meiddist í nýafstöðn-
um leik félags síns við
Skovshoved. — Taldi hann
meiðslin ekki alvarleg, en á
æfingu í fyrrakvöld haltraði
hann út af gersamlega óleik-
fær og er talið nokkurn
veginn víst að hann verði
ekki með i landsleiknum.
Bent Hansen var settur
inn í danska liðið eftir leik
þeirra hér og kom í staðinn
fyrir Flemming Nielsen. —
Þótti hann eiga góðan leik
gegn Noregi í júlíbyrjun í
Höfn. Varamaður hans er
Flemming Nielsen sem hér
lék. Um varamann Madsens
er ekki vitað.
Lokaæfing hjá
landsliðinu er í
kvöld
Libið heldur utan i fyrramálið
ÍSLENZKA landsliðið kemur í kvöld saman til lokaæfingar sinnar
hér á landi fyrir þýðingarmestu landsleiki íslendinga í knatt-
spyrnu.. Verður æfingin á Laugardalsvellinum kl. 7,30. Liðið held-
ur síðan utan í fyrramálið. —
Sveinn Jónsson innherji í
landsliðinu sagði á förnum vegi
í gær að mikill hugur væri í
landsliðsmönnunum. Það hefði
verið æfing hjá liðinu á miðviku-
dagskvöld. Væru allir leikmenn
við beztu heilsu og hyggðu gott
til fararinnar.
Á sunnudag mun liðið fara á
æfingu á einhverjum velli í
Kaupmannahöfn. Liðsmennirnir
dvelja í Kaupmannahöfn fram að
leiknum og munu búa á Hótel
Cosmopolite við Kongens Nytoi /.
3 félög
keppu um sæt-
ið í 1. deild
NÚ LÍÐUR að lokum keppn
innar í 2. deild í knatt-
spyrnu. Fyrir nokkiui er lok-
ið keppninni á Norður- og
Vesturlandi. Þar léku til úr-
slita Akureyri og ísafjörð-
ur og sigruðu Akmreyringar.
Á Suð-Vesturlandi fór
keppnin fram í tveimur riðl-
um. Leikir annars riðilsins
fór fram í Hafnarfirði, en
leikir hins í Vestmannaeyj-
um. í Vestmannaeyjariðlin-
um báru Vestmannaeyingar
sigur úr býtum.
Keppnin í Hafnarfjarðar-
riðlinum var mjög jöfn og
að loknum leikjunum voru
Hafnfirðingar og Sandgerð-
ingar jafnir. í úrslitaleik
sem fram fór í fyrrakvöld,
sigruðm Sandgerðingar með
2 gegn 1 — í leik þar sem
Hafnfirðingar sóttu lengst
af en Sandgerðingar skor-
uðu mö'rkin.
Úrslitaleikurinn á Suð-
Vesturlandssvæðinu er því
milli Sandgerðinga og Vest-
manneyinga og fer fram á
Meíavellinum í Reykjavík
á mánudagskvöldið. Á föstu
dagskvöldið kemur leikur
svo sigurvegarinn í þeim
leik gegn Akureyringum um
sætið sem losnar í 1. deild.
— Þetta verða höfuðorrust-
ur knattspyrnunnar hér
heima í næstu viku — en
erlendis leikur ísl. landslið-
ið — um „sæti“ í úrslita-
keppni Olympíuleikanna í
Róm í knattspyrnu.
Spjöll unnin á lisfaverkum bœjarins
Hermes hinn gríski, sendiboði guðanna, hefir fengið að kenna
á íslenzkri ómenningu.
— „Hermes"
vængbrotinn —
„Mabur og kona"
ötuð tjöru
VIÐ hús Reykjavíkurbæjar að
Skúlatúni 2, þar sem Skjalu- og
minjasafn bæjarins er m. a. til
húsa, var eigi alls fyrir löngu
reist eirsteypa af fögru, grísku
listavereki, sem ýmist hefir verið
nefnt „Hinn hvílandi Hermes“
eða „Hermes frá Herculanum“,
en Hermes sá var, sem kunnugt
er, sendiboði, guðanna grísku.
Auk þess var hann guð æsku og
íþrótta — og fleiri hlutverkum
gegndi hann, en hann var sonur
Seifs og Maju, jarðneskrar konu,
sem ekki fara frekari sögur aí
hér.
★
Að því er Lárus Sigurbi rns-
son, forstöðumaður Minjasafns-
ins, hefur tjáð blaðinu, mun
þetta vera eina gríska eirstevp-
an, sem til er á íslandi — og
hún er ekki af verri endanum,
því að Hermes-líkneskið er eitt
af fegurstu verkum frá blóma-
tíma grískrar högg.nyndalistar.
Frumfnyndin er 2^00 ára gömul,
gerð af hinum fræga höggmynd-
ara, Lysippos, sem m. a. starfaði
fyrir Alexander mikla Er Herm-
es talinn bera svip Alexa.nders,
eins og fleiri verk þessa mynd-
höggvara. — Frummyndin, sern
á sínum tíma var grafin upp úr
rústum Herculanum, er geymd í
Napolisafninu á Ítalíu Afsteypur
hennar eru til víða um heim, en
segja má, að það sé hrein til-
viljun, að hún sé hingað komir..'
Er sú saga þannig í stuttu máli,
að sögn Lárusar Sigurbjörnsson-
ar, að Haraldur Ólafsson, sk;p-
stjóri á Lagarfossi, keypti mynd-
ina á uppboði í Englandi skömmu
eftir stríðið, fyrir lítið verð, að
öðrum þræði a. m. k. af því að
hann vantaði „ballest“ í skip sitt,
að því er Lárus taldi. — Fyrir
um tveim árum rakst svo Eggert
Guðmundsson, listmálari, á
myndina, en Haraldur skipstióri
hafði þá lagt hana til hliðar. —
Benti Eggert Lárusi Sigurbjórns
syni á myndina, og keypti hann
hans fyrir Minjasafnið.
(Ljósm. Mbl. Ól. K. M.)
★
— Það er bágt til þess að vi*a,
sagði Lárus, er blaðið hafði tal
af honum, að ágæt listaverk, =em
komið er upp í þeim tilgangi að
fegra bæinn og vera fólki til
augnayndis og ánægju, skuli ekki
fá frið fyrir skemmdarvörgum
— en það er því miður ekki eins
dæmi, að sllíkt gerist. — Og sjalf
ur sendiboði guðanna fékk ein-
mitt heimsókn slíkra í sl. viku.
Hann ber — eða bar — fjóra
vængi á fótum, en einn morguinu
var hann vængjalaus á öðrum
fæti. Hefur ekki tekizt að hafa
uppi á „vængjaþjófnum".
En þetta er ekki eina listaverk"
ið, sem orðið hefur fyrir barð-
inu á lítt siðuðum mönnum und-
anfarið. — Um daginn átíi að'
fara að setja upp listaverkið
„Maður og kona“ eftir Tove ólafs
son í gamla trjálundinum vestan-
megin í Hljómskálagarðinum. En
einhvern tíma, meðan þeir rnerm,
sem þarna voru að vinna, brugðu
sér frá, hefur einhver „listavin-
ur“ komið þar að og atað lista-
verkið tjöru. — Mun revnast
erfitt að hreinsa styttuna, sem
er úr íslenzku grágrýti, af þess-
um óþverra, án þess að á henni
sjái, en að því er nú unnið.
— Það er sannarlega raunalegt
til þess að vita, að til skuli vera
menningarsnauðir menn, að viija
stórskemma fögur listaverk, sem
ætlað er að prýða bæinn okkar,
sagði Lárus Sigurbjörnsson að
lokum.
Sn jóar í f jöll
SIGLUFIRÐI, 13. ágúst. — Hér
er nú íátt um fréttir — heldur
dauft yfir bænum, síðan síldin
hætti að berast. — Leiðindaveður
er hér nyrðra, dimmt yfir og norð
áustan-kuldastreyta — bræluveð-
ur úti fyrir.
í fyrrinótt gránaði lítilsháttar
í fjöll hér, og í morgun hafði enn
snjóað, svo fjallahringurinn er
nú allur gráhvítur og kuldalegur.
Ekki er þó snjórinn mikill, því að
Siglufjarðarskarð er vel fært bif
reiðum, en lítið þarf til, að það
teppist, sem kunnugt er. Það
væri líka heldur snemmt, að veg*
arsamband við Sigiufjörð rofnaði
nú, því að það eru ekki nema
tveir mánuðir frá því að Skarðið
varð síðast ófært — í norðan-
áhlaupinu um þjóðhátíðina.
— Stefán.