Morgunblaðið - 19.08.1959, Page 11
Miðvik'udagur 19. áeúst "1959
mnnr.rnvpT 4Ð1Ð
11
Niðurgrei&slur landbúnaðarvarcs
aldrei skaðað bœndur
Rceða Ingólfs Jónssonar á Alþingi
vegna tillögu Frams'áknarmanna
um niðurgreiðslu landbúnaðarvara
hafa
Herra forseti!
Hér hefur verið flutt fram-
söguræða við tillögu þá til þings-
ályktunar á þingskjali 16, um
niðurgreiðslu á landbúnaðarvör-
um. Ræða þessi var að vísu ekki
löng, en innihald hennar, að það
væri ’mikil hætta á ferðum fyrir
íslenzkan latídbúnað, ef niður-
greiðslur landbúnaðarvara yrðu
auknar. Og þá bæri með þessari
tillögu að koma í veg fyrir,' að
það væri gert, minnsta kosti án
þess að hafa samráð við Fram-
leiðsluráð landbúnaðarins og
Stéttarsamband bænda. Það er
vitanl. margt við þessi mál að
athuga, en niðurgreiðslur á land-
búnaðarvörum er ekkert nýtt fyr-
irbæri í okkar efnahagsmálum.
Það er eina ráðið, sem fyrrver-
andi ríkisstjórn og núverandi
hæstv. ríkisstjórn hefur haft til
þess að halda vísitölunni niðri.
Og hin svokallaða vinstri stjórn
fyrrv. notaði þetta ráð í ríkum
mæli og hækkaði niðurgreiðslur
á mjólk, kjöti og kartöfl. í stórum
stíl, þannig að það nálgast það,
sem hefur verið gert af núverandi
hæstv. ríkisstjórn. Það er rétt,
að niðurgreiðslurnar eru orðnar
miklar, og það eru miklar fjár-
fúlgur, sem fara í það að halda
vísitölunni niðri á þennan hátt.
En það hefur ekki enn verið neitt
annað meðal við dýrtíðinni held
ur en þetta og til þess hefur ver-
ið gripið. Þá er eðlilegt að at-
hugað sé, hvort gengið sé sér-
staklega á hlut einnar stéttar
með því að fara þessa leið, sem
farin hefur verið. Hefur verið
níðzt á bændum og hlutur þeirba
skertur með því að fara þessa
leið? Það1 eru aðeins örfá ár síðan
18 fulltrúar Mjólkursamsölunnar
í Reykjavík og mjólkurbúar.na á
Suður- og Suðvesturlandi sam-
þykktu það, að ég heid einróma,
man þó ekki hvort einn fuiltrú-
inn sat hjá, að gefa eftir 12 aura
af mjólkurverðinu gégn því, að
niðurgreiðsla á mjólk væri aukin
um 42 aura á hvern lítra. Nú
segi ég ekki, að þetta hafi verið
eðlileg ósk hjá fulltrúunum. Ég
segi ekki, að það hafi verið eðli-
legt, að þeir byðu fram þessa 12
aura gegn niðurgreiðslu, en það
sýnir samt, að fulltrúar bænda
18 talsins í Mjólkursamsölunni í
Reykjavík og tveimur stærstu
mjólkurbúum á Suður- og Suð-
vesturlandi, töldu það svo mikils
virði, að niðurgreiðslan væri auk-
in, að þeir vildu vinna það til að
gefa eftir 12 aura á lítra, og
hvers vegna? Það var vegna þess
að þeir gerðu ráð fyrir, að mjólk
ursalan á innlendum markaði
mundi aukast verulega úið þetta
og þeir sögðu það, bæði á fund-
um og í rituðu máli, að það væri
ekki til tjóns fyrir bændur að
gefa þessa 12 aura eftir, vegna
þess að það mundi gera meira
en að vinnast upp í aukinni sölu.
Þetta sögðu margir fulltrúar
bænda. Það má vel vera, að hv.
þingmaður Dalasýslu hafi lítið
um þetta sagt, kannske höfum við
báðir verið á sömu skoðun, að
það væri vafasamt, að hægt væri
að vinna þess’a 12 aura upp. Hitt
er svo alveg ljóst, að með því að
útsöluverð mjólkurinnar og land-
búnaðarvara er lækkað, þá leið-
ir það til aukinnar sölu innan-
lands, en á sl. ári þurfti að
flytja út mikið af osti fyrir lágt
verð og varð það til þess að lækka
verð á mjólk um 13 aura á hvern
lítra til bænda. Á þessu ári þarf
hins vegar ekki að flytja út neitt
af osti, enda þótt mjólkurfram-
leiðslan sé hin sama fyrri hluta
árs 1959 og hún var fyrri hluta
árs 1958 og þetta er vitanlega
vegna þess, að sala neyzlumjólk-
ur hefur aukizt. Þá geta menn
spurt að því hvort sala neyzlu-
mjólkur hefði aukizt, eins og
raun ber vitni, ef hún hefði ekki
verið greidd niður, ef hún væri
á innlendum markaði 92 aurum
hærri heldur en er nú og menn
gætu jafnvel spurt að því, hvort
salan á neyzlumjólkinni hefði
ekki minnkað verulega, ef hver
líter væri 92 aurum dýrari í út-
sölu heldur en hann er nú. Þetta
eru spurningar, sem menn geta
velt fyrir sér og sjálfsagt er að
hafa í huga, þegar :inn eða ann-
ar fullyrðir, að niðurgreiðslurn-
ar séu bændum til tjóns.
Háttvirtur þingmaður Dala-
sýslu sagði hér áðan. að bændur
keyptu landbúnaðarvörurnar til
heimilisins á hærra verði heldur
en neytendur þyrftu að greiða.
Það er nú rétt að athuga hvort
þessi fullyrðing stenzt. Ég held,
að hún standist ekki, vegna þess,
að þótt bændúr eigi samkvæmt
verðgrundvellinum að fá 3,79 kr.
á mjólkurlítra í sinn vasa, þá fá
þeir það' ekki. Þeir fengu fyrir
sl. ár, margir bændur, aðeins 3
kr. fyrir L, enda þótt þeim bæri
að fá miklu meira. Og það er
vitanlegt, að það eru ekki tekjur
hjá bændum, kostnaðurinn við
að flytja mjólkina að stöðvar-
vegg, en það ber þeim að gera óg
það má þó alltaf draga frá. En
það var hjá Mjólkurbúi Flóa-
manna, að mig minnir sl. ár 35
aurar á mjólkurl. Auk þess vant-
aði talsvert á hjá sumum mjólk-
urbúum, til þess að þetta fyrir-
skipaða grundvallarverð næðist.
Og af þeim ástæðum er það, að
margir bændur hafa fengið sl. ár
aðeins 3 kr. eða rúmlega 3 kr,
fyrir 1., þótt þeim bæri að fá
miklu hærra vérð.
Söluverð á mjólk í Reykjavík
er nú kr. 3,15 mjólkurl. og mætti
þess vegna segja, að útsöluverðið
væri svipað og það verð, sem
bændur hafa fengið í sinn vasa.
Sama má segja um kjötið, að kjöt-
verðið til bóndans á að vera kr.
21,34. Útsöluverð á súpukjöti mun
vera 21 kr. Þarna munar 34 aur-
um. Hins vegar má næstum full-
yrða, að bóndinn fái ekki þetta
verð fyrir kjötið. En nú er það
svo, að Framleiðsluráð landbún
aðarins hefur heimild til þess að
taka tillit til þess, hvað bóndinn
þarf að kaupa til síns heimilis.
Og það er gert ráð fyrir, að með-
al heimili noti 3000 1. af mjólk
yfir árið. Þetta er reiknað bónd-
anum sem tekjur. Einnig ákveð-
inn kílóafjöldi af kjöti og kart-
öflum. Framleiðsluráð hefur
heimild til þess að reikna bónd-
anum þessar vörur til tekna, á
því verði, sem bóndanum er hag-
stætt. Verði útsöluverðið lægra
heldur en það, sem bóndanum
ber að fá, þá hefur Framieiðslu-
ráðið heimild til þess að reikna
lægra verðið bóndanum til tekna
á þeim vöruskammti, sem heim-
ilinu er ætlað. Ætlast verður til,
að þessi heimild verði notuð í
haust, og ég efast ekkert um, að
háttvirtur þingmaður Dalasýslu
vill einnig stuðla að því. Ef þessi
heimild verður notuð, sem ég
efast ekkert um, að framleiðslu-
ráð hafi hug á að gera, þá þýðir
ekki lengur að tala um það, að
bændur skaðist að því leyti til,
þótt útsöluverðið verði lægra
heldur e_n það verð, sem bóndinn
á að fá. Ég veit, að hv. þingmaður
Dalasýslu er mér innilega sam-
mála um, að þessi regla eigi að
gilda í verðlagningu landbúnað-
arvaranna. Ég tel alveg sjálfsagt,
að sú regla verði látin gilda. En
þá getum við verið sammála um,
að bóndinn skaðist ekki, jafnvel
þótt niðurgreiðslurnar væru aukn
ar meira hel’dur en orðið er, en
ég ætla ekki á þessu stigi að
mæla með því, mér þætti það að
sjálfsögðu betra, að eitthvert ann
að og heppilegra ráð fengist, sem
Ingólfiur Jónsson.
ekki enn hefur verið mögulegt
að nota til þess að halda dýr-
tíðinni í skefjum.
Háttvirtur þingmaður Dala-
sýslu minntist á það hér áðan,
að það væri mikil hætta fyrir
bændastéttina í því folgin, ef að
því kæmi, að niðurgreiðslunum
yrði hætt. Við skulum segja, að
af þessu gæti stafað hætta fyrir
bændur, en mundu nú ekki aðrir
þjóðfélagsþegnar einnig telja að
þeim stafaði nokkur hætta af
þessu líka, einungis vegna þess,
að þá mundi allt okkar fjármála-
kerfi fara úr skorðum, og hvað
mundu neytendurnir segja um
það, að niðurgreiðslunum væri
einn góðan veðurdag kippt af, án
þess að launþeginn fengi það
bætt með hækkuðu kaupgjaldi,
og hvað gilti það? Það gilti það,
sem ég áðan sagði, að setja allt
okkar efnahagskerfi og fjármála-
líf úr skorðum. Þetta er þess
vegna ekki aðeins hætta fyrir
bændastéttina, það er þjóðfélags-
leg hætta. Það er ekki mögulegt
að hætta þessum ráðstöfunum
með niðurgreiðslurnar, nem'a
annað komi í staðinn, sem getur
dugað, ekki aðeins bændum, og
öðrum þjóðfélagsþegnum og okk-
ar fjármála- og atvinnukerfi yf-
irleitt. Ég segi þess vegna: bænd-
um stafar ekki meiri hætta af
þessu heldur en öðrum þjóðfé-
lagsþegnum. Þetta er vissulega
vandamál fyrir þjóðfélagið i
heild, og ég veit að háttvirtur
þingmaður Dalasýslu, er mér sam
mála um það, að niðurgreiðslurn
ar eru ekki styrkur til bænda,
heldur eru niðurgreiðslurnar
gerðar að þjóðfélagslegri nauð-
syn, ekki fyrir bændur, heldur
fyrir þjóðfélagsheildina af því að
annað ráð hefur ekki fundist til
þess að halda vísitölunni og dýr-
tíðinni niðri, til þess að halda at-
vinnuvegunum gangandi, og það
væri eðlilegt úr því að við erum
að ræða þessi mál, að við gerð-
um okkur grein fyrir þvi, hver
væri aðstaða bænda í dag, ef
stefnu fyrrverandi ríkisstjórnar
hefði nú verið fylgt, ef verðskrúf
an hefði ekki verið stöðvuð.
Hvernig væri þá aðstaða bónd-
ans í dag, með sinn rekstur? —
Það mundu kannski einhverjir
spyrja: Hvernig væri ástandið í
þjóðfélaginu yfirleitt og okkar at
vinnuvegum? Það er alveg Ijóst
mál, að ef verðskrúfan hefði ekki
verið stöðvuð og vísitalan hald-
ið áfram að rjúka upp, þá hefðu
atvinnuvegirnir allir stöðvast og
hér hefði skapast atvinnuleysi og
öngþveiti. Ég held að við getum
verið sammála um það, ef við
athugum þessi mál ofan í kjölinn
og vitum yfirleitt, hvað við er-
um að segja og hver er undirstaða
þessara mála, að það var vissu-
lega nauðsynlegt fyrir bændur,
jafnvel nauðsynlegra heldur en
nokkra aðra stétt þjóðfélagsins,
að verðskrúfan væri stöðvuð. Á
sl. hausti var kaupgjald Dags-
brúnarverkamanns 21 kr. og 30
aurar á klukkustund. Verðlagn-
ing landbúnaðarvara til bóndans
var miðuð við þetta kaupgjald.
Um áramót er vísitalan komin
upp í 202 stig og kaupgjaldið í
23 kr. 86 aura á klukkustund.
Kaup bóndans var óbreytt, og
hefði orðið óbreytt þangað til
n.k. haust, þótt vísitalan hefði
haldið áfram að hækka og kaup-
gjald annarra þegna þjóðfélagsins
hækkaði af þeim ástæðum. Kaup
bóndans var um áramót tveimur
kr. 56 aurum lægra en kaup laun
þeganna, sem verðlagning afurð-
anna var miðuð við sl. haust,
þannig að kauphækkunarskrúfan
og vísitöluskrúfan, sem átti sér
stað undir forystu vinstri stjórn-
arinnar hafði á þessum fáu mán-
uðum snuðað bóndann um 2 kr.
56 aura á hverja klukkustund.
Ég efast um að hv. þingm. Dal.
hafi gert sér grein fyrir þessu.
Ég held að hann hefði ekki stað-
ið fyrir flutningi á þessari tillögu
í því formi, sem hún er, ef hann
hefði gert sér grein fyrir því,
hvaða þýðingu það hafði fyrir
bændur að stöðva vísitöluskrúf-
una. Með því að vísitöluskrúfan
var stöðvuð og sú leið var farin,
sem farin var sl. vetur, var þetta
misræmi að mestu leyti lagfært.
Mismunurinn er ekki nú 2 kr. 56
aurar, eins og var um sl. áramót,
heldur er mismunurinn nú 33 aur
ar, sém bóndinn tekur minna á
klukkustund heldur en verkamað
urinn. Eftir niðurfærsluna er
verkamannakaupið 21 kr. 63 aur-
ar, eða 33 aurum hærra heldur en
sl. haust, þegar verð landbúnað-
arvara var ákveðið. Munurinn er
þess vegna nú 33 aurar, sem bónd
ann vantar á móti tveimur kr. 56
aurar um áramót. Ég er hér um
bil sannfræður um >það, að hv.
þingm. Dal., þegar hann gerir
sér grein fyrir þessu, að þá fær
hann allt aðra skoðun á þessu
máli, og það hefði verið vel gert
af honum að kynna sér á hvaða
grundvelli málið stendur áður en
hann flutti sína ræðu. Hélt hann
að hann kæmist upp með að
flytja hér mál, sem nægði til á-
róðurs og ekki yrði andmælt. Það
er sumt í till., sem ég tel að
eðlilegt sé að fra mkomi hjá
fulltrúum bænda. Viðvörunarorð
eru vissulega góð og oft nauðsyn-
leg. Sjálfsagt, er að farið sé eft-
ir því sem í till. stendur, hvað
varðar Stéttarsamband bænda og
Framleiðsluráð, að taka tillit til
tillagna þeirra samtaka og leita
samráðs við þau. Efast ég ekkert
um að það verði gert, hvort sem
þessi till. verður samþykkt eða
ekki. Annars er það ekki nema
ánægjulegt að heyra, hvað Fram-
sóknarmenn hafa nú gert sér
grein fyrir því, að bændastéttin
er ekki á góðum vegi stödd, hvað
efnahagsmál hennar og verð-
lagsmál snertir, en aðstaða bænd-
anna er ekki slæm vegna að-
gerða núv. ríkisstjórnar. Aðstaða
bændastéttarinnar er slæm vegna
aðgerða fyrrverandi ríkisstjórnar
sérstaklega vegna bjargráðanna
1958, vegna þess að þá voru ekki
gerðar þær ráðstafanir sem þurfti
til þess að hlutur bænda yrði
ekki fyrir borð borinn. Það var
þá sem tekin var upp ný stefna,
að gera upp á milli hinna ýmsu
stétta þjóðfélagsins. Þá var tekin
upp sú stefna að leggja jafnháa
skatta á brýnustu nauðsynjar og
ónauðsynlegar vörur, á rekstrar-
vörur landbúnaðarins og sjávar-
útvegsins, iðnaðarins og hinna
ýmsu atvinnuvega. Ég hygg að
segja megi að flestir hafi fengið
nokkrar bætur upp í þessa skatta
,aðrir heldur en bændurrúr.
En því er nú verr, að bændurn
ir voru að þessu leyti settir hjá,
það var ekki tryggt um leið og
55% yfirfærslugjaldið var lagt á
rekstrarvörur landbúnaðarins, að
þeir fengju bætur fyrir í hækk-
uðu afurðaverði eða á annan hátt,
og það var alveg Ijóst áður en
þessi lög tóku gildi, að í gegn-
um verðlagningu landbúnaðar-
vara á þeim grunni, sem sú verð-
lagning er byggð var ekki unnt
að fá bætur bændum til handa.
Reynslan talar í þessu máli, þess
vegna þrengir nú að íslenzkri
bændastétt, því að á þessu ári
hafa bjargráðin komið á með
fullum þunga. Vandamálið, sem
nú er við að stríða vegna land-
búnaðarins er það, að rétta hlut
bændastéttarinnar aftur, þannig
að hann verði a. m. k. ekki verri
heldur en hann var fyrir bjarg-
ráðin.
Ég gæti vel trúað að hv. þing-
maður Dalasýslu vildi eiga hlut
að því og trúi honum til þess að
vilja leggja hönd á plóginn til
þess að gera hlut bændastéttar-
innar betri. Ég er sannfærður
um, að ef hv. framsóknarmenn
hefðu hugsað um hagsmuni
bænda meðan vinstri stjórnin var
og hét, þá hefðu þeir aldrei látið
óhappið ske og komið landbún-
aðinum í vandræði. En það má
segja, að það sé ekki ástæða til
að vera að'sakast u morðinn hlut.
Nú sé verkefnið framundan, að
lagfæra það sem illa hefur verið
gert og bæta úr því. Það verður
að gerast á næstu mánuðum og
byrjunin yrði þá sú að verðleggja
landbúnaðarvörurnar á þann
hátt, sem framleiðsluráðið hefur
heimild til, og reikna bóndanum
þær vörur sem hann notar til síns
bús, ekki á hærra verði í tekjum
bóndans heldur en nauðsyniegt
er, eða miða við lægra verðið
hverju sinni, hvort það er út-
söluverð, eða það sem bóndanum
er beinlínis ætlað að fá. Þá þarf
að tryggja að bændur fái það
verð í sinn vasa sem þeim ber
samkv. verðlagsreglunum. Þetta
teldi ég góða byrjun. Ég er sann-
færður um, að það er enginn sann
gjarn maður, sem mælir þessu I
gegn, en svo er það vitanlega
margt rneira, sem þarf til að
koma. Ég gæti bezt trúað, að þar
ætti ég og hv. þm. Dalasýslu að
mörgu leyti samleið.
Ég sé ekki ástæðu til að fara
fleiri orðum um þessa tillögu.
Ég greiði henni atkvæði þótt það
hafi ekki mikla þýðingu hvort
hún verður samþykkt. Ég tel það
fráleitt, að nokkuð verði gert sem
skaði bændur, enda ekki hætta á
að það verði,~hvað sem um tillög-
una annars skyldi verða.
Þar sem vegabréfs
áritim er óþörf
Á UNDANFÍRNUM árum hafa
verið gerðir samningar um nið-
urfellingu vegabréfsáritana við
ýms lönd, aðallega í Vestur-
Evrópu. íslendingar geta nú
ferðast til þessara landá og
dvalizt þar í nokkurn tíma, ýmist
2 eða 3 mánuði, án þess að sækja
um leyfi til þess fyrirfram, enda
sé ekki um dvöl í atvinnuskyni
að ræða. Löndin, sem þannig hef-
ur verið samið við, eru þessi:
Austurríki, Bretland, ásamt ný-
lendum og verndarríkjum, Dan-
mörk, Finnland, Frakkland (Als-
ír), Grikkland, Holland, írland,
Ítalía, Luxembourg, Monaco,
Noregur, San Marino, Spánn,
Sviss, Svíþjóð, Sambandsríkið
Malaya, Túnis, Tyrkland, Þýzka
sambandslýðveldið.
Þess skal jafnframt getið, að
ef ferðazt er eingöngu innan
Norðurlandanna, án viðkomu á
stað utan þeirra, þarf ekki að
hafa vegabréf meðferðis.