Morgunblaðið - 23.08.1959, Page 8

Morgunblaðið - 23.08.1959, Page 8
8 MOTtnXJTSBT. 4Ð1Ð Sunnudagur 23. ágúst 1959 SéraPáll Björn Erlingur Þórarinn Helgi Steíán Ciœsilegt skóla- og félagsheimili rís í Kelduhverfi FYRIR skömmu var vígt glKsí- legt félags- og skólaheimili norð- ur í Kelduhverfi í Norður-Þing- eyjarsýslu við hátíðlega athöfn. Félagsheimili þessu hefur verið valinn staður hjá Krossdal og hefur bóndinn þar, Þórarinn Jó- hannesson gefið land undir fé- lagsheimilið. — Margar ræður voru fluttar við þetta tækifæri svo og bárust heimilinu fagrar og góðar gjafir. Hátíð þessi stóð sunnudaginn 9. ágúst og hófst kl. rúmlega 2 siðdegis með því að Björn Þór- arinsson, bóndi í Kílakoti, setti samkomuna. Því næst fór fram guðsþjónusta en þar á eftir voru ræður fluttar. Þá settust sam- Frá vlgsluhátíðinni | komugestir að kaffidrykkju sem stóð fram undir kvöld. Að síðustu var stiginn dans fram eftir nóttu og fór hátíð þessi mjög vel og skemmtilega fram. Að lokinni stuttri setningar- ræðu hófst guðsþjónustan og prédikaði séra Páll Þorleifsson, prestur að Skinnastað, en safnað- arkór söng. Séra Páll lagði út af orðum Biblíunnar úr bréfi Páls postula til Filipíumanna, þar ssm hann segir: „Verið ávallt glaðir vegna samfélagsins við drottinn, ég segi aftur, verið ávallt glað- ir“. — Benti hann á að hús þetta væri gleðinnar að aðalþræði en henni fylgdi einmitt uppbyggj- andi kraftur. Þá gat hann einnig þess að húsið væri ætlað til upp- fræðslu unga fólkinu í þessari sveit. Séra Páll lauk máli sínu með því að lýsa yfir nafni stað- arins. Gat hann þess að Skúla- garður væri kenndur við Skúla Magnússon fyrrum landfógeta er fæðst hefði í Keldunesi, en alinn hefði verið upp í Garði, en þessu nýja félagsheimili vaeri búinn staður um það bil miðja vegu milli þessara tveggja bæja. Hann kvað Skúla hafa verið mann' nýrra og mikilla vakningr. hér á landi og bað að lokum heill og blessun að fylgja nafni þessa staðar. Að lokinni guðsþjónustu tók Björn Þórarinsson bóndi í Kílakoti til máls og rakti í stór- uro dráttum byggingarsögu fé- lagsheimilisins og skólans. Sagði hann í upphafi að segja mætti að þegar á fyrsta aldursári ung- mennafélags sveitarinnar, sem stofnað var árið 1909 og er því 50 ára á þessu ári, hafi verið far- ið að ræða um húsnæði fyrir starf semi fyrir félagið. Framkvæmdir hófust þó ekki á vegum þess fram eftir árum, en árið 1932 var sam- þykkt að Kelduneshreppur, Ung- mennafélagið Leifur heppni og Kvenfélag hreppsins sameinuðust um byggingu þessa húss. Árið 1953 er svo Þóri Baldvinssyni fal ið að teikna uppdrátt að bygg- ingu hússins. Áður hafði verið unnið ötullega að fjáröflun til byggingarinnar. Byrjað var á byggingu skólahússins og er fyrst kennt í því skólaárið 1957—1958 og það sumar eða sumarið 1958 er samkomusalurinn steyptur við skólatíygginguna. Siðan hefur byggingunni verið haldið áfram þar til -iú í ár er hún að öllu leyti fullgerð utan og innan r.ema hvað smávegis frágangur er eft,- ir á leiksviði pg búningsherbergj um, er að leiksýningum lúta. — Allt er húsið gert úr steinsteypu og einangrað með plasteinangr- unarefni. Byggingarkostnaður er af byggingarfróðum mönnum tal inn mjög lítill miðað við hina miklu stærð hússins, en því hefur nánar verið lýst hér í blaðinu áður. Húsið mun að öllu loknu kosta um 2.2 millj. kr., þar af er hinn raunverulegi húsbyggingar kostnaður um 2 millj., annað telst með húsbúnaði sem þegar hefur verið fenginn. Nemur kostnaður- inn um 700 kr. á hvern rúmmetra. — Framlög og gjafafé til bygg- ingarinnar nema 1 millj. og 235 þús. kr. Björn Þórarinsson þakkaði í lok ræðu sinnar öllum þeim er unnið höfðu ötullega að byggingu þessa glæsilega húss og nefndi þar sérstaklega yfirsmiðinn, Þór hall Snædal frá Húsavík, en hann hefur haft mestan veg og vanda af frágangi byggingarinnar. — Að síðustu þakkaði Björn hin- um fjölmörgu burtfluttu Kelá- Árni Óla ritstjóri afhendir minnismerkið frá Þingeyinga- félaginu í Reykjavík. « hverfingum sem sýnt höfðu þess ari byggingu mikinn vinarhug með gjöfum og fjárframlögum, svo og þv: að hafa verið virkir þátttakendur að undirbúningi og fjársöfnun til byggingarinnar. Lauk hann máli sínu með því að afhenda fyrir hönd byggingar- nefndar hinum raunverulegu eig er.dum hússins það til afnota og reksturs og bað Guðs blessun fylgja húsinu og þeim störfum er þar yrðu unnin og ráðum er þar yrðu ráðin. Erlingur Jóhannsson oddviti Kelduneshrepps veitti húsinu móttöku fyrir hönd hreppsins og þeim hluta sem hann er eigandi að. Þakkaði hann öllum er að byggingunni höfðu unnið og þá sérstaklega formanni byggingar- nefndar Birni Þórarinssyni, fyrir hans mikla og giftudrjúga starf. Ræddi Erlingur síðan sérstaklega þann þátt er fælist í starfi skól- ans er rekinn yrði undir þaki þessa húss svo og benti hann á hina miklu félagslegu þýðingu er húsið hefði sem félagsheimili. — Hann bar að lokum fram þá ósk að þetta nýja félagsheimili mætti standa á grundvelli þjóðlegrar menningar og kristinnar lífsskoð unar. — Ávörp og kveðjur Næst tók til máls Þórarinn Haraldsson og talaði hann af. hálfu ungmennafélagsins Leifur heppni. Þakkaði hann fyrir hönd ungmennafélagsins þann hluta er því væri eignaður í þessu fé- lagsheimili og ræddi harm síðan í stuttu máli starfssögu ung- mennafélagsins og ýms atvik úr æviferli þess. Hann bar þá ósk fram, að lokum, að í félagsheim- ili þessu mætti ríkja sá andi er ríkti hjá fyrstu ungmennafélög- "um þessa lands. Þá tók til máls Friðrika A. Jóns dóttir óg talaði af hálfu kvenfé- lags hreppsins. Gerði hú:. sérstak lega að umræðuefni störf bygg- ingarinnar sem skólahúss og benti á að það hefði fyrst og fremst verið konur í sveitinni sem haft fiefðu áhuga fyrir að sameina byggingu félagsheimilis og skóla. Þakkaði hún öllum þeim, er unnið höfðu óeigingjarnt starf að þessari byggingu og bað gæfu fylgja Skúlagarði um alla framtíð. Þá talaði Helgi Eliasson fræðslumálastjóri og færði Keld- Frá vígslu hins nýja félagsheimilis í Keiduhverfi. (Myndirnar tók vig.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.