Morgunblaðið - 23.08.1959, Síða 13

Morgunblaðið - 23.08.1959, Síða 13
Sunnudaerur 23 Serú«t MOKcrr\nr 4Ð1Ð 13 fslendingar muna sjálfsagt eft- ir Karin Birgitte Schack greif- innu, hirðmey Ingiríðar Dana- drottningar, serrr var í fylgdar- liði dönsku konungshjónanna, er J>au komu hingað vorið 1956. — Schack greifinna er nú um það bil að ganga í hjónaband, og er brúðguminn finnsk stríðshetja, Adolf Ehrnrooth hershöfðingi. Hér sjást hjónaefnin á tröppun- um_á höll Schack- ekkjufrúar á Rþj, skömmu eftir að finnski hershöfðinginn kom þangað, til að halda brúðkaup sitt. öll kon- ungsfjölskyldan verður í brúð- kaupinu: ★ Píanóleikarinn Rudolf Serkin var einu sinni um skeið hér á landi og lék með Adolf Buch fyrir íslendinga, eins og tónlist- arunnendur munu lengi minnast. Nú berast þaer fréttir að Serkin sé nýbúinn að leika inn á hljóm- plötu Pianokonserta nr. 11 og 20, með Marloboro Festival hljóm- sveitinni undir>stjórn Alexanders Schneiders. Þeir sjást saman á meðfylgjandi mynd. ★ Ernest Hemingw var spurður um það á Spáni fyrir skömmu, hvers vegna hann væri svona mik ið fyrir að skrifa skáldsögur, þ a r sem söguhetjurn ar væru allar karlmenn. Væri' h a n n kannski kvenhatari? — Nei, svar- aði Hemingway, en ef ég hleypi konu inn í sög- una, þá þarf hún að tala og tala, svo að karlmennirnir fá varla rúm til að segja neitt. KRÚSJEFF OG NIXON LEIÐA SAMAN HESXA SÍNA í MOSKVU K: „Þið sýnið hér' fyrlrmyndarhús, en það er vitað mál að hjá ykkur sofa fátæklingarnir undir brúnum.“ H: „Það er ekki rétt. I»rir af hverjum fjórum Ameríkumönnum búa í eigin húsum. Getið þið sagt það sama?“ ★ Frank Sinatra ætlar að fara að leika í nýrri kvikmynd, sem i sjálfu sér er ekki í frásögur fær- andi. En margir munu reka upp stór augu, þegar þeir heyra hvaða hlutverk hann á að leika. Hann verður Páll postuli í kvikmynd sem Frank Capra ætlar að fara að framleiða. Annars er Capra einkum frægur fyrir gamanmynd ir, svo hann virðist líka vera að fara inn á nýja braut. Sagt er að næstum hafi liðið yfir Frank Sin- atra, þegar honum var boðið þetta hlutverk, en nú hefur hann fengið mikinn áhuga fyrir hlut- verkinu og hann hefur oft sannað það að hann getur verið góður leikari. Peter Townsend er aftur orð- inn blaðamatur. Nú er það ekki samband hans við Margréti prins- ’ essu, sem skrifað er um, heldur dvöl hans og unga belgíska einka- ritarans hans, á baðstaðnum Saint-Tropéz. Marie-Luce Jamag- en fór með Townsend í nýaf- staðna hnattferð, sem einkarit- í fréttunum ari hans, en það ferðalag var kvikmyndað. Og nú eru þau sam- an suður við Miðjarðarhaf og þykir það merk frétt. Townsend er 44 ára gamall, fráskilinn og tveggja barna faðir, en Marie Luce er aðeins tvítug að aidri. ★ Að utan berast fréttir um að óperusöngkonan María Callas ætli að fara að leika í kvikmynd og á Anette Strþyberg, hin danska eigin-, kona f r a n s k a kvikmyndastjór- ans Vadims, að leika með henni í myndinni. Hin dásamlega söng- rödd Mariu Cail- as og skapofsi hennar eru þeg ar þekkt um all- an heim, og nú á hún að reyna leikhæfileikana í hlutverki grísks ættjarðarvinar, sem hjálpar Eng- lendingum á Kýpur. Anette á að leika vonda systur hennar. Col- umbia kvikmyndafélagið ætlar að láta framleiða myndina og verður hún, -tekin á Kýpur og Rodos. ★ Eftir að Bernard Shaw og n síðast Voltaire hafa eftir dauð sinn orðið vinsælir textahöfunc ar söngleikja, vill franska leih ritaskáldið Jeani Anouilh 1 í k a | reyna sig á samal sviði. Hann hef-| ur í sumar unn-s ið mikið í sam-| vinnu við Mar-S guerite Monnot, '"sa&a s sem í vor hlautjk.<>- heimsfrægð fyr-BS^ " ir söngleik sinn „Irma la Douce“. Ætlar Anouil að skrifa textann og öll ljóði í nýjan söngleik og sagt er e hann muni sækja efni hans eitthvert af gömlu leikritunu: sínum. Hér er Anouilh þekktast- ur fyrir leikrit sín, Antigonu og Stefnumótið í Senlis, sem bæði hafa verið sýnd í Þjóðleikliúsinu. Verzíunarfólk Vanan afgreiðslumann og afgreiðslustúlku vantar í tízkuverzlun. Aðeins reglusamt og traust fólk kemur til greina. Umsóknir ásamt uppl. um aldur, fyrri störf, meðmæli ef til eru ásamt heimilisfangi og símanúmeri, sendist í pósthólf 1076, fyrir 28. þ.m. Með umsóknir verður farið sem algjört trúnaðarmál. Nauðungaruppboð verður haldið í skrifstofu borgarfógeta í Tjarnar- götu 4, fimmtudaginn 27, ágúst n.k. kl. 11 f.h., eftir kröfu Guðmundar Péturssonar hrl. Selt verður skulda bréf, að fjárhæð kr 35.000.00, tryggt með 2. veðrétti í býlinu Lundi í Grenivík, Grýtubakkahreppi, Suður- Þingeyjarsýslu. Ennfremur verða seldar útistandandi skuldir þ.b. Sæbergsbúðar s.f. og þ.b. Vogakjötbúðarinnar. Greiðsla fari fram við hamarshögg. BORGARFÓGETINN 1 REYKJAVlK Magnettur 4 cyl í Fordson og Allis-Chalmers, tractora Verzlun FriSriks Bertelsen Tryggvagötu 10 — Sími 12872

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.