Morgunblaðið - 23.08.1959, Page 19

Morgunblaðið - 23.08.1959, Page 19
Sunnudagur 23. agúsí 1959 MORGUTSBL 4Ð1Ð 19 Virða ekki f jand- mann frelsisins NEW YORK, 22 ágúst — Verka- lýðssamsteypan AFL-CIO hefur ákeðið að láta sig engu skipta opinbera heimsókn Krúsjeffs í næsta mánuði. Var þessi ákvörð un samþykkt með 22 atkvæðum gegn 3 í framkvæmdastjórn sam- steypunnar og studd þeim rökum, að ekki væri hægt að viðurkenna leiðtoga stjómar, „sem ekki leyf- ir verkalýð sínum að hafa með sér frjáls samtök af neinu tagi.1' Meðal þeirra, sem greiddu at- kvæði gegn ákvörðuninni, var hinn kunni verkalýðsleiðtogi Walter Reuter. Þrátt fyrir ákvörð un þessa er einstökum verkalýðs- leiðtogum að sjálfsögðu heimitt að ræða við forsætisráðherrann, eftir því, sem tækifæri gefast. Stolin bifreið fannst óskemmd í FYRRINÓTT var bifreiðinni R-7336 stolið' fyrir utan húsið Suðurgötu 14. Bifreiðin fannst í Hafnarfirði í gær, óskemmd. Ekki var vitað hver eða hverjir þarna höfðu verið að verki. Manehester Guardian LONDON, 22. ágúst. — Brezka stórblaðið Manchester Guardian, sem fyrst kom út fyrir rúmum hundrað árum, mun nú breyta um nafn.Frá og með næsta mánu- degi heitir það aðeins „The Guardian“. Manchester Guardian hefur löngum verið eitt af virtustu blöðum Bretlands og er mjög útbreitt víða um heim. Skógareldur STOKKHÓLMI, 22. ágúst. — (NTB) — Ákafur skógareldur hefur geisað í alla nótt á tveggja ferkílómetra svæði í Austur- Gotlandi. Eldurinn kom upp í gær, og um hádegi í dag hafði ekki tekizt að hefta útbreiðslu hans. Yfir tvö hundruð manns, þar á meðal 180 hermenn vinna að slökkvistarfinu, en skógurinn er mjög þurr og þar að auki vatns- skortur í nágrenninu, og er því mjög erfitt að fást við eldinn. Búsáhöld Þvottavélar, strauvélar Ryksugur og bónvélar með afborgunarskilmá'um. PRESTO-rafmagnsbúsáhöld BEST chrome hraðsuðukatlar CORY-kaffikönnur, krómaðar ISOVAC-hitakönnur & gler Kaffikönnur, króm, ný gerð Hitabrúsar, högg-heldir þola að farið sé illa með þá FELDHAUS hringbökunar- oínar Myndskreytt kökubox Mjólkurbrúsar, flöskur og nestiskassar úr mjúku plasti Hnífar og skæri í úrvali Varahlutir og viðgerðir á innfl. og seldum vörum Pantanir teknar á væntanleg- um MORPHY-RICHARDS- kæliskápum og tauþurrkum (Spin dryer) Kynnið yður vöruval og verð. ÞORSTEINN BERGMANN búsáhaldaverzlun, Laufásvegi 14, sími 17-7-71. Steiiii á Hvítanesi sextugur AKRANESI, 22. ágúst. — 60 ára er í dag, 23. ágúst, Þórður Þor- steinn Þórðarson, bílstöðvareig- andi, Kirkjubraut 16, Akranesi. Hann eignaðist fyrsta hjólhestinn sem kom til Akraness, og hann varð sigurvegari í fyrstu hjól- reiðakeppninni á gamla barna- skólablettinum hér á staðnum. Steini á Hvítanesi, eins og hann er nefndur í daglegu tali, hefur starsrækt bílastöð hér á Akra- nesi í iðan 1927, þ. e. í 32 ár, og allir Akurnesingar að undantekn- um kornbörnum, hafa stigið upp í bílana hans. Þórður hefur alla tíð sett svip á þennan bæ, frá því hann kom hingað ungur frá ættaróðali sínu, Leirá í Leirársveit. Móðir hans var Guðný Stefánsdóttir frá Hvítanesi í Skilmannahreppi. — Giftur er hann Sigríði Guð- mundsdóttur. —Oddur. Námsstyrkir SENDIRÁÐ Sambandslýðveldis- ins Þýzkalands hér á landi hefur tjáð íslenzkum stjórnvöldum, að Alexander von Humboldt-stofn- unin muni veita styrki til rann- sóknarstarfa við vísindastofnan- ir eða til háskólanáms í Þýzka- landi skólaárið 1960—’61. Styrk- irnir eru ætlaðir háskólastúdent- um innan 35 ára aldurs og nema þeir 600 þýzkum mörkum á mán- uði um 10 mánaða skeið (frá 1. október 1960 til 31. júlí 1961). Nægileg þýzkukunnátta er áskil- in. Eyðublöð undir umsóknir um styrki þessa fást í menntamála- ráðuneytinu, Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg. Umsóknir þurfa að vera í þríriti og hafa borizt ráðuneytinu fyrir 1. nóvember 1959. Flu«vélin ófundin LONDON, 22. ágúst. — Flug- vélar og skip halda í dag áfram leitinni að fjögurra hreyfla Victor srengjuþotunni, sem hvarf í reynsluflugi á fimmtu- daginn. Einkum er leitað fyrir ströndum Wales á víáttumiklu svæði við St. Georges-sundið. — Steve Framh. af bls. 1 í lofti og hálfri annarri klukku- stund fyrir hjónavígsluna byrj- aði að rigna dálítið. Það varð þó sízt til þess að drepa niður áhuga fólksins, sem varð stöð- ugt fleira. Á tveim fánastöngum við kirkjuna blökktu fánar Nor- egs og Bandaríkjanna. í hagan- um rétt hjá fylgdust kýrnar ná- . kvæmlega með því sem .fram fór. [ Hjónavígslan Athöfnin í kirkjunni stóð í þrjá stundarfjórðunga. Þegar presturinn, Olav Gaute- stad, hafði spurt Steven, hvort hann vildi ganga að eiga Anne, svaraði hann lágum rómi: „Yes“ — Og Anne sagði sömuleiðis á sínu móðurmáli: „Ja“, þegar hún var spurð. Síðan dró Steven fingur á hönd hinnar nýorðnu eiginkonu sinn- ar og presturinn lagði hönd sína yfir krossaðar hendur hjónanna, að norskum sið, og lýsti yfir því á bæði ensku og norsku, að þau væru hjón. — Þau krupu síðan á kné við altarið og báðust fyrir, en presturinn blessaði þau. Hann færði þeim einnig norska útgáfu af Biblíunni að gjöf. 1 15 mínútna ræðu, sem prest- urinn hélt við athöfnina, fór hann Daii Waern setti heiinsmet KARLSTAD, 21. ágúst. — Svíinn Dan Waern setti nýtt heimsmet í 1000 m hlaupi hér í kvöld. — Hljóp hann vegalengdina á 2 mín. 17,8 sek. Svavar Markús- son keppti einnig í þessu hlaupi og verð fjórði á ágætum tíma, 2 mín. 22,8 sek. Kristleifur Guðbjörnsson, sem keppa átti í 5000 m gat ekki ver- ið með, þar sem hann hafði togn- að fyrir hlaupið. Lady Churchill í sjúkrahús LONDON, 22. ágúst. — Lady Churchill, eiginkona Sir Winston Churchill, mun leggjast í sjúkra- hús á mánudaginn. Þar mun hún gangast undir aðgerð í auga, vegna lömunar annars augnloks hennar. Frúin, sem er 74 ára gömul, hefur dvalið í Nice að undanförnu ásamt eiginmanni sínum. mjög lofsamlegum orðum um ungu hjónin. Hann sagði að af öllum listum væri sú máske vandasömust, að byggja upp gott heimili. Þá bað hann þau að minnast þess, að heimili þeirra mundi verða fyrirmynd þúsunda af heimilum vestan hafs, þar sem þau mundu setjast að, og áminnti þau um mikilvægi. þess, að sú fyrirmynd yrði kristilegt heimili, þar sem ást og þjónustulund settu mark sitt á hvern dag. Hveitibrauðsdagar í einrúmi Ekki hafa ungu hjónin viljað láta uppi, hvar þau hyggjast eyða hveitibrauðsdögunum, en Rocke- feller eldri sagði: „Þau verða að fara til einhvers staðar, þar sem þau geta verið í einrúmi. Innilegar þakkir færi ég öllum vinum mínum fyrir góðar óskir, hlý handtök og annan vinarvott í ýmsum myndum, á áttræðisafmæli mínu hinn 8. ágúst, Guð blessi ykkur öll. Magnús Þórarinsson Sonur minn og bróðir, ÞORBERGUR GÍSLASON SKAGFJÖRÐ frá ísafirði andaðist á Landakotsspítala 21. þ.m. Gísli Þorbergsson, Gunnar Gíslason Konan mín og móðir okkar, SVEINSÍNA SVEINSDÖTTIR Nesvegi 58, lézt á Landakotsspítala, föstudaginn 21. ágúst s.l. Jarð- arförin verður auglýst síðar. Tryggvi Benónýsson, Ásgerður Tryggvadóttir, Sveinn Tryggvason. Jarðarför föður okkar, GUÐMUNDAR STEFÁNSSONAR frá Norðfirði, fer fram í Fossvogskirkju þriðjudaginn 25. þ.m. kl. 1,30 eftir hádegi. Börnin Hjartanlegar þakkir öllum þeim er sýnt hafa mér vinarhug og vottað samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför eiginmanns míns, GUÐMUNDAR Á. BJARNASONAR Álfheimum 30 Ragnheiður Þórólfsdóttir Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, SOFFlA JÓSEFSDÓTTIR Miðtúni 20 verður jarðsunginn þirðjudaginn 25. þ.m. frá Fríkirkj- unni kl. 2 e.h. Jarðað verður í gamla kirkjugarðinum. Börnin Jarðarför systir okkar, SIGURLAUGAR VIGFtíSDÓTTUR frá Holti á Síðu fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 25. ágúst kl. 10,30. Blóm afþökkuð. Þeir, sem vildu minnast hinnar látnu er bent á einhverja líknarstofnun. Fyrir hönd vandamanna. Sigríður Vigfúsdóttir, Vigfúsína Vigfúsdóttir Hugheilar þakkir til allra fjær og nær, fyrir sýnda hluttekningu við útför mannsins míns. GUÐMUNDAR BJARNASONAR frá Seyðisfirði Ingibjörg Ólafsdóttir og börn Þökkum sýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns og föður okkar, GlSLA ÁRNASONAR frá Hafnarfirði Sigríður Jónsdóttir og dætur öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, MARlU GlSLADÓTTUR Skáleyjum færum við hjartans þakkir. Börn, tengdabörn, barnabörn og fósturbörn hinnar látnu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.