Morgunblaðið - 09.09.1959, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 09.09.1959, Qupperneq 1
20 siður 196. tbl. — Miðvikudagur 9. september 1959 Prentsmiðja Morgunblaðsins Matthías Bjarnason Gísli Jónsson Einar Guðíinnsson Kjartan J. Jóhannsson Jörundur Gestsson Sigurður Bjarnason Arngrímur Jónsson Þorvaldur Garðar Kristjánsson Kristján Jónssoi Framhoðslisti Sjálfstœð- ismanna á Vestfjörðum ákveðinn Nýja varðskipinu hleypt af stokk- unum í gær HINU nýja varðskipi, sem er í smíðum í Álaborg, var hleypt af stokkunum á hádegi í gær, og hlaut það anfnið Óðinn. Smíði skipsins verður væntanlega lokið í febrúar á næsta ári, Kona Péturs Sig- urðssonar, forstjóra, frú Ebba Pm. Sigurðsson gaf skipinu nafn. □---------------□ FRAMBOÐSLISTI Sjálfstæðismanna í Vestfjarðarkjördæmi hefur nú verið ákveðinn. Var hann samþykktur með samhljóða atkvæð- utn á fundi kjörnefndar kjördæmisins á ísafirði sl. sunnudag. — Listinn er skipaður þessum mönnum: 1) Gísli Jónsson, alþingismaður, Reykjavík. 2) Kjartan J. Jóhannsson, alþingismaður, ísafirði. 3) Sigurður Bjarnason, alþingismaður frá Vigur, Reykjavík. 4) Þorvaldur Garðar Kristjánsson, alþingismaður,. Reykjavík. 5) Matthías Bjarnason, framkvæmdastjóri, ísafirði. 6) Einar Guðfinnsson, útgerðarmaður, Bolungarvík. 7) Jörundur Gestsson, bóndi, Hellu í Steingrímsfirði. 8) Arngrímur Jónsson, kennari, Núpi. 9) Kristján Jónsson, síldarmatsmaður, Hólmavík. 10) Ari Kristinsson, sýslumaður, Patreksfirði. Mikill áhugi ríkir meðal vest- firzkra Sjálfstæðismanna fyrir því, að gera sigur lista síns sem glæsiiegastan í kosningunum í haust. Eins og kunnugt er fengu Sjálfstæðismenn kosna 4 af 5 þingmönnum Vestfjarða í kosn- ingunum í sumar. Sérstök rannsóknar-1 nefnd send til Laos JEW YORK, 8. sept. —• (Reuter/NTB) —• EFTIR allmiklar umræður um Laosmálið í Öryggisráð- inu í gærkvöldi og mótmæli rússneska fulltrúans, var samþykkt að skipa nefnd með fulltrúum fjögurra ríkja til þess að rannsaka ástandið í Laos og gefa ráðinu skýrslu um það. — Tillaga Vestur- veldanna þessa efnis var sam- þykkt með 10 atkvæðum gegn atkvæði sovétfulltrúans, en forseti ráðsins, ítalinn Ort- ona, úrskurðaði, að ekki væri Aðalfundur Stéttarsambands bænda hélt áfram að Bjarkarlundi í gær. Nefndir störfuðu allan fyrrihluta dagsins, en síð- ari hlutann voru málin tekin til umræðu og stóð sá fundur langt fram á kvöld. — Gert var ráð fyrir að fundinum lyki í gær- kveldi og stjórn sambandsins þá kosin. Myndin hér að ofan var tekin á fundi Stéttarsambandsins í fyrradag. hægt að beita neitunarvaldi á þessu stigi málsins. Síðdegis í dag kom svo Laos- nefndin samán tii fyrsta fundar, en i henni eiga sæti fulltrúar Argentínu, Italíu, Túnis og Jap- ans, sem ekki eru fastameðiimir Öryggisráðsins. Eftir fundinn, sem stóð 114 klukkustund, var tilkynnt, að ákveðið hefði verið að senda sérstaka fulltrúa til Laos til þess að kynna sér ástand- ið þar af eigin raun. Fulltrúi ítala, Ortona, sagði að nefndin vonaðist til, að fulltrú- arnir gætu verið komnir til Laos fyrir vikulokin. Enginn af með- limum fjögra ríkja nefndarinn- ar nýju mun fara þangað, held- ur munu stjórnir viðkomandi landa beðnar að útnefna sérstaka fulltrúa til fararinnar. — Ortona tók það fram, að ríkisstjórnunum yrði tilkynnt þessi ákvörðun þegar í stað, og gert væri ráð fyrir, að hinir sérstöku fulltrú- ar yrðu komnir til New York á fimmtudaginn. Hann kvað það ekki ákveðið enn, hvort fulltrúa- nefndin færi til landamæra Laos og Norður-Vietnams eða starfaði fyrst og fremst í Vietiane, höfuð- borg Laos. Miðvikudagur 9. september. Efni blaðsins m.a.: Bls. 3: í heimsókn hjá „mjólkurdrot ingu“ landsins. — 6: Vini íslands árnað heilla. — 8: Skákmótið í Júgóslavíu. — 10: Ritstjórnargreinin: Menntun j lífskjör. — 11: Ríkisóperan í Vín. — 13: Kvennadálkur. — útvarp. — 18: íþróttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.