Morgunblaðið - 09.09.1959, Qupperneq 2
2
' MORCVNBLAÐ1Ð
Miðvilcudagur 9. sept. 1959
Aflaverö-
mœtið
2,5 millj.
í GÆRKVÖLDI lauk
síldarvertíðinni hjá
aflakóngi vertíðarinnar
að þessu sinni, Eggert
Gíslasyni á Víði II og
mönnum hans.
Hélt þá báturinn af
stað heimleiðis, en hann
mun hafa viðkomu á
Ólafsfirði á leið sinni
heim. — Víðir aflaði alls
19600 tn. og mál síldar
og eru aflaverðmæti
skipsins á vertíðinni um
2,5 millj. kr.
<
s
s
s
s
s
j
s
I
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
Samið um vörulista
AB UNDANFÖRNU hafa farið
fram í Prag viðræður um við-
skipti íslands og Tékkóslóvakíu
á tímabilinu 1. september 1959 til
31. ágúst 1960. Lauk þeim hinn
2. september sl. með undirskrift
samkomulags um vörulista þá,
sem gilda eiga þetta tímabil. —
Samkomulagið undirrituðu for-
menn tékknesku og íslenzku
samninganefndanna, þeir Franti-
sek Schlegl og Jónas H. Haralz
ráðuney tisst j óri.
Viðskiptasamningur sá, sem nú
gildir á milli íslands og Tékkó-
slóvakíu var gerður árið 1957 til
þriggja ára. Um vörulista þá,
sem samningnum fylgja, er hins
vegar samið árlega. Viðskiptin á
sl. ári höfðu farið allmjög fram
úr þeim vörulistum, er þá giltu
að því er flestar vörur snerti, og
í samræmi við þetta var nú samið
um talsverða hækkun listanna.
bannig er gert ráð fyrir veru-
legri aukningu á sölu íslenzkrar
niðursuðuvöru og landbúnaðaraf-
urða til Tékkóslóvakíu, og einnig
nokkurri aukningu á sölu freð-
fisks, frystrar og saltaðar síldar
og fiskimjöls. Gert er ráð fyrir
auknum kaupum íslendinga af
vefnaðarvöru, hjólbörðum, gólf-
dúk, gúmmískófatnaði, sykri, raf
magnsvöru og járn- og trjávöru.
Islenzku samninganefndina
skipuðu, auk Jónasar H. Haralz,
þeir dr. Oddur Guðjónsson og
,Árni Finnbjörnsson, ræðismaður.
Nefndinni til ráðimeytis voru
fulltrúar frá Sambandi ísl. sam-
vinnufélaga og Verzlunarráði ís-
lands, þeir Agnar Tryggvason og
Þorvarður Jón Júlíusson.
(Frétt frá utanríkisráðuneytinu).
Ákveðið að Bretar gangi
til kosninga 8. október
Rúmlega 35 milljónir manna á kjörskrá
\Ný lendingarljós í Eyjum
LONDON, 8. september.
— (Reuter/NTB) —
MACMILLAN, forsætisráðherra
Bretlands, batt síðdegis í dag
enda á allar getgátur um, hvenær
þingkosningar yrðu haldnar þar
í landi. — Hann sendi út tilkynn-
ingu um það frá bústað sínum í
Downingstræti 10, að kosninga-
dagurinn hefði verið ákveðinn
8. október n. k. — Tilkynningin
var gefin út að ioknum ráðu-
neytisfundi, þar sem allir ráð-
herrar stjórnarinnar voru mættir.
★
í tilkynningunni segir, að Elísa-
bet drottning hafi fallizt á að
rjúfa þing hinn 18. þ. m., þannig
að kosningy.- geti farið fram 8.
okt., en þrjár vikur þurfa að líða
frá þingrofi til kosninga. — Hið
nýja þing mun síðan koma sam-
an 20. næsta mánaðar til þess að
kjósa forseta neðri deildar. Einn-
ig eiga þingmenn þá að vinna
eiða sína. — Þingið verður síðan
formlega sett 27. október.
í yfirlýsingu, sem Macmillan
lét fylgja tilkynningunni um
kosningadaginn, segir m. a., að
með tilliti til innanlandsmála
hafi ekkert verið því til fyrir-
stöðu að halda kosningar í haust.
En kosningadagurinn hafi einn-
ig verið ákveðinn með ástand
heimsmálanna í huga. —
★
„Þýðingarmiklar samningaum-
leitanir á alþjóðavettvangi
10 farþegar í rúss-
nesku háloftsfari
KEFL A V ÍKURFLU G VELLI, 8.
sept. — Rússnesk farþegaþota af
gerðinni TU 104 B kom við á
Keflavíkurflugvelli í morgun á
leið sinni frá Moskvu um Lond-
on til New York. 10 rússneskir
farþegar voru með flugvélinni.
Hún hafði klukkustundarvið-
dvöl á Keflavíkurflugvelli, og
tók hér um borð tvo kanadíska
leiðsögumenn, en flugvélin átti
að lenda á Gander á leið sinni
til New York. — B. Þ.
standa fyrir dyrum," segir for-
sætisráðherrann í yfirlýsingu
sinni. „Það er augljóst, að rétt
er að gefa þjóðinni tækifæri til
þess að ákveða sem fyrst, hverj-
ir skuli koma fram fyrir henn-
Það var tilkynnt, að vegna
kosninganna yrði Verkamanna-
flokkurihn að fresta ársþingi sínu
sem hefjast skyldi 4. október. —
Formaður. flokksins, Barbara
Castle, viðhafði þau orð í þessu
sambandi, að forsætisráðherrann
hefði eflaust haft það í huga, er
hann ákvað kosningadaginn, að
koma í veg fyrir, að unnt yrði
að halda flokksþing Verkamanna
flokksins fyrir kjördag. — En
okkur mun nægja hinn stutti
frestur, sem gefinn er, til þess
að tryggja sigur okkar, bætti
frúin við. Þetta nefna fréttarit-
arar „fyrsta skotið“ í kosninga-
baráttunni. — Ekki hefur enn
verið ákveðið, hvort íhaldsflokk-
urinn frestar einnig ársþingi
sínu, sem ákveðið var hinn 16.
september.
Það er almen* skoðun, að
íhaldsflokkurinn sé allsigUi.--
stranglegur í kosningunum — og
er þar bent á batnandi ástand í
efnahagsmálum Bretlands og
minnkandi atvinnuleysi síðustu
mánuðina, og síðast en ekki sízt
auknar persónulegar vinsældir
Macmillans.
★
Neðri deild brezka þingsins er
nú þannig skipuð, að íhaldsflokk
urinn hefir 339 þingmenn, Verka-
mannaflokkurinn 277, frjálslynd-
ir 6 og óháðir tvo. Sex sæti eru
auð. —■
Á kjörskrá eru nú rúmlega 35
milljónir manna.
BONN, 8. sept: — Próf. Theodor
Heuss, forseti sambandslýsðveld-
isins Þýzkalands, lætur. af em-
bætti £ næstu viku, en við tekur
dr. Heinrich Lúbke. — Kom
Heuss í síðasta skipti opinber-
S
S STARFSMENN flugmála-
) stjórnarinnar eru nú að
^ vinna að uppsetningu ljósa
S við flugbrautina í Vest-
) mannaeyjum og er þess að
^ vænta, að flugsamgöngur
S við Eyjar batni eitthvað við
! það. Rafmagnsstrengurinn
\ hefur þegar verið lagður
S meðfram brautinni og unnið
s er að tengingu 50 brautar-
• ljósa. Auk þess verður kom-
S ið fyrir tveimur sterkum
S ljóskösturum sem hvor um
• sig hefur 1,000 kerta peru —
S til þess að lýsa upp Sæfellið,
S en það stendur við austan-
! verða brautina. Nokkr
S um rauðum hindrunarljósum
S verður líka komið fyrir uppi
! á fellinu. — Þá verður sett
\ upp ein önnur gerð öryggis-
S ljósa við flugbrautina í Eyj-
i um, en þau eru einungis
■ flugmönnum til aðstoðar við
S lendingu á syðri enda braut-
ÁRNI KRISTJÁNSSON, skóla-
stjóri Tónlistarskólans og Ragn-
ar Jónsson, formaður Tónlista-
félagsins, skýrðu blaðamönnum
svo frá í gær, að sjö manna hóp-
ur tékkneskra tónlistarmanna
frá Tónlistarskólanum í Prag
væri væntanlegur hingað tillands
í boði Tónlistarskólans hér. Áður
í vor hafði tónlistarskólinn í Prag
boðið jafnstórum hópi íslenzkra
tónlistarnemenda til Tékkó-
slóvakíu. Er þetta í fyrsta sinn,
sem nemendum Tónlistarskólans
hér er boðið til annars lands og
lega fram í dag, þegar hann opn-
aði hinn nýja Beethoven-sal í
Bonn, sem riotaður verður til
hljómleika og alls kyns fundar-
halda. Er stórhýsið skammt frá
fæðingarbæ Beethovens.
arinnar, sem liggur fram á ■
allháar klappir. Hér er um s
að ræða tvör sterk ljós sem, !
eru sitt hvoru megin á enda •
brautarinnar. Hvort ljósker- s
ið um sig lýsir í þremur lit- !
um, gulum, rauðum og græn- ■
um, en ljósgeislum þessum (
er stefnt mismunandi hátt s
upp í loftið. Flugvél sem er í •
réttri aðflugshæð og lækkar s
flugið jafnt og stöðugt alveg s
að brautarendanum sér )
aldrei nmea græna ljósið. En ^
sjái flugstjórinn aðeins rauða s
ljósið, þegar hann er í að- !
flugi, þá er hann of hátt — ^
en of lágt. ef hann sér gula s
ljósið. — Vonazt er til, að !
hægt verði að táka þennan •
ljósaútbúnað í notkun nú í (
haust og er þá ekkert lengur !
því til fyrirstöðu að flogið •
verði að næturlagi til Eyja s
— og bætir það vonandi eitt- s
hvað úr samgöngunum. !
að skólinn fær slíka heimsókn.
Þá hefur Tónlistarskólinn í Prag
veitt einum íslenzkum tónlistar-
nemanda styrk til framhalds-
náms við skólann, og hlaut þann
styrk Steinunn Bjarnadóttir,
nemandi í fiðluleik. Tékknesku
tónlistarmennimir, eru væntan-
legir hingað á miðvikudag í
næstu viku og munu dvelja hér
í 10 daga, frá 16.—26. þ. m. —
Fyrstu tónleikarnir verða haldn-
ir hér í Reykjavik 17. og 18. þ.m.
fyrir meðlimi Tónlistafélagsins,
og verður eingöngu tékknesk tón-
list á efnisskránni. Á Akureyri
verða svo haldnir tónleikar þ.
19., í Mývatnssveit þann 20. og
á Selfossi 22. — í förinnj, eru,
auk fararstjórans, dr. Hubacek,
þrír söngvarar, ein pínóleikari,
einn fiðluleikari og einn klari-
nettieikari. Þess má geta, að Tón-
listarskólinn í Prag er elzti tón-
listarskóli í Evrópu, stofnaður
1911, og 500 úrvalsnemendur úr
Bæheimi stunda þar nám.
Þá skýrði skólastjóri Tónlistar-
skólans, Árni Kristjánsson, píanó
leikari frá því, að stofnuð hafi
verið, að tilhlutan menntamála-
ráðherra, kennaradeild við skól-
ann, sem sérmenntar og útskrif-
ar tónlistarkennara við barna-
unglinga- og framhaldsskóla, en
samkvæmt upplýsingum fræðslu-
málastjóra mun vanta um 40
söngkennara við almenna skóla
hér á landi. Deildin tekur til
starfa 1 október þessa mánaðar,
og er námið að mestu leyti
ókeypis og tekur tvö ár. Verða
12 til 15 nemendur í þeirri deild
skólans í vetur. — Við skólann
eru nú starfandi 20 kennarar, auk
skólastjóra, og voru 179 nemend
ur í skólanum síðastliðinn vetur.
Á næsta ári verða 30 ár liðin
síðan Tónlistarfélagið stofnaði
skólann, en það hefur frá upp-
hafi staðið undir rekstri hans.
Félagsheimili fyr-
ir nemendur MA
f STUTTU símtali Mbl. við Þór-
arin Björnsson, skólameistara
MA, sagði 'nann að nú yrði haf-
ist handa um að innrétta félags-
heimili fyrir nemendur skóians i
norðurenda heimavistarbygging-
arinriar. Kvað skólameistari þetta
lengi hafa staðið til. Víst er að
þetta mun efla mjög félagslífið
í skólanum og verða heimavist-
arnemendum ómetanlegt. Hefur
menntamálaráðherra veitt máli
þessu mikinn stuðning, sagði
skólameistari og er það von okk-
ar að félagsheimilið verði til
mikils gagns og ánægju fyrir nem
endur skólans.
Þessi stóri kassi stendur nú á götunni framan við bústað sendiherra Dana hér á landi. —
Sendiherrann, Knuth greifi, er nú á förum. Mun hann halda af landi brott um næstu helgi.
í gærkvöldi efndi Dansk-íslenzka félagið til kveðjuhófs fyrir sendiherrann, en kona hans er
farin heim til Danmerkur fyrir nokkru. í þessum stóra kassa verður búið um innbú sendi-
herrans. . (Ljósm. Mbl. M. Ö. Ant.)
Heuss lœtur af embœtti
Sjö tékkneskir tónlistar-
menn vœntanlegir
Kennaradeild stofnuð við Tónlistarskólann