Morgunblaðið - 09.09.1959, Page 3
MiðviKudagur 9. sepf. 1959
MORCVNBL4Ð1Ð
3
I heimsókn hjjá
„mjólkurdrottn-
ingu" landsins
Skrauta r Hjálmholti er eina íslenzka kýrin,
sem farið hefir yfir 30 þús. fitueiningar
í ársnyt
BLÓMLEGU STU
LANDSINS.
BYGGÐIR I Þegar
Þegar þessi beztu
orð eru viðhöfð, mun oftar en
hitt mega ganga að því vísu,
að átt er við Suðurlandsund-
irlendið svonefnda, þ. e. Ár-
nes- og Rangárvallasýslu. Og
þótt víða séu blómlegar
byggðir í ýmsum landshlut-
um, má finna þessum orðum
stað á margan hátt. Þarna er
mest samfellt undirlendi á
Fróni og búsældarlegt vel,
enda eru svæði þessi einhver
hin ágætustu búnaðarhéruð á
landi hér. Þar hafa verið gerð
mikil mannvirki í þágu ís-
lenzks landbúnaðar, og nægir
þar að minna á svo ólíkar
framkvæmdir sem Flóaáveit-
una og Mjólkurbú Flóa-
manna.
Mikil þróun
Ef við lítum á Arnessýslu sér-
staklega, verður ljóst, að þar hef-
ur t. d. orðið mikil og ör þróun
á sviði nautgriparæktar, sér í
lagi þó síðasta áratuginn. — Því
má skjóta hér inn til fróðleiks,
að s.l. ár var í sýslunni 6391
mjólkandi kýr (og um 2000 naut-
gripir aðrir), eða miklu fleiri en
í nokkurri annarri sýslu. —
Næst kemur Rangárvallasýsla
með 4781 mjólkandi kú 1958.
Megfylgjandi tafla gefur allgóða
talað er um Skrautu sem
mjólkurkúna 1958, er átt
við fitueiningafjöldann, enda
verðmæti mjólkurinnar reiknað
éftir því; en hún mun einnig hafa
verið meðal hinna allra hæstu
hvað mjólkurrnagn snerti. Og hér
var ekki aðeins um að ræða bezta
nyt eftir eina kú í fyrra, heldur
jafnframt landsmet —- og svo við
segjum frá þessu eins og hverju
öðru íþróttaafreki, átti Skrauta
einnig gamla metið — frá árinu
áður (6.580 kg. mjólk, 4,7%
meðalfita — 30.926 fitueiningar).
Er hún fyrsta íslenzka kýrin, sem
fer yfir 30 þúsund fitueiningar
í ársnyt. Það, sem af er þessu ári,
hefur Skrauta mjólkað um 4000
kg. — og fitan er enn í góðu
lagi.
Venjuleg kýr — í augum
blaðamanna
Það er einmitt hún Skrauta,
sem er tilefni þessa greinarkorns.
— Þegar við félagar, blaðamaður
og Ijósmyndari Mbl., brugðum
okkur austur fyrir Fjall á dög-
unum, lögðum við m. a. leið okk-
ar að Hjálmholti og leyfðum okk
ur að tefja ofturlítið fyrir Ólafi
bónda Ögmundssyni. Fórum við
fram fu að fá að hitta Skrautu
„að máli“ og taka mynd af
henni til þess aS geta sýnt les-
endum, hvernig landsins mesta
mjólkurlind lítur út.
Ólafur bóndi fylgdi okkur í
kúahagann og benti okkur á
Skrautu, þar sem hún lá í mak-
indum og jórtraði — því að ekki
þekktúm við hana úr hópnum. I
augum okkar, hversdagslegra
blaðasnápa, var þessi kostagripur
Ar Stærð meðalbús: Verðgildi mjólkurinnar
1917 5,7 kýr kr. 25.468,00
1927 6,7 — — 38.170,00
1937 6.4 — — 38.874,00
1947 9,1 — — 58,258,00
1957 13,1 — — 105.638,00
hugmynd um fyrrgreinda þróun
nautgriparæktar í Árnessýslu, en
þar er reiknað út verðgildi mjólk
ur á meðalbúi í sýslunni, að frá-
dregnum kjarnfóðurkostnaði.
Tölur þessar eru byggðar á
skýrslum nautgriparæktarfélag-
anna í sýslunni, en 5% eru dreg-
in frá mjólkurmagninu fyrir
eðlilegri rýrnun, og sömuleiðis
er fituprósenta lækkuð frá því,
sem er á skýrslunum, um 0,05%
árið 1957 og 0.15% hin árin.
Verðgildið hefur að öðru leyti
verið reiknað eftir því verði, sem
bændur fengu, heima á brúsa-
palli, en kjarnfóðrið kemur til
frádráttar eins og það kostaði
heimkomið. — Þykir með þessu
móti fást nokkurn vegin nákvæm
útkoma. Að minnsta kosti mun
hún ekki hagstæðari en efni
standa til, að sögn Hjalta Gests-
sonar, búfjárræktarráðunauts á
Selfossi, en hann hefur unnið að
þessum útreikningum.
Fyrst yfir 30 þúsund fitueiningar
Það mun engin tilviljun, að
einmitt í Árnessýslu er að finna
ýmsar af afurðabeztu mjólkur-
kúm á landi hér — og þar er
einnig „mjólkurdrottningin"
1958, sem ég vil leyfa mér að
nefna svo, þ. e. a. s. nytbezta
mjólkurkýrin það ár, Skrauta nr.
80 í Hjálmholti í Hraungerðis-
hreppi. Mjólkurmagn hennar yf-
ir árið nam 6.426 kg. (3000 kg.
þykir flestum bændum þolanleg
nyt) og meðalfitan 5,07%, en það
jafngildir 32.580 fitueiningum. —
ósköp venjuleg kýr — að vísu
hin stæðilegasta og myndarleg-
asta og fagurhyrnd, það sáum
við. En að þar færi mesta mjólk-
urgyðja landsins duldist borgar-
vönum augum okkar. — Við
reyndum þó að sýnast hinir
spekingslegustu — og tuldruðum
eitthvað um, að það væri svo
Efri myndin: — Þannig lítur hún út, mesta mjólkurlind landsins — Skrauta í Hjálmholti. —
Neðri myndin: — Kinna, dóttir „drottningarinnar“, er bráðefnileg kýr. — Þær mæðgur hlutu
báðar þann frama að vera „stilit út“ á landbúnaðarsýningunni á Selfossi í fyrrasumar.
(Ljósm. Mbl. M. Ö. Ant.)
líkaði Markúsi ljósmyndara það
— vildi fá meira á filmuna. En
Skrauta virtist ekkert á því að
láta taka mynd af sér, því að
hún sneri sér alltaf undan, þegar
ljósmyndarinn nálgaðist frá nýrri
hlið. En þá beitti hann með-
fæddri bragðvísi sinni, sem
Skrauta sá ekki við. — Hún hélt
auðsjáanlega, að hann hefði gef-
izt upp við allt saman, þegar
hann gekk í burtu og tók að-
dráttarlinsuna upp úr pússi sínu.
„Drottningin“ er ættstór
Á meðan Markús var að glíma
við að ná myndinni af Skrautu,
rabbaði blaðamaðurinn við Ólaf
bónda, en hann sagði m. a. ýmis-
legt af ættum „mjólkurdrottn-
ingarinnar", sem eru hinar merk-
ustu á flesta grein. Og þó að
undirritaður sé mesti rati í ætt-
fræði, svo vel manna sem dýra,
og lítill áhugamaður um þau
ágætu vísindi, veit hann, að
mörgum er öðru vísi farið, og
skal því reynt að fara hér með
það, sem Ólafur sagði um þetta
Og hérna sjáið þið hana Maríu — hún er frönsk og var talin
bezta mjólkurkýr heimsins árið 1954, mjólkaði rúm 12 þúsund
kg. á 330 dögum. Svo Skrauta okkar er varla meira en hálf-
drættingur á við hana. En fyrr má nú rota . —
sem auðséð hvílíkur stólpagrlpur
þetta væri.
Ljósmyndarinn tók nú að
munda myndavélina, mæla fjar-
lægð, ljósmagn o. s. frv. eins og
slíkra er siður, en Skrauta stóð
seinlega á fætur — og sneri bak-
hlutanum að myndavélinni. Ekki
efni.
Skrauta, sem nú er tíu ára
gömul, fædd 1949, er dóttir
Skjöldu nr. 64 í Hjálmholti, sem
einnig var afburðakýr, og Mána
nokkurs úr Sandvíkurhreppi, en
sá var undan hinum fræga tarfi,
Mána frá Kluftum í Hruna-
mannahreppi, og Klauf á Túns-
bergi í sama hreppi, sem var hin
mesta gæðakýr. — Skjalda, móð-
ir Skrautu, var aftur undan
Sneglu 39 í Hjálmholti og Repp
frá Kluftum. Þær Skjalda og
Snegla voru einhverjar mestu
kostakýr í sýslunni á sinni tíð, og
hið sama má einnig segja um
Gyðju, móður Sneglu. — En nú
er komið „nýtt blóð“ í ættina.
Kinna, dóttir Skrautu, sem nú er
að öðrum kálfi og þykir hin efni-
legasta kýr, á að föður Austra
nokkurn frá Garðakoti í Mýrdal,
sem er sonur Lukku á sama stað,
gæðagrips, og Bílds frá Eyjarhól-
um. Mýrdalskúastofninn, sem
þykir gott kyn, ber sérstök ein-
kenni í vaxtarlagi, og kippir
Kinnu allmjög í það kyn um út-
lit.
Danskt kúakyn
Kúaflotinn í Hjálmholti er
ekki sérlega stór — 14 mjólkandi
kýr — en kynið þykir mjög gott.
— Hjalti Gestsson, ráðunautur,
sem var með í förinni, hafði orð
á þvi, er við vorum á leiðinni i
Hjálmholt, að það væri ekkert
nýtt að þar væru kostakýr. —
Inntum við Ólaf bónda frekar
eftir þessu, og sagði hann, að kýr
sínar væru að öllum líkindum af
dönskum komnar, langt í ættir
fram. Hefði þetta danska kyn
fyrst komið í Hjálmholt með
ekkju Ólafs Stephensens stift-
amtmanns) sem fluttist þangað
í byrjun 19. aldar — Þessar
ágætu kýr mundu síðan hafa
dreifzt um sveitina, en nokkrar
þeirra hefðu gengið í kvígildi til
næstu búenda í Hjálmholti, a§
þvi talið væri, en þeirra meðal
voru t. d. Þórður Sveinbjörnsson,
sýslumaður, faðir Sveinbjörns
Sveinbjörnssonar, tónskálds, og
Páll Melsteð, sýslumaður.
Ættmenn Ólafs Ögmundssonar
hafa nú búið í Hjálmholti í rúma
öld. Langafi hans, Þormóður
Bergsson, fluttist þangað um
1850 — og hefur þá væntanlega
fengið hið ágæta kúakyn, sem
ekkja amtmannsins hafði flutt
með sér í byrjun aldarinnar, í
kvígildi frá Pál Melsteð. Og kyn-
ið virðist enn halda sínum ágætu
eiginleikum, þótt það sé allmjög
blandað orðið. Kúakyn Ólafs
bónda er nær allt af hinum upp-
runalega stofni í móðurætt, en á
hinn bóginn talsvert biandað
hinu fræga Kluftakyni, svo sem
áður er rakið um sjálfa „drottn-
inguna“, Skrautu.
Víðar eru kostakýr
Þótt hér hafi aðeins verið rætt
um kúakynið í Hjálmholti og
stolt og prýði bóndans þar, hana
Skrautu, þá eru víðar úrvalskýr
í Árnessýslu, eins og áður er
drepið á. Við getum t. d. nefnt
af handahófi nöfn eins og:
Snotra 31, Bollastöðum í Hraun-
gerðishreppi, Ósk 11, Langholts-
koti, Hrunamannahreppi, Erla 4,
Tungu, Gaulverjabæjarhreppi og
Dimma 19, Minni-Mástungum,
Gnúpverjahreppi. — Allar eru
þessar kýr frábærar mjólkur-
lindir, sem hafa síðustu árin
mjólkað þetta 5000—-6000 kg. og
haft um 4 og allt að 5% meðal-
fitu. — Hér eru aðeins nefndir
örfáir af mörgum kostagripum
þeirra Árnesinga —. og vonandi
þykkjast ekki hinir, sem ónefnd-
ir eru, þótt við lengjum ekki
þessa upptalningu frekar.
Þegar við ókum úr hlaði á
Hjálmholti, eftir að hafa þegið
hressingu hjá Ólafi bónda, var
dimmt yfir og nokkur súld, og
lo'ftið var úrsvalt. Komu þá
ósjálfrátt í hugann orð Stephans
G.: — Ég er bóndi og allt mitt á
undir sól og regni. — En þótt
tíðarfarið geti stundum orðið ís-
lenzka bóndanum þungt í skauti,
svo sem víða hefur gerzt í sumar,
hljóta margar hamingjustundir
að veitast þeim manni, sem býr
með góða áhöfn á góðri jörð —
og leggur alúð við ræktun lífs og
lands.
E.
AKRANESI, 8. sept. — Dranga-
jökull er hér í dag og tekur tæp-
ar 200 lestir af frosinni síld til
Englands og Vestur-Þýzkalands.
Togarinn Akurey kemur í
fyrramálið af veiðum við Vest-
ur-Grænland með um 200 lestir
fiskjar. — Oddur.