Morgunblaðið - 09.09.1959, Side 11

Morgunblaðið - 09.09.1959, Side 11
Miðvikudagur 9. sept. 1959 MORCVNBLAÐ1Ð 11 Ríkisóperan í Vín BEZTA ópera heimsins, — stór orð og varla raunhæf. Hvað er bezt er smekksatriði og erfitt að deila um það, en auðvitað hefur hver sem vill leyfi til að segja að þessi eða hin óperan sé sú bezta i veröldinni. Ég býst samt við að erfitt sé að færa sönnurásliktsvo nokkurt gagn sé í. ítalarnir muna flytja bezt ítalskar óperur, Aust- urríkismenn og Pjóðverjar bezt sínar eigin, hvað gerist á Metropolitan er mjög háð því hvaða gestir eru þar í það og það sinnið. Vínaróperan var á sínum seinasta uppgangstíma fyrir og eftir fyrri styrjöldina áreiðan- lega mjög góð ópera. Þá haíði hún sína föstu söngvara, hún hafði sitt „ensemble", sem saman stóð að miklu leyti af austur- rískum söngvurum, menntuðum x Vín er og stigu fyrstu frægðar- sporin á hinu minna óperusviði borgarinnar — Volksoper, sem var að minnsta kosti í sumu til- liti forskóli fyrir ríkisóperuna. Bú þróun var lífræn og eðlileg og afleiðing hennar var hið mikla ágæti óperunnar, vel samæfður hópur, sem kunni sitt verk og skilaði Mozart og Richard Strauss betur en nokkuð annað óperuhús og Wagner vel á heimsmæli- kvarða. ☆ Eftir seinasta stríð hélt þessari þróun áfram, ríkisóperunni var skipt í tvennt, í öðru húsinu stór- ar og alvarlegar óperur í hinu léttar óperur og óperettur. Þá þýddi ráðning í Volksoper næst- um örugglega upptöku í aðalhús- ið ef hæfileikar voru fyrir hendi og hæfni söngvarans var ekki ein göngu bundin við óperettuna. í þann tíð var ekki mikið um gesti á óperusviðinu í Vín, það kom helzt fólk, sem var sýnilega miklu betra en viðkomandi ausí- urrískur fulltrúi greinarinnar. Einn af vinsælustu gestunum var ameríski baritónninn George London, sem vann hug Vínarbúa með túlkun sinni á Don Giovanni Mozarts. Ríkisóperan var þá í gömlu leik- og óperuhúsi, „The- ater an der Wien“ elskulegu gömlu ieikhúsi með mjög góðum hljómburði. Þá var óperan líka ódýr og næstum alltaf hægt að fá miða. Ferðamenn komu næst- um engir til borgarinnar, hún var hersetin af bandamönnum og 6jálf á rússneska hernámssvæð- inu. Sem sagt maður gat skropp- ið í óperuna ef það datt í mann. í október 1955 er viðgerðinni 6 sjálfu húsi ríkisóperunnar lok- ið. Húsið er opnað með pomp og pragt, það streymir fólk, aðall blóðs og fjár hvaðanæfa að úi heiminum til að vera viðstatt. Austurríki er frjálst land, ekkert hernám, lítill ótti, járntjaldið byrjar ekki fyrr en við austur- landamærin. Margt hækkar í verði og aðgöngumiðar að óper- unni líka og um leið verður næst- um ógjörningur að fá miða, nema borga meira en stúdent hefur efni á eða standa daga og nætur til að fá ódýra miða og til þess hef- ur maður ekki tíma. Það er ekki mikið sem kemur til almennrar sölu af aðgöngumiðum og Vínar- búar vilja leggja mikið að sér til að komast í óperuna, þó allt bendi til þess að það sé verið að reyna að venja þá af því. Óperustjórnin var hinn frægi og góði hljóm- sveitarstjóri Dr. Karl Böhm, eft- ir skamma hríð var honum vikið úr embætti, skýringar á því voru margar en engin góð, hin opin- bera skýring var sú að hann hafi ætlað óperunni of lítið af tíma sínum, en sjálfur sagðist hann aldrei hafa verið meira í burtu en samið hafði verið um. Til for- stöðu hússins var kallaður hin mikla austurríska stjarna í hopi hljómsveitarstjóra, Herbert von Karajan. Nú, ef Böhm var í burtu samkvæmt samningi og sumum þótti of mikið, þá veit ég ekki hvað þeir hugsa um Kara- jan. Amerikumenn kalla hann aðaltónlistarstjóra Evrópu. Hann er aðalhljómsveitarstjóri hjá tveim eða þrem hljómsveitum, hann veitir nokkrum hátíða- leikjum á sumri forstöðu, hefur gestasamning í næstum öllum stærstu óperuhúsum heimsins. Hann setur gjarna sjálfur óperur á svið, þessar sviðsetningar eru ekkert meira en gott meðallag. Þegar sviðsetningin er tilbúin stjórnar hann frumsýningunni og ef til vill næstu tveim eða þrem sýningum en flýgur svo burt. Hann er vissulega mikill hljóm- sveitarstjóri, þó deila megi stund- um túlkun hans. Fyrir nokkru kom upp ný sviðsetning á Brúð- kaupi Figaos. Hraðinn á forleikn- um var svo gífurlegur að manru varð næst að halda að flugvél til London eða New York væri byrjuð að hita hreyflana. Hann flýgur milli óperuhúsanna og hljómleikasalanna. Einn góðan veðurdag skrapp hann, einn í lít- illi einkaflugvél frá Heidelberg til Bayreuth. Setuliðsmennirnir, sem höfðu umsjón með flugvell- inum urðu ekki lítið hissa þegar þeir sáu flugvél sem þeir ekki þekktu og áttu ekki von á, þeir spurðu í taltækið hver þarna væri á ferð. — Karajan. — Karajan, who is that, never heard of him. ☆ En hann er ekki sá eini, söngv- arar og söngkonur, hljómsveitar- og leikstjórar, allir á stöðugu spani um meginlandið þvert og endilangt, yfir til Englands og Ameríku. Vínaróperan er orðið eitt sérfyrirtæki, sem hefur sagt skilið við Volksoper, undir stjórn hins mikla hljómsveitarstjóra. En heildin, samstillingin, „en semble“ hússins er á góðri leið með að leysast upp. Ungur og efnilegur söngvari eða söngkona, ur sem í dag er ráðin í Volksoper á næstum engan möguleika á að komast inn í ríkisóperuna, fyrr en viðkomandi hefur unnið sér frægðar annars staðar, eða skar- að svo gífurlega framúr hér, að óforsvaranlegt sé að neita um samning. Karajan sjálfum er al- veg sama um þessa þróun, meira en svo, það er þetta, sem hann vill. I blaðaviðtölum og ýmsum yfirlýsingum, sem hann hefur gefið, hefur hann sagt frá skoð- unum sínum á rekstri óperurm- ar. Hann vill reka hana í sama anda og La Scala og Metropol- itan, aðallega með fyrsta flokks söngvurum, sem skarpar tungur kalla „farandsala listarinnar" fólki, sem er á stöðugu flugi mil’.i óperusviðanna. Það segir sig sjálft að sterkur heildarsvipur, samæfing og samstilling vill fara fyrir ofan garð og neðan við slíkar kringumstæður, þó segja mætti að æsingin og nautnin við að heyra eina „toppstjörnu", sem keppist við að syngja heimamenn í skuggann, sé meiri, en við að heyra góða samstillta sviðsetn- ingu. Vínarbúar eru ekki alis kostar ánægðir með þetta amstur í húsbóndanum í óperunni, þar sem afleiðingar þessarar ráðs- mennsku eru tíðar sýningar með hækkuðu verði, sem allir hafa ekki efni á að sjá óg heyra, svo þegar „fuglinn" er floginn, held- ur sama óperan áfram, með ann- ars flokks áhöfn. Ég er ekki kunn ugur í Milano eða New York en mig grunar að Vínaróperan hafi verið og sé enn sterkari þáttur í lífi almennings í borginni en óperur í öðrum borgum. Karajan vill sýnilega brjóta þessa hefð og gera óperuna að viðkomustað fyrir heimsstjörnur, en það þýðir að kostir fyrirtækisins verða varla mikið meiri en hvers ann- ars óperuhúss. Hvort hér verður tekið í taumana eða ekki, er ekki hægt að sjá, en mikið er um mál- ið rætt. Ýmsir hafa spurt hvort Vín þoli yfirleitt mjög dýrt óperu svið, söngvarar á heimsmæii- kvarða vilja fá mikið fé fyrir söng sinn, en það þýðir annað hvort mjög mikinn taprekstur. sem ríkið yrði að jafna, eða hækk að verð á aðgöngumiðum. Dýrarx aðgöngumiðar eru hæpin lausn, svo lengi sem Vín er ekki í þjóð- braut og hægt er að fylla óper- una með fésterkum erlendum ferðamönnum. Vínarbúum sjálf- um þykir of vænt um óperu sína, og sjálfir hafa þeir verið hennar bezta „publikum“ í gegnum þykkt og þunnt, svo ég býst ekki við að þeir láti sér það vel líka að vera lokaðir úti frá vinsæl- ustu skemmtan sinni. Hvort þeir verða spurðir er svo önnur saga. Málið hefur líka aðra hlið, sem er „Wiener Spezialitat“ og bezt er að tala ekki hátt um. Hljóm- sveit óperunnar Die Wiener Phil- harmoniker, er heimsfræg hljóm- sveit, alkunn fyrir hinn bjarta lit á tóni hljómsveitarinnar, en hvernig stendur á þessum bjarta lit? Hljómsveitin leikur falskt, grunn a-ið er stillt nokkrum hertzum hærra en náttúru a-ið, sem hinn hlutinn af heiminum notar. Fínu gestirnir, sem koma al- vanir að ná sínu háa c með glans verða að taka töluvet meira á ef þeir ætla að fá það hreint, þ.a.e.s. ef þeir heyja það, en það gera ekki allir /íóngvarar, svo það er ansi oft sungið falskt. Þeir, sem heyra eru mjög reiðir og heimta uppbætur, svo sem hundrað doll- ara í viðbót fyrir þessa óham- ingju. Það var sagt, að Leonie Rysanek, ein dýrlegasta söng- kona óperunnar, hafi meðal ann ars af þessari ástæðu skroppið yfir pollinn og tekið við hlut verkum Callas á Metropolitan. Að breyta þessu kostar að vísu töluvert fé, en varla meir en laun tveggja stjarna í tvo daga. Kara- jan lofaði því einu sinni, en hann hefur ekki efnt það enn. * Ég sá Valkyrjuna fyrir nokkru, að mestu með yngri söngvurum, Siegmund söng ungur kanadísk- tenor Jon Wickers að nafni mjög vel, hann virðist hafa flesta þá kosti, sem Wagnersöngvara þurfa að prýða, tónnæmi radd þol og bjarta og fagra rödd. Óð inn var sunginn af ungum austur rískum söngvara Otto Wiener, en hann er að komast í fremstu röð söngvara í sinni grein. Sieglinde söng ein úr gamla liðinu, Hilde Konetzny. Sviðsetningin var eft ir H. von Karajan. Ég gat ekki að þvi gert ég varð fyrir hálf- gerðum vonbrigðum af sviðsetn- andi á langt líf fyrir höndum. Vald örlaganna. kom upp fyrir ekki allöngu í nýrri sviðsetningu. Ég sá liana ekki fyrr en búið var að sýna hana nokkuð oft og skipta dálítið um áhöfn. Kvöldið, sem ég fór, söng lítið þekktur ítalskur tenór, Poggi að nafni landstjórann, samkvæmt sér- samningi við La Scala. Hlutverk Ríkarðs, söng Eberhardt Wácht- er, sá hafði ekki fengið að syngja á frumsýningunni, Amalíu söng ein bezta söngkona sinnar grein- ar Birgit Nilson. Það má vera að Suður-Tirol og vafasöm pólitík óperustjórnarinnar hafi legið eitt hvað , illa í taugum Vínarbúa þetta kvöld. Poggi er meðalgóður ítalskur tenór, ekket til áð falia í stafi yfir, því fór sem fór, fyrsta aukaklapp kvöldsins og mörg eftir það fékk Eberhardt Wácht- er. Það mátti vel sjá að hér hafði ungur söngvari unnið stóran sig- ur og bætt við sig nýju hlutverki, frambærilegu hvar sem er í heirn inum. Ballett óperunnar hefur verið hálfgert olnbogabarn undanfarið. Eins og góð hljómsveit þarf góð- an hljómsveitarstjóra til að vera góð, og gott leikhús góða leik- stjóra, þá þarf góður ballet góðan ballettmeistara. Það er mannteg- und sem virðist vera töluverð vöntun á. Góður dansari verður ekki alltaf góður kennari þegar hann eldist, og ballettmeistarar þurfa að hafa verið góðir dansar- ar, fullkomin tæknikunhátta er frumskilyrði, í viðbót þarf per- sónuleika, vald, ofstækiskennt vinnuþrek og jafnvel sköpunar- hæfileika. Óperuballettinn missti fyrir skömmu tvo af meisturum sínum, listamenn, sem ekki virt- ust í eins ríkum mæli og nauð- synlegt er fullnægja ofangreind- um kröfum. Síðan hafa gestir verið að verki með misjöfnum árangri. Þó vondir menn haldi að þeir geti haldið við leiklist og óperu með tómum flökkurum, sem hvergi eiga fastar rætur, þá er smekkurinn þó svo mikill að hin kröfuharðasta grein sviðs- listarinnar hefur haldið hefð sinni. Hún heimtar langa vinnu sama fólks á sama stað. Einum gestanna tókst að sýna hvers ballettinn er megnugur, hvað hann gæti alltaf, væri hann í góðum höndum. Gesturinn kom frá Hannover og æfði 4 balletta: Evolution, eftir Hollendinginn Henk Badings, Agon, eftir Strawinsky, Les Sylphides eftir Chopin og Ruth eftir Heimo Erbse. Einkennilegur félagsskap- ur fyrir Chopin mundi einhver segja, en hvað um það, leiðinleg tónlist hans gefur tækifæri til að ingunni og þó sérstaklega leik- tjöldum E. Pretoriuss. Tónlistí sýna klassiska danslist _ og nún Wagnersernogusterkogahrifa; átt. hér yel he-ma Evolutionon mikil til að þola endurskoðun á sýn hans á norrænni goðafræði. Ég leyfði mér að halda að hinar velheppnuðu tilraunir í Bayreuth hefðu haft sín áhrif á aðra nú- tímaleiktjaldamálara, en því var ekki að heilsa. ★ er nútíma ballett í orðsins fyllstu merkingu, tónlistin er leikin af segulbandi og því engum mann- legum takmörkunum háð, elek- trónisk tónlist, en gripið er oft til blæbrigða og hrynjandi venju- legrar hljóðfæra tónlistar. Dans- inn sjálfan samdi gesturinn og sýndi mikla snilld í danssköpun. Undirtitill verksins var — ótti, þrengingar. Nútíminn, harður og hraður galdur, þess á milli Fyrir nokkru var flutt hér bar- mýkt' ^óðræn fegurð. Sviðslist ock ópera eftir Hándel, Júlíus nutlluans er einu góðu verkinu rikari. Og nu komum við að hin- mannlegu takmörkunum: Hin heimsfræga hljómsveit Ðie Cesar. Irmgard Seefried, ein bezta söngkona óperunnar fyrir i um barock og rókókó óperur söng þar eitt aðalhlutverkið. Tóngleð- in, einfaldleikinn og hin hreina og formfasta tónlist Hándels verkar hressandi og unaðslega eftir hinn sjúklega arnsúg Wagn- ers eða breiða, uppblásna tilfinn- ingasemi ítalanna. Júlíus Cesar var góður vottur þess, hvers Vín- aróperan er megnug, með ein- göngu austurrískum söngvurum, röddum sem hæfa verkinu, sem skapa misfellulausa heild. Maður fann að hér var fólk að verki, sem þekktist og var vel hvort við annað, enginn reyndi að skyggja á hinn, enda hefði slíkt rofið listræna heild verksins. Flutningur verksins og sviðsetning, sem haldið var í stíl við verkið sjálft, var góður vott- ur rótfastrar hefðar, sem von- Wiener Philharmoniker gat ekki og vildi ekki leika Agon Straw- inskys. Hún varð að leika hann samt og útkoman varð hneykslan leg. Það er mjög lofsvert að geta leikið klassíska og rómantíska tónlist betur en flestir aðrir, en það er ansi leiðinlegt fyrir hljóm- sveit góðs óperuhúss að geta ekki og vilja ekki leika nútímatónlist. Óperuhús eru ekki bara söfn, þau verða að geta fylgzt með tíman- um. Ruth eftir Erbse er hálf mis- heppnað verk og bezt að tala ekki meira um það. Yvonne. Georgi, gesturinn frá Hannover sannaði kyrfilega það orð sem af henni hefur farið. Viðstaddir þökkuðu vel fýrir sig. Þ.E

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.