Morgunblaðið - 12.09.1959, Side 8

Morgunblaðið - 12.09.1959, Side 8
8 MOKCTJ1SHJ/4Ð1Ð Laugardagur 12. sept. 1959 / / á u m o r ð u m s a g t Hefur aldrei gifzt. Í* < Talað við Magnús | Magnússon um i Sult I Land- eyjum MAGNÚS Magnússon úr Austur- Landeyjum er níræður í dag. Hann hefur dvalizt á elliheimil- inu í Hveragerði undanfarin ár, en skrapp til Reykjavíkur í vik- unni sem leið að fá sér ný föt fyrir afmælið. Fréttamaður Mbl. náði tali af Magnúsi og fer sam- talið hér á eftir. Magnús sagðist vera fæddur í Oddakoti í Austur-Landeyjum. Þá var þar tvíbýli og jörðin rýr og ólík því, sem nú er, að sögn hans. Oddakot er skammt austur af Bergþórshvoli: — 'Þegar ég ólst upp, þekktist ekki að taka þúfu upp úr túni og var kargaþýfi, hvert sem litið var. Við vorum 11 krakkarnir og engin von til þess, að jörðin gæti haldið sultinum frá dyrum okk- ar. Foreldrar mínir, Ingibjörg Magnúsdóttir og Magnús Þórðar- son, áttu tvær kýr og bar önnur kýrin um veturnætur, en hin i kringum sumarmálin. Þá var Iítil mjólk og stundum ekkert að borða. En faðir minn var dUgleg- ur sjósóknari og stundaði sjóinn af kappi og fékk marga máltíð- ina úr honum öðrum fremur, því hann var með heppnari formönn- um. — Hann hefur svo drukknað undan Landeyjasandi, eða var það ekki venjan? — Nei, hann dó í rúminu sínu, fjörgamall maður, eins og þú get- ur séð af því, að hann var fædd- ur 1832, en dó ekki fyrr en 1920. — Þú ert samt orðinn eldri en hann varð? — Já, og nú er ég einn eftir af systkinunum. Ég var í miðsort- inni. — Var ekki gaman fyrir ykkur að alast upp svona mörg saman? — Ójú, en við vorum of mörg til að fæða okkur, framfaralausir krakkar og ónýt til vinnu fram eftir öllu, þangað til við komumst á betri jörð. Þá fórum við að rétta úr kútnum. Mér hlýnar alltaf um hjartaræturnar, þegar ég hugsa um Kirkjuland í Austur-Land- eyjum. Þar urðum við, sem sagt er, að manni. Ég held við hefðum orðið uppkreistingar og ónýt tii allra hluta, ef við hefðum ekkx flutzt að Kirkjulandi. — Þú ert heldur tregur að tala um æsku þína, Magnús. Þótti þér ekki gaman? _ Ónei, það var lítið um skemmtun, einlægur erill og snún ingar. Ég þurfti að mala korn í kökur og líta eftir krökkunum, sem yngri voru, því þarna voru margir hættulegir lækir, og víst þótti mér ekki gaman. Og svo voru alltaf einhverjir snúningar. — En eitthvað hefur þér þótt skemmtilegt? — Mér þótti skemmtilegt að smala ánum eftir fráfæruna óg mjólka þær. Ég hef alltaf verið mikill kindakarl og á enn fáeinar kindur. En nú tekur enginn af mér kind í haust, þegar rosinn er til sona. Það gerir ekkert til, og svo er ég_ bráðum dauður, ég meina það. Ég tek því öllu með ró. — Ég gæti nú samt bezt trúað því að þú yrðir 100 ára. — Ég vona það verði ekki. — Nú, hvers vegna? — Ég er alveg orðinn ánægður af lífinu. En hitt er það, að þá er að taka því með rólegheitunum. Ég kvíði ekki fyrir dauðanum. Ég vildi heldur að hann færi að koma hvað úr hverju. Hann er velkominn til mín. — Þú ert þá orðinn saddur líf- daga, eins og sagt er? — Já, ég er það alveg. Og svo hefur ýmislegt gengið upp og niður. Það er ekki við öðru að búast á svona langri leið. Ég skal segja þér, að ég held það verði skemmtilegt hinu meginn, eða hvað heldur þú um það? Ég held að þar verði nóg að borða og eng- inn gangi þar svangur til verka sinna, það vil ég meina. Ekki dettur mér í hug, eins og sumir, að ég deyi út, þegar þetta er bú- ið hérna meginn. Nei, það dettur mér ekki í hug. — Heldurðu það verði skemmti legt hinu meginn? — Ójá, það held ég nú frekar. En allt eru þetta hugdettur og engar vísindalegar sannanir. Mér þótti gaman að stunda sjóinn, meðan ég var og hét, og helzt vildi ég róa til fiskjar á hafinu hans Sánkta-Péturs. Þar held ég verði mikil uppgrip. — Þú ert sannfærður um annað líf, hefurðu séð nokkuð? — Lítið séð. — En eitthvað? — Heldur lítið séð. — En samt séð cfrauga? — Nei, aldrei drauga. En ég meina það sé til huldufólk, sem við köllum. Þegar ég var orðinn áttræður var ég nokkur ár einn í dálitlu koti austur í Landeyjum, Fíflholtshjáleigu.Þá leið mér vel. Þar taldi ég mig sjá og vita af fólki, sem var hulið. Já, ég meina það. Það var þægileg tilfinning að vita af því í bænum. Og stund- um hafði ég góða skemmtan af að rabba svolítið við það. — Svo þú hefur talað við huldu fólk. — Já, lítilsháttar gat það kom- ið fyrir, ég meina það. Þetta var ágætt fólk. — Voru þarna álfameyjar líka? — Ójá, það var sitt af hvoru taginu. — Kannski þú hafir orðið ást- fanginn á gamals aldri? — Nei, alveg ekki. Ég hef látið ástina lönd og leið. Mér hefur þótt það vissara. Þess vegna heS ég aldrei gift mig og ekki heldur eignazt börn. Einu sinni spurði mig stúlka, hvort við ættum ekki að gifta okkur, en ég svaraði: — Hvað kostar það? Verður það ekki of dýrt? ég meina það. — Kannski þú hafir orðið svona gamall af þeim sökum. Magnús hristir höfuðið. — Það er vandalaust verk að vera laus og liðugur, sagði hann. Hjónabandið hefur gengið svona upp og niður í heiminum og því er ekki að treysta. En þú varst að spyrja um huldufólkið, hvern- ig heldurðu það líti út? Það er alveg eins og við, mikil skelfing. En draug hef ég aldrei séð. Þeir hafa aldrei litið við mér eða mín- um húsum. — Sástu Njál eða Bergþóru nokkurn tíma? — Nei, aldrei sá ég þau/ — Hvernig karl heldurðu, að Njáll hafi verið? — Honum er nú borin vel sag- an, finnst þér það ekki? Ég held að Njálsbrenna hafi orðið vegna þess að hann hafi ekki viljað lifa lengur, ekki líkað athæfi sona sinna, heldurðu það sé ekki rétt? Flosi hefði aldrei yfirunnið þá, ef þeir hefðu ekki farið inn í bæ- inn, ég vil meina það. — Þú hefur lesið mikið á upp- vaxtarárunum? — Ónei, það var lítið. Það var lítill tími til þess. Mér þótti gam- an að lesa í Nýja testamentinu. En það var ekki hægt að láta pað í askana. í þá daga var ekki hugs- að um annað en ná í eitthvað sem hægt var að setja í magann eða utan á kroppinn; tvinna band eða tæja ull, þæfa sokka eða taka ofan af ullinni. Það var ekkert til að setja utan á kroppinn nema það sem maður vann sjálfur. Þeg- ar ég stækkaði, var ég látinn vefa vaðmálið í föt handa mannskapn- um. Af þessu hafði ég gott, ég vandist á að vera iðinn og iðju- samur. En þegar ég kom á elli- heimilið í Hveragerði, var lítið fyrir mig að gera. Þar hefur mér samt Iiðið vel. Ég vandist fljótt Framh. á bls. 19. — Handritin Framhald af bls. 1. 1957 í þeim tilgangi að benda á viðunandi lausn í handrita- málinu, sem báðir aðilar gætu sætt sig við. í janúarmánuði 1956 voru birtar nokkrar niðurstöður nefndarinnar og mikið um þær rætt í blöðum. En' þær hafa þó aldrei verið birtar opinberlega í heild, og getur ritstjórinn þess, að það sé nú gert í fyrsta skipti í Verdens Gang. Álit nefndarinn- ar, sem var sent dönsku stjórn- inni og stjórnmálaflokkum er í meginatriðum á þessa leið: að íslenzk handrit í opinber- um söfnum í Danmörku verði afhent íslandi sem gjöf, °g að skipulagsskrá Árnasafns verði breytt þannig, að 1) ísland ráði mestu í stjórn safnsins. 2) Stjórnin fái heimild til að flytja handritin þangað, sem hún álítur, að sé í fyllstu sam- ræmi við skilyrði og orð skipu lagsskrárinnar. 3) Breytingar á skipulags- skránni verði lagðar fyrir Alþingi til afgreiðslu. 4) Öllum, scm hafa réttmæt- an áhuga á málinu verði send til Danmerkur, þegar ís- land var hluti af danska ríkiriu, en rétt sé að þau verði flutt til Islands eftir skilnaðinn. Þá er vitnað í grein eftir danska próf- essorinn Alf Ross, en hún birtist í „Ugeskrift for retsvæsen 1957“ og hefur verið frá henni skýrt áður í fréttum blaða. Kemst próf- essorinn þar m. a. að þeirri nið- urstöðu, að Kaupmannahafnar- háskóli sé alls ekki eigandi Árna- safns, en geti aðeins haft hönd í bagga með skipulagi safnsins. Lausn nauðsynleg. Bent A. Koch segir ennfremur: „Ef handritin eru flutt eins og gert er ráð fyrir í tillögun- um, er með því lögð áherzla á, að hvorugt landanna eigi þau, en aftur á móti er öllum heimilt, sem hafa réttamætan áhuga á því, að leg'gja það mál undir úrskurð dómstóla, hvort fyrirmælum skipulagsskrárinnar hefur verið hlýtt“. Hann getur þess einnig, að lausn handritamálsins sé nauð- synleg fyrir góða sambúð Dana og íslendinga í framtíðinni og einnig norrænna samvinnu al- mennt. í nefndinni voru eftirtaldir menn: H. Dons Christensen, biskup, Edv. Henriksen, skóla- tryggð heimild til að leggja | stjóri, S. Haustrup Jensen, cand. það fyrir dómstólana, hvort fyrirætiunum skipulagsskrár- innar sé hlýtt. og 5) fslenzkir dómstólar fjalli endanlega um deilur, sem kynnu að rísa af slíku. Auk þess skorar nefndin á dönsku stjórnina 1) að gera samning við íslenzku ríkisstjórnina um það, að hinni nýju stjórn safnsins verðj gert að senda öll handrit, sem skrif- uð eru af íslendingum á íslandi fyrir íslendinga í sambandi við mag., Bent A. Koch ritstjóri, (for- maður), A. Richard Mþller, hæsta réttarlögmaður og G. Sparring- Petersen, prófastur. Meðal þeirra, sem skrifuðu undir voru: Karl Bau, dómprófastur, Anne Budtz, hæstaréttarlögmaður, E. Busch, yfirlæknir, Eric Drefer, deildar- stjóri, Johs. Hofmeyer, lektor, Eiler Jensen, forseti danska al- þýðusambandsins, C. Viernert, forstjóri, Hans S. Larsen, verk- smiðjustjóri, E. Meulengrazht, dr. med. og Johs Petersen-Dal- um, skólastjóri, Paul Reumert, IitenauisltK »1 >«« j, - ■ « > m 1 í W - , . - -T- íslenzkt handrit. íslenzkar bókmenntir til íslands, ásamt þeim handritum, sem safn inu hafa áskotnazt í sambandi við íslenzkar bókmenntir og fjalla um lögfræðileg og sagn- fræðileg efni, jarðabækur, skjöl frá gömlum íslenzkum bæjum o. s. frv. 2) Þá leggur hún til, að sá hluti af Árnasafni, sem notaður er við samningu hinnar stóru, íslenzk- dönsku orðabókar verði áfram í Danmörku, þangað til verkinu hefur verið lokið, en þó ekki lengur en 20 ár og auk þess skulu áfram vera í Danmörku. 3) þau ríkisskjöl, sem fjalla um sameiginleg málefni landanna Þá segir í nefndarálitinu, að fyrrnefndar tillögur taki tillit til þess, að handritin hafi verið leikari, dr. Hakon Stangerup og Knudt Thestrup, dómari og H. 011gard, biskup. í lok greinar sinnar segir segir Bent A. Koch, að í tillögu nefndarinnar sé ekki viðurkennt, að fsland hafi lagalegar kröfur til handritanna, sem eru í dönsk- um söfnum og einnig, að nefndxn leggi til, að þau verði afhent ís- lendingum sem gjöf. Þá bendir ritstjórinn á, að Kaupmannahafn arháskóli hafi áður viðurkennt breytingar á skipulagsskrá Árna- safns. Loks er svo bent á, að það hafi komið í ljós við Gallup-at- hugun, að 3 af hverjum 4 Dön- um séu hlynntir því, að handrit- in verði afhent íslendingum. Jafnframt segir Benta Koch, að „meirihluti er fyrir afhendingu innan allra stjórnmálaflokka". /

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.