Morgunblaðið - 16.09.1959, Blaðsíða 1
20 siður
Rannsóknarnefndin
komin til Laos
Búizt v/ð oð hún dveljist Jbar a.m.k.
3-4 vikur
VIENTIANE, Laos, 15. sept. NTB
-Reuter. — Rannsóknarnefnd
Sameinuðu þjóðanna var vel
fagnað af miklum fólksfjölda, er
hún kom til Vientiane síðdegis í
dag. I nefndinni eru fjórir menn,
frá Japan, Túnis, ítaliu og Argen-
tínu, og er Japaninn formaður
hennar.
★
Settur utanríkisráðherra Laos,
Chappassak, tók á móti nefndinni
og bauð hana velkomna með
stuttri ræðu, þar sem hann und-
irstrikaði enn, að Laos væri ógn-
áð með érlendri íhlutun. En sem
kunnugt er hefir stjórn Laos stað
hæft, að hinir kommúnisku upp-
reisnarmenn Pathet Lao-hreyf-
ingarinnar njóti hemaðarlegrar
aðstoðar frá Norður-Vietnem. —
Síðustu fimm dagana hafa sama
sem engin átök átt sér stað í
landinu, og er það talið standa
í sambandi við komu rannsóknar-
nefndarinnar.
Af hálfu Laosstjórnar hafa ekki
verið settar fram sérstakar ósk-
ir um starfsháttu nefndarinnar,
en ætlazt mun til að hún komi
til bæjarins Sam Neua, en þar í
kring hafa átök lengst af verið
einna hörðust. Ekki mun fast-
Lubke tekinn
við embætti
BONN, 15. sept. — (Keuter) —
Hinn nýi forseti Vestur-Þýzka-
lands, Heinrich Lúbke, vann í
dag embættiseið sinn við hátíð-
lega athöfn á sameiginlegum
fundi beggja deilda sambands-
þingsins í Bonn. — Fyrrverandi
forseti, prófessor Theodor Heuss,
lét formlega af embætti sl. laug-
ardag, en hann hafði þá gegnt
því um tíu ára skeið.
Lubke sagði m. a. í ræðu, sem
hann flutti við þetta tækifæri, að
hann mundi gera sér far um að
fylgja þeirri stefnu, sem prófes-
sor Heuss hefði mótað, að for-
setinn skyldi vera óháður þjónn
þjóðar sinnar, hafinn yfir alla
flokkadrætti. — Hann minntist á
fundi Eisenhowers og Krúsjeffs
og sagði m. a.: „Við óskum þess,
að þeir nái sem beztum árangri“
— það væri mikilvægt fyrir
heimsfriðinn og frelsi allra þjóða.
Berlínarfréttaritari brezka út-
varpsins lét svo um mælt, að
enda þótt hinn nýi forseti nyti
almennrar virðingar í landi sínu,
væru nokkrir, sem litu á hann
sem sérstakan fulltrúa dr. Aden-
auers í forsetastóli.
Miðvikudagur 16. september
Efni blaSsins m.a.:
Bls. 3: Greinargerð niðurjöfnunar-
nefndar.
— 6: Kvikmyndir. — Bridgeþáttur.
— 8: Hlustað á útvarp.
— 10: Forystugreinin: Uppbygging og
framfarir eða hrunstefna
vinstri stjórnar.
Aðeins fyrir fullorðna Frakka,
(Utan úr heimi).
— 11: Galioway í Gunnarsholti.
.— 18: íþróttir.
fbA ungu fólki
blað ungra Sjálfstæðismanna,
fylgir blaðinu í dag. —
ákveðið, hve lengi nefndin dvelst
í landinu, en ætlað er, að hún
verði þar a. m. k. 3—4 vikur. Ut-
anríkisráðherrann sagði, að allt
yrði gert, sem unnt væri, til
þess að auðvelda henni störfin,
og henni yrði veittur aðgangur
að öllum þeim upplýsingum,
sem að gagni mættu koma.
★
Formaður nefndarinnar sagði,
að nefndarmenn mundu leggja
sig alla fram um að gegna hlut-
verki sínu í samræmi við sam-
þykkt Öryggisráðsins. Ef nefnd-
in fær í hendur fullgildar sann-
anir fyrir íhlutun N.-Vietnam í
Laos, er talið að hún leggi til, að
Sameinuðu þjóðirnar sendi nefnd
hernaðarsérfræðinga til landsins
til að rannsaka ástandið nánar.
Grænland danskt —
og annað ekki
KAUPMANNAHÖFN. — lokið
er nú fundum Landsráðs Græn-
lands, sem haldnir hafa verið í
Góðvon. — Ráðið lagði áherzlu á
það í ályktun sinni, að Grær.-
land hljóti að teljast hluti af Dan
mörku — og annað ekki. — Þá
segir og, að Grænland hafi aldrei
verið jafnnátengt Danmörku og
nú — og beinir ráðið því til
dönsku stjómarinnar, að hún
stuðli að því eftir megni að færa
þessa „landshluta“ enn nær hvor
öðrum.
1 .. ......................................... •■ ................................-
Þögull mannfjöldi mœtti
Krúsjeff í Washington
Hann var brosmildur Eisenhower alvarlegur
WASHINGTON, 15. sépt.
— (NTB-Tteuter) —■
— ÉG kem til Bandaríkjanna
með opinn hug og í einlægum
tilgangi, sagði Nikita Krús-
jeff, forsætisráðherra Sovét-
ríkjanna, við komuna til
Andrews-flugvallar við Was-
hington síðdegis í dag. — í
stuttum ræðum, sem þeir
Eisenhower fluttu á flugvell-
inum, fullvissuðu þeir hvor
annan um einlægan friðar-
vilja þjóða sinna. — Fjöldi
fólks var samankominn, bæði
á og við flugvöllinn og með-
fram veginum, sem forsetarn-
ir óku inn í borgina. Ekki var
hægt að segja, að móttökur
mannfjöldans væru sérlega
hlýlegar — aðeins stök hyll-
ingaróp heyrðust — en allt
fór fram með friði og spekt. —
Sérstaka athygli vakti það, að
Eisenhower sást aldrei
stökkva bros, þó að Krúsjeff
brosti sínu breiðasta brosi.
— ★ -
Flugvél Krúsjeffs, hinni risa-
stóru farþegaþotu TU-114, seink-
aði um gær klukkutíma vegna
snarps mótvinds, og lenti hún
ekki fyrr en kl. 16:21 eftir ísl.
tíma. — Flogið var án viðkomu
frá Moskvu, og lá leiðin yfir
Skandinavíu, ísland og Kanada.
Sendi Krúsjeff forsætisráðherr-
um landa þeifra, er flogið var
yfir, kveðjuskeyti, en þeir sendu
honum allir svarskeyti um hæl.
Berhöfðaður —
með heiðursmerki
Er þota Krúsjeffs lenti á
Andrews-flugvelli, var Eisen-
hower þar fyrir, ásamt nokkrum
ráðherrum sínum. Er flugvélin
hafði stöðvazt á vellinum, gekk
forsetinn alllangt út á flugbraut-
ina til þess að taka á móti Krús-
jeff, ásamt Herter, utanríkisráð-
herra, Henry Cabot Lodge, sem
á að fylgja rússneska forsætisráð-
herranum á ferð hans um Banda-
ríkin, og fleiri framámönnum. —
Krúsjeff brosti breitt, er hann
gekk riiður landganginn og tók
þétt og hjartanlega í hönd Eisen-
howers. Þeir skiptust á fáeinum
kveðjuorðum með hjálp túlks —
og héldu áfram samtalinu, er þeir
könnuðu heiðursvörðinn, en á
meðan lék stór lúðrasveit her-
göngulög. — Þeir gengu síðan að
sérstökum palli, þar sem ráð-
herrar og ýmsir „diplómatar"
biðu þess að heilsa forsætisráð-
herranum. Krúsjeff var berhöfð-
aður — og bar sovézk heiðurs-
merki á brjóstinu.
21 fallbyssuskot
Á eftir honum gengu kona hans,
Nina, börn þeirra þrjú og tengda-
sonur, Alexei Adzhubei, ritstjóri
Izvestia — og síðan allt hið fjöl-
Framh. á bls. 2.
Fyrsfa sím-
Ameríku
| Þessi mynd var tekin um miSj (
S an dag í gær, þegar Eisen-1
i hower Bandaríkjaforseti tók j
' á móti Krúsjeff forsætisráS- ,
S herra Sovétríkjanna á And- 1
í rews-flugvelii við Washing-
j ton. Er þetta fyrsta símsenda |
S myndin sem hingað berst frá i
i Vesturheimi og var hún send
• frá Washington um London. ]
Allsherjarþingið sett
Belaunde, fulltrúi Perú, kjörinn forseti
NEW YORK, 15. sept. NTB-Reut-
er — Allsherjarþing Sameinuðu
þjóðanna, hið 14. í röðinni, var
sett um ki. 20 í kvöld, eftir ísl.
tima. — Rachid Karami, utanrík-
isráðherra Líbanons, setti þingið,
og að lokinni ræðu hans var kjör-
inn nýr forseti. Kosningu hlaut
dr. Viktor Andres Belaunde, fyrr
verandi utanríkisráðherra Peru,
en hann hefir um árabil verið
aðalfulltrúi þjóðar sinnar á þingi
Sameinuðu þjóðanna.
Belaunde hlaut 81 átkvæði, en
einn atkvæðaseðill var dæmdur
ágildur. Mikið lófatak kvað við
í þingsalnum, er Karami bað
Framh. á bls. 2.