Morgunblaðið - 16.09.1959, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.09.1959, Blaðsíða 10
10 MORCT’Nnr 4Ð1Ð MiðviVudapur 16. sept. 1959 WðiftiMðMfr Utg.: H.I. Arvakur Reykjavlk. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsscn. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Óla, sími 33046. Auglýsingar: Arni Garðar Knstinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Ask; iftargald kr 35,00 á mánuði innamands. I lausasölu kr. 2.00 eintakið. UPPBYCGING OG FRAMFARIR EÐA HRUNSTEFNA VINSTRI STJÓRNAR AÐ liggur nú nokkurn veg- inn lj'-'st fyrir, um hvað verður valið í kosningun- um, sem fram eiga að fara i haust. Þar verður annars vegar valið um jákvæða uppbyggingar- og framfarastefnu Sjálfstæðis- flokksins og hins vegar hrun- stefnu vinstri stjórnar. Sjálfstæðisflokkurinn markaði i landsfundarsamþykktum sínurn á sl. vori afstöðu sína til þjóð- málanna. Fyrir þeirri stefnu mun kjósendum verða gerð nánari grein í kosningabarátt- unni, sem fram undan er. En í stórum dráttum er stefna Sjálf- stæðisflokksins þessi: Flokkurinn mun berjast fyr ir auknu athafnafrelsi, þverr- andi ofurvaldi nefnda og ráða, heilbrigðum rekstrargrund- velli framleiðslunnar og jafn vægi í efnahagsmálum þjóðar innar. Jafnhliða munu Sjálfstæðis- menn leggja höfuðáherzlu á aukn ingu framleiðslunnar með því að afla þjóðinni nýrra og fullkom- inna tækja til þess að bjarga sér með til lands og sjávar. Sjált- stæðisflokkurinn mun beita sér fyrir því, að atvinnuvegirnir taki hina nýju tækni í þjónustu sína í stöðugt vaxandi mæli. Hann mun vinna að uppbyggbygg ingu fiskiskipastólsins, byggingu og kaupum á nýjum vélbátum og togurum, sem gerðir verða út um land allt, alls staðar þar, sem aðstaða er góð til útgerðar og fisk iðnaðar. Jöfnun lífskjaranna í>að er meginstefna Sjálfstæð- isflokksins að góð framleiðslu- skilyrði verði hagnýtt hvar sem er á landinu. Með því hyggst flokkurinn einnig framkvæma þá jöfnun lífskjar'anna og jafn- vægi í byggð landsins, sem ríka nauðsyn ber til að komið verði á og viðhaldið. Sjálfstæðismenn munu halda áfram baráttu sinni fyrir uppbyggingu landbúnaðar- ins, m. a. með því að bæta að- stöðu bænda til þess að eignast nýtízku vélar til ræktunar og hverskonar bústarfa. Það er ennfremur skoðun Sjálf stæðismanna að brýna nauðsyn beri til þess að gera atvinnulíí og framleiðsluhætti þjóðarinnar miklum mun fjölbreyttari en þeir nú eru. í því sambandi hafa þeir fyrst og fremst í huga aulc- inn iðnað og bætta hagnýtingu auðlinda landsins. Aukið athafnafrelsi En því aðeins verður hægt að framkvæma nauðsynlega upp- byggingu og eflingu bjargræð;s- veganná um land allt, að þjóðin njóti aukins athafnafrelsis. Ef opinberar nefndir og ráð eiga að hafa örlög allra landsmanna í hendi sér, hvar sem þeir búa á landinu, er hætt við að framtak einstaklingsins og “félagssamtaka hans lamist þannig, að möguleik- arnir á framförum og aukinni fjölbreytni í athafnalífinu verði stórum minni en ella. Það er athyglisvert, að Sjálí- stæðisflokkurinn er eini stjórn- málaflokkurinn í landinu, sern hefur fullan skilning á þessu þýð ingarmikla atriði. Allir hinir svo kölluðu vinstri flokkar telja höf- uðnauðsyn bera til þess að halda einstaklingnum í viðjum opin- bers nefndarvalds. Þeir vilja að fólkið þurfi að sækja um alta hluti sem náðarbrauð úr hendi hins opinbera. Heilbrigðari íkattalöggjöf f sambandi við aukið athafna- frelsi verður heldur ekki komizt hjá því að gera verulegar leiðrétt ingar á skattalöggjöfinni. ís- lenzkri skattalöggjöf hefur um skeið verið þannig háttað, að í raun og veru má heita ómögulegt að byggja upp heilbrigðan at- vinnurekstur af hálfu einstakl- inga. Á þessu verður að verða breyt- ing. Einstaklingarnir verða að finna, að það borgar sig að leggja sig fram í störfum sínum til lands og sjávar. Hið opinbera á ekki að standa með refsivöndinn yfir dug legum mönnum, hvort heldur þeir eru bændur, sjómenn, út- vegsmenn, verkamenn, iðnaðar- menn eða verzlunarmenn, og bein línis hegna þeim fyrir útsjónar- semi og dugnað, eins og nú er gert. Ekkert þjóðfélag þolir til lengdar slíka stefnu gagnvart einstaklingum sínum og fram- leiðslu. Allir frjálslyndir íslendingar verða nú að sameinast *um hina víðsýnu og raunhæfu uppbygging arstefnu Sjálfstæðisflokksins. Þjóðin hefur fengið bitra og sára reynslu af hrunstefnu vinstri stjórnarinnar. Af þeim samning- um, sem farið hafa fram undan- farið milli kommúnista og Fram- sóknarmanna um vinstri stjórn að kosningum loknum, er það auð sætt, að þessir flokkar stefna að því einu að endurreisa hina ^ömlu óhappastjórn sína, sem hrökklaðist frá völdum 4. des- ember s.l. Auðvelt val Ung og framsækin þjóð má ekki leiða-þá ógæfu yfir sig, sem ný vinstri stjórn hefði í för með sér. Verkefnin blasa hvarvetná við. Til þess að leysa þau, þarf samhenta ríkisstjórn, sem tekur raunhæfum tökifin á vandamál- unum, segir þjóðinni satt um eðli þeirra, kryfur þau til mergjar og hefur möguleika til þess að sameina öll ábyrg öfl í þjóðfélag- inu um nauðsynlegar úrbætur. Baráttan í haust stendur um þetta tvennt: Annars vegar athafnafrelsi, uppbyggingu og efnahagslegt jafnvægi og hins vegar vax- andi ófrelsi, nefnda- og ráða- vald og hrunstefnu vinstri stjórnar. ÞaS er vissulega auðvelt fyrir alla frjálslynda og víðsýna menn, sem vilja landi sínu vel að velja milli þessa tvenns. UTAN UR HEIMI Aðeins fyrir orÖna Frakka ROGER nokkur Vadim var á sínum tíma kvæntur Brigitte Bardot (það þarf víst ekki að kynna hana frekar) — og gerði hana að frægri kvik- myndastj örnu. Nú er hann giftur danskri, Annette Ströy- berg — og hefir fyrir löngu heitið því að gera hana enn frægari stjörnu en Bardot. Og það eru mikil líkindi til, að honum takist það — því að fyrsta kvikmyndin, sem Annette leikur í, hefir nú ver- ið bönnuð, en betri auglýsing fyrir nýja leikkonu er víst vart hugsanleg. — Að vísu fær fullorðið fólk í Frakk- landi allra náðarsamlegast að horfa á myndina, en stjórnar- völdin hafa bannað útflutn- ing á henni — af „siðferði- legum ástæðum“. • Umrædd kvikmynd, sem nefnist á frönsku „Les linisons dangereuses" (Hættuleg sam- bönd), er gerð eftir samnefndri sögu eftir Choderlos de Laclos, er út kom árið 1782 og vakti Plerre Ambroise Francois Choderlos de Laclos, höf- undur bókarinnar, sem kvik- myndin er gerð eftir. — Hann var m. a. stórskoía- liðsforingi í þjónustu Napó- leons — og skrifaði ræður fyrir Robespierre. mikið umtal og hneykslun fyrir berorðar ástalífslýsingar og slæman „móral“. — Inntak sög- unnar er í stuttu máli það, að „hjónaleysi" nokkur koma sér saman um að keppast um það, hvort þeirra geti komizt í fleiri og stórkostlegri ástarævintýri. — Og svo taka þau til óspilltra mál- anna — hún að afvegaleiða unga, hreinlífa pilta, og hann saklaus- ar stúlkur, þar á meðal skírlífa, gifta konu (Annette Ströyberg í kvikmyndinni). — í sögunni eru þessi skötuhjú ekki gift, en Vad- im, sem færir sögusviðið til nú- tímans í myndinni, lætur þau vera hjón — og þykir það að vonum sízt til þess fallið að hressa upp á „móralinn“. ~ ★ T- • Það var á þriðjudaginn fyrir rúmri viku, að frumsýna skyldi þessa mynd, sem þegar var orðin mikið umtöluð — enda auglýst sem kyrfilegast meðan hún var „í smíðum“. — Átta hundrað gestum hafði verið boðið til Colisée-leikhússins í París til þess að sjá kvikmyndina, en þá höfðu raunar þegar verið klippt úr henni nokkur-hin allra „djörf- ustu“ atriði, að boði franska kvikmyndaeftirlitsins. — En skyndilega kom babb í bátinn. Rétt áður en sýning skyldi hefj- ast, var öllum hinum prúðbúnu gestum tilkynnt, að því miður yrði ekki af því að sinni, að þeir fengju að sjá hina nýju mynd — stjórnarvöldin hefðu bannað, að hún yrði sýnd, að svo stöddu. Meðal gestanna voru t. d. Audrey Hepburn og maður henn- ar, Mel Ferrer, og að sjálfsögðu voru þau mætt á staðnum, Roger Vadim, framleiðandi „listaverks- ins“, og kona hans, Annette Ströyberg, ásamt Gerard Phil- ippe, sem leikur aðalkarlhlut- verkið í myndinni. — Þau mót- mæltu að sjálfsögðu kröftuglega bannlýsingu stjórnarvaldanna — en árangurslaust. Myndin fékkst ekki sýnd. — 'A' — • Skömmu síðar sátu átta æru- verðir ráðherrar í kvikmynda- salnum — og horfðu vökulum augum á hina bannfærðu mynd. Þeirra á meðal voru Jacques Framh. á bls. 13. Annette Ströyberg og Gerard Philippe — upphaf hins „hættulega sambands“ .... Útfluthingur bannaður at ,,siðferðilegum ástœðum44 Roger Vadirn hét því fyrir löngu að gera konu sína, Annette Ströyberg, enn frægari „stjörnu" en Brigitte Bardot, fyrri konu sína. Kannski tekst honum það — með hjálp stjórnarvaldanna?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.