Morgunblaðið - 16.09.1959, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.09.1959, Blaðsíða 6
6 MORGVNBLABIÐ Miðvðcudagur 16. sept. 1959 ar um: * KVIKMYNDIR * Tripolibíó: ADAM OG EVA ÞETTA er mexíkönsk mynd tek- in í litum. Fjallar myndin um sköpun heimsins og hinna fyrstu manna, Adams og Evu og er í efni byggt á sköpunarsögu Biblíunnar. Er sýnt þar sem Adam myndast af leiri jarðar og vaknar nakinn þar sem hann liggur í grasinu í Paradís. Síðar sígur á hann höfgi og er hann vaknar aftur liggur Eva nakin við hlið hans. Dýr merkurinnar og fuglar himinsins eru þarna á sveimi í kringum þessar mann- verur og allt andar friði og sælu. En svo dynur syndafallið yfir fyrir veikleika konunnar og þá hefst píslarganga mannanna, sem haldið hefur áfram óslitið síðan. Mynd þessi er vægast sagt mjög misheppnuð að öðru leyti en því að hún er prýðilega tek- in. Persónumar eru aðeins tvær, þau Adam og Eva og þau mæla aldrei orð af munni. Atburða- rásin er ákaflega tilbreytinga- laus og langdregin og enginn munur á háttum þeirra hjúanna fyrir og eftir syndafallið annar en hið fræga fikjublað. Kveður svo rammt að þessu að mynd- inni lýkur þannig að bersýnilegt ( Afmœliskveðja til hjónanna í HINN 27. ágúst sl. átti Klemens bóndi Samúelsson að Gröf í Mið- dölum, Dalasýslu, áttræðisaf- mæii, og 13. sept. varð kona hans Sesselja Daðadóttir, sjötug. — Á þessum merku tímamótum í ævi þeirra beggja langar mig til að minnast þeirra í örfáum orðum og senda þeim beztu árnaðai- óskir. Sesselja er fædd 13. sept. 1889 að Dröngum á Skógarströnd. Faðir hennar var Daði Daníels- son, bóndi að Dröngum og Set- bergi, en móðir María Andrésdótt ir frá Flatey, sú hin sama og ný- lega hélt hátíðlegt 100 ára afmæli sitt í Stykkishólmi. Að Sesselju standa því sterkir breiðfirzkir stofnar í báðar ættir, en forfaðir hennar að langfeðgatali er Daði i Snóksdal. Sesselja fór 7 ára að aldri úr foreldrahúsum. Hún ólst upp að Ytra-Leiti á Skógarströnd. Að Bæ í Miðdölum fluttist hún árið 1910. Segja má, að Seselja hafi orðið að bera veg og vanda af annasömu heimilishaldi allt sitt líf. Fyrst sem barn innan við fermingu, þá ung stúlka og loks húsfreyja á fjölmennu og gest- kvæmu heimili. Þessi störf hefur hún rækt með hinni mestu prýði og alúð í hvívetna. Munu þair ærið margir, sem renna huganum þakklátir til húsfreyjunnar að Gröf í dag. Klemens er fæddur 27. ágúst 1879 að Bæ í Miðdölum Foreldr- ar hans voru Samúel Júsúasson bóndi þar, og kona hans Gróa Klemensdóttir frá Gröf. Ættmenn hans hafa nú búið í Bæ hver af öðrum í full 200 ár. Klemens fór 11 ára gamall að heiman úr föðurgarði. Var hann þá lánaður til að gegna störfum vinnumanns nokkurs, er fór til sjávar. Síðan varð hann að sjá um sig sjálfur. Hann hóf sjó- sókn 15 ára gamall og var á vetr- arvertíð í 10 ár. Jafnframt vana hann að landbúnaðarstörfum. Klemens stundaði nám í lýð- skóla hjá Sigurði Þórólfssyni 1 Búðardal 1903—04 og í unglinga skóla að Hjarðarholti 1904—05. Síðan lagði hann stund á barna- kennslu öðrum þræði svo ára- iugum skipti. Kenndi hann m. a. í Miðdölum, Haukadal, Skóg- arströnd, Barðaströnd, Ketildöl- um og víðar. Hann hefur einnig tekið mikinn þátt í sveitar og héraðsmálum, setið í hreppsnefnd sóknarnefnd og skattanefnd. — Hann var deildarstjóri Kaupfé- lags Hvammsfjarðar um skeið og formaður búnaðarfélags Miðdala. Hann stofnaði málfundafélagið Hugin í Miðdölum, og hefur ver- ið heiðursfélagi í umf. „Æskan“ frá 1941. Sesselja og Klemens gengu í hjónabancT 1. júlí 1911. Bjuggu fyrst í Bæ, en frá 1915 að Gröí í Miðdölum. Þau hafa ekki eign- ast börn sjálf, en fósturbörn eiga þau 3 uppkomin, og fjöldi barna hefur dvalizt hjá þeim lengri og skemmri tíma fyrr og síðar. Eru þau hjón bæði greind og gagnmerk og hinir beztu barna- fræðarar. Þjóðvegurinn um Dali liggur um hlaðið í Gröf. Þar hefur því jafnan verið mjög gestkvæmt, enda greiðasemi og gistivináttu húsráðenda viðbrugðið. Að búinu í Gröf hafa lengi unnið, ásamt þeim hjónum, bræður Klemensar tveir, Kristinn og Jóhannes. Hef- ur það að vonum reynzt hinn mesti styrkur fyrir heimilið í heild. Þar er búskapur í bezta lagi og myndarbragur á öilu, glað værð og gestrisni. Á þessum tímaótum óska ég hjónunum í Gröf allra heilla og heimilinu farsældar. Megi þau lifa lengi og vel, heilsuhraust og hress í anda, á óðali sínu við þjóð veginn um Suður-Dali. Friðjón Þórðarson, sýslumaður. er að Adam hefur ekki enn gert sér ljóst hvílíka gersemi hann hefur sér við hlið þar sem frú Eva er. Með hlutverk Adams og Evu fara þau Carlos Barena og’ Christiane Martel, sem eitt sinn var fegurðardrottning Frakk- lands. Leikur beggja er mjög til- þrifalítill og þó sýnu lítilfjör- legri leikur hennar. Tjarnarbíó: ÁSTLEITINN GF.STIJR MYND þessi er brezk og fara þar úrvalsleikarar með aðal- hlutverkin. Ungur ítalskur maður, Carlo, er ráðinn bifreiðastjóri hjá pró- fessor Winter og konu hans, Judith, á sveitasetri þeirra. Pró- fessorinn er lamaður og á Carlo að hjálpa honum í hjólastólinn og bifreiðina hans. Judith er rit- höfundur en vantar nú efni í nýja bók. — Koma Carlo’s á heimilið gefur henni hugmynd að spennandi sögu, sem hún nefnir „Ástleitinn gestur." Gerist þar margt svipað því sem á sér stað á heimili skáldkonunnar. En hún lætur húsfrúna og bifreiðastjór- ann fella hugi saman og verður úr því átakamikið ástardrama. Er efni þessarar sögu meginþátt- ur myndarinnar. En nú vill svo til að Carlo kemst í handritið að sögunni og af því gáfur hans eru ekki meiri en í meðallagi þá fær hann þá flugu í kollinn að Judith sé ástfangin af honum og að sagan sé í rauninni dulbúin ástarjátning til hans. Hann ger- ist því næsta djarfur við frúna og'játar henni ást sína. En veru- leikinn reynist með nokkrum öðrum hætti en skáldsagan, en ekki verður hér greint nánar frá málalokum. Mynd þessi er mjög skemmti- leg og efnismikil og ágætlega leikin. Einkum er frábær leik- ur Margaret Leighton í hlut- verkum Judith og Leonie og leikur Sir Ralph Richardsons í hlutverkum Rogers og Clements er einnig afbragð. Aðrir leikarar fara einnig mjög vel með hlut- verk sín, svo sem Carlo Justini, sem leikur bifreiðastjórann og Patricia Dainton, sem leikur þjónustustúlkuna. Frá tæknibókasafni Iðnaðarmálastofnunarinnar. Ný bókaskrá Tæknibókasafnsins BLAÐINU hefur borizt eintak af nýrri bókaskrá tæknibókasafns Iðnaðarmálastofnunarinnar 59 bls. í stóru og vönduðu broti. Til gangur skrárinnar er að veita notendum safnsins betri þjónustu og auka notagildi þess. Jafn- framt hefur opnunartími safns- ins verið lengdur. Tilgangur tæknibókasafnsins er tvíþættur, þ.e. til aðstoðar starfsemi stofnunarinnar við tæknilegar leiðbeiningar og til aðstoðar mönnum í iðnaði við öflun upplýsinga varðandi tækni og framleiðslu hjá þjóðum, sem eru langt komnar í iðnvæðingu. — Frá því safnið var opnað í janúar hefur bókakostur þess þrefaldast. og 300 bækur hafa bætzt við, frá því bókaskráin var gerð s.l. apríl. Nú eru í safninu 2500 bækur ,auk um það bil 100 tímarita. ♦ * BRIDGE AV ♦ * EINS og áður hefur verið skýrt frá hér í þættinum, hófst Evrópu meistaramótið í bridge um sl. helgi í borginni Palermo á Sikil- ey. Þátttaka í mótinu að þessu sinni er mikil og virðist sú ákvörðun, að halda Ólympíumót- ið á sömu slóðum eftir lilðega hálft ár, ekki hafa dregið úr þátt- töku. Niu lönd senda lið til keppni í kvennaflokki og eru þau þessi: Belga, Danmörk, England, Frakk land, Irland, Ítalía, Noregur, Sviss og Svíþjóð. 16 þjóðir keppa í opna flokknum (þar er þátttaka heimil körlum sem konum) og eru þær þessar: Belgía, Danmörk, England, Finnland, Frakkland, Holland, írland, ítalia, Libanon, Noregur, Sviss, Spánn, Svíþjóð, Þýzkaland, Egyptaland og Aust- urríki. Vitað er, að einn af ítölsku heimsmeisturunum, d’Alelio, hef- ur ákveðið að hætta allri keppni. í hans stað kemur mjög góður spilari að nafni Bianchi og úr skrifar _ dagleqq lifínu talið, að liðið muni ekki veikjast við þessa breytingu. Holland, sem hefur ávallt náð góðum árangri, sendir að þessu sinni nýtt lið, sem er þannig skipað: Boender, Lengyel, De Leéuw, Nieman, Slavenburg og Polak. Það vekur athygli, að spilarar eins og Filarski, Kramer og Cats, eru ekki í liðinu, en Cats hefur t. d. sl. 10 ár verið í hollenzku sveitinni á Evrópu- meistaramótinu. Reiknað er með, að keppnin standi í 2 vikur. ♦ V ♦ * Vetrarstarfsemi bridgefélaganna í Reykjavík er nú að hefjast og mun t. d. einmenningskeppni Bridgefélags kvenna hefjast 21. september. Einmenningskeppni Tafl- og Bridgeklúbbsins hefst 17. sept. ♦ V ♦ * Allir bridgespilarar þekkja hin svonefndu köll í bridge. Eru þessi köll m. a. fólgin í því að látið er hátt spil í, ef maður vill að er litnum sé spilað aftur. Einnig kemur það oft fyrir, að háspil eða lágspil í einum lit, eru notuð til að gefa til kynna um styrk- leika í öðrum litum. Er þetta oft mjög þýðingarmikið eins og eft- irfarandi spil sýnir: Reisupassi Krúsjeffs. EINS og að líkum lætur, er nú vart um annað talað í víðri veröld en hið vel heppnaða „tunglskot" Rússa og fund þeirra Eisenhowers og Krúsjeffs — en á Vesturlöndum líta menn yfir- leitt á tunglflaugina sem eins konar reisupassa hins síðarnefnda vestur um haf. Krúsjeff er ekki einn á ferð. í föruueyti hans munu vera um hundrað mannj, þar á meðal konan hans Nína, og þrjú börn þeirra. NÍNA Krúsjeff hefur lítt verið kunn á Vesturlöndum ti) þessa, en hún er sögð mikilhæf kona og „sterkur persónuleiki“ af þeim, sem til þekkja. Hún er önnur kona Krúsjeffs, 59 ára gömul, dóttir foringja í her rúss- neska zarsins — og alin upp í „borgaralegum" anda. — Er þau Nikita hittust, var hann nýlega orðinn ekkjumaður og stóð uppi með fjögur börn. Foreldrar henn- ar voru því andvíg, að hún geng: að eiga hann, en þegar hjóna- leysunum tókst ekki að fá sam- þykki foreldranna, laumuðust pau bara í burtu og giftu sig með leynd. Ólæs og óskrifandi. NIKITA starfaði sem vélfræð- ingur í borginni Kalinowska um þetta leyti, en stjórnmálaaf- skipti tóku æ meira af tíma hans. Nína hafði aftur á móti nýlega lokið kennaraprófi, og nú tók hún til óspillta málanna að kenna manninum sínum — en menntun hans var af æði skornum skammti. Hann var t. d. ólæs'og óskrifandi fram eftir aldri. — Nina vakti hjá honum áhuga á gömlum, rússneskum þjóðsögum og ævintýrum og fékk hann til þess að stauta í gegnum mörg klassísk verk rússneskra bók- mennta. — Þar af kemur, að Krú- sjeff hefur óvenjulega hæfileika til og ánægju af að segja ævintýri — og er sívitnandi í bókmenntir. Hefur róandi áhrif á Krúsjeff. ÞEGAR Krúsjeff gekk lengra úí á stórnmálabrautina, varð hlutverk Nínu æ mikilvægara — á bak við tjöldin. — Það var á sínum tíma sagt, að Krúsjeff ótt- aðist aðeins tvær manneskjur: Stalín og Nínu. — Aftur á móti virðist hún hvorki hafa óttast Stalín gamla né mann sinn, sera hún kallar gjarna gælunafninu „stóri björn“ — og þeir, sem gerst þykjast vita, halda því fram, að það sé ekki hvað sízt henni að þakka, að nokkuð hefur dregið úr lögreglurannsókn og pólitísk- um ofsóknum í Rússiandi. — Það er haft eftir Nixon, varaforseta Bandaríkjanna, að það hafi vakið sérstaka athygli hans í Rússlands heimsókninni í sumar, hve góð og róandi áhrif Nína Krúsjeff virðist hafa á mann sinn, sem óneitanlega er oft dálítið ofsa- fenginn. Henni á ég allt að þakka. OG það er margt, sem béndir til þess, að Krúsjeff kunni vel að meta sína mikilhæfu konu — þó að hann óttist hana senni- lega ekki lengur. — Þegar austur þýzkri stjórnarnefnd, sem heim- sótti Moskvu á sínum tíma, var haldin veizla í Kreml, stóð for- maður hennar á fætur og bað menn skála fyrir frú Krúsjeff. Þá spratt maður hennar úr sæti sínu, lyfti glasi og sagði: „Það var góð hugmynd. Hyllum hana — hátt og lengi, því að henni á ég mikið að þakka — já, allt“. ♦ 3 V D G 4 2 ♦ 6 5 4 2 *ÐG64 * D 8 6 5 V Á K * K 10 8 * K 5 3 2 ♦ N Av ♦ K G 10 9 7 4 2 6 D G 9 ♦ 8 7 ♦ A v 10 9 8 7 5 3 ♦ Á 7 3 ♦ Á 10 9 Suður spilar 4 hjörtu. Vestur lætur út spaða 3. Eftir að Suður hefur drepið níuna frá' Austri með ás, spilar hann trompi tvisv- ar. í seinna trompið lætur Aust- ur spaða-gosann. Þar sem Aust- ur hefu^, -þegar sýnt styrkleika sinn í spaða með því að nían kostaði ásinn, þá hlýtur þetta að hafa einhverja aðra þýðingu. Með öðrum orðum þýðir þetta að óhætt sé að láta út tígul, næst þegar Vestur kemst inn. Augljóst er að láti Vestur lauf út, þá er spilið auðveldlega unnið. — Sýn- ir þetta spil, hve nauðsynlegt er að gefa félaga upplýsingar eins, fljótt og hægt er. ‘ — Mag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.