Morgunblaðið - 16.09.1959, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.09.1959, Blaðsíða 20
/ VEÐRIÐ Hægviðri, þokusúld — léttir til á morgun ffgíittMalilli 202. tbl. — Miðvikudagur 16. september 1959 Galloway 1 Gunnarsholti sjá bls. 11. Fyrstu við- skiptavinir á barnum TVEIR menn sátu á leðursófan- um við dymar á Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli og biðu. Mér var sagt að þarna væru leiðsögumennirnir brezku, sem Aeroflot-þotan hefði skilið eftir í morgun. Ég gef mig því á tal við mennina og spyr hvernig á ferðum þeirra standi. í>eir svara greiðlega og segjast báðir vera liíSsforingjar úr brezka flughernum (RAF) og hétu Snell ing og Wiíliams. Þeir hefðu kom- ið um borð í TU-104 farþegaþot- una í London og verið leiðsögu- menn Rússanna til Keflavíkur. í morgun ætluðu þeir síðan um borð í flugvélina, en þá var þeim fyrirvaralatfst tilkynnt að þotan væri ofhlaðin og að þeir yrðu •kildir eftir í Keflavík. Þetta hefði komið þeim á óvart, því áð- ur hafði verið ákveðið að þeir færu með alla leið til Washing- ton. — En fðr þá enginn leiðsögu- maður með Rússunum? Jú, einn Kanadamaður — og hann fær nóg að gera, því rúss- nesku flugmennirnir tala ekki ensku og því verður að túlka fyr- ir þá öll viðskipti við flugum- ferðarstjórnina á flijgleiðinni. Rússar nota einnig aðrar eining- •r við ákvörðun hæðar og skyggn ia, t. d. eru hæðarmælar þeirra merktir í millimetrum, en ekki í millibörum eða þumlungum eins eg tíðkast á vesturlöndum og þessu verðum við að breyta fyrir Þá. — Hvernig var svo að fljúgá með Rússunum? Ágætt, þeir eru þægilegir í um- gengni og góðir flugmenn, enda nota þeir aðeins sína beztu menn á þessari leið. TU-104 er einnig þægileg flug- vél. — Hvað gerið þið svo núna? Bretamir brosa góðlátlega. — Okkur er sagt að það eigi að opna barinn í fyrsta skipti eftir nokkr- a mínútu og við ætlum að verða fyrstu viðskiptavinirnir. Og eftir að barinn hefir verið opnaður, ja, þá bíðum við bara rólegir eftir að Aeroflot komi aftur til Kefia- víkur og skildi okkur til London. — En var nú þotan virkilega ofhlaðin? Bretarnlr brosa góðlátlega og ypta öxlum, síðan standa þeir upp og kinka kolli, í kveðju skini það er nefnilega verið að opna barinn. BÞ. — Eigum við að koma í eina bröndótta, lagsi? segja þeir hvor við annan þessir holdakynstarfar. Eins og sjá má eru þeir óblíðir á svipinn, enda hofst harður atgangur milli þeirra. Leikurinn barst vítt um vellina á heimaslóðum þeirra austur í Gunnars- holt á Rangárvöllum, en þar var þessi mynd tekin í fyrradag. Á elleftu síðu blaðsins geta menn svo séð þegar leikurinn er tekinn að kárna milli þeirra félaga. (Ljósm. vig.) Enginn togari á landsmioum og hjá flofanum Fiskileitarleiðangurinn á fjarlægum slóðum árangurslaus UM þetta leyti árs í fyrra var karfaveiðin á Nýfundnalands- miðum svo mikil að togararn- ir fylltu sig yfirleitt á 2—3 dögum. Nú, rúmu ári eftir að veiðarnar hpfust, er enginn togaranna lengur á miðum þessum. Síðustu togararnir, sem þar voru, háfa komið með lítinn afla. — Leit togarans Brimnes að nýjum miðum bar ekki árangur. Smyslov, Friðrik biðskák ÉHI I i Él MJ ABCDEFGH Staðan í biðskák Friðriks og Fischers. Friðrik hefur hvítt og hann lék biðleikinn. Staða Frið- riks er sögð miklu betri. Bled, Júgóslavíu, 15. sept. — Leikar fóru þannig í 6. umferð kandidatsmótsins, að Tal vann Fischer, biðskák varð hjá Smys- loff og Friðrik, sömuleiðis þeim Petrosjan og Benkö og Keres og Gligoric. í fimmtu umferð urðu úrsiit þessi: Gligoric vann Smysloff 36 leikjum, en Smysloff lenti mikilli tímaþröng. Sama henti Benkö, sem tapaði líkri stöðu gegn Keres í 39 leikjum. Petrosj- an og Tal sömdu um jafntefii eft- ir 13 leiki. Biðskákir úr 5. og 6. umferð verða tefldar á morgun. Já, það er önnur öldin nú en í fyrra, sagði Hallgrímur Guð- mundsson, forstjóri Togaraaf- greiðslunnar, í samtali við Mbl. í gær. Yfirleitt er dauft yfir veið- inni. Einstaka togarar reka í veiði dag og dag. Hvergi er um samfellda veiði að ræða dag eftir dag, eins og á Nýfundnalands- miðunum, sagði Hallgrímur. Togararaflotinn hefur einkum haldið sig á Grænlandsmiðum, bæði út af austur- og vestur- ströndinni. Það hefur verið marn ingsveiði, eins og sjómenn kalla það. Miðin, sem togararnir hafa sótt á út af vesturströnd Græn- lands, eru lengra í burtu en Ný- fundnalandsmiðin. Eru togararn- ir upp undir 5 sólarhringa að sigla til og frá miðunum, sem eru fyrir sunnan HolSteinsborg. Á Nýfundnalandsmið voru togar- arnir 4—414 sólarhring. Nú er enginn íslenzkur togari á Nýfundnalandsmiðum. Hér í Reykjavík landaði togar- inn Ingólfur Arnarson, er verið hafði 17 daga á veiðum, Ný- fundnalandskarfa, rúmlega 230 lestum. Þá hafði Júní komið í Nýfundna- lítil veiói á Þormóði goða, sem mun vera með dágóðan afla, af V-Græn- landsmiðum. Togarinn Brimnes frá Seyðis- firði, sem nú er gerður út frá Hafnarfirði, er nýlega kominn úr fiskileitarleiðangri sínum á fjar- lægum slóðum. Hafði hann farið víða, en ekki hafa borizt af því neinar fregnir að neinn árangur hafi orðið. Togarinn landaði um 40 lestum af fiski í fyrradag hér í Reykjavík, er skipið kom úr leiðangri sínum. Að því er Mbl. fregnaði í gær, mun engin ákvörðun hafa enn verið tekin um það hvort bráð- lega verði gerður út annar leið- angur til fiskileitar. Guðbjörg fékk 50 in síldar HAFNARFIRÐI — Vélbáturinn Guðbjörg, sem stundað hefir hér reknetaveiðar í sumar, kom inn í gærmorgun með um 50 tunn- ur, sem hún fékk í Skerjadýpi út af Reykjanesi. Síldin fékkst í 40 net og er því um dágóða veiði að ræða. Fór hún til' frystingar hjá Jóni Gíslasyni. Lítil sem-eng- in síldveiði hefir verið hér sunn- anlands í sumar og Guðbjörg vart fengið meira en 400 tunnur síð- an hún byrjaði. En nú vona menn að eitthvað fari' að rætast úr. Ekki hefir enn verið hafin nein leit að síld hér út af Reykja nesi eða í Flóanum, en útgerðar- menn telja brýna þörf á að nú þegar verði hafin leit af hálfu hins opinbera. — Mjög lítil veiði hefir verið hjá togurunum síð- asta hálfan mánuðinn. — G.E. íslenzkt lambakjöt eftirsótt vestanhafs lenzku lambakjöti í Bandaríkj- fyrradag til Hafnarfjarðar með Unum, en það er nú orðin mjög kringum 140 lestir. Þetta voru síðustu togararnir sem þar voru að veiðum. í gær var verið að losa 256 lestir af karfa úr Þor- keli mána, er verið hafði við Grænland. Á hádegi í gær kom þaðan Hallveig Fróðadóttir með um 230 lestir. 1 dag er svo von 1 FRÉTTUM ríkisútvarpsins í gærkvöldi var skýrt frá þvi, að sölufyrirtækið Iceland Product Corporation í Bandaríkjunum, sem annast sölu og dreifingu á vörum kaupfélaganna hér, hygg- ist hefjast handa um sölu á ís- viðurkend og eftirsótt vara a markaðinum þar vestra. Þykir það bera af öðru lambakjöti og hefur verið selt á töluvert hærra verði en kjöt fá New Zealand eða Ástralíu. Sölufyrirtækið hyggst gera tilraun til að auka sölu á lambakjötinu með því að saga það niður og selja í litlum pökk- um, en til þess hefur það ein- göngu verið selt hraðfryst í heil- um skrokkum. Einnig mun ætl- unin að flytja út kælt lamba- kjöt í kælilestum skipa og koma því á markað sem nýju kjöti. Ef þetta tekst eru töluverðar líkur til að fá fyrir það hærra verð kælt en hraðfryst. Þá var einnig skýrt frá þv£ að um 80—90% af íslenzkri ull, sem flutt er út hafi verið seld á Ameríkumark- aði, er hún mest notuð í gólf- teppi en beztu flokkarnir til fata- gerðar. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.