Morgunblaðið - 16.09.1959, Blaðsíða 2
2
MORVVISHLAÐIÐ
MiðviKudagur 16. sept. 1959
n
Lenín" léttir akkerum
LONDON, 15. sept.
— (Reuter) —■
KJARNORKUÍSBRJÓTUR
itússa, „Lenin“, létti akkerum í
Leningrad í dag og sigldi úr höfn
i jómfrúrferð sína — út á Eystra-
salt, að því er Tass-fréttastofan
tilkvnnti. — „Lenin“ er fyrsta
kjarnorkuknúna skipið í heimin-
um fyrir utan kjarnorkukafbáta
Bandaríkjamanna.
Isbrjóturinn er 16000 lestir að
stærð og hefur 44000 ha vélar-
kraft. Rússar hafa fullyrt, að
hann geti gengið nokkur ár, án
þess að endurnýja eldsneytisforð-
ann. — Skipinu var hleypt af
stokkunum í desember 1957.
Meginverkefni „Lenins" mun
— / Washington
Framh. af bls. 1.
menna fylgdarlið, en í því eru
t. d. Gromyko, utanríkisráðherra,
og rithöfundurinn Sjolokov. —
Lítil stúlka gekk fram og færði
Krúsjeff blómvönd, en hann tók
hana i fang sér og kyssti. — Þjóð-
höfðingjarnir tóku sér nú stöðu á
fyrrgreindum palli, og þrumdi þá
21 fallbyssuskot Krúsjeff til heið
urs. Síðan voru þjóðsöngvar
beggja landanna leiknir — en að
því búnu tók Eisenhower til máls
og ávarpaði Krúsjeff. — Hann
sagði m. a., er hann hafði boðið
forsætisráðherrann og fjölskyldu
hans velkomin:
Árás Bandarík janna útilokuð.
Stjórnmálakerfi og þjóðfélags-
form landa okkar eru mjög ólík.
í okkar samfélagi er það þjóðin
sjálf, sem velur sér stjórn. Þér
munuð sannfærast um, að hún,
eins og þjóð yðar, kýs að lifa við
réttlátan frið. — Þó að hún hafi
komið sér upp sterku varnar-
kerfi, er það augljóst, að þar sem
hún vill frið, og þar sem það er
fólkið sjálft, sem ákvarðar stefnu
stjórnarinnar í grundvallaratrið-
um, er árás af hendi þessarar
þjóðar algerlega útilokuð. — Ég
fullvissa yður um, að bandaríska
þjóðin sækist ekki eftir landvinn
ingum, engu frekara valdi, né
heldur vill hún blanda sér í inn-
anrikismál annarra þjóða.
Friðarvilji
Er Eisenhower hafði lokið máli
sínu, dró Krúsjeff handrit upp úr
vasa sínum og las það hratt á
rússnesku. Túlkurinn þýddi fyrir
forsetann: — Ég kem til Banda-
ríkjanna með opinn hug og i ein-
lægum tilgangi. Hann kvaðst hafa
glaðzt mjög við heimboð forset-
ans og liti með ánægju til þess að
hitta og kynnast Bandaríkjamönn
um af öllum stéttum og lifnaðar-
háttum þeirra og lífsskilyrðum.
Hann fullvissaði Eisenhower um,
að honum myndi vel fagnað. er
hann kæmi til Sovétríkjanna.
Hann lagði áherzlu á friðarvilja
Sovétþjóðanna og vinarhug til
Bandaríkjamanna. — Þá vék
hann að tunglflauginni og sagði,
að hún hefði fyllt hjarta hvers
sovétborgra sannri gleði — og
hann kvaðst þess fullviss, að
bandariski fáninn mundi einnig
innan skamms „blakta" á tungl-
lnu. Um kjarnorkuísbrjótinn
„Lenin“ sagði Krúsjeff, að hann
væri táknrænn um vilja Rússa —
að vilja aðeins nota kjarnorkuna
til friðsamlegra þarfa.
Að ræðunum loknum var ekið
Sleiðis til „Blair House“ (gegnt
Hvíta húsinu), sem verður hinn
opinberi aðsetursstaður Krúsjeffs
á meðan hann dvelst í Bandaríkj-
unum. — Við allar götur á leið-
inni var ótölulegur manngrúi,
sennilega nokkur hundruð þús
und en fólkið var yfirleitt alvar-
legt á svip og fá fagnaðaróp heyrð
ust. Lögregla og herlið var hvar
vetna á verði og fylgdist náið með
öllu. Er komið var til Blair House
gekk forsetinn inn með gestum
sínum, en hélt síðan rakleiðis til
Hvita hússins — en Krúsjeff og
föruneyti tók til snæðings.
verða að halda opinni siglinga-
leiðinni milli Murmansk og
Vladivostok, sem nú helzt yfir-
leitt ekki fær nema um 2% mán-
uz á ári. — Þessi öflugasti ís-
brjótur, sem gerður hefur verið
í heiminum, á að geta brotizt í
gegnum allt að 10 m þykkan ís.
Stjómmálafréttaritarar hafa
látið í það skína, að Rússar muni
hafa í hyggju að sýna hæfni
skipsins á einhvern hátt, á með-
an Krúsjeff dvelst í Bandaríkj-
unum — e. t. v. með því að láta
það brjótast til norðurskauts-
Stórt rekald
suður af Eyjum
HINGAÐ barst í gær skeyti frá
norsku skipi, Pallas, um að það
hefði séð á floti heljarstóran stál-
geymi um 160 sjóm. suðvestur af
Vestmannaeyjum. Voru skip vör'-
uð við rekaldi þessu. Geymirinn
var 8x10 metrar og stóð 4 metra
upp úr sjó. Landhelgisgæzlan
sagði Mbl. í gær að geymir þessi
væri um 100 sjóm. suðvestan við
venjulega siglingaleið milli ís-
lands og Pentils, — leið m.s Gull-
foss.
Nýju skipi fagnað
á Saubárkróki
SAUÐÁRKRÓKUR, 14. sept. —
BÆJARBÚAR hafa nú eignazt
stærsta fiskiskip sem gert hefur
verið út héðan. Á sunnudags-
kvöldið fögnuðu bæjarbúar skipi
og skipshöfn er það lagðist í
fyrsta skipti að bryggju. Hér er
um að ræða 250 tonna togskip,
sem hlotið hefir nafnið Skagfirð-
ingur. Er þetta skip eitt hinna
austur-þýzku er smíðuð hafa ver-
ið í Stralsund.
Um kl. 6,30 varpaði skipið
akkerum hér fyrir utan höfnina.
Það tók langan tíma að toll-
afgreiða skipið til innsiglingar,
Fyrsti fundurinn
Um kl. 20.30 (ísl. tími) kom
Krúsjeff til Hvíta hússins til
fyrsta fundar við Eisenhower.
Stóð fundur þeirra rúmlega
hálfa aðra klukkustund, og
munu viðræðurnar hafa veriö
mjög almenns eðlis — þjóðhöfð-
ingjarnir aðeins reynt að glöggva
sig á grundvallarsjónarmiðum
hvor annars í helztu vandamál-
um. Hinir eiginlegu viðræðufund
ir þeirra munu ekki hefjast fyrr
en Krúsjeff kemur til baka úr
ferð sinni um Bandaríkin þver
og endilöng.
Við upphaf fundarins í
kvöld afhenti Krúsjeff Eisen-
hower eftirlíkingu af veifa
þeirri, sem „Lunik 11“ flutti til
tunglsins — sem tákn um vin-
áttu og friðarvilja Sovétþjóðanna
gagrivart Bandaríkjunum". — Að
viðræðunum loknum bauð forset-
inn Krúsjeff síðan í flugferð með
þyrlu yfir Washington, en að því
búnu hélt hann kvöldverðarboð
fyrir sovézka forsætisráðherrann
og konu hans.
Vinsamlegur tónn.
Yfirleitt var heldur vinsamleg-
ur tónn í bandarískum blöðum í
dag í sambandi við komu Krú-
sjeffs, þóit á einstaka stað aveði
við kaldan tón. — Washington
Post birtir langa ritstjórnargrein
í formi opins bréfs til Krúsjeffs.
Þar segir m.a.: Þér megið ekki
ætla, að Bandarikjamenn láti
segja sér fyrir verkum, þrátt fyr-
ir hið einstæða og stórfenglega
„tunglskot“ ykkar. — Eins verðið
þér að minnast — að þrá okkar
eftir lifsþægindum má aldrei skoð
ast sem veikleikamerki.
því að skuggsýnt var orðið er það
lagðist að bryggjunni. Á bryggju
hafði orð fyrir bæjarbúum, Árni
Þorbjörnsson, sem er formaður
útgerðarstjórnar. í ræðu þeirri
er hann flutti gerði hann greiu
fyrir aðdraganda málsins og lýsti
framkvæmdum. Kvað hann í
máli þessu, hvað öllum fram-
kvæmdum viðvíkur hæst bera
nöfn þeirra Páls Þórðarsonar, for
stjóra Fiskiveps og Rögnvaldar
Finnbogasonar bæjarstjóra. Ræðu
maður færði öllum þeim er á einn
eða annan hátt hafa stuðlað að
framgangi málsins þakkir, óskaði
bæjarbúum til hamingju með hið
nýja skip og árnaði skipi og skips
höfn heilla.
Skagfirðingur mun halda á
veiðar innan fárra daga. Skip-
stjóri verður Grettir Jósefsson,
Jóhann Adólfsson stýrimaður og
vélstjórar þeir Guðmundur Jónas
son og Vigfús Sveinbjörnsson.
Skagfirðingur er annað fiski-
skipið héðan frá Sauðárkróki,
sem ber þetta sama nafn. Hið
fyrra var 100 tonna bátur er
seldur var burt úr bænum fyrir
um það bil 20 árum. Hið nýja
skip, sem skipstjórinn lætur vel
yfir, eftir þeirri reynslu, sem
þegar er fengin, mun láta úr
höfn til veiða innan fárra daga.
Eigendur srkiipsins er hluta-
félagið Skagfirðingur, en aðilar
að því eru bæjarsjóður og bæði
frystihúsin í bænum. — Guðjón.
Ný aðferð við
geymslu mjólkur
LONDON. — Brezkir mjólkur-
fræðingar hafa fundið upp nýja
aðferð til þess að geyma mjólk
um langan tíma. — Er aðferðin
í því fólgin í stórum dráttum, að
mjólkin er hituð með gufu allt
upp í 135 stig á Celsíus, en eftir
það á að vera hægt að geyma
hana við venjulegan stofuhita í
sex mánuði.
Dr. Derek Jayne-Williams,
sem stjórnað hefur þessum til-
raunum, segir þó, að einn hæng-
ur sé hér á — að engar umbúðir
séu enn fyrir hendi til geymslu
mjólkurinnar, þannig að öruggt
sé, að engar bakteríur komist að
henni.
I FJÓRIR í loftinu — og það ^
i er Ellert sem nær að skalla s
| frá Erni Steinsen (t.h.) Sig. i
; Ólafssyni, Halldóri Hall- •
S dórssyni og Bergi mark- s
) verði. S
Myndin er tekin í leik •
5
S landsliðsins frá 1949 við (
i únglingalandsliðið síðast S
liðinn sunnudag.
— Ljósm. I. Magnússon
Segulmœl-
ingar úr
lofti
NÆSTIJ daga er væntanleg
hingað til lands kanadisk flug
vél með tæki til að mæla
segulsvið úr lofti yfir Reykja-
vík og nágrenni hennar. Að
mælingum þessum standa
Eðlisfræðistofnun háskólans
og Jarðhitadeild raforkumála-
skrifstofunnar.
Guðmundur Böðvarsson, for-
stöðumaður Jarðhitadeildar sagði
Mbl. 1 gær, að þetta væri þannig
til komið, að helzta mælingarfyr-
irtæki veraldar, Hunting Associ-
ates í Kanada, hefði haft sam-
band við prófessor Þorbjörn Sig-
urgeirsson í Eðlisfræðideild há-
skólans og boðist til að fram-
kvæma hér segulmælingar, um
leið og flugvél þeirra fíýgur vest-
ur um haf, en hún hefur verið að
segulmælingum í frlandi í sumar.
Sagði Guðmundur Böðvarsson, að
Jarðhitadeildin vænti þess að seg
ulmælingarnar myndu koma að
haldi við jarðhitarannsóknir, því
væntanlega væri hægt að sjá
brotlínur í landinu á segúlkort-
inu, þar sem flugvélin flýgur yf-
ir með segultækin.
Áður hafa aðeins verið gerðar
segulmælingar á jörðu niðri, en
þar eru talsvert meiri truflanir,
en ef mælt er úr lofti. Prófessor
Þorbjörn Sigurgeirsson mun sjá
um alla tæknilega hlið málsins.
wr j i anþátt: Gömlu hjónin að vestan.
Kabarett skemmt- °g stJórnar Helgi s Jonsson
þessum þætti.
un í Austurbæjar-
bíói
KARL JÓNATANSSON, sem
margir útvarpshlutsendur munu
kannast við, en hann er vinsæll
harmonikuleikari og oft komið
fram í útvarpinu, er nú að undir-
búa kabarettskemmtun í Austur-
bæjarbiói á föstudagskvöldið
kemur — miðnæturskemmtun —
eins og það er kallað. Þar eiga
ýmis kunnir og lítt — eða ó-
þekktir skemmtikraftar að
skemmta fólki. Þar mun Guð-
mundur Jónsson, óperusöngvari,
syngja nokkur lög með undirleik
Weishappels. Þá koma fram dæg-
urlagasöngkonur og má þar fyrst
telja ungfrú Reykjavík, fegurð-
ardrottninguna Ester Garðars-
dóttur, en hún er nú að leggja
inn á braut dægurlagasöngs, eða
svo var á Karli Jónatanssyni að
skilja. Þá syngur Anna María Jó-
hannsdóttir, sem kunn er, nokk-
ur lög. En hljómsveitin, ýmist 6
manna eða 12 manna, undir
stjórn Karls, munu leika undir.
Þá kemur röðin að tveim ungum
mönnum, sem syngja munu dæg-
urlög, Sigurdór Sigurdórsson og
Guðjón Matthíasson. — Munu
söngvararnir kynna nokkur ný
íslenzk dægurlög er ekki hafa
áður verið simgin. — Þá munu
nokkrir Keflvíkingar sýna gam-
— Allsherjarþingið
Framhald af bls. 1.
hinn 71 árs gamla og margreynda
stjórnmálamann að taka sér sæti
í forsetastóli.
f opnunarræðu sinni drap Kar-
ami m. a. á „hina heppilegu lausn
Kýpurmálsins", eins og hann orð
aði það, og lagði áherzlu á þá
skoðun sína, að þau málalok stuðl
uðu mjög að tryggingu friðarina
í löndunum fyrir botni Miðjarð-
arhafsins. Hann lýsti einnig bjart
sýni sinni vegna þess árangurs,
sem hefði náðst á fundum um af-
vQpnunarmál. — Þá sagði Kar-
ami ennfremur, að stofnun sér-
staks sjóðs til þess að stuðla að
heilbrigðri efnahagsþróun, væri
mikill og þýðingarmikill atburð-
ur, sem gæfi góðar vonir um betri
tíma í hinum vanyrktu löndum.
Einnig drap hann á „flótta-
mannaárið“ svonefnda og sagðr,
að Líbanon — þar sem tíundi
hluti þjóðarinnar væru ílótta-
menn — og önnur Arabalönd litu
vonaraugum til áfamhaldandi al-
þjóðlegs átaks til hjálþar flótta-
fólkinu, sem hefir verið svipt
réttinum og rekið frá heimilum
sínum.
N