Morgunblaðið - 16.09.1959, Blaðsíða 3
Miðvi><udagur 16. sept. 1959
íionr.vmti/AÐiÐ
3
4.
Creinargerð niðurjöfnunarnefndar:
Framtöl 6268 gjaldenda athuguö
til lœkkunar
Samanburður á tekjuskatti og
útsvari villandi
AÐ undanförnu hafa for-
svarsmenn SÍS reynt að leiða
athygli manna frá útsvars-
frelsi auðhringsins með því að
halda uppi árásum á nokkra
forystumenn Sjálfstæðis-
flokksins fyrir, að þeir hafi
of lág útsvör. Auðvitað
ákveða þessir menn ekki út-
svör sín fremur en aðrir borg-
arar og um þá gilda engin
sérlög eins og um SÍS. Þeir
eiga þess og engan kost að
bera hönd fyrir höfuð sér, þar
sem þá vantar nauðsynleg
gögn til samanburðar. Niður-
jöfnunarnefnd ákveður út-
svörin um þessa menn eins
og aðra „eftir efnum og
ástæðum“.
Sjálf gerir nefndin nú grein
fyrir málinu í meðfylgjandi
fundargerð, sem Morgunblað-
inu barst í gær. Sést af henni
að nefndin hefur af þeim
ástæðum, sem þar segir, tekið
„sérstaklega til athugunar
framtöl 6268 gjaldenda og
lækkað útsvör þeirra eftir
mati í hverju einstöku til-
felli“.
Að svo vöxnu máli er það
fádæma ódrengskapur að ráð-
ast á örfáa einstaklinga vegna
útsvars þeirra. Einkum þar
sem upplýst er, að „framan-
rituð útsvör voru ákveðin án
nokkurs ágreinings innan
nefndarinnar“. Ef beita ætti
sömu vinnubrögðum og við-
höfð hafa verið í árásum þess-
um mætti gera fjölda manna
í öllum flokkum og stéttum
tortryggilega, án þess að færa
nokkur rök að önnur en
prenta nöfn þeirra og vitna í
ósambærilegar tölur.
★
Öll nefndin sammála
Greinargerð niðurjöfnunar-
nefndar er svohljóðandi:
Ár 1959, þriðjudaginn 15. sept.
kl. 10% árdegis, hélt nefndin
fund á venjulegum stað. Allir
nefndarmenn mættir nema E. A.
Fyrir var tekið:
frádráttur til skatts er sá sami
fyrir hvern ómaga, en til útsvars
fer hann stighækkandi eftir
fjölda ómaganna. Af þessu sést,
að hlutfallið milli tekjuskatts og
útsvars er mjög breytilegt eftir
tekjuupphæð og persónufrá-
drætti.
2. Skv. 36 gr. skattalaganna
hefir yfirskattanefnd heimild til
að lina eða gefa eftir tekjuskatt,
þegar sérstaklega stendur á fyrir
skattgreiðandanum. Þessa heim,-
ild hefir skattstjóri ekki, og er
því tekjuskattur, sem birtur er í
skattskrá, reiknaður án tillits til
þessa frádráttar. Við ákvörðun
útsvars hefur niðurjöfnunarnefnd
hins vegar hliðsjón af' öllum að-
stæðum gjaldandans. Er því í hin
um birtu útsvörum tekið tillit til
þess frádráttar, sem veittur kann
að vera gjaldandanum frá al-
mennum tekjuútsvarsstiga.
3. Skv 35. gr. skattalaganna get
ur skattstjóri í ýmsum tilfellum
áætlað skattgreiðendum tekju-
viðbót eða strikað út gjaldaliði á
framtölum þeirra. Er tekjuskatt-
urinn síðan reiknaður út skv.
framtölunum þannig breyttum.
Niðurjöfnunarnefnd metur slíkar
áætlanir og bréytingar, tekur
stundum ekki tillit til þeirra,
stundum aðeins að nokkru leyti.
Verður útsvarið þá reiknað af
öðrum nettó-tekjum en tekju-
skatturinn.
Með hliðsjón af framanrituðum
reglum tók nefndin sérstaklega
til athugunar framtöl 6268 gjald-
enda, og lækkaði útsvör þeirra
eftir mati í hverju einstöku til-
fellk Eftir er að úrskurða kærur,
sem nefndinni höfðu borizt að
kvöldi hins 11. þ. m.
Framanrituð útsvör voru ákveð
in án nokkurs ágreinings innan
nefndarinnar.
Fundi slitið
Guttormur Erlendsson
Björn Kristmundsson
Haraldur Pétursson
Sigurbjörn Þorbjörnsson
2. Rætt um blaðaskrif vegna
útsvarsálagningar yfirstandandi
ár. Samþykkt var með samhljóða
atkvæðum að óska birtingar í
blöðum bæjarins á eftirfarandi
greinargerð:
Vegna blaðaskrifa undanfarið
um útsvarsálagningu hér í bæn-
um á yfirstandandi ári, þykir nið -
urjöfnunarnefnd rétt að birta
eftirfarandi skýringar:
Samanburður á tekjuskatti og
útsvari einstaklinga eins og gjöld
þessi eru birt í skatt- og útsvars-
skrá er villandi, sérstaklega af
þrem ástæðum:
1. Skattstigar og útsvarsstigar
eru ekki byggir upp á sama hátt.
Sama gildir um persónufrádrátt
til skatts og útsvars. Þannig er
tekjuskattur allt frá 1% af kr.
3.500,00 og upp í 40% af skatt-
skyldum takjum yfir kr. 155 þús.,
en tekjuútsvar af kr. 25 þús. eða
þar yfir frá 19% og upp í 30% af
tekjum yfir kr. 100 þús. Persónu-
Á þessari mynd sést flugskýli það, sem um er rætt í viðtalinu við hershöfðingj'ann. Einnig sjást
undirstöður vatnslanks flugvallarins og fyrir framan þær aðvörunarskiltið. (Ljósm. vig.)
A/ Hér þarf
ýmislegt
oð lag-
færa"
Yfirmaður varnar-
liðsins á Reflavíkur-
flugvelli svarar
spurningum Mbl.
UNDANFARIÐ hefur meira ver-
ið rætt og ritað um Keflavíkur-
flugvöll, bæði hér á landi og
erlendis en oft áður. Ástæðan
eru atburðir þeir, sem þar hafa
átt sér stað og ekki er nauðsyn
legt að rifja upp, því þeir munu
öllum kunnir. Atburðir þessir
hafa ekki hvað sízt vakið mikla
athygli í Bandaríkjunum, þar
sem blöð hafa mikið um þá skrif-
að. 1 ritstjórnargrein í New York
Herald Tribune á laugardaginn
s.l. er t.d. á þessi mál minnzt og
sagt, að atburður eins og sá sem
gerðist fyrir framan flugskýlið
á Keflavíkurflugvelli, þegar
bandarísk herlögregla neyddi ís-
lenzka flugþjónustumenn til að
leggjast á jörðina, geti alltaf
átt sér stað, þar sem bandarískt
herlið er í vinaríki, en blaðið
bætir við, að íslendingar séu-
viðkvæmir og stoltir og þess
vegna hafi þetta mál orðið mik
Pritchard hershöfðingi svarar
spurningum fréttamanns Mbl.
ilvægara í þeirra augum en ann-
arsstaðar hefði orðið. Síðan segir
blaðið, að harma beri þessa at-
burði og bætir við: „ísland er
hernaðarlega mikilvægt £ NATO
samtökunum og þó við treystum
því, að íslendingar muni líta á
þennan atburð réttum augum,
ættum við ekki að missa af tæki-
færinu til þess að leggja áherzlu
á vináttu og sameiginleg áhuga-
mál ríkjanna beggja.**
íslenzkir starfsmenn á Kefla-
víkurflugvelli og yfirmenn banda
ríska varnarliðsins þar hafa ver-
ið gagnrýndir í blöðum undan-
farið, eins og kunnugt er. Morg-
unblaðið hefur birt yfirlýsingar
utanríkisráðuneytisins um málið
og í gær var skýrsla lögreglu-
stjórans á Keflavíkurflugvelli um
atburðinn fyrir framan flugskýl-
ið birt í blaðinu. Skömmu eftir að
atburður þessi átti sér stað fór
Pritchard, hershöfðingi, yfir-
maður varnarliðsins á Keflavík-
urflugvelli, til Bretlands. Hann
er nú kominn heim og þótti
Morgunblaðinu fróðlegt að spyrja
hann nokkurra spurninga um at-
burðinn á Keflavíkurflugvelli og
ástandið þar, eins og það kem-
ur honum fyrir sjónir. Samtalið
fer hér á eftir.
Fréttamaður Mbl.: — Þér vor-
uð í Bretlandi, þegar bandarískur
herlögregiumaður lét starfsmenn
íslenzku fíugmálastjórnarinnar
leggjast á jörðina fyrir framan
flugskýlið og miðaði á þá byssu
sinni.
Pritchard hershöfðingi: — Nei,
ég fór til Lundúna síðdegis á
mánudag eftir atburðinn.
Fréttamaður Mbl.: — Hvað
vilduð þér segja um þennan at-
burð?
Pritchard hershöfðingi: — Ég
vil fyrst og fremst segja, að blöð-
in gerðu meira úr þessu máli en
efni stóðu til og í frásögn þeirra
gætti verulegs , misskilnings. Á
flugvellinum eru sjö svo-
nefnd bannsvæði, þar sem eng-
ir mega koma inn í nema þeir,
sem hafa til þess sérstök vega-
bréf. Það er nauðsynlegt örygg-
isins vegna að hafa þessi bann-
svæði. Fyrst ég nefndi bann-
svæði, má geta þess, að þau eru
t.d. í sambandi við olíu, flug og
samgöngur. Við þessi bannsvæði
hefur verið komið upp spjöldum,
þar sem tekið er sérstaklega fram
að þeirra sé gætt af vopnuðum
vörðum og óviðkomandi sé bann-
aður aðgangur.
Fréttamaður Mbl.: — Bann-
svæðin eru sögð illa merkt.
Pritchard hershöfðingi: — Nei,
Framh. á bls. 19.
„í varnarmálunum er
Tíminn pólitísk
skopparakringla“
Undir þessari fyrirsögn skrif-
ar Alþýðublaðið sl. laugardag uxn
„Keflavikurmálið" og segir:
.Tíminn gengur nú mjög fram
fyrir skjöldu í Keflavíkurmálinu,
en sýnir meiri áhuga á að gera
það að pólitísku árásarefni inn-
anlands, en komast að kjarna
málsins og leita lausnar á því.
Þetta er ómerkileg framkoma
með eindæmum. Öll þjóðin veit
nú, að stefna Framsóknarflokks-
ins er þessi: Þegar Framsókn er
f stjórnarandstöðu, þá er hún á
móti vörnum íslands. Þegar Fram
sókn er í stjórn, þá er hún fylgj-
andi vörnum landsins. Þegar utan
ríkisráðherra er Framsóknarmað
ur, þá getur enginn flokkur
stjórnað hér í landi með slíkum
ágætum sem Framsókn".
Tíminn ber sig í gær illa und-
an þessum dómi síns gamla fóst-
bróður en hann er vissulega sann
mæli.
Alþýðublaðið heldur áfram:
„Hitta sjálfa sig
Árásir Tímans vegna atburð-
anna á Keflavíkurflugvelli hitta
meðal íslendinga Framsóknar-
menn fyrst og fremst. — Það
hefur engum bókstaf af lögum,
reglum eða fyrirskipunum um
þessi mál verið breytt í tíð nú-
verandi utanríkisráherra. Þess
vegna hlýtur gagnrýni á íslenzka
aðila að falla á þá, sem annast
lagalega stjórn og framkvæmd
þessara mála. Og það eru mest-
allt framsóknarmenn.
Varnarmáladeild utanríkisráðu
neytisins var sett á laggirnar í
ráðherratíð dr. Kristins Guð-
mundssonar og hann skipaði (eins
og framsóknarráðherrar venju-
lega gera) — EINGÖNGU FRAM
SÓKNARMENN til starfa í deild
inni. Þeir sitja þar enn — og
fá nú kaldar kveður frá flokks-
blaði sínu. í varnarmálanefnd
eru 50% FRAMSÓKNARMENN,
eða tveir menn af fjórum. Þannig
má rekja áfram, um lögreglu-
stjórann á Keflavíkurflugvelli og
fleiri starfsmenn.
Af þessu verður sanngjörnum
mönnum Ijóst, hversu ómerkileg
framkoma Tímans er í þessu
máli“.
Hér er bent á hið sama, sem
Morgunblaðið gerði á laugardag-
inn: Hvernig áhugi Framsóknar
snýst fyrst og fremst að því að
raða Framsóknargæðingum á rík
isjötuna og er þó engan veginn
fulltalið.
Sjálfslýsing
logr eglust j órans
Tíminn sl. sunnudag hneyksl-
ast mjög á því, að Morgunblaðið
benti á þau sannindi, að flokks-
fylgi og tengdir skyldu hafa ráðið
meira um mannaval í hina ís-
lenzu yfirstjórn varnarmálanná
en hæfileikar. í því sambandi
segir Tíminn:
„Hið helzta, sem Mhl. færir
fram til áfellis er það, að lög-
reglustjórinn á Keflavíkurflug-
velli sé „tengdasonur" manns,
sem sé „höfuðstoð Eysteins á
Austurlandi". — Það á víst að
sanna, að augljóst sé að slíkur
maður sé alveg ófær til embætt-
isstarfa. Þó er viðurkennt að lög-
reglustjórn Björns Ingvarssonar
er með miklum ágætum“.
Sama dag sendi lögreglustjór-
inn út tilkynningu sína, sem
sannar hina ótrúlegustu óstjórn
á Keflavíkurflugvelli, þ. á. m.
fullkomið andvaraleysi hans
sjálfs. Betri sönnun fyrir orðum
Morgunblaðsins varð ekki fengin.