Morgunblaðið - 16.09.1959, Blaðsíða 19
Miðvilcudagur 16. sepí. 1959
MORCVNBL4Ð1Ð
19
— Pritchard
Frh. af bls. 3.
bannsvæðin eru nákvsemlega
merkt. Þegar ljóst var, að nauð-
synlegt yrði að gera við þýzku
flugvélina, sem kemur við sögu
þessa máls, gáium við leyfi til
þess, að hún yrði sett inn í
stærsta flugskýlið á vellinum,
því annars staðar var ekki hægt
að koma henni fyrir. Einum af yf-
irmönnum íslenzku flugþjónust-
unnar, sem sá um viðgerð á vél-
inni, var tilkynnt nákvæmlega
um það, hvernig íslenzku starfs-
mennirnir ættu að hegða sér,
hvenær þeir ættu að setja vélina
inn og hvar hún ætti að vera,
hvernig unnt væri að komast að
henni o. s. frv.
Fréttamaður Mbl.: — íslend-
ingarnir segja, að fáir hafi tekið
bannsvæðin alvarlega undanfar-
in ár.
Pritchard hershöfðingi: —
Bannsvæði er bannsvæði. Hjá þvi
verður ekki komizt. í þessu um-
getna flugskýli vinna 300 Banda-
ríkjamenn á daginn og þá er
einnig bannað að fara inn í það,
nema með sérstöku vegabréfi. Ég
verð að hafa mitt vegabréf til
þess að komast inn í flugskýlið,
einkennisbúningur minn nægir
ekki. Ef Bandaríkjamenn hefðu
einungis átt í hlut og ætlað inn
í flugskýlið á þeim tíma sem
Islendingarnir og amerísku flug-
mennirnir frá þýzka félaginu
voru þar á ferð, hefðu þeir ver-
ið látnir lúta sömu lögum.' Þeir
hefðu ekki fengið að fara inn í
flugskýlið. Við höfðum sagt ís-
lenzku flugþjónustunni, að menn-
irnir gætu farið inn í flugskýlið,
hvenær sem þeir vildu. Þeir
þurftu aðeins að hringja og biðja
um vörð sér til fylgdar. Það var
allt og sumt. Það hefði tekið 5
mínútur að komast inn í flug-
skýlið.
Fréttamaður Mbl.: — Var nú
lamt nauðsynlegt að beita þeirri
hörku, sem gert var íslendingar
eru þeirrar skoðunar að svo sé
ekki.
Pritchard hershöfðingi: — Þeir,
lem gagnrýna okkur fyrir það,
að við viljum hafa eftirlit með
bannsvæðunum á Keflavíkur-
flugvelli, munduN áreiðanlega
ekki síður gagnrýna okkur, ef
einhver skemmdarverkamaður
kæmist inn á bannsvæði, t.d.
flugskýlið, og sprengdi það í loft
upp fyrir framan nefið á okk-
ur. Vörðunum hefur verið sagt,
að hafa eftirlit með þessum bann-
svæðum. Ég á að sjá um, að haft
sé eins gott eftirlit með þeim og
unt er. Ef varðmaður er einn á
ferli að næturlagi og sér fjóra
menn koma inn á bannsvæði,
hvað á hann þá að gera? Hann
er einn á móti fjórum, og hefur
ekkert annað ráð en að halda
mönnunum í hæfilegri fjarlægð,
svo hann hafi í fullu tré við þá,
ef með þyrfti. Ég vil taka fram,
að enginn for var á steinsteyp-
unni, þar sem mennirnir voru
látnir liggja, því það hafði ekki
rignt 1 tæpan hálfan sólarhring,
samkvæmt upplýsingum frá ís-
lenzku Veðurstofunni.
Fréttamaður Mbl.: — Þér álit-
Ið þá ekki, að bandaríski vörð-
urinn hafi verið of strangur?
Pritchard hershöfðingi: — Nei,
bannsvæði er bannsvæði, eins og
ég sagði áðan. Því verður ekki
breytt, af því að einhverjir menn
geta ekki hringt og beðið í 5
mínútur.
Fréttamaður Mbl.: — Þér talið
eins og hermaður. íslendingar
eiga bágt með að skilja hermál.
Vitið þér það
Pritchard hershöfðingi: — Ég
tala eins og sá, sem á að bera
ábyrgð gagnvart NATO á því,
sem hér gerist. Ég endurtek það,
sem ég sagði áðan, að blöðin
gerðu meira úr þessu máli en
efni stóð til og yðar blað
líka. Ef marka má frá-
sagnir þeirra var framkoma
varðmannsins gerð verri en
raun ber vitni. Ég endurtek
það einnig að sama hefði verið
látið ganga yfir Bandaríkjamenn.
Fréttamaður Mbl.: — Ef við
snúum okkur að öðru máli, hvað
vilduð þér þá segja um atburð
þann, sem gerðist, þegar íslenzka
lögreglan' hugðist taka banda-
ríska konu, sem grunuð var um
ölvun?
Pritchard hershöfðingi: — Það
var mjög erfitt að taka ákvörðun
um það mál. Ákvæðið um þetta í
varnarsamningnum var ekki
nógu ljóstv Það var ekki ætlunin
að brjóta íslenzk lög. Æðsti her-
réttur Bandaríkjanna hafði úr-
skurðað, að hvorki bandarískir
hermenn né skyldulið þeirra er
lendis þyrftu að láta taka sér
blóðprufu gegn vilja þeirra, ef
hægt væri að nota hana sem sönn
unargagn gegn þeim. fslenzka
ríkisstjórnin fékk öll sönnunar-
gögn þegar í • stað nema blóð-
prufu. Konan var yfirheyrð og
dæmd í sektir og var stuðzt við
framburð lækna á vellinum.
Blóðrannsókn fór samt ekki
fram, þó það gengi í berhögg við
íslenzk umferðalög. Þér getið séð,
að þetta atriði var ekki auðvelt
viðfangs af því, að það tók
sérstaka nefnd í Whasington,
sem fjallaði um það 3 vik-
ur að gefa úrskurð sinn, en petta
var einmitt í athugun, þegar at-
burðurinn gerðist hér í Keflavík.
f nefndinni áttu sæti fulltrúar
bandaríska utanríkisráðuneytis-
ins og hersins.
Fréttamaður Mbl.: — Úrskurð-
urinn var í því fólginn, að þið
eigið að beygja ykkur undir ís-
lenzk lög.
Pritchard hershöfðingi: — Já,
það munum við gera. Um það
hafa okkur borizt fyrirmæli.
Fréttamaður Mbl.: — Heyrzt
hefur, að herinn hefði ekki orðið
svona framtakssamur í þessu
máli, ef ekki hefði átt í hlut kona
hermanns, heldur óbreytts Banda
ríkjaþegns.
Pritehard hershöfðingi: — Hvað
eigið þér við?
Fréttamaður Mbl.: — Ég á við,
að þér hafið verið að verja heið-
ur hersins.
Pritchard hershöfðingi: — Það
er fráleitt og ósatt með öllu.
Fréttamaður Mbl.: — Hvað
hafið þér verið lengi hér á ís-
landi?
Pritchard hershöfðingi: — Tvo
mánuði.
Fréttamaður Mbl.: — Og hvernig
líkar yður, eruð þér með fjöl-
skyldu yðar?
Pritchard hershöfðingi: — Já,
konu og 3 börn.
Fréttamaður Mbl.: — Leiðist
börnunum?
Pritchard hershöfðingi: — Börn
um leiðist aldrei. Viljið þér sjá
mynd af þeim?
Fréttamaður Mbl.: — Jú, takk.
En segið mér fyrst eitt, finnst •
yður starf yðar erfitt hér?
Pritchard hershöfðingi: — Við
vitum, að við erum gestir hér á
íslandi, ekki hernámslið. Við er-
um hér á vegum NATO og við
vonum að fslendingar taki okkur
sem gestum. Við vonum, að þið
veitið okkur þær viðtökur sem
sönnum húsráðendum sæmir.
Fréttamaður Mbl.: — Jú, auð-
vitað. En það er ekki gesta siður
að stela t.d. laxi frá húsráðend-
um?
Pritchard hershöfðingi: — Nei,
rétt. En þér vitið, að þó eitt epli
í skálinni sé skemmt, er ekki þar
með sagt, að öll hin séu það líka.
Það er misjafn sauður í mörgu fé
og það má alltaf búast við því,
að óheppilegir atburðir gerist,
þar sem 6000 menn eru, eins og
hér á Keflavíkurflugvelli.
Fréttamaðtur Mbl.: — Jú, það
er rétt. En ef skemmda eplið er
ekki tekið þegar í stað úr skál-
inni, skemmast öll hin líka.
Pritchard hershöfðingi: — Við
óskum eftir góðri samvinnu við
fslendinga. En ég er dálítið
smeykur um það af þeim kynn-
um, sem ég hef þegar haft af
ástandinu hér á landi, að á Kefla
víkurflugvelli muni ýmsir smá-
vægilegir atburðir gerast, sem illt
er að koma í veg fyrir. Fyrir
kosningar er margt blásið upp,
sem annars vekur enga athyglL
FréttamaSur Mbl.: — Hvernig
er „mórallinn" hjá varnarliðinu?
Pritchard hershöfðingi: — Hér
á Keflavíkurflugvelli er gott lag
á hermönnunum miðað við allar
aðstæður. Keflavíkurflugvöllur
er geysimikilvægur hlekkur í
varnarkerfi Atlantshafsríkjanna,
hann má ekki bresta. Við viljum
gera allt, sem í okkar vaidi stend
ur til þess, að hann bresti ekki
og ég vona, að íslendingar séu
fúsir til þess líka. Hér þarf ým-
islegt að lagfæra og endurskipu-
leggja, eins og alltaf er. Orustu-
flugvélarnar okkar eru t.d. að
verða úreltar, við fáum nýjar flug
vélar innan tíðar.
Fréttamaður Mbl.: Mér skilst
að bandaríska utanríkisráðuneyt-
ið hafi eftir mótmæli Thor Thors
í Washington, gefið út tilkynn-
ingu þess efnis, að nú verði gerð
gangskör að því að bæta sambúð
varnarliðsins við íslendinga.
Hvað verður gert til að svo geti
orðið?
Pritchard hershöfðingi: Það er
ekki í mínu valdi að svara því.
Þetta heyrir undir utanríkisráðu-
neytið í Washington og banda-
riska sendiráðuneytið í Reykja-
vík. Ég held að þér ættuð að
snúa yður til þeirra.
Hjartans þakkir til allra er auðsýndu mér vináttu með
gjöfum, blómum og skeytum á fimmtíu ára afmælinu
10. þ.m.
Gunnar G. Þorsteinsson, Nóatúni 24.
SmurstöSin
r •
verður lokuð vegna jarðarfarar kl.
í dag.
Sendisveinn
Röskur sendisveinn óskast
frá kl. 6 til 12 f.h.
%
Þarf að hafa skellinöðru.
Afgreiðsla Morgunblaðsins. Sími 2-24-80
Stúlka öskast
í blómabúð strax helzt vön ekki yngri en 20 ára.
Tilboð er greini frá fyrri atvinnu sendist til afgr.
Morgunbl. fyrir 20. sept. n.k. merkt: „Afgreiðslu-
stúlka — 9073“.
Móðir mín
STELNUNN MAGNÚSDÓTTIR
frá Efri-Gegnishólum
andaðist að heimili mínu, Steinum Grindavík þann 15.
september.
Fyrir mína hönd systra minna og annara aðstandenda.
Guðmundur Tómasson.
Maðurinn minn
STEFÁN Ó. STEPHENSEN
andaðist aðfaranótt 13. þ.m. að heimili okkar.
• Sigfríður Árnórsdóttir.
Móður okkar,
GUÐRÚN ÁRMANNSDÓTTIR
andaðist sunnudaginn 13. þ.m. að heimili sínu, Skóla-
vörðustíg 23. Jarðarförin fer fram fimmtudaginn 17. þ.m.
kl. 3,15 frá Fossvogskirkju.
Guðrún Jakobsdóttir, Hulda Jakobsdóttir,
Halldór Jakobsson, Ármann Jakobsson. -
Jarðarför bróður míns
JÓNS GlSLASONAR
skósmiðs frá Gröf í Hrunamannahreppi,
er lézt 10 .sept. fer fram frá Fríkirkjunni, fimmtudaglnn
17 .sept. kl. 1,30.
Fyrir hönd vandamanna
Álfgeir Gislason.
Útför
ÓLAFÍU GUÐMUNDSDÓTTUR
Skipasundi 60,
fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 17. septem-
ber kl. 2 e.h. Athöfninni verður útvarpað.'
Ketill Kristvinsson, Guðjón Sigurjónsson.
Innilegar þakkir færum við öllum, er auðsýndu okkur
vináttu og hluttekningu við andlát og jarðarför mannsins
míns, föður okkar, tengdaföður, afa og bróður
EINARS EYJÓLFSSONAR
kaupmanns.
F. h. fjölskyldunnar.
Gyða Arnadóttir.
Þökkum hjartanlega öllum fjær og nær, sem sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður
okkar
GÍSLÍNU SIGRÍÐAR GlSLADÓTTUR
Þrastalundi, Sandgerði.
Sérstaklega þökkum við hjúkrunarliði Sólvangs góða
umönnun.
Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við and-
lát og jarðarför mannsins míns, föður, tengdaföður og
afa
JÓNS NIKULÁSSONAR
bónda í Kringlu
Sérstaklega viljum við þakka Ólafi Einarssyni lækni
og hjúkrunarsystrum S.t. Jósefsspítala í Hafnarfirði,
fyrir góða læknishjálp og hjúkrun.
Sigríður Jónsdóttir
Skarphéðinn Jónsson, Fanney Benidiktsdóttir,
Guðni Jónsson, Margrét Lýðsdóttir,
Sigurjón Jónsson, Elísa Jónsdóttir,
Guðrún Jónsdóttir, Sigurður Eiriksson
Halldóra Jónsdóttir, Kjartan Þorgrímsson, •
Valdimar Jónsson, Stefán Jónsson
og barnabörn