Morgunblaðið - 16.09.1959, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.09.1959, Blaðsíða 11
Miðvik'udagur 16. sept. 1959 MORCVHBl AÐIÐ 11 ....■v.v.v-v-^A-.wy.y.wy.y.v.v.’.v.v.vAvwrw.v.w^w^y-^'.vAVWV.vj Nokkur hluti af Gallowayhjörðinni í Gunnarsholti. í FYRRADAG brá tíðinda- maður blaðsins sér austur að Gunnarsholti á Rangárvöll- um og skoðaði þar m. a. holda nautahjörðina af Galloway- kyni. Förinni stjórnaði Þor- valdur Guðmundsson, kaup- maður og veitingamaður, sem rekur hinar kunnu matvöru- verzlanir „Síld og fisk“ og veitingahúsin „Lido“ og „Þjóðleikhúskjallarann" Er- indi hans voru viðskiptalegs eðlis, því verið var að lóga 35 holdanautum, sem hann kaup ir í Gunnarsholti. Slátrunin fór fram á Hellu. ★ Eina holdnautahjörðin Holdnautahjörðin í Gunnars- holti er nú sú eina sinnar tegund- ar hér á landi. Alls voru 208 naut- gripir þar á fóðrum í vetur, en í vor fæddust 70 kálfar og í haust verður 55—60 tvævetrum gripum slátrað. Gripirnir eru sem fyrr segir af Gallowaystofni blandað- ir íslenzkum kúastofni. Nemur Gallowayblöndunin allt frá Yí. og upp í %. Er sá hluti stofnsias, sem mest er blandaður, mjög góð- ur til kjötframleiðslu og kjötið sambærilegt við nautakjöt á er- lendum markaði. Allt fer þetta kjöt til neyzlu hér í Reykjavík og þykir herramannsmatur. ☆ Heyþörfin 12—15 hestar Við spurðum Pál Sveins- son sandgræðslustjóra nokk- urra spurninga um þessa hjörð, sem er eign Sandgræðslu ríkis- ins, og í hans umsjá. Hann telur hvern grip þurfa 12—15 hesta af heyi yfir veturinn. Algengast er að slá gripina af þegar þeir eru tveggja vetra. Fallþungi þeirra nemur frá 190 kg og upp í 240 kg mest. Meðalþungi þeirra er tæp 200 kg. Á þessu hausti eru grip- irnir vel feitir. Nokkur áhugi er fyrir ræktun holdnauta hér á landi, en sumir telja ræktunina tæplega borga sig miðað við það fóðurmagn, sem sýnt hefir sig að þau þurfa í Gunnarsholti. • ■■■■■■ ☆ W* 1? É ' Gallowaykýr meS kálfinn sinn, sem nýtur þeirrar ánæfju, er aðrir nautkáifar hér á landi njóta * yfirleitt ekki, að fá að sjúga móður sína. Kjötið til Reykjavíkur Hvað sem því líður þá er gam- an að koma og skoða þessa sér- stæðu gripi og víst er um það að eftir að búið er að framreiða góm sæta rétti úr þeim hér í veitinga- stöðum höfuðborgarinnar telja þeir, sem njóta að vissulega sé vel farið að þessum stofni er við hald ið. Tveir stórir og voldugir tuddar hófu glímu mikla, sýnilega til þess að tíðindamaðuir blaðsina gæti tekið af þeim nokkrar mynd ir. Kýrnar horfðu hugfangnar á aðfarirnar. ★ Kálfarnir fá að sjúga Það er ekki algeng sjón hér & landi að sjá nautkálf sjúga móð- ir sína, en þetta blasti við augum í hinni villtu hjörð. Holdanautin eru stygg og fjarri því að hafa til að bera rólyndi íslenzku naut- gripanna, enda alast þau upp villt á útigangi. Það er því ærin fyrir- höfn að smala ungneytunum til slátrunar og mun hafa verið líf í tuskunum er hópurinn var rek- inn til slátrunar að Hellu í fyrra- dag. ☆ Hér var Ieikurinn milli þeirra tarfanna orðinn harður mjög. Rótuðu þeir upp jörðinni í átökunum rétt eins og væru þeir að sletta smjörklínu úr klaufum sínum. (Ljósm. vig.) En það er engin „miskunn hjá Magnúsi", harðsteiktir skulu Gallowaynautgripirnir verða á borðum höfuðstaðarbúa eftir hálf an mánuð. vig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.