Morgunblaðið - 17.09.1959, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 17.09.1959, Qupperneq 1
24 siftur, 46. árgangur. 203. tbl. — Fimmtudagur 17. september 1959 Prentsmiðja Morgunblaðsins m íubi Hermann Þórarinsson Guðjón Jósefsson Jón Pálmason Einar Ingimundarson Séra Gunnar Gíslason Kári Jónsson Óskar Levý Andrés Hafliðason Framboðslisti Sjálfstœð- ismanna á Norðvestur- , , , landi ákveðinn | Sjiiklingurinn ók öku-; | manni sjúkrabifreiðar-! mnar.... FILIPSTAD,, Svíþjóð 16. sept. (Reuter) — Sjúkra- bifreiðin var á fleygiferð með Lars Elma til sjúkra- hússins í gærkvöldi, þegar hún stanzaði skyndilega og ljós slokknuðu. Sjúklingurinn, berfættur og klæddur náttfötum, leysti ólarnar á sjúkrakörf- unni, sem hann hafði verið lagður í og fór á stúfana, til þess að athuga málið. Hann fann þá ökumann- inn. Harald Persson, 57 ára gamlan, liggjandi rænulaus an fram á stýrið. Elma, sem er skólastjóri héðan úr ná- grenninu, lét hitasótt á háu stigi ekki aftra sér, heldur mjakaði ökumanninum til hliðar, settist í sæti hans og ók sjúkrabifreiðinni á á- kvörðunarstað. Þegar í sjúkrahúsið kom lýstu Iæknar yfir því að Persson væri látinn. Brezkir hermenn í varðhaldi BONN, 16. sept. Reuter. — Fimm brezkir hermenn frá bænum Celle hér í nánd, voru settir í varðhald í gærkvöldi, vegna árás ar á þýzkan leigubílstjóra. Þeir munu væntanlega verða bak við lás og slá, þar til rannsókn máls- ins kemst lengra á veg. FRAMBOÐSLISTI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS í Norðurlands- kjördæmi vestra var ákveðinn á fundi á Siglufirði sl. sunnudag. Listinn er þannig skipaður: 1. Séra Gunnar Gísíason, bóndi, Glaumbæ, Skagafirði. 2. Einar Ingimundarson, bæjarfógeti, Siglufirði. 3. Jón Pálnjason, bóndi, Akri, A-Húnavatnssýslu. 4. Guðjón Jósefsson, bóndi, Ásbjarnarstöðum, V-Húnavatnssýslu. 5 Hermann Þórarinsson, hreppstjóri, Blönduósi. 6 Kári Jónsson, verzlunarstjóri, Sauðárkróki. 7. Óskar Levý, bóndi, Ósum, V-Húnavatnssýslu. 8. Andrés Hafliðason, form. fulltrúaráðs Sjálfstæðisfél. á Sigluf. 9. Jón ísberg, sýsluíulltrúi, Blönduósi. 10. Jón Sigurðsson, bóndi, Reynistað, Skagafirði. Framboðslistinn var samþykkt ur í einu hljóði. Mikill áhugi rík- ir meðal Sjálfstæðismanna í kjör dæminu fyrir að vinna sem ötul- legast að sigri lista síns. Ástandið í Alsír rætti á allsherjarþingi S.Þ.| — en aðild kínverskra kommunista ekki | NEW YORK og LONDON, 16. sept. — (Reuter-NTB). DAGSKRÁRNEFND allsherj arþings Sameinuðu þjóðanna ákvað í dag, að ástandið í Alsír skyldi verða rætt á þing inu nú í haust, en vísaði jafn- framt á bug tillögu Indlands um að taka aðild kínverskra kommúnista'til umræðu. Þess í stað var samþykkt til- laga frá Bandaríkjunum, sem fól í sér, að vandamálið um fulltrúa Ný Borgward- bifreið BREMEN, 16. sept. (Reuter) .— Vestur-þýzku Borgward-bifreiða verksmiðjurnar skýrðu frá því í dag, að ný sex-strokka bifreið, verði sýnd á Alþjóðabifreiðasýn- ingunni í Frankfurt, sem hefst á morgun. í tilkynningu bifreiðaverk- smiðjunnar var m.a. gefin sú lýs- ing á hinni nýju bifreið, að hún væri mikil aftan fyrir, framrúð- an og rúðan að aftan væru sveigð ar, til þess að útsýni væri sem bezt. Fimm eða sex manns eiga að geta setið í bifreiðinni, sem á að geta náð 160 km hraða. Eld- sneytiseyðsla hennar er um 13 lítrar á hverja hundrað km, skv. því er framleiðendur herma. Bú- izt er við að bifreiðin muni kosta um 3.100 bandaríska dali. Rannsóknarnefnd fekin til starfa i Laos — Mun leitast við að Ijúka störfum á sem skemmstum tima VIENTIANE, 16. sept. (Reuter) — Rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna hélt í dag fyrsta fund- inn hér í sambandi við rannsókn- ir sínar á átökunum milli stjórn- arherja og kommúniskra upp- reisnarmanna í norð-austurhluta Laos. Nefndinni fagnað Mikill mannfjöldi fagnaði nefndinni, þegar hún kom hing- að í gær frá Bangkok á Thailandi. Nefndin er, sem kunnugt er kjörin af Öryggisráði S. Þ., tii þess að kynna sér ástandið í land inu. Fjórir helztu mennirnir í henni eru formaðurinn, Shinichi Shibusawa frá Japan, Habib Bourguiba, sonur Túnis-forseta, Ludovico Barattieri frá ftalíu og herforinginn Heriberto Ahrens frá Argentínu. Átta til 10 þyrilvængjur, sem rannsóknarnefndin mun hafa til afnota við störf sín, eru væntan- legar hvað úr hverju til flugvall- arins hér í Vientiane. Gerum allt, sem í okkar valdi stendur Sisouk Na Champassak, sem gegnir störfum utanríkisráðherra Laos, tók á móti nefndinni og komst við það tækifæri m. a. svo að orði: „Þjóð mín, sem frá fornu fari hefur elskað friðinn — og Kína í samtökunum yrði ekki tekið til umræðu að sinni. 54 mál á dagskrá í nefndinni var ákveðið að mæla með upptöku 54 mála á dagskrá allsherjarþingsins, þar á meðal friðsamlega hagnýtingu geimsins, áframhaldandi aðstoð við flóttamenn í Palestínu og ör- yggisgæzlu í löndunum fyrir Sovézk rannsókn- arstöð á tunglinu LONDON, 16. sept. (Reuter) — Sovéskir vísindamenn hafa nú I hyggju að senda sjálfvirka rann- sóknarstöð til tunglsins og á hún að geta sent þaðan ýmsar upp- lýsingar, sem að gagni geta kom- ið við undirbúning að manna- ferðum þangað. Fimmtudagur 17. september Efni blaðsins er m.a.: Bls. 6: Söngskemmtun Engel Lund. Vígsla Reynivallakirkju. — 8: Hong Kong vegnar vel. — 10: Mannfórnir og tímalirak (Frá skákmótinu í Bled). Kvenþjóðin og heimilið. — 11: Með lögúm skal íand byggja. — 12: Forystugreinin: „Gerum hreint fyrir okkar dyrum“. Utan úr heimi. — 13: Árásarsamstarf Kússa og Þjóð- verja Finnlandspistill. — 15: Á stjórnarpalli (Bókardómur). — 17: Af sjónarhóli sveitamanns. Ljósmæðrafélag ísiands 40 ára. — 22: íþróttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.