Morgunblaðið - 17.09.1959, Qupperneq 12
12
MOTtCVJSBl 4Ð1Ð
Fimmtudagur 17. sept. 1959
TJtg.: H.í. Arvakur Reykjavlk.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsscn.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktssoa.
Sigurður Bjarnason frá Vipur.
Matthías Johannessen.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
AsVviftargald kr 35,00 á mánuði innarnands.
1 lausasölu kr. 2.00 eintakið.
1
GERUM HREINT FYRIR
OKKAR DYRUM
VÍ miður er mannlegt eðli
með þeim hætti, að margs
konar ágreiningur og á-
rekstrar manna á milli hafa ætíð
reynst óhjákvæmilegir. Til þess
að firra vandræðum af þessum
sökum hafa ýmiskonar samtök
verið mynduð. Sjálfu ríkinu er
fyrst og fremst ætlað að friða
þjóðfélagið. Með valdi þess og
embættismönnum, þ.á.m. lög-
reglu og dómendum, er reynt að
koma í veg fyrir og skera úr
þeirn ágreiningi, sem ætíð rís.
Árekstrarhættan verður því
meiri sem hugsunarháttur þeirra
er ólíkari, er skipti eiga saman.
Á öllum öldum hafa t.d. verið ýf-
ingar á milli hermanna og venju-
legra borgara. Hættan eykst enn,
ef menn eru af ób'ku þjóð-
erni. Svo er t.d. nú þegar banda-
rískir hermenn dvelja fjarri
ströndum fósturjarðar sinnar á
Íslandi, þar sem býr þjóð sem lítt
þekkir til hermennsku og hefur
frá fornu fari á henni ýmigust.
Engu að síður telur yfirgnæf-
andi meirihluti íslendinga þörf á
því, að hér dvelji nú varnarlið. Á-
stæðurnar til þess eru aikunnar.
★
Vitanlega ber að draga úr hætt-
tinnr á ágreiningi og árekstrum
milli heimamanna og varnarliðs-
ins og tryggja, að ef þvílíkt kem-
ur upp, þá sé með það farið að
réttum lögum. Þegar varnarsamn-
ingurinn var gerður 1951 var
þetta mjög haft í huga. Þá var
réttur íslendinga tryggður svo
vel sem menn kunnu bezt skil á.
M.a. var samið um ,að hinir
bandarísku varnarliðsmenn
skyldu lúta íslenzkri lögsögu í
mun ríkari mæli en Bandaríkja-
stjórn hafði þá undirgengizt við
aðra.
í upphafi voru 3 menn skipaðir
í varnarmálanefnd til að hafa
með höndum daglega stjórn sam-
skipta við varnarliðið. Auðvitað
komu þá eins og ætíð upp ýmis-
konar vandamál.
Á þessum árum voru kommún-
istar og Alþýðuflokkur í stjórn-
arandstöðu. Þeir sameinuðust um
að blása upp það, sem út af bar.
Lögðu þeir þó sízt verra til mála
en Framsókn, íem þá var í sam-
vinnu við Sjálfstæðismenn. Fram
sókn reyndi, eins og hennar er
háttur, að leggja allt út á versta
veg fyrir samstarfsmönnum sín-
um.
★
Haldgæði árásanna þá, sem
Tíminn nú hefur endurvakið, má
marka af því, hvern trúnað Fram
sókn og síðan V-stjórnin sýndi
þeim þremur mönnum, sem í varn
armálanefndinni voru og hin dag-
legu störf mæddu á.
Hans G. Andersen hefur verið
allan tímann frá því, að Fram-
sókn tók við stjórn utanríkismála
fram á þennan dag aðalfulltrúi
fslands í Atlantshafsráðinu.
Agnar Kofoed Hansen var á sín
um tíma skipaður í embætti flug-
málastjóra af Eysteini Jónssyru
og hefur notið óskerts trausts
Framsóknar síðan.
Guðmundur í. Guðmundsson
var gerður utanríkisráðherra í
sjálfri V-stjórninni, sem Fram-
sókn segist hafa stutt af heilum
hug.
Með afstöðu sinni til þessarra
manna hefur Framsókn rækilega
ómerkt hinar lúalegu árásir á
meðferð varnarmálanna á árun-
um 1951—1953. Ff brotabrot af
ásökunu mhennar þá og nú hefði
verið rétt, mundi hun ekkx hafa
hleypt neinum þessarra manna að
meðferð varnarmáianna.
Um feril Framsóknar meðan
hún hafði stjórn varnarmálanna
þarf ekki að fjölyrða. Þar var
engu áorkað, sem að gagni gæti
orðið. Störfin einkenndust þá ann
ars vegar af máttlausu fálmi, en
hinsvegar af óseðjandi gróðafíkn,
sem m.a. brauzt út í því, að Fram
sóknargæðingum var raðað á rík-
isjötuna til að hafa framfæri af
stjórn varnarmálanna.
★
Einn þessara manna, lögreglu-
stjórinn á Keflavíkurflugvelli,
Björn Ingvarsson, hefur nú ný-
lega gefið út tilkynningu, sem
varpar ömurlegu ljósi á andvara-
leýsi og hæfileikaskort þeirra,
sem nú fara með daglega stjórn
þessara mála. Sjálfur lögreglu-
stjórinn á Keflavíkurflugvelli
vissi ekki um atburðinn 5. sept.,
fyrr en utanríkisráðherra skýrði
honum frá honum hinn 8. sama
mánaðar. En utanríkisráðherra
hafði ekki um hneykslið heyrt,
fyrr en hann las um það í blöð-
unum sama dag.
Alþýðublaðið segir í gær, að
flugmálastjóri hafi „svikizt um
að láta rétt íslenzk yfirvöld vita
um atburðinn við flugskýlið fyrr
en á þriðjudag".
Hér er sannarlega hver silki-
húfan upp af annarri.
★
Ef ekki er gert ráð fyrir hreinu
skemmdarstarfi af hálfu flug-
málastjórnarinnar, er erfitt að
komast hjá því að telja framferði
hennar mótast af vitundinni um
að hún hafi sjálf sofið á verðin-
um. Er raunar upplýst, að með
öllu hefur verið vanrækt að gera
næga grein fyrir þýðingu bann-
svæðanna svokölluðu. Látið hef-
ur verið undir höfuð leggjast að
kynna varnarliðsmönnum ís-
lenzka einkennisbúninga og koma
sér saman við varnarliðsmenn um
þýðingu þeirra og hvenær nauð
syn væri á sérstökum vegabréf-
um. í öllu þessu er erfitt að gera
upp á milli, hver á aumastan
hlut; Flugmálastjórnin, lögreglu-
stjórinn á Keflavíkurflugvelli eða
varnarmáladeild utanríkisráðu-
neytisins.
Sjálfsagt er að krefjast þess, að
varnarliðið hafi sinn skjöld hrein
an og virði íslenzk lög.
Af viðtali því, sem birtist í
Morgunblaðinu í gær við Pritc-
hard hershöfðingja og út af fyrir
sig gefur ástæðu til ýmissa hug-
leiðinga, er verða að bíða að
sinni, er svo að sjá sem Banda-
ríkjastjórn hafi vanrækt að gera
undirmönnum sínum grein fyrir
efni varnarsamningsins og réttri
túlkun hans. Það er mikil sök.
En auðvitað eiga íslenzk yfirvöld
að fullvissa sig um, að yfirmenn
varnarliðsins hér skilji hvað um
er að tefla og tryggja að störf
hvers um sig séu svo afmörkuð,
að árekstrum sé ekki boðið heim.
Lágmarkskrafa er að við höfum
reglu á okkar eigin málum. Ef
svo er ekki, þá er ekki von að
vel fari í samskiptum við aðra.
UTAN UR HEIMI
— Konungur nautabananna? —
Frægasti nautabani Spánar.
Dominquin, var setztur í helg-
an stein. En þegar fóru að
heyrast raddir um að mágur
hans, Ordonez, væri að verða
honum meiri, stóðst hann ekki
Astæðulaus
öryggisráðstöfun
JÓHANNES páfi XXIII. er eins
konai þjóðsagnapersóna, sem
kunnugt er, að því leyti, að ekki
linnir skemmtilegum smásögum
úr páfagarði siðan hann settist
þar í sæti hins heilaga föður. —
Og er þá hér ein af síðustu „páfa
sögunum“:
Þegar páfinn var nýlega á sinni
daglegu morgungöngu í garði
Vatikansins, komu nokkrir verka
menn varfærnislega í áttina til
hans — eflaust í þeim strang-
heiðarlega tilgangi að hylla hans
heilagleika.
Menn úr lífverði páfa, sem
komu í humátt á eftir honum,
ruddust þá fram og ráku verka-
mennina í burtu — en páfinn
hrópaði gremjulega:
— Hvað á þetta að þýða?
— Þetta er aðeins öryggisráð-
mátið. Hann kom aftur fram
í nautabanahringinn, jafn-
lipur og öruggur og áður, eins
og sést á myndinni, þar sem
hann víkur sér undan upp-
æstu nautinu, svo hornin rétt
stöfun, yðar heilagleiki, sagði
foringi lífvarðanna.
— Öryggisráðstöfun? — Já, en
ég ætlaði alls ekki að gera þess-
um góðu mönnum nokkurn sk'ap-
aðan hlut.
strjúkast við hann. Nú hófst
æðisgengin keppni milli mág-
anna um hylli áhorfenda. Báð-
ir vildu vera hinum djarfari
og loks lágu báðir í valnum,
Ordonez var þó ekki mjög
mikið særður, en Dominquin
varð að taka sér frí, eftir að
hafa keppt einu sinni í reifum,
og nú „hvílir hann sig“ með
upprifinn kviðinn fyrir nauta
öt, sem hann hefur ráðið sig til
í Suður-Ameríku
Noel Coward semur
ballett
LEIKARINN, rithöfundurinn,
Coward hefur enn einu sinni
komið enskum — og alþjóðlegum
— áhorfendum sínum og áheyr-
endum á óvart — með því að
semja ballett.
Coward, sem nú er 59 ára gam-
all, hefur dvalizt heima í Eng-
landi undanfarið til þess að heim
sækja vini sína — þar á meðal
konungshjónin — en annars er
hann nú langdvölum á hinni sól-
ríku Jamaíku, þar sem hann á
glæsilegt hús — og borgar enga
skatta.
★
Kvöld nokkurt fór Coward
ásamt vini sínum Anton Dolin,
sem er stórt nafn í enska ballett-
heiminum, til þess að horfa á
ballettsýningu í Palladium. Þar
sáu þeir hinn fræga John Gilpin
dansa, og Coward varð mjög hrif
inn af sýningunni.
— Hvers vegna semur þú ann-
ars ekki ballett, Noel? spurði
Dolin í gamansömum tón.
— Ég skal athuga málið — og
leyfa þér að vita, hvað gerist,
anzaði Coward.
Og hann var ekkert að humma
við það. Hann fór heim og samdi
ballettinn „Lundúnamorgunn“ —.
sem er eins konar „ástarjátning"
hans til sinnar ástkæru heima-
borgar. — Ballettinn var frum-
sýndur nú nýlega í Festival Hall
í London. Þetta er 40 mínútna
sýning, og hlutverkin eru 50 —
en aðaldanshlutverkið er í hönd-
um (eða öllu heldur fótum) John
Gilpins. — Og allir eru ánægðir
— höfundurinn, ballettmeistarinn
Noel Coward