Morgunblaðið - 24.09.1959, Page 11
Fimmtudagur 24. sept. 1959
MOJtcrnvnLAÐih
11
enda þaulkunnugur öllum stað-
háttum. Óvarinn hópur Evrópu-
manna hefur ekki farið um Cas-
bah árum saman ,svo þetta er
sögufrægur viðburður.
Forsalur helvítis
Enginn nema Edgar Allan Poe
gæti til fullnustu lýst þeirri
tveggja tima göngu sem við átt-
um fyrir höndum. I>að er engu
líkara en maður hafi af slysni rat-
að í forsal helvítis! Strætin eru
varla meira en tveggja faðma
breið og víða mjórri. Þau minna
einna helzt á mjóar og illa lýstar
kjallaratröppur. Þrepin virðast
endalaus í allar áttir, hvergi er
meira en tveggja fermetra jafn-
slétta. Á báðar hendur rísa há hús
og slúta fram yfir strætin, þann-
ig að rétt sér í örmjóa rör.d at
himinhvelfingunni. Hingað hefur
áreiðanlega ekki einn einasti sól-
argeisli villzt öldum saman, enda
er loftið hlaðið daunillum, köld-
um raka sem smýgur inn í beinin.
Strætin eru blaut og gierhál a
köflum, þakin matarúrgangi og
allrahanda rusli. Sums staðar tek
ur fyrir alla birtu, og þá fikrar
maður sig áfram eins og biind-
ingi væntandi þess við hvert fót-
mál að hnjóta um hræ af ketti
eða líka af helsoltnum vesalingi.
Börnin
Börnin eru eíns og mý á mykju
skán í allra bókstaflegasta skiln-
ingi. Þau hópast í allar gættir og
hinna tveggja heilögu prinsessa
sem tóku sitt eigið líf af hreinleik
hjartans. Þær höfðu setið í höll
föður síns, firrtar vammi og van-
helgum hugrenningum, en einn
daginn varð þeim litið út um
glugga og komu auga á karl-
mann, sem fór hjá höllinni. Þeim
varð svo mikið um þessa van-
helgun augna sinna, að þær
sviptu sig lífi báðar tvær, og eru
síðan tilbeðnar og tignaðar af
þessum litla hópi hjartahreinna
manna í hvítum kuflum.
Áður en við kveðjum Casbah
heimsækjum við annan helgidóm,
stærri, sem helgaður er Sidi
Abderamane, heilögum manni
frá 15. öld, sem er sérstakur
vinur kvenna í bamsnauð. í
musteri hans eru nokkrar þung-
aðar konur, sem leita verndar
hans, og óbyrjur, sem biðja um
ávöxt lenda sinna. í musterinu
eru tvö rúm uppbúin, rúm hins
helga manns og sællar konu hans.
En fyrir utan er krökkt af
örkumla betlurum.
Þetta sama líf sá áreiðanlega sú
merka kona Guðríður Símonar-
dóttir, sem á að hafa fært okkur
krosssauminn frá Algeirsborg.
Casbah er í vissum skilningi eins
konar frystiklefi fortíðarinnar,
þar er allt óbreytt frá í árdaga,
nema eymdin vex og getur fleiri
börn.
Það er komið kvöld þegar við
komum á hótelið eftir fullfermd-
an dag. Það er lítið á því að
Hárið er prýði konunnar, segir gamalt máltæki, og það verður aldrei úrelt. Gljáandi og
létt hár, sem mikið loft er í, ber vitni um að það sé burstað oft og oft þvegið. Það er
líka alltaf fallegt. Slétt hár, sem ekkert permanent er í, lítur meira að segja vel út, ef
það er vel hirt — og vel klippt. Þessar tvær hárgreiðslur eru nú í tízku. Sú til hægri er
frönsk og nefnist „snagarnir", vegna þess að hárið stendur út eins og snagar báðum megin
í vöngunum. Hin er ítölsk og nefnist „geishu-hárgreiðslan“. Þeirri greiðslu er spáð miklum
vinsældum, ekki sízt af því Paola prinsessa, kona Alberts Belgíuprins, hefur oft sést
svona greidd.
Sumarhöllin í Algeirsborg
glufur eða híma upp við húsvegg
ina og stara á mann stórum, tóm-
um augum, horuð, föl, skítug,
berfætt og klæðlítil og sum
þeirra auðsæilega fársjúk af sól-
arleysi og næringarskorti. Hér
sér maður það betur en viðast
annars staðar, hve eymdin er ör-
lát á börn. Og samt bregður fyrir
brosi á andliti einstaka barns, en
það er sólarlaust bros.
Þá erum við allt í einu stödd
í „verzlunarstræti", þar sem búð-
irnar standa hlið við hlið, ein á
hverju þrepi, framveggjalausar.
Kjöt í öllum hugsanlegum til-
brigðum liggur á búðardiskurum,
hrátt eða soðið ,en ævinlega urr.-
leikið flugnaskara. Þarna má fá
kindahausa, bæði hráa og sviðna
upp á íslenzkan máta. í surrum
búðanna stendur kaupmaðurinn
við eldamennsku, og römmum
matarilmi slær fyrir vitin, sem
er fróiyi, því þá hverfur fúkka-
þefurinn um stund. í öðrum búð-
um sitja sællegir, óhreinir prang-
arar bak við diskana og bíða
kaupandans með næstum ójarðn-
eskri þolinmæði. Á stöku stað eru
börn að háma í sig gumsið með
soltinni áfergju. Fyrir kemur að
kerling sendir okkur tóninn.
Henni finnst sýnilega nóg um
þessa hnýsni í einkamál eymdar
innar. Og samt kvað enginn hlut-
ur vera erfiðari en að fá þetta
fólk til að flytjast burt í hollari
húsakynni.
Helgidómar
Og áður en við áttum okkur
höfum við verið leidd í friðsælan
garð að húsabaki — á helgan
stað. Það er föstudagur og nokkr-
ir menn á ýmsum aldri sitja flöt-
um beinum á mottum sinum í til-
beiðsluástandi, þyljandi bænir af
bókum. Þeir taka okkur vel og
benda á lítið, hvítkalkað, snot-
urt hús í horni garðsins. Það er
helgidómurinn og geymir leifar
græða að líta í bæinn eftir kvöld-
matinn. Einasti „næturklúbbur"
borgarinnar er dauflegur enda er
borgin sofnuð um miðnætti, en
klukkustUnd síðar er útgöngu-
bann sem stendur til kl. fjögur.
Dauð borg að næturlagi, en ið-
andi af fjöri og framtaki á dag-
inn — enda veltur framtíð lands-
ins að verulegu leyti á afdrifum
hennar.
Stelán Jónsson Irá
Galtarholti — minnin^
STEFAN JONS'SON frá Galtar
holti var jarðsunginn frá Dóm-
kirkjunni mánudaginn 10 ágúst.
Hann var fæddur 22. júní 1878
að Galtarholti í Borgarhrepp
Mýyasýslu. Faðir hans var Jón
hreppstjóri Jór.sson Guðmunds-
sonar Björnssonar frá Höfn í
Melasveit. Guðmundur var bróð-
ir Snorra á Húsafelli, og flutti
að Galtarholti.
Móðir Stefáns var Þórunn
Kristófersdóttir Finnbogasonar
bónda á Stóra-Fjalli í Borgar-
hrepp, en kona Kristófers var
Helga dóttir Péturs Ottesens
sýslumanns að Svignaskarði.
Stóðu að Stefáni merkar og dug-
andi ættir. Stefán átti mörg syst-
kin og öll dugnaðar og mann-
kostafólk og kvaddi síðastur hér
vist.
Stefán var sjómaður um fjölda
Héra&sfundur Barða-
strandarprófasfsdœmis
HÉRAÐSFUNDUNDUR Barða
strandarprófastsdæmis var hald-
inn á Patreksfirði 5. sept. Mætt-
ur var meiri hluti presta og safn
aðarfulltrúa prófastsdæmisins,
auk nokkurra sóknarnefndar-
manna. Prófasturinn, séra Jón
Kr. ísfeld, Bíldudal, flutti yfirlit
yfir helztu kirkjuleg tíðindi, sem
gerst höfðu í prófastdæminu frá
því síðasti fundur var haldinn.
Skákmótið
í Firðinum
HAFNARFIRÐI. _ Eftir sjöttu
umferð á Septembermótinu er
Jónas Þorvaldsson efstur með
3% vinning og eina biðskák, en
3% vinning hafa einnig hlotið
þeir Jón Pálsson, Eggert Gilfer
og Kári Sólmundarson, Stígur
Herlufsen, Jón Kristjánsson,
Sigurgeir Gíslason og Þórir Sæ-
mundsson hafa 3 vinninga, Birg
ir Sigurðsson 2 og Skúli Thorar
ensen 1 vinning og biðskák.
Á .sunnudaginn fóru leikar
sem hér segir: Eggert Gilfer
vann Jón Pálsson og Kári vann
Birgi. Jafntefli gerðu Jón Krist-
jánsson og Þórir og Sigurgeir
og Stígur. ■— G.E.
Ennfremur nokkur almenn
kirkjutíðindi. Séra Sigurvin Elí-
asson var settur prestur 1 Flatey
á s.l. ári. Er því aðeins Brjáns-
lækjarprestakall óveitt í prófast-
dæminu. Tvær kirkjur eru í
smíðum, í Breiðuvík og á Reyk-
hólum. Ein kirkja er nýbyggð
Skálmarnessmúlakirkja, en er
óvígð. Margar kirkjur í prófast-
dæminu hafa verið endurbættar
og málaðar. Þá flutti prófastur
yfirlit yfir messur, skírnir, ferm
ingar, altarisgöngur o.fl.
Að loknu yfirlitinu hófust um-
ræður um ýmis mál, svo sem
prestskosningar, húsvitjanir,
kirkjusókn, kristnidómrfræðslu
barna og störf presta í íélags og
sveitamálum. Urðu umræður al-
mennar og í sumum málum
gerðar ályktanir, sem snertu
prófastsdæmið aðallega.
Fundarmenn sátu kvöldverðar
boð prestshjóna staðarins og að
loknum fundi um kvöldið bauð
sóknarnefndin fundarmönnum í
kaffisamsæti.
Sunnudaginn 6. sept. voru í
sambandi við fundinn messur,
bæði á Patreksfirði og í Sauð-
lauksdal. Kirkjukór Patreks-
fjarðau annaöist söng á báðum
stöðunum undir stjórn Stein-
gríms Sigfússonar organista.
T.Á.
ára. Unglingur var hann við sjó-
róðra í Engey. Á skútum var
hann mörg úthöld og 1916 fór
hann á togara og var-við þann
starfa miklar vökur og vinna áð-
ur en vökulögin voru sett. Á
togurum var hann mörg ár dug-
legur og skemmtilegur félagi
l hké
*
Stefán var hægur og prúður
gleðimaður og með afbrigðum
hnyttinn í svörum, sem margir
muna sem með honum hafa verið
til sjós og lands.
Kvæntur var hSnn Ingibjörgu
Jónsdóttir ættaðri frá Hömrum
í Þverárhlíð og fluttu þau til
Reykjavíkur 1904. Þeim varð 11
barna auðið, en misstu eitt i
spönsku veikinni. Á lífi eru sjö
synir og þrjár dætur. Ingibjörg
var með afbrigðum dugleg og
góð kona, og oftast var hún ein
með stóran barnahóp, Þegar
heimilisfaðirinn er oft fjarver-
andi eru vandamálin mörg sem
konan verður að ráða fram úf.
Ingibjörg dó 1943. Stefán dvaldi
síðustu árin hjá dóttur sinni og
tengdasyni á Hringbraut 52.
Föstudaginn 1. ágúst fékk hann
slag í svefni missti mál og rænv.
Á Landspítalann var hann fluttur
laugardaginn 2. ágúst, og var
þar gert allt til að honum mætti
líða sem bezt. Þar dó hann þriðj u
daginn 4. ágúst. Þegar svona var
komið er þreyttum og sjúkum
hvildin kær.
Blessuð sé hans minning.
Axel Gunnarsson.
íbúð
Óska eítir 2ja til 3ja herbergja
íbúð. — Góð umgengni. Upp-
lýsingar í síma 34393.
tJtgefendur, athugið!
prófarkalesari
vill taka að sér heimavinnu.
Tilboð sendist Mbl., merkt:
„Prófarkalesari — 4418“.
erlausnirt
VIKURFÉLAGIÐ?
LUÐVIK GIZURARSON
héraðsdómslögmaður.
Málflutningsskrifstofa,
Klapparstíg 29 sími 17677.
«6«
6*9
34-3-33
Þunga vinnuvélar
DÖNSK HÚSGÖGN
til sölu
á Njálsgötu 73, uppi.
I. O. G. T.
St. Andvari nr. 265
Fundur í kvöld kl. 8,30 í G.T.-
húsinu. Fundarefni: Inntaka. —
Kosning embættismanna. Upplest
ur o. fl. — Æ.t.
Saumaklúbbur IOGT
Saumafundir hefjast í dag kl. 3
e.h. í G.T.-húsinu. Þess er vænzt
að reglusystur sæki sauma-
fundina. — Nefndin.
Samkoamr
Fíladelfía
Almenn samkoma kl. 8,30. —
Allir velkomnir.
Hjálpræðisherinn
Fimmtudag kl. 20,30: Almenn
samkoma. Allir velkou,nir.