Morgunblaðið - 24.09.1959, Síða 13
Fimmtudagur 24. sept. 1959
MOitaTnvrtT /ini&
13
lilagnús Víglundsson stórkaupmðður:
Menningarviðs
sem heimilar þeim hlutdeild I
öllu félagslífi háskólans, svo og
aðgang að bókasöfnum og öðrum
menningarstofnunum í Barce-
lona, og til þátttöku í ferðalóg-
um, sem háskólinn gengst öðru
hvoru fyrir um nærliggjandi hér-
uð TU þessarra ferðalaga er stofa
að í þeim tilgangi að kynna hin-
um erlendu námsmönnum sem
bezt menningu og þjóðlíf Spánar.
og íslendinga
*
,,^'emendur frá Islands hlutfellslega fleiri en
frá nokkru oðru landi44 segir
í skýrsfu Barcelonaliáskéla
Háskólatorgið í Barcelona
í FYRRI grein minni um sam-
skipti íslendinga og Spánverja,
var nær eingngu rætt um verzl-
unarviðskipti þessarra aðila und-
anfarna tíma. í þessarri grein
verður hins vegar leitazt við að
geta helztu atriða í sambandi við
menningarleg samskipti þessarra
þjóða, eins og þau hafa þróazt hin
síðari árin. Ekki verður þó til-
tækilegt að geta nema helztu at-
riða í einni blaðagrein.
★
Þótt verzlunarviðskipti Spán-
verja og íslendinga væru svo víð-
tæk og þýðingarmikil, sem hag-
skýrslur og aðrar staðreyndir
bera með sér, var þó þekkingu
íslendinga á spánskri tungu, bók
menntum og menningu’ lengst af
skorinn þröngur stakkur. Þannig
var það fyrir röskum aldarfjórð-
ungi, að einungis sárafáir íslend-
ingar kunnu skil spánskrar tungu
til nokkurrar hlítar, og er hún
þriðja útbreiddasta tungumál ver
aldar, næst á eftir kínversku og
ensku.
Leið íslenzkra námsmanna
hafði yfirleitt ekki legið til Spán-
ar, og það eins þótt skilyrði til
náms séu að mörgu leyti góð í
föðurlandi Cervantesar. Á Spáni
er forn og rótgróin háskólamenn-
ing, og er Salamancaháskóli, sam
kvæmt fornum heimildum, í tölu
þriggja elztu háskóla á Vestur-
löndum, hinir eru háskólinn í
París (Sorbonne) og í Bologna á
ftalíu. Og enn í dag er háskólinn
í Salamanca meðal fremslu
og virðulegustu menntastofnana
Spánar og hins latneska heims.
Aðstaða íslendinga til spönsku-
Síðari grein
náms batnaði verulega er Þór-
hallur heitinn Þorgilsson settist
að hér heima, eftir að hafa lokið
nómi í spönsku við Sorbonnehá-
skóla, en einnig dvaldist hann við
nám á 'Spáni, m. a. við háskólann
í Salamanca, en þar var hann
síðar sæmdur magister-nafnbót
(árið 1951) fyrir ritgerð, er hann
lagði þá fram. Ég mun ekki að
þessu sinni ræða hér frekar um
fjölþætt störf Þórhalls, er miðuðju
að því að auka þekkingu á
spönsku hér á landi, þar sem mér
gefst væntanlega tækifæri til að
ræða þau mál öll síðar, og af
öðru tilefni.
0-S
Ég veit ekki hvort menn gera
sér almennt nægilega Ijósa grein
fyrir mikilvægi þeirrar ákvörð-
unar, er íslenzk stjórnarvöld
hófu fyrir nokkrum árum að
styrkja erlenda námsmenn með
reglulegum fjárframlögum til að
nema íslenzka tungu og bók-
menntir við Háskóla íslands.
Fyrir smáþjóð eins og fslendinga,
sem þarfnast þess um fram allt,
að málstaður hennar og málefni
séu rét.t skilin og skýrð sem víð-
ast um heim, ættu hinir erlendu
námsmenn að geta unnið gott
starf, takist nógu vel til um val
þeirra. Hinum fáu opinberu sendi
mönnum íslands erlendis ætti
þarna að bætast álitlegt hjálpar-
lið.
Ég vil geta þess hér, og með
þakklæti í huga, að Spánn var
meðal fyrstu ríkja, sem íslenzka
ríkisstjórnin veitti fastan árlegan
styrk handa spönskum stúdent
til náms við háskólann hér. Þrír
Spánverjar hafa til þessa notið
hins íslenzka styrkjar, þeir Jose
A. F. Romero, Antonio Adserá
Martorell og Ignacio de la Caile.
Allir hafa þessir menn unnið að
því, að auka þekkingu þjóðar
sinnar á íslenzkum bókmenntum
og menningu. Romero, sem fyrir
alllöngu hefur lokið prófi við há-
skólann hér, hefur þýtt nokkrar
af bókum Halldórs Kiljan Lax-
ness á spánska tungu, en þær svo
verið gefnar út hjá ágætu for-
lagi (Aguilar) í Madrid. Martor-
ell, sem um nokkurt skeið hefur
kennt við spánska háskóla, hefur
haldið marga fyrirlestra um ís-
land, og loks hefur Ignacio de la
Calle skrifað blaðagreinar og
haldið fyrirlestra um ísland og
íslenzk málefni í heimalandi sínu,
en hann mun ljúka prófi við Há-
skóla íslands á næsta ári. —
— Þannig hafa allir hinir spönsku
námsmenn, hver á sinn hátt, ann
ið að því að treysta menningar-
samband íslands og Spónar, og
vonandi halda þeir áfram á sömu
braut, ásamt þeim öðrum spönsk-
um menntamönnum, sem vænt-
anlega munu leggja leið sína hing
að norður á komandi tímum, og
‘hljóta hinn íslenzka styrk tii
náms íslenzkrar tungu og nor-
rænna fræða.
Þess skal og getið, að spönsk
stjórnarvöld hafa um nokkurt
skeið veitt íslandi fastan náms-
styrk, og hafa íslenzkir háskó'a-
borgarar notið þessa styrks und-
anfarin ár. Og nú. í vetur mun
ungur íslendingur, Friðrik
Stefánsson, viðskiptafræðingur
stunda spönskunám við Barce-
lónaháskóla með hinn spánska
námsstyrk að bakhjalli.
★
Margir fslendingar hafa lagt
leið sína til Spánar suður undan-
farin ár, líklega allt að 2000
manns síðustu sex, sjö árin. Ég
hafði gott tækifæri til að fylgjast
með þessum ferðum meðan vega-
bréfsáritunar var þörf í sam-
bandi við ferðalög til Spánar, en
slíkrar áritunar er nú ekki leng-
ur krafizt, og raunar var hún
fyrst og fremst formsatriði, sem
undantekningarlaust var hér full
nægt án fyrirvara eða nokkurra
skilyrða. Og íslenzka ferðafólkið
var ánægt með dvölina á Spáni,
og margir fóru þaðan með þá ósk
efst í huga, að koma þangað aftur
svo fljótt sem auðið væri. Varð
mörgum að þeirri ósk sinni.
í hópi Spánarfaranna var all-
margt námsmanna, sem svo lögðu
Prófessor Carnicer
stund á ýmsar námsgreinar við
spánskar menntastofnanir, flestir
þó við háskólann í Barcelona,
enda held ég að telja megi, að
þar séu bezt skilyrði til náms
fyrir útlendinga á Spáni. Skal nú
vikið nokkuð nánar að hinni um-
fangsmiklu og athyglisverðu
kynningarstarfsemi þessa háskóia
★
Barcelona er, sem kunnugt er,
önnur stærsta borg Spánar, og
höfuðborg Kataloníu, en íbúar
þes héraðs eru sérlega dugmikið
og vinnusamt fólk. Starfsemi ná-
skólans.mótast : ríkum mæli af
þessum góðu eiginleikum Kata-
loníumanna.
Fyrir alllöngu hóf háskólinn í
Barcelona undirbúning að
kennslustarfsemi fyrir erlenda
námsmenn, og var fyrsta form-
lega námskeiðið haldið skólaár-
ið 1952/1953, og sóttu það 45 nem
endur frá 10 löndum. Þessi vel
heppnaða byrjun gaf forstöðu-
manni námskeiðsins, prófessor
Ramón Carnicer byr í seglin, en
honum hafði stjórn háskólans
þegar í öndverðu falið yfirstjórn
þessarar starfsemi. Lagði nú
prófessor Carnicer fram ákveðn-
ar tillögur um eflingu starfsem-
innar, m. a. um fjölgun náms-
greina. Og aðsóknin fór jafnt og
örugglega vaxandi, og hefur tala
nemenda verið þessi:
Skólaárið 1952/53, 45
— 1953/54, 105
— 1955/56, 227
— 1956/57, 291
— 1957/58, 360
— 1958/59, 475,
(152 konur og 323
karlar).
Á næsta skólaári, sem hefst
um miðjan október nk., mun að-
sókn verða meiri en nokkru sinni
fyrr, en samtals hefur námsfólk
frá 39 þjóðlöndum tekið þátt í
þessum námskeiðum undanfarin
ár.
Námskeiðið stendur yfir frá
miðjum október til 31. maí ár
hvert. Við lok skólaársins í maí-
mánuði geta nemendur gengið
undir sérstakt próf í spönsku, ef
þeir hafa hlotið til þess næga
undirbúningsmenntun, og stand-
ist þeir prófið, fá þeir sérstakt
prófskírteini (Diploma) frá há-
skólanum. Próf þetta er allþungt,
en engan veginn ofraun þeim,
sem stunda námið af alúð og hafa
hlotið nokkra undirbúnings-
menntun í spönsku. Þeir, sem
ekki leggja út í prófið, fá vott-
orð um nám sitt.
Óski einhver að fresta ákveðn-
um hluta prófsins til að búa sig
betur undir það yfir sumarið, fá
þeir heimild til að taka þann
hluta prófsins í septembermán-
uði. Skilyrði til sumarnáms eru
og góð, því háskólinn í Barcelona
gengst fyrir sérstökum sumar-
námskeiðum í spönsku og fleiri
námsgreinum. Eru þessi sumar-
námskeið, sem mikil aðsókn hef-
ur verið að, haldin víðs vegar á
Spáni, þar sem loftslag er ákjós-
anlegt yfir hina heitu sumarmán-
uði, stundum á spönsku eyjunum
í Miðjarðarhafi (Baleareyjum).
» ★
Hinu erlenda námsfólki er
skipt í námshópa, með hliðsjón
af kunnáttu þess í spönsku. Heira
ilt er því og að hlýða á kennslu
og fyrirlestra í öðrum deilduin
háskólans, svo sem í læknisfræði,
efnafræði, lyfjafræði, viðskipta-
fræðum og bókmenntum, svo
nokkuð sé taliðL Þarna er og sér-
stök deild fyrir tungumálanám,
og er þar kennd enska, franska,
ítalska og þýzka. Prófessorar frá
hverju landi annast yfirleitt
kennsluna. Nemendum á nám-
skeiðinu fyrir útlendinga er heim
ilt að sækja tíma í þessarri tungu
máladeild. Þeir fá einnig skilríki,
í sambandi við háskólann eru
starfrækt heimili (stúdentagarð-
ar) fyrir nemendur, en ekki eru
þau svo stór, að þeim sé mögu-
legt að taka við öllum hinum
mikla fjölda námsfólks, er tii
Barcelona leitar. Hins vegar út-
vegar skrifstofa háskólans þátt-
takendum í námskeiðinu dvalar-
stað á góðum spönskum heimil-
um eða annars staðar, sé þess
óskað. Er haldin skrá yfir þessa
dvalarstaði, og lætur háskólinn
öðru hvoru fara fram skoðana-
könnun meðal nemenda um að-
búnað á hverjum stað, og þeir
látnir svara skriflega spurning-
um í þessu sambandi. Er þannig
leitast við að búa svo um hnút-
ana, að dvölin í Barcelona verði
sem ánægjulegust, og aðstaða til
námsins sem bezt. — Ekki er
krafizt stúdentsprófs til inngöngu
á námskeiðið, aðeins góðrar al-
mennrar menntunar, og ekki er
neitt aldurstakmark sett.
★
Skólagjöld eru lág, og dvalar-
kostnaður á Spáni nú lægri en
víðast hvar annars staðar. Mun
húsnæði og fæði kosta sem svarar
13—16 sterlingspundum á mán-
uði, en auk þess leitast háskólinn
í Barcelona við að létta undir
með þeim nemendum, er búa vlð
þröngan fjárhag með því að út-
vega þeim einhver störf jafnhliða
náminu. Er hér einkum um að
ræða aðstoðarstörf á skrifstofum
og hjá verzlunarfyrirtækjum,
ferðamannafylgd, svo og kennsla
í tungumálum, að sjálfsögðu fyrst
og fremst í móðurmáli hlutað-
eigandi aðila.
Þá er gengizt fyrir nemenda-
skiptum við önnur lönd í sam-
bandi við námskeiðið, og hefur
Barcelonaháskóli í þessu sam-
bandi einkum samvinnu við há-
skólana í Genf, Heidelberg og
Miinchen.
1 ★
Af því, sem nú hefur verið
sagt er Ijóst, að starfsemi háskól-
ans í Barcelona til útbreiðslu
þekkingar á spánskri tungu og
spönskum fræðum, er víðtæk og
vel skipulögð. Að þessarri við-
leitni hefur og verið hlúð, bæði
af spönskum stjórnarvöldum og
af stjórn háskólans sjálfs.
En meginþungi þessarra fram-
kvæmda hefur þó hvílt á herð-
um próf. Ramón Carnicer, sem
frá upphafi hefur stjórnað þess-
arri menningarstarfsemi styrkri
hendi, og má' þó fara nærri um,
að þetta sé vandasamt starf. En
Prófessor Carnicer hefur leyst
hvern varida með mikilli rögg-
semi og frábærum árangri, en i
starfi sínu öllu hefur hann notið
ómetanlegs stuðnings konu sinn-
ar, sem er af írskum ættum, -en
hefur hlotið háskólamenntun í
Englandi. Margir nemendanna,
þar á meðal íslendingarnir, hafa
Framh. á bls. 14.
Cataluna-torg